28. janúar 2011
Gekk frá svari við umsagnarbeiðni innanríkisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru sem í gangi er vegna álagningar gatnagerðargjalda í Klettahlíð.
Fyrir hádegi var síðan nokkuð langur fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands þar sem unnið var í stefnumörkun fyrirtækisins til framtíðar litið. Enn er allt óvíst um framhald mála þar á bæ en hvorki gengur né rekur í því að finna framtíðar stað fyrir flokkun og sorpmeðhöndlun fyrir Sunnlendinga.
Fór beint frá Selfossi og til Reykjavíkur þar sem fundur hófst kl. 12 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var helst fjallað um drög að nýjum sveitarstjórnarlögum en einnig var farið yfir ýmis önnur mál er lúta að starfsemi sveitarfélaganna.
Eftir þann fund hitti ég Ragnar Hall lögmann sem nú er að vinna álit fyrir bæjarfélagið um lögmæti þess að íbúar í "neðra þorpinu" þurfa að greiða umtalsverðar fjárhæðir vegna kostnaðar við að taka heitt vatn inn í hús sín. Þarna geta upphæðir numið einhverjum hundruðum þúsunda per íbúð en aðrir íbúar í Hveragerði sem njóta tvöfalds dreifikerfis þurfa ekki að greiða neitt fyrir sömu þjónustu. Eðlilega finnst þeim íbúum sem þurfa að greiða að brotið sé á þeim, ég get auðveldlega skilið það sjónarmið enda erum við Lárus í þessum hópi ásamt fjölmörgum öðrum. Álit Ragnars verður tilbúið eftir helgi og mun verða lagt fyrir bæjarráð í næstu viku.
Síðdegis eldaði ég "lasagne a´la Aldís" fyrir hóp úr sunddeildinni í Borgarnesi sem hingað er mættur í æfingabúðir. Það var mikið fjör á Heiðmörkinni og virkilega gaman að fá að taka á móti þeim hér heima. Líka meira en sjálfsagt þar sem hún Laufey Sif okkar er þjálfari hópsins :-)
Fyrir hádegi var síðan nokkuð langur fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands þar sem unnið var í stefnumörkun fyrirtækisins til framtíðar litið. Enn er allt óvíst um framhald mála þar á bæ en hvorki gengur né rekur í því að finna framtíðar stað fyrir flokkun og sorpmeðhöndlun fyrir Sunnlendinga.
Fór beint frá Selfossi og til Reykjavíkur þar sem fundur hófst kl. 12 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var helst fjallað um drög að nýjum sveitarstjórnarlögum en einnig var farið yfir ýmis önnur mál er lúta að starfsemi sveitarfélaganna.
Eftir þann fund hitti ég Ragnar Hall lögmann sem nú er að vinna álit fyrir bæjarfélagið um lögmæti þess að íbúar í "neðra þorpinu" þurfa að greiða umtalsverðar fjárhæðir vegna kostnaðar við að taka heitt vatn inn í hús sín. Þarna geta upphæðir numið einhverjum hundruðum þúsunda per íbúð en aðrir íbúar í Hveragerði sem njóta tvöfalds dreifikerfis þurfa ekki að greiða neitt fyrir sömu þjónustu. Eðlilega finnst þeim íbúum sem þurfa að greiða að brotið sé á þeim, ég get auðveldlega skilið það sjónarmið enda erum við Lárus í þessum hópi ásamt fjölmörgum öðrum. Álit Ragnars verður tilbúið eftir helgi og mun verða lagt fyrir bæjarráð í næstu viku.
Síðdegis eldaði ég "lasagne a´la Aldís" fyrir hóp úr sunddeildinni í Borgarnesi sem hingað er mættur í æfingabúðir. Það var mikið fjör á Heiðmörkinni og virkilega gaman að fá að taka á móti þeim hér heima. Líka meira en sjálfsagt þar sem hún Laufey Sif okkar er þjálfari hópsins :-)
27. janúar 2011
Dagurinn byrjaði með fjölskipuðum fundi með stjórn Körfuknattleiksdeildar Hamars. Þau komu þar með hugmynd að fjáröflun sem skoða þarf nánar en væntanlega kemur bréf frá hópnum vegna þessa á fund bæjarráðs í vikunni.
Ræddi enn og aftur við lögmann bæjarins vegna málareksturs sem í gangi er vegna álagningar gatnagerðargjalda.
Heimsótti síðan félag eldri borgara þar sem ég fór yfir fjárhagsáætlun og þá sérstaklega með áherslu á þau atriði sem að eldra fólki snúa. Þetta var mjög fínn og skemmtilegur fundur þar sem ég endaði á myndasýningunni sem ég gerði fyrir árshátíðina 2010. Hún vakti lukku !
Brunaði síðan beint niður á Heilsustofnun þar sem ég hitti bæjarstjórn Rangárþings Eystra sem hingað var mætt með mökum til að kynna sér ýmis mál, en þó sérstaklega þriggja tunnu flokkunina og heilsustígana. Fórum síðan í bílferð um bæinn og enduðum á örfyrirlestri hér á bæjarskrifstofunni. Góður hópur þarna á ferð.
Eftir hádegi átti ég góðan fund vegna garðyrkju- og blómasýningarinnar en þar er undirbúningur að komast í fullan gang. Var síðan í viðtali síðdegis á Útvarpi Suðurlands einmitt um Garðyrkju- og blómasýninguna, nú þurfa allir að taka frá síðustu helgina í júní !
Ræddi enn og aftur við lögmann bæjarins vegna málareksturs sem í gangi er vegna álagningar gatnagerðargjalda.
Heimsótti síðan félag eldri borgara þar sem ég fór yfir fjárhagsáætlun og þá sérstaklega með áherslu á þau atriði sem að eldra fólki snúa. Þetta var mjög fínn og skemmtilegur fundur þar sem ég endaði á myndasýningunni sem ég gerði fyrir árshátíðina 2010. Hún vakti lukku !
Brunaði síðan beint niður á Heilsustofnun þar sem ég hitti bæjarstjórn Rangárþings Eystra sem hingað var mætt með mökum til að kynna sér ýmis mál, en þó sérstaklega þriggja tunnu flokkunina og heilsustígana. Fórum síðan í bílferð um bæinn og enduðum á örfyrirlestri hér á bæjarskrifstofunni. Góður hópur þarna á ferð.
Eftir hádegi átti ég góðan fund vegna garðyrkju- og blómasýningarinnar en þar er undirbúningur að komast í fullan gang. Var síðan í viðtali síðdegis á Útvarpi Suðurlands einmitt um Garðyrkju- og blómasýninguna, nú þurfa allir að taka frá síðustu helgina í júní !
26. janúar 2011
Hún mamma á afmæli í dag. Skemmtilegur hádegismatur á þelamörkinni í góðum félagsskap af því tilefni.
Mikið stúss í vinnunni. Lögfræðileg álitaefni taka mikinn tíma. Það er ekki bara stjórnlagaþingið sem er kært !
Fór á fund í stjórn Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ. Nú stendur aðalfundur fyrir dyrum og sú staða er uppi að stjórnarmenn vantar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Okkur hér í Hveragerði á nú að renna blóðið til skyldunnar sérstaklega nú þegar stofnunin þarf að berjast fyrir hverri krónu. Endilega hafið samband þið sem hafið áhuga á áframhaldandi vexti HNLFÍ...
Síðdegis fórum við Lárus í móttöku hjá indverska sendiherrandum en þar var þjóðhátíðardegi Indlands fagnað með veglegum hætti. Það er alltaf yndislegt í boðum hjá sendiherranum sem er sá allra duglegasti sem hér dvelur að margra mati.
