<$BlogRSDUrl$>

22. september 2011

Las yfir öll 18 skiltin sem fara eiga í jarðskjálftasýninguna og kom boðsbréfi til bæjarbúa í prentun. Opnunin verður á þriðjudaginn næsta kl. 17 svo nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum ef þetta á allt að klárast í tæka tíð :-)

Var gestur í opnu húsi eldri borgara og var ágætlega mætt. Ég kynnti fyrir þeim það sem efst er á baugi í bæjarfélaginu og helstu framkvæmdir. Heilmiklar umræður spunnust meðal annars um umhverfi, rusl, hunda, ruslaflokkunina, söfnin og fleira og fleira. Það er alltaf gaman að mæta á svona fundi þá heyrir maður svo vel hvar skóinn kreppir. Reyndar eru heldri borgararnir hér alltaf svo góðir við mig og skamma mig yfirleitt mjög lítið! Það er ánægjulegt :-)

21. september 2011

Kynningarfundur á Selfossi fyrir hádegi um rammaáætlun um nýtingu og vernd orkuauðlinda. Svanfríður Jónasdóttir formaður verkefnisstjórnar kynnti rammaáætlunina og þingsályktunartillöguna sem nú er í umsagnarferli. Bæjarstjórnin hér er sátt við tillöguna en hún gerir ráð fyrir að Grænsdalur og Bitra fari í verndarflokk. Á ekki von á öðru en að íbúar hér séu sama sinnis. Á fundinum voru skiptar skoðanir eins og von var á en helst var rætt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár en þar deila íbúar innbyrðis og það er aldrei gott.

Fór beint frá Selfossi til Reykjavíkur á fund sem SÁÁ hafði boðað til alla bæjar- og sveitarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Mjög fróðlegur og góður fundur um áfengis- og vímuefnavandann. Á fundinum kom meðal annars fram hversu mikilvægt væri að styðja vel við foreldra í foreldrahlutverkinu og það minnti mig á að hér getum við gert enn betur hvað það varðar.

20. september 2011

Endurskoðun fjárhagsáætlunar er komin á fullt skrið. Við Helga sátum yfir rekstraryfirlitinu megnið af deginum og fórum yfir það hver staðan er á einstökum deildum og stofnunum. Í það stóra heila í lagi en þó verður við endurskoðun að gera ráð fyrir umsömdum kjarabótum sem virðast að meðaltali nema um 4-5%.

Fékk skilaboð frá Gunnlaugi formanni rekstrarstjórnar Heilsustofnunar um að fulltrúar Velferðarráðuneytisins hefðu gert samkomulag um viðræður um starfsemi stofnunarinnar. Þar með er óvissu um framtíðina eytt og uppsagnir hafa verið dregnar til baka. Vonandi að viðræðurnar gangir fljótt og vel og að gerður verði nokkurra ára samningur í þetta skipti.

Síðdegis skrapp ég á fund á vegum heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var á Selfossi. Fróðlegur og góður fundur þar sem ítarlega var farið yfir stöðu heilbrigðismála hér á Suðurlandi.

Á leið heim úr kvöldheimsókn á Grund gengum við Lárus framá stærðarinnar snigil á Þórsmörkinni. Of stór til að stíga ofan á og það segir nú sitt. Þvílíkur skrambans ófögnuður. Danir hata Spánarsnigla meira en allt og hafa útbúið frábæra síðu svo maður geti nú þekkt kvikindið. Samkvæmt henni er sá sem við fundum ekki Spánarsnigill heldur kølsnegl, merkilegt !

19. september 2011

Komin heim eftir góða daga í Skagafirði. Þar hittust bæjarstjórar landsins og fóru yfir málin auk þess að upplifa hinar ýmsu hliðar Skagafjarðar. Ásta B. Pálmadóttir og hennar fólk tók á móti hópnum og skipulögðu þau frábæra dagskrá. Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn í flokkunarstöðinni á Sauðárkróki. Þarna má einnig sjá hvernig góðum flokkara getur tekist vel upp. Þetta ætti að vera skylduverkefni í grunnskóla að læra að flokka svona vel :-)

Keyrðum suður Kjöl á laugardaginn í miklu blíðskaparveðri. Vegurinn reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en útsýnið bætti það upp! Náðum að sjá þegar féð rann inná heimatúnin í Gýgjarhólskoti og það er alltaf jafn skemmtilegt. Hét því að sleppa ekki Tungnaréttum á næsta ári!

Mánudagur hefðbundinn í vinnu. Fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands og annar strax á eftir þar sem við Guðmundur Baldursson fórum yfir sorpflokkun með Ölfusingum.

Samræmdu prófin eru þessa dagana svo tíundu bekkingurinn er á fullu við lærdóminn. Þetta er ekki svo galið að hafa þessi próf að haustinu. Kemur krökkunum í gang.