Vinna í kvöld þar sem fjöldi verkefna bíða morgundagsins. Sólarhringurinn þyrfti að vera miklu miklu lengri :-)
Mikið stúss í vinnunni. Lögfræðileg álitaefni taka mikinn tíma. Það er ekki bara stjórnlagaþingið sem er kært !
Fór á fund í stjórn Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ. Nú stendur aðalfundur fyrir dyrum og sú staða er uppi að stjórnarmenn vantar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Okkur hér í Hveragerði á nú að renna blóðið til skyldunnar sérstaklega nú þegar stofnunin þarf að berjast fyrir hverri krónu. Endilega hafið samband þið sem hafið áhuga á áframhaldandi vexti HNLFÍ...
Síðdegis fórum við Lárus í móttöku hjá indverska sendiherrandum en þar var þjóðhátíðardegi Indlands fagnað með veglegum hætti. Það er alltaf yndislegt í boðum hjá sendiherranum sem er sá allra duglegasti sem hér dvelur að margra mati.
Vinna í kvöld þar sem fjöldi verkefna bíða morgundagsins. Sólarhringurinn þyrfti að vera miklu miklu lengri :-)
25. janúar 2011
Foreldraviðtal í Grunnskólanum í morgun. Albert Ingi er í 9. bekk svo það hyllir undir lok skyldunáms á okkar heimili. Þar sem Albert byrjaði í grunnskóla árið sem Laufey Sif hætti þá höfum við nú átt barn í grunnskóla samfellt í nítján ár. Það er ansi drjúgt þegar maður orðar það með þessum hætti :-)
Við Helga skruppum síðan til Reykjavíkur til fundar með forsvarsmönnum Momentum og Gjaldheimtunnar. Þar hefur innheimtu reikninga verið sinnt í nokkur ár. Við hyggjum nú á breytingar á því fyrirkomulagi sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæjarbúa auk þess að vera ódýrara en sú aðferð sem nú er notuð.
Eftir hádegi vann ég í málefnum tengdum farandgæslunni og fjargæslunni hér í Hveragerði en við leggjum mikið uppúr því að búa bæjarbúum og fyrirtækjum öruggt umhverfi. Hægt er að ná hagstæðari samningum fyrir bæinn í þessum málum og nú er unnið að því.
Nú hafa tveir ungir og skemmtilegir starfsmenn hafið störf á bæjarskrifstofunni. Selfyssingur og söngkonan Halla Dröfn Jónsdóttir er nýr starfsmaður félagsþjónustu og Hallgrímur Brynjólfsson, tengdasonur Hveragerðis, mun verða starfandi hjá okkur næstu vikur en hann er í námi erlendis í tæknifræði og valdi að stunda starfsnám sitt undir handleiðslu Guðmundar Baldurssonar, skipulags- og byggingafulltrúa. Hann er heppinn þar því fáir búa yfir meiri reynslu og þekkingu á þessu sviði en Guðmundur.
Við Helga skruppum síðan til Reykjavíkur til fundar með forsvarsmönnum Momentum og Gjaldheimtunnar. Þar hefur innheimtu reikninga verið sinnt í nokkur ár. Við hyggjum nú á breytingar á því fyrirkomulagi sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæjarbúa auk þess að vera ódýrara en sú aðferð sem nú er notuð.
Eftir hádegi vann ég í málefnum tengdum farandgæslunni og fjargæslunni hér í Hveragerði en við leggjum mikið uppúr því að búa bæjarbúum og fyrirtækjum öruggt umhverfi. Hægt er að ná hagstæðari samningum fyrir bæinn í þessum málum og nú er unnið að því.
Nú hafa tveir ungir og skemmtilegir starfsmenn hafið störf á bæjarskrifstofunni. Selfyssingur og söngkonan Halla Dröfn Jónsdóttir er nýr starfsmaður félagsþjónustu og Hallgrímur Brynjólfsson, tengdasonur Hveragerðis, mun verða starfandi hjá okkur næstu vikur en hann er í námi erlendis í tæknifræði og valdi að stunda starfsnám sitt undir handleiðslu Guðmundar Baldurssonar, skipulags- og byggingafulltrúa. Hann er heppinn þar því fáir búa yfir meiri reynslu og þekkingu á þessu sviði en Guðmundur.
24. janúar 2011
Tveir afskaplega góðir fundir í dag. Fyrst með starfsmönnum leikskólans Óskalands og síðan með starfsmönnum Undralands. Á báðum stöðum ræddi ég við starfsmenn um fjárhagsáætlun, starf leikskólans og ýmislegt annað bar á góma. Það var sérlega ánægjulegt að heyra jákvætt, metnaðarfullt og gott viðhorf starfsmanna. Það var því góður samhljómur með viðhorfi foreldra til starfseminnar sem undantekningalaust er jákvætt.
Skipulagði vikuna framundan, svaraði tölvupóstum og fleira sem tilheyrir í upphafi vinnuvikunnar.
Fámennur en góðmennur meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir ýmis mál, m.a. þriggja ára áætlun sem ljúka á í febrúar.
------------------------
Það er gaman að geta þess að hún Slavica sem spilar með kvennaliði Hamars hér í Hveragerði var valin körfuknattleikskona Makedóníu árið 2010, en tilkynnt var um valið á laugardaginn síðasta. þetta er mikill heiður fyrir hana og ekki síður ánægjulegt fyrir Hamar að jafn góður íþróttamaður og hún skuli spila með liðinu. Þær unnu líka enn einu sinni glæsilega á laugardaginn, nú gegn Keflavík 93-65. Enn ósigraðar í deildinni. Það var mikið fjör í húsinu og full ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikina með stelpunum.
Sáum Rokland í gærkvöldi. Skagfirðingurinn varð auðvitað að dást að Skagafirði enda full ástæða til. Myndin var fín og vel þess virði að skreppa í bíó til að sjá hana þessa. Vandræðalegar þagnir sem hafa verið einkennismerki íslenskra bíómynda eru alveg að vera útdauðar, það er gott...
Skipulagði vikuna framundan, svaraði tölvupóstum og fleira sem tilheyrir í upphafi vinnuvikunnar.
Fámennur en góðmennur meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir ýmis mál, m.a. þriggja ára áætlun sem ljúka á í febrúar.
------------------------
Það er gaman að geta þess að hún Slavica sem spilar með kvennaliði Hamars hér í Hveragerði var valin körfuknattleikskona Makedóníu árið 2010, en tilkynnt var um valið á laugardaginn síðasta. þetta er mikill heiður fyrir hana og ekki síður ánægjulegt fyrir Hamar að jafn góður íþróttamaður og hún skuli spila með liðinu. Þær unnu líka enn einu sinni glæsilega á laugardaginn, nú gegn Keflavík 93-65. Enn ósigraðar í deildinni. Það var mikið fjör í húsinu og full ástæða til að hvetja alla til að mæta á leikina með stelpunum.
Sáum Rokland í gærkvöldi. Skagfirðingurinn varð auðvitað að dást að Skagafirði enda full ástæða til. Myndin var fín og vel þess virði að skreppa í bíó til að sjá hana þessa. Vandræðalegar þagnir sem hafa verið einkennismerki íslenskra bíómynda eru alveg að vera útdauðar, það er gott...
20. janúar 2011
Námskeið í allan dag um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa. Við Friðrik Sigurbjörnsson vorum fulltrúar Hvergerðinga og urðum margs vísari. Minn gamli vinnustaður Hótel Saga klúðraði reyndar málum alveg herfilega en skjávarpinn virkaði ekki og raskaðist öll dagskrá mjög mikið vegna þessa. Fyrstu tveir fyrirlesararnir enduðu á að sleppa glærunum. Þá fann maður að myndrænn stuðningur skiptir mjög miklu máli.
Dreif mig austur strax eftir námskeiðið og rétt náði á fund í bæjarráði kl. 17. Umferðin í gegnum Reykjavík uppúr kl. 16 á daginn er ekki fyrir stressað tímabundið fólk! Mörg mál tekin fyrir í bæjarráði til dæmis nýjar reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til tekjulágra elli og örorkulífeyrisþega og tillaga var samþykkt um að Hveragerðisbær myndi segja sig frá félaginu Sunnlensk orka. Er þá fátt eitt talið...
Náði seinni hálfleik af skemmtilegum leik Íslands Noregs. Það er alltaf gaman þegar vel gengur. Fundur á vegum Sjálfstæðisfélagsins með Kristjáni Þóri Júlíussyni kl. 20 þar sem hann kynnti starf framtíðarnefndar flokksins. Góður fundur. Varð þó að yfirgefa svæðið kl. 21.15 en þá hófst fundur í mannvirkja og umhverfisnefnd. Ég ritaði þar fundargerð og kynnti nokkur mál. Helga í Fagrahvammi var kosin nýr formaður nefdnarinnar í stað Guðmundar Þórs sem baðst lausnar frá störfum.
Langur dagur og mikið af fundum og stutt í þá næstu sem hefjast á morgun kl. 9.
Þá verða mikil fundahöld vegna Sunnlenskrar orku og í Eignarhaldsfélagi Hveragerðis og Ölfuss.
Dreif mig austur strax eftir námskeiðið og rétt náði á fund í bæjarráði kl. 17. Umferðin í gegnum Reykjavík uppúr kl. 16 á daginn er ekki fyrir stressað tímabundið fólk! Mörg mál tekin fyrir í bæjarráði til dæmis nýjar reglur um afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til tekjulágra elli og örorkulífeyrisþega og tillaga var samþykkt um að Hveragerðisbær myndi segja sig frá félaginu Sunnlensk orka. Er þá fátt eitt talið...
Náði seinni hálfleik af skemmtilegum leik Íslands Noregs. Það er alltaf gaman þegar vel gengur. Fundur á vegum Sjálfstæðisfélagsins með Kristjáni Þóri Júlíussyni kl. 20 þar sem hann kynnti starf framtíðarnefndar flokksins. Góður fundur. Varð þó að yfirgefa svæðið kl. 21.15 en þá hófst fundur í mannvirkja og umhverfisnefnd. Ég ritaði þar fundargerð og kynnti nokkur mál. Helga í Fagrahvammi var kosin nýr formaður nefdnarinnar í stað Guðmundar Þórs sem baðst lausnar frá störfum.
Langur dagur og mikið af fundum og stutt í þá næstu sem hefjast á morgun kl. 9.
Þá verða mikil fundahöld vegna Sunnlenskrar orku og í Eignarhaldsfélagi Hveragerðis og Ölfuss.
18. janúar 2011
Opnu húsin byrjuðu aftur hjá Sjálfstæðisfélaginu síðasta laugardag. Eyþór mætti með vöfflujárnið og fullt af fólki mætti á svæðið. Nú þarf að leggja á minnið morgunkaffið alla laugardaga kl. 10:30.
Fékk ábendingu frá góðum félaga um að skrifa styttri texta hér á síðuna. Það nenntu örugglega fáir að lesa langlokur! Hef ákveðið að taka þetta til greina og æfi mig núna í stikkorðastílnum!
Mánudagurinn langur að venju. Meirihlutafundur um kvöldið í mikilli óþökk velflestra sem þar með misstu af leiknum! Í kvöld var aftur á móti frí svo þá gafst tóm til að dáðst að töktum landsliðsins. Glæsileg frammistaða.
Nú fer þónokkur vinna í að koma vinnu við Garðyrkju- og blómasýninguna í gang. Allir eru svo jákvæðir að það er stórkostlegt. Fundaði með blómaskreytum í dag og það er að fæðast hugmynd að flottu þema fyrir sýninguna. Á eftir að verða flott :-)
Í vændum eru fundir hjá Sunnlenskri orku. Þar er okkar staða orðin heldur kyndug og alls ekki einfalt að vera fulltrúi Hvergerðinga í þessari stjórn. Undanfarna daga hafa verið haldnir símafundir í stjórninni til að undirbúa aðalfund sem halda á á föstudaginn.
Dró Albert í gönguferð í hríðinni síðdegis. Veðrið snarbreyttist á þessum tæpa klukkutíma og við komum heim gegndrega í úrhellinu sem þá var brostið á. En hressandi var það !
Fékk ábendingu frá góðum félaga um að skrifa styttri texta hér á síðuna. Það nenntu örugglega fáir að lesa langlokur! Hef ákveðið að taka þetta til greina og æfi mig núna í stikkorðastílnum!
Mánudagurinn langur að venju. Meirihlutafundur um kvöldið í mikilli óþökk velflestra sem þar með misstu af leiknum! Í kvöld var aftur á móti frí svo þá gafst tóm til að dáðst að töktum landsliðsins. Glæsileg frammistaða.
Nú fer þónokkur vinna í að koma vinnu við Garðyrkju- og blómasýninguna í gang. Allir eru svo jákvæðir að það er stórkostlegt. Fundaði með blómaskreytum í dag og það er að fæðast hugmynd að flottu þema fyrir sýninguna. Á eftir að verða flott :-)
Í vændum eru fundir hjá Sunnlenskri orku. Þar er okkar staða orðin heldur kyndug og alls ekki einfalt að vera fulltrúi Hvergerðinga í þessari stjórn. Undanfarna daga hafa verið haldnir símafundir í stjórninni til að undirbúa aðalfund sem halda á á föstudaginn.
Dró Albert í gönguferð í hríðinni síðdegis. Veðrið snarbreyttist á þessum tæpa klukkutíma og við komum heim gegndrega í úrhellinu sem þá var brostið á. En hressandi var það !
14. janúar 2011
Við Unnur byrjuðum daginn í Þorlákshöfn þar sem formenn velferðarnefnda og oddvitar sveitarfélaga í Árnessýslu utan Árborgar hittust. Unnið er að hugmyndum um aukna samvinnu félagsþjónustunnar á þessu svæði og hefur þessi hópur hist að undanförnu. Var fundurinn gagnlegur og verður unnið áfram með hugmyndir sem ræddar voru þar.
Farið var síðan beint á Selfoss þar sem stjórnir stofnana SASS og fleiri stofnana á Selfossi hittust til að ræða hugmyndir um þekkingarsetur í Sandvíkur skóla á Selfossi. Sitt sýndist hverjum eins og gengur en afstaða til þessara hugmynda verður væntanlega tekin í stjórnum stofnananna fljótlega. Það sjónarmið kom auðvitað upp að ekki væri vænlegt að auka enn samþjöppun þjónustu á Selfossi og bæði fulltrúar uppsveita og Rangárþings Ytra stóðu upp og bentu á að á báðum þessum stöðum væri núna glæsilegt húsnæði sem hýst gæti nýja starfsemi án nokkurra breytinga. Er þar m.a. átt við nýuppgert húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni. Myndin af skólanum er af vef Veitingahússins Lindarinnar sem er frábær veitingastaður og vel falið leyndarmál uppsveitanna.laugarvatn.is.
Eftir hádegi var unnið að þónokkrum verkefnum og tölvupósti svarað en það tekur alltaf drjúgan tíma. Setti saman reglur um afslátt til öryrkja og eldri borgara af fasteignaskatti og fráveitugjaldi en slíkar reglur hafa ekki áður verið til hér.
Síðdegis kláraði ég grein í fréttabréf Sjálfstæðisflokksins en þar sem ég er formaður sveitarstjórnarráðs þótti rétt að gera grein fyrir störfum ráðsins.