13. september 2011

Fundarboð bæjarráðs fór út í dag, þunnt og ræfilslegt :-)

Við Helga,skrifstofustjóri, sátum yfir rekstrartölum í dag og fórum yfir þau frávik sem eru stærst. Félagsþjónustan stefnir í að verða yfir áætlun en það gera líka margar aðrar deildir og það ekki síst vegna launakostnaðar, launahækkana og hækkunar launatengdra gjalda. En þrátt fyrir allt þá fyllist ég aðdáum á útsjónarsemi starfsmanna sem þrátt fyrir erfitt árferði hafa haldið sjó í miklu lengri tíma en við áttum von á að þurfa að gera.

Heimsótti heimilið við Birkimörk og átti þar gott og óformlegt spjall við Steinunni sem þar fer fyrir starfseminni. Við yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna mynduðust ýmis konar álitamál sem ekki er skrýtið þó þurfi að ræða nú.

Fór í dag yfir málefni Búmanna og skoðaði aðstæður á lóðunum í kringum eldra Búmannahverfið. Bæjarfélagið hefur gengið frá þeim svæðum sem tilheyra bænum en enn vantar uppá að íbúar séu ánægðir með frágang lóðanna við húsin. Leiðinlegt mál því það eru að verða ansi mörg ár síðan flutt var inn í þessar íbúðir. Héldum fámennan en góðmennan fund í húsfélaginu að Austurmörk 20. Þar á Hveragerðisbær tvö bil, slökkvistöð og áhaldahús. Aðrir eigendur er fjórir og í þeim hópi þarf að nást eining um framkvæmdir og úrbætur á húsum og lóð. Okkur langar til að lóðin verði girt af svo húseigendur geti nýtt hana í friði án þess að sú notkun trufli vegfarendur. Í dag er þetta ekki bæjarins best lóð það er víst á hreinu !

Skrapp í afmæli Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld. Það var hátíðlegt og greinilegt að viðstaddir voru þar mættir til að heiðra skóla sem er þeim afar kær. Ég sat við hliðina á Garðari Hannessyni, pósthússtjóra, og deildum við reynslu okkar af setu í skólanefnd FSu. Ég hafði þó vinninginn hvað lengd snerti hafandi verið í nefndinni í 12 ár. Hann aftur á móti afhenti lykla að skólabyggingunni á sínum tíma og fékk um sig vísu hjá Hirti Þórarins. Geri aðrir betur :-)

12. september 2011

Þetta er trjárótin stóra sem ætlunin er að setja inn á sýninguna Skjálftinn 2008. Heljarinnar ferlíki sem reynist heldur stærri en mér fannst þegar hún lá inní skógi. Reyndar mun hún minnka mikið þegar tréð sjálft verður farið af...
Þetta stórvaxna grenitré er eitt af þeim fjölmörgu sem varð undir í baráttunni við náttúruöflin þegar hverir mynduðust í hlíðum Reykjafjalls við jarðskjálftann 2008. Þau liggja nú hvert um annað þvert í skóginum og mynda þar vægast sagt mjög sérkennilegt umhverfi.

Við Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður fórum í dag yfir öll sýningarspjöldin og það sem á eftir að klára fyrir opnun. Hún er ráðgerð í næstu viku þannig að nú þarf að halda á spöðunum. Ef einhver lumar á nokkuð háum hvítum ísskáp, má vera ónýtur, þokkalega vel útlítandi má sá hinn sami hafa sambandi við skrifstofuna nú þegar (483-4000).

Fór yfir málefni Heilsustofnunar í morgun með nokkrum aðilum en þar hefur ríflega 20 reyndustu og elstu starfsmönnum stofnunarinnar verið sagt upp störfum vegna þeirrar óvissu sem er um framhald rekstursins nú um áramót. Enn hefur Velferðarráðuneytið ekki hafið viðræður um það hvaða þjónustu ráðuneytið vill kaupa en ég hef þó þá trú að viðsemjendur geri sér góða grein fyrir mikilvægi þeirrar þjónustu sem þarna hefur verið veitt. Ef viðræður fara ekki að komast á skrif óttast ég að um næstu mánaðamót verði öllum öðrum starfsmönnum sagt upp vegna óvissunnar um framhaldið. Það verður að afstýra því með öllum tiltækum ráðum.

11. september 2011

Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga hittist á fundi í Vestmannaeyjum á föstudag. Fyrir utan fundinn gafst tími til að skoða helstu kennileiti og atvinnulíf Eyjamanna. Fórum líka í frábæra siglingu kringum eyjuna með fyrirtæki sem kallar sig Ribsafari. Þetta er meiriháttar sigling og óhætt að mæla með henni við alla sem leið eiga til Eyja. En hér sést hópurinn í blankalogni á Stórhöfða, en logn á þessum stað er frekar óalgengt, skyldist okkur! Magnús Karel á heiðurinn af myndinni!