Farið var síðan beint á Selfoss þar sem stjórnir stofnana SASS og fleiri stofnana á Selfossi hittust til að ræða hugmyndir um þekkingarsetur í Sandvíkur skóla á Selfossi. Sitt sýndist hverjum eins og gengur en afstaða til þessara hugmynda verður væntanlega tekin í stjórnum stofnananna fljótlega. Það sjónarmið kom auðvitað upp að ekki væri vænlegt að auka enn samþjöppun þjónustu á Selfossi og bæði fulltrúar uppsveita og Rangárþings Ytra stóðu upp og bentu á að á báðum þessum stöðum væri núna glæsilegt húsnæði sem hýst gæti nýja starfsemi án nokkurra breytinga. Er þar m.a. átt við nýuppgert húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni. Myndin af skólanum er af vef Veitingahússins Lindarinnar sem er frábær veitingastaður og vel falið leyndarmál uppsveitanna.laugarvatn.is.
Eftir hádegi var unnið að þónokkrum verkefnum og tölvupósti svarað en það tekur alltaf drjúgan tíma. Setti saman reglur um afslátt til öryrkja og eldri borgara af fasteignaskatti og fráveitugjaldi en slíkar reglur hafa ekki áður verið til hér.
Síðdegis kláraði ég grein í fréttabréf Sjálfstæðisflokksins en þar sem ég er formaður sveitarstjórnarráðs þótti rétt að gera grein fyrir störfum ráðsins.
13. janúar 2011
Það er undarleg umræða sem nú á sér stað um vegbætur á Suðurlandsvegi. Innanríkisráðherra kemur fram með illa dulbúnar hótanir um að ef vegtollar verða ekki samþykktir þá verði engar úrbætur gerðar á vegum útfrá höfuðborgarsvæðinu. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að unnið er útfrá blandaðri leið 2+1 og 2+2 vegar og ekki er lengur verið að ræða um 2+2 veg nema að litlu leiti á þeim bænum. Þar kemur einnig skýrt fram að það verði ekki ráðist í neinar framkvæmdir nema að vegtollar greiði fyrir framkvæmdina. Hvað skýrir þessa afstöðu er erfitt að greina. Á fundi í innanríkisráðuneytinu nýlega komu fram hugmyndir m.a. frá þeirri sem þetta skrifar um að farin verði ódýrari leið, hringtorg sett í stað mislægra gatnamóta, að vegurinn verði á köflum 2+1 og síðast en ekki síst að framkvæmdum verði áfangaskipt mun meira en gert er ráð fyrir og árlegum kostnaði þannig haldið í lágmarki. Það virðist ekki vera nokkur vilji til að skoða þessa möguleika.
Ítrekaðar yfirlýsingar koma aftur á móti fram um það að engar framkvæmdir verði nema að vegfarendur greiði vegtoll. Það hlýtur þá um leið að vera orðin yfirlýst stefna þessarar ríkisstjórnar að notendur greiði fyrir allar vegaframkvæmdir. Að ekki verði ráðist í neinar úrbætur á vegakerfinu hvorki hér í kringum höfuðborgarsvæðið eða lengra út á landi án þess að notendur greiði fyrir. Hér er um afdrifaríka stefnubreytingu að ræða og sú spurning hlýtur að vakna hvort hún komi til með að ná til fleiri þátta samfélagsþjónustunnar þegar fram líða stundir.
Rétt er að það komi fram að í dag hafa 2.446 bílar farið um Hellisheiði þrátt fyrir hundleiðinlegt veður og auglýsta ófærð á heiðinni. Milli Hveragerðis og Selfoss hafa á sama tíma ekið 3.054 bílar. Á þessum einna fjölfarnasta vegi á Íslandi sem einungis er um 13 km. eru hátt í 20 innkeyrslur. Hver og ein þeirra veldur gríðarlegri hættu eins og fjöldi sorglegra dæma sanna. Því er það afar sérkennilegt að fylgjast nú með umræðunni sem á sér stað um að nauðsynlegar úrbætur á þessum vegi séu dekur, fjáraustur og jafnvel fordild Sunnlendinga.
Til að setja umferðarmagnið í samhengi er rétt að það komi fram að í dag hafa 325 bílar keyrt fram hjá Blönduósi þar er vegurinn skráður grænn og greiðfær, sem ekki er reyndin með Hellisheiði eða Ölfusið. Það er löngu vitað að vegaúrbætur á Suðurlandsvegi eru ekki einungis nauðsynlegar út frá umferðaröryggi heldur eru þær einnig þjóðhagslega hagkvæmar. Afstaða ráðherra og forsvarsmanna Vegagerðarinnar veldur mér og öllum áhugamönnum um vegbætur hryggð.
-------------------------
Annars var dagurinn góður og ýmsu var áorkað. Sendi fjölda bréfa til hundaeigenda sem ekki hafa greitt gjöld vegna sinna ferfættu vina en sé það ekki gert þá endar það með að hundaleyfið er afturkallað með tilheyrandi sorglegu afleiðingum.
Hitti forsvarsmenn Heilsustofnunar þar sem þeir kynntu skemmtilega mótvægishugmynd sem þeir vinna að í kjölfar kröfu ríkisins um 10% niðurskurð. Hugmynd þeirra verður kynnt á starfsmannafundi á morgun og fljótlega víðar. Það er virkilega gaman að því að í kreppunni skuli í sífellu fæðast nýjar, frjóar og skemmtilegar hugmyndir.
Hitti einnig aðila sem eru að skoða ýmsa möguleika í Verslunarmiðstöðinni. Þar eru einnig spennandi hlutir á ferð sem aukið geta líf og rekstur í því húsnæði.
Þegar öll mál eru á trúnaðarstigi þá hljómar maður auðvitað eins og véfrétt :-)
Ræddi Garðyrkju og blómasýninguna við Sesselju, varaformann félags blómaskreyta. Við munum hittast á fundi í næstu viku en mikilvægt er að fundið verði þema sýningarinnar hið allra fyrsta. Fjöldi hugmynda hefur komið fram en endilega ef þið hafið hugmyndir ekki hika við að senda þær til mín. aldis@aldis.is
Ég hef afar góða tilfinningu fyrir sýningunni, allir jákvæðir og ég held að við náum upp flottri stemningu.
Unnur,forseti bæjarstjórnar, sló nýtt met í lengd bæjarstjórnarfundar en hann tók innan við 10 mínútur í dag. Lítið á dagskrá og rólegt og mikið lagt á sig til að ná þessu meti :-) Reyndar gerir góður undirbúningur að verkum að fundirnir ganga hraðar fyrir sig en ella.
Í kvöldfréttum sjónvarpsins var mikið fjallað um öryggismyndavélar og hversu mikið vantar uppá að fólki sé gerð grein fyrir því að það sé "í mynd". Hér í Hveragerði höfum við komið upp öryggismyndavélum við innkeyrslurnar í bæjarfélagið. Sú staðreynd er kyrfilega auglýst á stærðarinnar skiltum við báðar innkeyrslurnar.
------------------------
Gat ekki beðið eftir að smakka nýja ís ársins og því var skotist út í ísgerð og ein dós af dýrðinni sótt. Þessi sló í gegn... Gott kókosbragð og áferðin og bragðið minnir á kókosbollu. En það þarf auðvitað að muna að láta ísinn standa og taka sig en berja hann ekki gaddfreðinn úr dósinni. Ef ísinn er látinn taka sig í dágóða stund þá nýtur bragðið sín enn betur og í þessu tilfelli afar vel. Þykist vita að hér sé kominn "hitter"....
Ítrekaðar yfirlýsingar koma aftur á móti fram um það að engar framkvæmdir verði nema að vegfarendur greiði vegtoll. Það hlýtur þá um leið að vera orðin yfirlýst stefna þessarar ríkisstjórnar að notendur greiði fyrir allar vegaframkvæmdir. Að ekki verði ráðist í neinar úrbætur á vegakerfinu hvorki hér í kringum höfuðborgarsvæðið eða lengra út á landi án þess að notendur greiði fyrir. Hér er um afdrifaríka stefnubreytingu að ræða og sú spurning hlýtur að vakna hvort hún komi til með að ná til fleiri þátta samfélagsþjónustunnar þegar fram líða stundir.
Rétt er að það komi fram að í dag hafa 2.446 bílar farið um Hellisheiði þrátt fyrir hundleiðinlegt veður og auglýsta ófærð á heiðinni. Milli Hveragerðis og Selfoss hafa á sama tíma ekið 3.054 bílar. Á þessum einna fjölfarnasta vegi á Íslandi sem einungis er um 13 km. eru hátt í 20 innkeyrslur. Hver og ein þeirra veldur gríðarlegri hættu eins og fjöldi sorglegra dæma sanna. Því er það afar sérkennilegt að fylgjast nú með umræðunni sem á sér stað um að nauðsynlegar úrbætur á þessum vegi séu dekur, fjáraustur og jafnvel fordild Sunnlendinga.
Til að setja umferðarmagnið í samhengi er rétt að það komi fram að í dag hafa 325 bílar keyrt fram hjá Blönduósi þar er vegurinn skráður grænn og greiðfær, sem ekki er reyndin með Hellisheiði eða Ölfusið. Það er löngu vitað að vegaúrbætur á Suðurlandsvegi eru ekki einungis nauðsynlegar út frá umferðaröryggi heldur eru þær einnig þjóðhagslega hagkvæmar. Afstaða ráðherra og forsvarsmanna Vegagerðarinnar veldur mér og öllum áhugamönnum um vegbætur hryggð.
-------------------------
Annars var dagurinn góður og ýmsu var áorkað. Sendi fjölda bréfa til hundaeigenda sem ekki hafa greitt gjöld vegna sinna ferfættu vina en sé það ekki gert þá endar það með að hundaleyfið er afturkallað með tilheyrandi sorglegu afleiðingum.
Hitti forsvarsmenn Heilsustofnunar þar sem þeir kynntu skemmtilega mótvægishugmynd sem þeir vinna að í kjölfar kröfu ríkisins um 10% niðurskurð. Hugmynd þeirra verður kynnt á starfsmannafundi á morgun og fljótlega víðar. Það er virkilega gaman að því að í kreppunni skuli í sífellu fæðast nýjar, frjóar og skemmtilegar hugmyndir.
Hitti einnig aðila sem eru að skoða ýmsa möguleika í Verslunarmiðstöðinni. Þar eru einnig spennandi hlutir á ferð sem aukið geta líf og rekstur í því húsnæði.
Þegar öll mál eru á trúnaðarstigi þá hljómar maður auðvitað eins og véfrétt :-)
Ræddi Garðyrkju og blómasýninguna við Sesselju, varaformann félags blómaskreyta. Við munum hittast á fundi í næstu viku en mikilvægt er að fundið verði þema sýningarinnar hið allra fyrsta. Fjöldi hugmynda hefur komið fram en endilega ef þið hafið hugmyndir ekki hika við að senda þær til mín. aldis@aldis.is
Ég hef afar góða tilfinningu fyrir sýningunni, allir jákvæðir og ég held að við náum upp flottri stemningu.
Unnur,forseti bæjarstjórnar, sló nýtt met í lengd bæjarstjórnarfundar en hann tók innan við 10 mínútur í dag. Lítið á dagskrá og rólegt og mikið lagt á sig til að ná þessu meti :-) Reyndar gerir góður undirbúningur að verkum að fundirnir ganga hraðar fyrir sig en ella.
Í kvöldfréttum sjónvarpsins var mikið fjallað um öryggismyndavélar og hversu mikið vantar uppá að fólki sé gerð grein fyrir því að það sé "í mynd". Hér í Hveragerði höfum við komið upp öryggismyndavélum við innkeyrslurnar í bæjarfélagið. Sú staðreynd er kyrfilega auglýst á stærðarinnar skiltum við báðar innkeyrslurnar.
------------------------
Gat ekki beðið eftir að smakka nýja ís ársins og því var skotist út í ísgerð og ein dós af dýrðinni sótt. Þessi sló í gegn... Gott kókosbragð og áferðin og bragðið minnir á kókosbollu. En það þarf auðvitað að muna að láta ísinn standa og taka sig en berja hann ekki gaddfreðinn úr dósinni. Ef ísinn er látinn taka sig í dágóða stund þá nýtur bragðið sín enn betur og í þessu tilfelli afar vel. Þykist vita að hér sé kominn "hitter"....
12. janúar 2011
Sat og velti vöngum, spáði og spekúleraði, reiknaði, skrifaði og ræddi við fólk vegna Garðyrkju- og blómasýningarinnar. Það er að þróast hugmynd...
Ræddi við bæjarstjórann í Ölfusi um ýmis mál en það er ansi gott að bera stundum saman bækur þegar mikið liggur við. Sá síðan í Sunnlenska að þar hefur matsáætlun fyrir kísilmálmverksmiðju verið samþykkt þannig að vonir standa til að hún geti hafið starfsemi eftir 3 ár. Um 400 manns munu vinna við uppsetningu verksmiðjunnar. Það yrði ein allra stærsta framkvæmdin hér austan Hellisheiðar í afar langan tíma. Nú verðum við öll að krossa fingur og vona að þetta verði að veruleika. Skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt hér fyrir austan fjall.
Stelpurnar í körfunni gerðu sér lítið fyrir og unnu Njarðvík í kvöld. Þær eru að standa sig frábærlega, efstar í úrvalsdeild, ósigraðar. Næsti heimaleikur verður þann 22. janúar kl. 16. Þá ættum við Hvergerðingar að sýna þeim þann heiður að fylla húsið. Við höfum aldrei áður átt lið í nokkurri íþrótt sem gengið hefur jafn frábærlega og þeim. Til hamingju stelpur, við erum stolt af ykkur !
... og haldið ekki að hlauparinn mikli á heimilinu sé með rifinn liðþófa! Það verður einhver bið á því að hann haldi hlaupahópnum selskap !
Ræddi við bæjarstjórann í Ölfusi um ýmis mál en það er ansi gott að bera stundum saman bækur þegar mikið liggur við. Sá síðan í Sunnlenska að þar hefur matsáætlun fyrir kísilmálmverksmiðju verið samþykkt þannig að vonir standa til að hún geti hafið starfsemi eftir 3 ár. Um 400 manns munu vinna við uppsetningu verksmiðjunnar. Það yrði ein allra stærsta framkvæmdin hér austan Hellisheiðar í afar langan tíma. Nú verðum við öll að krossa fingur og vona að þetta verði að veruleika. Skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt hér fyrir austan fjall.
Stelpurnar í körfunni gerðu sér lítið fyrir og unnu Njarðvík í kvöld. Þær eru að standa sig frábærlega, efstar í úrvalsdeild, ósigraðar. Næsti heimaleikur verður þann 22. janúar kl. 16. Þá ættum við Hvergerðingar að sýna þeim þann heiður að fylla húsið. Við höfum aldrei áður átt lið í nokkurri íþrótt sem gengið hefur jafn frábærlega og þeim. Til hamingju stelpur, við erum stolt af ykkur !
... og haldið ekki að hlauparinn mikli á heimilinu sé með rifinn liðþófa! Það verður einhver bið á því að hann haldi hlaupahópnum selskap !