8. september 2011

Nú eru öll upplýsingaspjöldin að verða tilbúin fyrir jarðskjálftasýninguna. Við höfum fengið sendar fleiri hundruð mynda frá íbúum sem sýna afleiðingar skjálftans. Þúsund þakkir fyrir það. Margar eru alveg hreint ótrúlegar og sýna kannski hvað best hversu heppin við vorum Hvergerðingar þennan dag. Til dæmis hefði framkvæmdastjóri Kjörís að lágmarki fengið alvarlega höfuðáverka ef hann hefði setið í stólnum sína en ekki verið í kaffi þegar skjálftinn reið yfir !

Nú er farið að halla í fjárhagsáætlunargerð næsta árs og því setti ég niður fyrstu drög dagskrá fyrir bæjarstjórn fram til jóla. Það er nóg að gera sérstaklega þar sem allar samstarfsstofnanir okkar halda ársfundi og aðalfundi á þessum tíma og síðan er Sjálfstæðisflokkurinn með landsfund í nóvember. Hann verður hugsanlega meira spennandi en margur átti von á þar sem hugsanlega kemur fram mótframboð í formannsembættið. Nú er beðið eftir Hönnu Birnu!

En við vonumst til að að hægt verði að afgreiða fjárhagsáætlun við seinni umræðu þann 15. desember. En þá þarf líka að halda vel á spöðunum.

Við Helga munum fara yfir stöðuna í rekstrinum strax eftir helgi en þó nokkrar forsendur hafa breyst á árinu sem breyta fjárhagsáætlun. Þar ber hæst kjarasamninga en nú liggja fyrir hversu háar tölur þar er um að ræða í kostnaðarauka. Ennfremur er ljóst að verðbólgan verður hærri en við vonuðumst til og mun þetta tvennt hafa mikil áhrif á niðurstöðu ársins.

Undirbjó bæjarstjórnarfund sem hófst kl. 17 í dag. Afar þunnt fundarboð og fáir dagskrárliðir en yfirleitt þýðir það mun lengri fundur en annars. Í dag var rætt um skipulags- og byggingamál, búfjáreftirlit og samþykkt að kanna vilja samstarfsaðila til áframhaldandi Garðyrkju- og blómasýningar "Blóm í bæ".

7. september 2011

Laufey og Elli skiluðu sér heim í kvöld eftir útilegu sumarsins. Reyndar verður Elli á Drumboddsstöðum að rafta út september en dóttirin ætlar að vera hér í Hveragerði fram að heimsreisunni sem nú er skipulögð af miklum móð. Hér einu sinni var Interrail um Evrópu toppurinn á tilverunni en nú er allur heimurinn undir :-)

Nú er verið að leggja lokahönd á gatnagerðarframkvæmdir sumarsins en væntanlega verða gangstéttarnar í Heiðmörkinni malbikaðar á morgun. Um leið verður göngustígur austan Grænumerkur frá Heilsustofnun að Þelamörk malbikaður. Það er mikilvægt að þessar leiðir séu í góðu lagi enda nýta fjölmargir gestir Heilsustofnunar þessa stíga.

Í dag fór ég yfir gögn í máli þar sem bænum verður væntanlega stefnt vegna ráðninga í stöður deildarstjóra við grunnskólann. Lögmaður Hveragerðisbæjar, Helgi Jóhannesson, er að safna gögnum málsins sem eru umtalsverð eins og alltaf er þegar mál eru komin á þetta stig.

Gat strokað þónokkur verkefni út af listanum mínum góða í dag. Er alltaf með langan lista af verkefnum og það er virkilega gott þegar koma dagar þar sem hægt er að stytta listann svo um munar.

6. september 2011

Byrjaði daginn á góðum fundi um atvinnumál hér í Hveragerði. Strax á eftir fórum við Guðmundur á fund stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Ræddum þar málefni gufuveitunnar hér í bæ og hávaðann í borholunum sem hefur verið sérlega mikill í sumar. Vandinn er of lítil notkun á gufunni en það er ljóst að fjölmörg megawött af orku puðrast út í andrúmsloftið engum til gagns en mörgum til ama. Umræðan á fundinum var hreinskiptin og niðurstaðan sú að OR mun reyna að hemja borholurnar og hávaðann frá þeim með útfærslu sem vonandi mun virka. En eftir stendur að hér er heilmikil orka sem skynsamlegast hlýtur að vera að nýta til atvinnusköpunar með öllum tiltækum ráðum.
--------------------------
Þessi glæsti hópur eyddi saman stórgóðum sunnudegi fyrir stuttu í haustferð Skógræktarfélags Hveragerðis. Myndin er sérstaklega birt fyrir Stennu :-)

Ákvað að leyfa ykkur að sjá hvað það getur nú verið huggulegt á Heiðmörkinni :-) Á Blómstrandi dögum skreyta allir sem mest þeir mega og af því að þá er nú farið að rökkva á kvöldin þá verður oft ansi notalegt í görðum bæjarbúa!