11. janúar 2011
Fyrsti fundur í dag vegna Garðyrkju- og blómasýningarinnar Blóm í bæ 2011. Rætt var um sýninguna frá ýmsum hliðum en það er mikill vilji hjá öllum sem að henni koma til að standa vel og faglega að henni eins og undanfarin ár. Alþingi hefur veitt 1 mkr til sýningarinnar og munar mikið um þann fjárstuðning. Með þessum stuðningi er mikilvægi sýningarinnar fyrir íslenska garðyrkju og græna geirann líka viðurkennt. Við ræddum fram og til baka um þema sýningarinnar í ár og sýndist sitt hverjum. Næsta skref er að hitta blómaskreyta sem hafa alltaf komið með gríðarleg myndarlegum hætti að þessari sýningu en sá hópur hefur mest að segja um það þema sem ríkja mun á sýningunni.
Á fundi skipulags- og bygginganefndar var Guðmundur Baldursson með kynningu á nýjum skipulags og byggingalögum. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfinu sem miða að meiri skilvirkni og virkari þátttöku íbúa í aðdraganda ákvarðana á þessu sviði. Gagnleg kynning og vel upp sett sem skýrði breytingarnar með ítarlegum hætti.
Á fundi skipulags- og bygginganefndar var Guðmundur Baldursson með kynningu á nýjum skipulags og byggingalögum. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lagaumhverfinu sem miða að meiri skilvirkni og virkari þátttöku íbúa í aðdraganda ákvarðana á þessu sviði. Gagnleg kynning og vel upp sett sem skýrði breytingarnar með ítarlegum hætti.
10. janúar 2011
Dagurinn byrjaði ekki sérlega vel. Heitavatnslaust var í húsinu þegar við vöknuðum í morgun. Fátt ergir mig meira en eitthvað vesen í morgunsárið. Síðan kom í ljós að frosið hafði í lögnunum sem var heldur verra. Tókst þó að þíða þetta upp í morgun. Þannig að skapið hlýtur að verða betra í fyrramálið :-)
Fundur með Magnúsi frá Mariteck í morgun. Hann kynnti okkur nýja uppfærslu á bókhaldsforritinu Navision og viðbætur sem mögulegar eru á því. Þarna sáum við ákveðna möguleika sem munu auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum jafnframt því að spara peninga fyrir bæjarfélagið og við munum eðlilega skoða þetta ítarlega í kjölfarið.
Eftir hádegi var fundur í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar erum við Guðríður Arnardóttir í Kópavogi fulltrúar stjórnarinnar. Þetta var góður fundur þar sem farið var yfir þau markmið sem Sambandið vill setja vegna komandi kjarasamninga.
Náði í sund síðdegis áður en haldið var á fund meirihlutans í kvöld. Nú þurfum við að setja okkur í gírinn eftir jólafríið. Reyndar varð það nú eiginlega ekki neitt því bæjarstjórn fundaði milli jóla og nýárs og bæjarráð hittist í síðustu viku. En með nýju ári koma ný verkefni og það er alltaf gaman að því ...
Fundur með Magnúsi frá Mariteck í morgun. Hann kynnti okkur nýja uppfærslu á bókhaldsforritinu Navision og viðbætur sem mögulegar eru á því. Þarna sáum við ákveðna möguleika sem munu auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum jafnframt því að spara peninga fyrir bæjarfélagið og við munum eðlilega skoða þetta ítarlega í kjölfarið.
Eftir hádegi var fundur í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar erum við Guðríður Arnardóttir í Kópavogi fulltrúar stjórnarinnar. Þetta var góður fundur þar sem farið var yfir þau markmið sem Sambandið vill setja vegna komandi kjarasamninga.
Náði í sund síðdegis áður en haldið var á fund meirihlutans í kvöld. Nú þurfum við að setja okkur í gírinn eftir jólafríið. Reyndar varð það nú eiginlega ekki neitt því bæjarstjórn fundaði milli jóla og nýárs og bæjarráð hittist í síðustu viku. En með nýju ári koma ný verkefni og það er alltaf gaman að því ...
9. janúar 2011
Guðmundur Kristinsson, föðurbróðir minn, hélt uppá 80 ára afmælið sitt í dag. Veislan var haldin í Riverside á Hótel Selfoss sem er afskaplega fallegur salur með miklu og góðu útsýni yfir Ölfusá. Í afmælinu voru Guðmundur og Ásdís ásamt Sigríði Jónsdóttur, miðli, gerð að fyrstu heiðursfélögum Sálarrannsóknafélags Íslands. Magnús Skarphéðinsson gerði grein fyrir þessum heiðri og hélt um leið leiftrandi skemmtilega ræðu. Vel til fundið þar sem Guðmundur hefur verið ötull í skrifum sínum og rannsóknum á framhaldslífinu. Bókin hans Sumarlandið sem kom út núna fyrir jólin seldist upp þó nokkuð fyrir jól og enn er mikið spurt um hana. Hann ætlar sér að prenta annað upplag í febrúar.
En í veislunni var margt góðra gesta bæði ættingjar og vinir. Það var sérlega gaman fyrir okkur ættingjana að hittast núna aftur núbýin að vera á þessu fína ættarmóti Sandvíkurættarinnar. Það er heldur skemmtilegra að hittast við svona tilefni heldur en eingöngu við jarðarfarir en þannig var þetta orðið áður.
Gauji frændi samdi þessa fínu vísu um Frænda sem hann endaði ræðu sína á í dag:
Um Bankaveginn braut hans liggur
bókari andans, prestum styggur
Við Ölfusbakka dulúð dvelur
drýpur úr penna, andann elur.
Í kvöld fórum við fjölskyldan að sjá Klovn, þá umtöluðu mynd. Það er klárlega hægt að hlægja að endemis vitleysunni í þeim félögum en þeir hljóta að hugsa á einhverjum óskiljanlegum brautum þessir ruglustampar ! ! !
Hér er óborganlegt viðtal sem Caspar tók við Frank í Aloha þættinum. Segi það aftur, þeir eru ekki í lagi!
En í veislunni var margt góðra gesta bæði ættingjar og vinir. Það var sérlega gaman fyrir okkur ættingjana að hittast núna aftur núbýin að vera á þessu fína ættarmóti Sandvíkurættarinnar. Það er heldur skemmtilegra að hittast við svona tilefni heldur en eingöngu við jarðarfarir en þannig var þetta orðið áður.
Gauji frændi samdi þessa fínu vísu um Frænda sem hann endaði ræðu sína á í dag:
Um Bankaveginn braut hans liggur
bókari andans, prestum styggur
Við Ölfusbakka dulúð dvelur
drýpur úr penna, andann elur.
Í kvöld fórum við fjölskyldan að sjá Klovn, þá umtöluðu mynd. Það er klárlega hægt að hlægja að endemis vitleysunni í þeim félögum en þeir hljóta að hugsa á einhverjum óskiljanlegum brautum þessir ruglustampar ! ! !
Hér er óborganlegt viðtal sem Caspar tók við Frank í Aloha þættinum. Segi það aftur, þeir eru ekki í lagi!
8. janúar 2011
Erfiður en fallegur dagur að baki. Biskupstungurnar skörtuðu sínu fegursta þegar við kvöddum hana Öddu í dag. Útförin fór fram í Skálholtsdómkirkju en jarðsett var í Haukadal. Frostið sem ríkt hefur lét undan og það gerði líka rok beljandinn sem herjað hefur undanfarna daga. Stundin í kirkjugarðinum var yndisleg og fallegt að heyra viðstadda syngja "Blessuð sértu sveitin mín". Það var afar vel við hæfi. Það var líka vel við hæfi að syngja um smávini fagra í útförinni en mér skilst að það sé venja í Tungunum þegar konur eru kvaddar hinstu kveðju. Smávinirnir hennar Öddu úr dýraríkinu hefðu svo sannarlega kvatt hefðu þeir getað! En mikill fjöldi fólks kvaddi yndislega konu í dag. Hennar verður sárt saknað.
Þetta er yndislegt lag ...
Þetta er yndislegt lag ...
6. janúar 2011
Fundur sveitarstjórnarmanna úr Suðurkjördæmi og alþingismanna með innanríkisráðherra í ráðuneytinu dag þar sem fjallað var um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um vegtolla á stofnbrautum útfrá höfuðborgarsvæðinu. Eindregin andstaða kom fram við hugmyndina hjá vel flestum en auðvitað heyrðum við það í dag að ráðherrann á skoðanabræður innan Alþingis, fyrr mætti nú vera!
Skv. orðum vegamálastjóra greiða bifreiðaeigendur á milli 30-40 milljarða til ríkissins á ári í formi bifreiðagjalda, innflutningsgjalda og eldsneytisgjalda en til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu fara um 16 milljarðar á ári. Spurning hvort ekki megi nýta þessa fjármuni í meira mæli til vegbóta á landinu? Tala nú ekki um þegar það liggur fyrir að framkvæmdirnar eru þjóðhagslega hagkvæmar eins og á við um bættan Suðurlandsveg!
Hún er frekar sérkennileg þessi ofuráhersla á vegtolla loksins þegar löngu þarfar úrbætur á stofnæðum útaf höfuðborgarsvæðinu standa fyrir dyrum. Ekkert hefur heyrst um slíkt undanfarin ár jafnvel þó ráðist hafi verið útí afar dýrar og miklar framkvæmdir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og í hinum dreifðu byggðum. Eina eðlilega gjaldtakan fyrir vegaframkvæmdir er gjaldtaka sem dreifist jafna á alla sem yfirleitt nota vegi. Slik gjaldtaka er til dæmis eldsneytisgjaldið en þá greiða þeir mest sem nota bíla (vegina) mest. Það að ætla að skattleggja aukalega vegfarendur á einhverjum örfáum leiðum er nær því óskiljanlegt. Vegtollar geta aldrei orðið ásættanlegir nema þeir leggist jafnt á alla notendur hins íslenska vegakerfis, hvort sem ekið er eftir Miklubrautinni, Vesturlandsvegi, um Almannaskarð eða fyrir Tjörnes.
Við vitum auðvitað öll að ríkið er fjárvana. Það breytir ekki því að þá þarf að finna réttlátar leiðir til gjaldtöku og hugsanlega þarf einnig að aðlaga framkvæmdir að þeirri staðreynd og áfangaskipta meira en ella hefði þurft. Þegar hefur verið slegið af kröfu um 2+2 veg austur fyrir fjall. En frá Draugabrekku og yfir Hellisheiði hefur verið sátt um 2+1. Aðrir hlutar leiðarinnar verða 2+2 annað hvort í þröngu eða víðu vegsniði. Ég tel rétt að skoða frestun á gerð mislægra gatnamóta því þau eru afar kostnaðarsöm og tvöföld hringtorg ættu að duga fyrst um sinn. Með þessu móti má spara milljarða í framkvæmdakostnaði. Einnig tel ég rétt að farið sé hægar í framkvæmdina þannig að útgjöldin dreifist á lengra tímabil. Það ætti að létta róðurinn fyrir ríkisvaldið.
Við skulum ekki missa sjónar á því að síðustu alvöru úrbætur á Suðurlandsveginum hér austur fyrir fjall voru gerðar árið 1974. Það eru 37 ár síðan! Því verður hér að horfa til framtíðar og muna að þær breytingar sem gerðar verða núna á veginum munu væntanlega þurfa að duga okkur næstu 40 árin. Því er ekki hægt að veita meiri "afslátt" af vegaframkvæmdinni heldur en þegar hefur verið lagt upp með !
-------------------
Skv. orðum vegamálastjóra greiða bifreiðaeigendur á milli 30-40 milljarða til ríkissins á ári í formi bifreiðagjalda, innflutningsgjalda og eldsneytisgjalda en til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu fara um 16 milljarðar á ári. Spurning hvort ekki megi nýta þessa fjármuni í meira mæli til vegbóta á landinu? Tala nú ekki um þegar það liggur fyrir að framkvæmdirnar eru þjóðhagslega hagkvæmar eins og á við um bættan Suðurlandsveg!
Hún er frekar sérkennileg þessi ofuráhersla á vegtolla loksins þegar löngu þarfar úrbætur á stofnæðum útaf höfuðborgarsvæðinu standa fyrir dyrum. Ekkert hefur heyrst um slíkt undanfarin ár jafnvel þó ráðist hafi verið útí afar dýrar og miklar framkvæmdir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og í hinum dreifðu byggðum. Eina eðlilega gjaldtakan fyrir vegaframkvæmdir er gjaldtaka sem dreifist jafna á alla sem yfirleitt nota vegi. Slik gjaldtaka er til dæmis eldsneytisgjaldið en þá greiða þeir mest sem nota bíla (vegina) mest. Það að ætla að skattleggja aukalega vegfarendur á einhverjum örfáum leiðum er nær því óskiljanlegt. Vegtollar geta aldrei orðið ásættanlegir nema þeir leggist jafnt á alla notendur hins íslenska vegakerfis, hvort sem ekið er eftir Miklubrautinni, Vesturlandsvegi, um Almannaskarð eða fyrir Tjörnes.
Við vitum auðvitað öll að ríkið er fjárvana. Það breytir ekki því að þá þarf að finna réttlátar leiðir til gjaldtöku og hugsanlega þarf einnig að aðlaga framkvæmdir að þeirri staðreynd og áfangaskipta meira en ella hefði þurft. Þegar hefur verið slegið af kröfu um 2+2 veg austur fyrir fjall. En frá Draugabrekku og yfir Hellisheiði hefur verið sátt um 2+1. Aðrir hlutar leiðarinnar verða 2+2 annað hvort í þröngu eða víðu vegsniði. Ég tel rétt að skoða frestun á gerð mislægra gatnamóta því þau eru afar kostnaðarsöm og tvöföld hringtorg ættu að duga fyrst um sinn. Með þessu móti má spara milljarða í framkvæmdakostnaði. Einnig tel ég rétt að farið sé hægar í framkvæmdina þannig að útgjöldin dreifist á lengra tímabil. Það ætti að létta róðurinn fyrir ríkisvaldið.
Við skulum ekki missa sjónar á því að síðustu alvöru úrbætur á Suðurlandsveginum hér austur fyrir fjall voru gerðar árið 1974. Það eru 37 ár síðan! Því verður hér að horfa til framtíðar og muna að þær breytingar sem gerðar verða núna á veginum munu væntanlega þurfa að duga okkur næstu 40 árin. Því er ekki hægt að veita meiri "afslátt" af vegaframkvæmdinni heldur en þegar hefur verið lagt upp með !
-------------------
5. janúar 2011
Hugurinn hefur verið á reiki undanfarna daga. Við Adda erum búnar að vera vinkonur frá því vorum á öðru ári. Höfum fylgst að í gegnum lífið og aldrei borið skugga á vinskap okkar. Höfum alltaf reynt að hittast með reglulegu millibili. En nú munum við ekki framar fara saman í berjamó, eyða réttardeginum saman eða áramótunum. Bílferðirnar okkar til Reykjavíkur verða ekki fleiri. Ég trúi því þó að þetta munum við allt gera aftur á öðrum tíma á öðrum stað. Börnin hennar fjögur, Eiríkur og elsku Svava og Gunna verða ávallt hluti af okkar lífi, minningin mun lifa um yndislega vinkonu.
Valdimar bróðir var svo elskulegur að skanna nokkrar myndir af okkur Öddu. Þær rifja upp margar góðar minningar:
Á fyrstu myndinni erum við uppi í Dal að vaða í heitum læk, ætli við séum ekki fimm ára þarna. Hann Skírnir litli er nú ósköp líkur móður sinni!
Litla skvísan í barnavagninum er hún Guðrún systir mín, þannig að þessi mynd er tekin sumarið 1970. Myndarlegi ungi maðurinn á myndinni er Valdimar bróðir.
Á svo til öllum bekkjarmyndum sitjum við hlið við hlið. Þessi er tekin í 8 ára bekk hjá Valdísi Halldórsdóttur kennarara og þarna má sjá hvernig Bjössi Gests gægist yfir öxlina á Öddu. Hún með grallarasvipinn og ég svona líka settleg, með gosbrunn í hárinu.
Myndin fyrir utan garðhýsið er tekin þegar við vorum að klára níunda bekk minnir mig. Svona líka myndarlegar :-)
Síðasta myndin er tekin á leiðinni norður til Akureyrar haustið 1983 þegar við vorum að fara í fjórða bekk í Menntó. Það var nú eins gott að mæta í rétta klæðnaðnum ! ! !
Öddu var alltaf aðeins meira sama um það, hér í þessari líka flottu lopapeysu :-)
Valdimar bróðir var svo elskulegur að skanna nokkrar myndir af okkur Öddu. Þær rifja upp margar góðar minningar:
Á fyrstu myndinni erum við uppi í Dal að vaða í heitum læk, ætli við séum ekki fimm ára þarna. Hann Skírnir litli er nú ósköp líkur móður sinni!
Litla skvísan í barnavagninum er hún Guðrún systir mín, þannig að þessi mynd er tekin sumarið 1970. Myndarlegi ungi maðurinn á myndinni er Valdimar bróðir.
Á svo til öllum bekkjarmyndum sitjum við hlið við hlið. Þessi er tekin í 8 ára bekk hjá Valdísi Halldórsdóttur kennarara og þarna má sjá hvernig Bjössi Gests gægist yfir öxlina á Öddu. Hún með grallarasvipinn og ég svona líka settleg, með gosbrunn í hárinu.
Myndin fyrir utan garðhýsið er tekin þegar við vorum að klára níunda bekk minnir mig. Svona líka myndarlegar :-)
Síðasta myndin er tekin á leiðinni norður til Akureyrar haustið 1983 þegar við vorum að fara í fjórða bekk í Menntó. Það var nú eins gott að mæta í rétta klæðnaðnum ! ! !
Öddu var alltaf aðeins meira sama um það, hér í þessari líka flottu lopapeysu :-)
3. janúar 2011
Hún Adda vinkona mín lést í gær. Ævilöng vinátta er á enda, strengurinn sem ég hélt að gæti ekki slitnað er slitinn...
2. janúar 2011
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu' í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Mín sál, því örugg sértu
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
1. janúar 2011
Yndisleg jól og áramót að baki. Venju samkvæmt hittist Þelamerkur familían ansi oft yfir hátíðirnar og enn oftar en venjulega þetta árið því við bættist fögnuður vegna útnefningar Valdimars bróður sem manns ársins í íslensku atvinnulífi árið 2010. Mikill heiður fyrir hann og Kjörís og við erum afar stolt af honum fjölskyldan.
Hér til hliðar má sjá mynd af Valdimar með mömmu og okkur systrum, það verður ekki af honum skafið að hann býr við mikið kvennaveldi. Sérstaklega núna þegar tvíburarnir dvelja erlendis og hann er líka einn heima með konunni og einkadótturinni :-)
Annars er alltaf nóg af afmælum til að fagna á aðventunni og á jólum, því tengdasynirnir báðir, Guðjón og Elvar eiga afmæli annar í lok nóvember og hinn 11. desember, Haukur litli frændi er þann 13. Ég og Guðbjörg Valdimarsdóttir fögnum okkar afmælum þann 21. og Dagný Lísa varð 14 ára í dag þann 2. janúar. Nóg af skemmtilegum veislum sem blandast saman við jólaboðin. Við fórum líka í góða heimsókn í Gýgjarhólskot en Adda var heima yfir hátíðarnar. Það er alltaf notalegt að koma í "Kotið".
Hátíðin einkenndist reyndar af því að þetta voru sannkölluð vinnuveitenda jól, óvanalega fáir frídagar og vinna milli hátiða. Hér var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða þann 30. desember. Minnihlutinn greiddi reyndar atkvæði gegn fjárfestingaráætluninni en það var vitað fyrir vegna andstöðu þeirra við hugmyndir um uppbyggingu á loftbornu íþróttahúsi. Um það er einfaldlega ágreiningur.
Eftir fundinn buðum við Lárus hópnum heim til kvöldverðar og var það hin besta kvöldstund. Það er gaman að starfa í hinu pólitíska umhverfi þegar starfsandinn er svona góður og fólk einbeitir sér að málefnum bæjarins.
Íþróttamenn ársins voru líka útnefndir þann 30. desember. Fyrir valinu urðu þau Helga Hjartardóttir, fimleikakona, og Kristján Valdimarsson, blakmaður. Þau eru vel að þessum heiðri komin, bæði framúrskarandi íþróttafólk og til fyrirmyndar utan sem innan vallar.
Í dag nýársdag var hlustað á forsetann og fylgst með innlendum fréttaannál áður en haldið var í afmæli Dagnýjar Lísu. Í kvöld skaust ég á Selfoss í heimsókn til Öddu vinkonu sem nú er komin aftur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Hér til hliðar má sjá mynd af Valdimar með mömmu og okkur systrum, það verður ekki af honum skafið að hann býr við mikið kvennaveldi. Sérstaklega núna þegar tvíburarnir dvelja erlendis og hann er líka einn heima með konunni og einkadótturinni :-)
Annars er alltaf nóg af afmælum til að fagna á aðventunni og á jólum, því tengdasynirnir báðir, Guðjón og Elvar eiga afmæli annar í lok nóvember og hinn 11. desember, Haukur litli frændi er þann 13. Ég og Guðbjörg Valdimarsdóttir fögnum okkar afmælum þann 21. og Dagný Lísa varð 14 ára í dag þann 2. janúar. Nóg af skemmtilegum veislum sem blandast saman við jólaboðin. Við fórum líka í góða heimsókn í Gýgjarhólskot en Adda var heima yfir hátíðarnar. Það er alltaf notalegt að koma í "Kotið".
Hátíðin einkenndist reyndar af því að þetta voru sannkölluð vinnuveitenda jól, óvanalega fáir frídagar og vinna milli hátiða. Hér var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða þann 30. desember. Minnihlutinn greiddi reyndar atkvæði gegn fjárfestingaráætluninni en það var vitað fyrir vegna andstöðu þeirra við hugmyndir um uppbyggingu á loftbornu íþróttahúsi. Um það er einfaldlega ágreiningur.
Eftir fundinn buðum við Lárus hópnum heim til kvöldverðar og var það hin besta kvöldstund. Það er gaman að starfa í hinu pólitíska umhverfi þegar starfsandinn er svona góður og fólk einbeitir sér að málefnum bæjarins.
Íþróttamenn ársins voru líka útnefndir þann 30. desember. Fyrir valinu urðu þau Helga Hjartardóttir, fimleikakona, og Kristján Valdimarsson, blakmaður. Þau eru vel að þessum heiðri komin, bæði framúrskarandi íþróttafólk og til fyrirmyndar utan sem innan vallar.
Í dag nýársdag var hlustað á forsetann og fylgst með innlendum fréttaannál áður en haldið var í afmæli Dagnýjar Lísu. Í kvöld skaust ég á Selfoss í heimsókn til Öddu vinkonu sem nú er komin aftur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.