5. september 2011

Fyrir hádegi var farið yfir texta fyrir jarðskjálftasýninguna sem til stendur að opna fljótlega í verslunarmiðstöðinni. Allt að fyllast af dóti úr nytjagámnum svo það er flott. Myndbönd tilbúin frá Jarðskjálftamiðstöðinni svo allt er að gerast.

Vann í breyttri samþykkt um búfjáreftirlit sem þarf að fara aftur fyrir bæjarstjórn á fimmtudaginn. Ræddi þetta við starfsmann ráðuneytisins og búfjáreftirlitsmanninn sem bæði gáfu gagnlegar upplýsingar. Bæjarstjórn kemur saman að loknu sumarfríi á fimmtudag svo nú er verið að undirbúa þann fund.

Átti ágætis samtal við Auði hjá Vinnumálastofnun en enn er atvinnuleysi viðvarandi vandamál. Það er þó merkilegt hversu fáir sækja um þau störf sem auglýst eru en það var ekki langur listi umsækjenda um störfin á leikskólunum sem auglýst voru nýlega.

Eigendur Hótels Arkar komu hingað á mjög góðan fund og áttum við afskaplega gott samtal um ferðamannaiðnaðinn og stöðu hans. Hótel Örk er eitt flottasta hótelið á landsbyggðinni og stolt okkar Hvergerðinga, en við höfum fyllst vel með nýjum eigendum sem gert hafa virkilega góða hluti í endurbótum og rekstri hótelsins. Nú heyrir maður ekkert annað en ánægjuraddir með þjónustu hótelsins hvernig sem á það er litið.

Viktoría deildarstjóri í Grunnskólanaum og Ólafur Jósefsson, kennari, komu hingað og kynntu skemmtilegt verkefni fyrir okkur Ninnu Sif, formanni fræðslunefndar. Þau munu kynna það betur sjálf þegar frá líður en við teljum að þetta verði skólastarfi til mikils framdráttar.

Sundleikfimin byrjaði síðdegis og mikið lifandis býsn var það gott :-) Annars hefur dagleg ganga eldsnemma á morgnana haldið mér við efnið í sumar og það er ekki síður notalegt. Verð þó að kvarta yfir því að hann Gissur á Bylgjunni virðist vera í eilífu fríi... Þar sem þetta er eina útvarpsefnið sem ég hlusta á, þá tekur maður ástfóstri við þetta fólk og Gissur hefur vantað ansi lengi :-)

Líflegur og skemmtilegur meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var vel og vandlega yfir flest það sem meirihlutamönnum datt til hugar !
----------------
Kæru vinkonur! hópmyndin af félögum í Skógræktarfélaginu kemur inná síðuna á morgun...

4. september 2011

Hitti Fiann Paul snemma á laugardeginum en hann hefur sett upp flotta sýningu á ljósmyndum utan á íþróttahúsinu. Hann tók þessari myndir á Grænlandi og hafa þær vakið mikla athygli. Fiann er mikill íþróttamaður og hefur hann áhuga á að heimsækja krakkana í skólanum og ræða við þau um íþróttaiðkun sína og ljósmyndaáhuga.
Vona að það geti orðið.

Tók síðan nokkuð góða skorpu í vinnunni yfir miðjan daginn áður en ég fór á opnun sýningarinnar Almynstur í Listasafni Árnesinga. Glæsileg og litrík sýning sem ég hvet alla til að sjá.

Þar sem ég rændi Hafrúnu frænku minni á safninu og hún vildi endilega skoða það sem eftir stendur af Eden þá röltum við ásamt Dave lengri leiðina heim. Komum við og keyptum heilan helling af gómsætu grænmeti hjá honum Hirti í grænmetismarkaðnum. Hann selur alveg meiriháttar grænmeti og það er eitthvað svo notalegt við það að kaupa þetta beint af bóndanum. Hann ræktar heilan helling sjálfur en svo er hann með góð sambönd sem redda honum restinni. Þarna fæ ég þá albestu bleikju sem ég smakka. Alveg meiriháttar :-) Ekki missa af Grænmetismarkaðnum hans Hjartar en hann hefur opið að ég held tvær helgar í viðbót.

Sunnudeginum var eytt í Gýgjarhólskoti þar sem við lögðumst í brekkurnar og týndum fleiri fleiri kíló af berjum í yndislegu veðri. Þvílíkur sumarauki að fá svona daga í byrjun september !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet