<$BlogRSDUrl$>

30. júní 2008

Alls konar málefni, stór sem smá, urðu til þess að vinnudagurinn leið eins og örskot og fyrr en varði var kominn kvöldmatartími. Undirbjó meðal annars útsendingu fundargagna fyrir bæjarráð sem þurfa að fara út á morgun. Skoðaði öryggisgæslu bæjarins og fyrirkomulag hennar. Fór yfir málefni Varmár og ræddi við starfsmenn Veiðimálastofnunar og einnig við formann SVFR um ástand árinnar. Í kjölfar skjálftans hefur hún gruggast mjög og rannsaka þarf hvort áin hafi hitnað en ég hef fengið nokkrar ábendingar um slíkt. Það er allavega áberandi hversu mikill leir berst niður lækinn meðfram sundlauginni en hann hefur ávallt verið tær. Núna kemur í hann mikill leir af nýja hverasvæðinu svo það er full ástæða til að kanna áhrif þessa á lífríkið.
---------------------------
Davíð Jóhann, er 40 ára í dag og því var boðið til síðdegiskaffis á Iðjumörkinni, til hamingju með daginn kæri mágur. Eftir meirihlutafund í kvöld var svo aftur litið í heimsókn en núna eru Sigurbjörg og Hafrún komnar suður í heimsókn. Þær ætla auðvitað ekki að missa af afmælisveislunni sem haldin verður næstkomandi laugardag.

29. júní 2008

Á föstudaginn var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem það bar helst til tíðinda að Karl Björnsson, sviðstjóri hjá Sambandinu, var einróma valinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra samtakanna. Núverandi framkvæmdastjóri er Þórður Skúlason en hann hættir nú í sumar vegna aldurs. Karl hefur viðamikla reynslu af sveitarstjórnarmálum en meðal annars var hann bæjarstjóri á Selfossi og síðar í Árborg í 16 ár við góðan orðstí. Á myndinni hér til hliðar má sjá þá Karl Björnsson og Þórð Skúlason.
-----------------------
Strax að loknum fundinum í stjórn Sambandsins hitti ég starfsmenn bæjarskrifstofu sem komnir voru til Reykjavíkur í óvissuferð sem sú sem þetta ritar skipulagði. Ég var afskaplega ánægð með daginn og vona að aðrir hafi verið það líka. Það er alltaf gaman að gera eitthvað þessu líkt. Á myndinni má sjá sigurliðið í keilukeppninni.
------------------------
Í gær laugardag var brunað uppí Biskupstungur en þar varð Albert eftir til að fara með Gunnu norður á Grenivík þar sem hann ætlar að vera næstu viku. Það er fátt sem toppar dvöl á Grenivík að hans mati og alveg óskiljanlegt ef vinkonur hans fara norður án hans....
Fengum lánaða sænska verðlaunamynd hjá Gunnu sem við horfðum síðan á í gærkvöldi. Så som í himlen heitir hún og kom afar skemmtilega á óvart. Mæli heilshugar með henni þessari
------------------------
Í dag sunnudag skelltum við MA systur ásamt mökum og börnum okkur í göngu og gengum innað heita læknum í Reykjadal. Veðrið var frekar hráslagalegt, kalt, rok, rigning með köflum og jafnvel haglél. Það var allavega ekki mjög sumarlegt. En göngufólk lét þetta nú ekki aftra sér og áttum við þarna afskaplega góðan dag. Mikið fjölmenni var á svæðinu og greinilegt að þetta svæði á síauknum vinsældum að fagna. Það var lúið göngufólk sem grillaði síðan saman á Heiðmörkinni og átti hér góða kvöldstund áður en heim var haldið. Á myndinni erum við skólasysturnar inní Reykjadal.

26. júní 2008

Fundahöld

Mikil fundahöld í dag vegna afleiðinga skjálftanna 29. maí. s.l. Fyrst í húsakynnum ríkislögreglustjóra þar sem við, auk þess að funda, skoðuðum meðal annars aðstöðu neyðarlínunnar og stjórnstöð almannavarna. Strax að þessum fundi loknum var haldið til fundar við fulltrúar ríkisins í Þjóðmenningarhúsinu. Góðir fundir og afar gagnlegir. Mikilvægt er að fljótlega liggi fyrir hvernig staðið verður að málum í framhaldinu.

25. júní 2008

Af áráttuhegðun, blaðamönnum og fleiru

Ég er haldin áráttuhegðun...
Fór í kvöld í göngu og endaði enn og aftur við nýja hverasvæðið á Reykjum. Núna gengum við reyndar meðfram Reykjafjallinu og skoðuðum stórgrýtið sem hefur fallið þar niður á mörgum stöðum. Gengum síðan inn að Litla Geysi sem er nokkuð stór leirhver á bakvið Fífilbrekku. Þar er einstaklega fallegt umhverfi en há og glæsileg grenitrén umlykja hverinn og fjallið gnæfir yfir. Það var síðan óvenju mikið líf í stóra leirhvernum sem spýtti hátt í loft upp, mun hærra en í gærkvöldi. Í fyrramálið ætlum við Ólafur Áki sveitarstjóri í Ölfusinu að hittast þarna uppfrá og skoða svæðið og kanna hvort ekki sé hægt að bæta aðgengi og merkingar. Þetta er án vafa eitt albesta tækifærið sem gefst til að sjá þá krafta sem felast í íslenskri náttúru og það í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
---------------------------
Fór yfir bókhaldstölur og reyndi að setja á blað þann kostnað sem fallið hefur á Hveragerðisbæ í kjölfar skjálftans og þann kostnað sem er í pípunum. Fundur með fulltrúum ríksivaldsins er fyrirhugaður á morgun og því brýnt að þessar tölur séu tiltækar og eins nákvæmar og mögulegt er. Þó eru í sífellu að koma fram nýir kostnaðarliðir sem ógerlegt var að sjá fyrir. Því er ekki hægt að gefa út neitt nema lauslegar áætlanir á þessu stigi.
---------------------------
Verið er að vinna kynningarblað um Suðurland og því tók blaðamaður við mig viðtal um Hveragerði en einnig var hann á persónulegu nótunum og spurði heilmikið um bakgrunn þeirrar sem þetta ritar. Vindbarðar myndir af bæjarstjóranum voru síðan teknar upp við foss sem er klassískur bakgrunnur.
------------------------
Síðdegis var fundur í starfshópi um samþykktir og erindisbréf nefnda. Við náðum nokkurn veginn að klára þessa vinnu en þó er ljóst að einn fundur er eftir áður en við getum skilað endanlegum tillögum til bæjarstjórnar. Það tekst væntanlega á öðrum fundi í haust.

24. júní 2008

Í morgun var unnið að leiðbeiningum fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð og uppbyggingu í kjölfar áfalla. Vinnan fer fram undir handleiðslu Guðrúnar Pétursdóttur og Herdísar Sigurjónsdóttur frá Háskóla Íslands sem unnið hafa að verkefninu um nokkurt skeið. Byggir það að stórum hluta á reynslu Vestfirðinga eftir snjóflóðin. Það er mikilvægt að fara yfir þessi mál eins fljótt og hægt er og sérstaklega á meðan unnið er úr afleiðingum skjálftans. Afurðin verður gátlistar fyrir starfsmenn sem nýtast munu bæði í áframhaldandi vinnu núna semog síðar ef til áfalls kemur í bæjarfélaginu.
-------------
Var í þjónustumiðstöð RKÍ í klukkutíma síðdegis en eftir þessa viku mun áfallahjálp flytjast yfir í heilsugæslustöðina og þjónustumiðstöðin lokar. Áfram verður þjónustumiðstöð fyrir Árnessýslu í Tryggvaskála á Selfossi þar sem Ólafur Örn Haraldsson ræður ríkjum.
------------------
Fundur var með íbúum Þórsmerkur í dag þar sem farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við götuna en framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun lagna og yfirborðsfrágang. Þetta er ein af þeim götum sem aldrei hefur verið malbikuð svo yfirbragð miðbæjarins mun mikið breytast þegar þessu verki verður lokið. Ekki var annað að heyra á íbúum en að þeir fögnuðu þessari framkvæmd allavega var fundurinn skemmtilegur og vonandi gagnlegur.
-------------------
Við Albert fórum út að ganga í kvöld og kíktum meðal annars á nýja hverasvæðið. Hittum þar nokkra útlendinga sem sögðu svæðið vera "better than Geysir..."
Mikið til í því en þeir voru reyndar ekki síður að hrósa útsýninu þarna úr brekkunni sem er stórfenglegt. Fórum síðan göngustígs ómyndina frá Frosti og funa niður í lystigarð en þetta er svotil ófært nema maður sé þess betur skóaður. Ofsalega falleg leið sem oft hefur verið rætt um að gera greiðfærari. Það hefur víst án vafa verið eytt í vitlausari hugmyndir...
Bjössi á Bláfelli tók þessar flottu myndir af hverasvæðinu núna nýlega.

23. júní 2008

Mánudagur og enn er sól...

Nú þurfa allir tindar að vísa til himins á hrífum Sunnlendinga því ef ekki fer að rigna almennilega bráðum þá held ég að hin mikla útplöntun sumarsins geti farið illa. Hér er búið að þökuleggja út um allan bæ, planta gríðarlegu magni af trjám og það eina sem vantar er vatn ! ! ! Ærleg úrkoma...
Hefði seint trúað því að þetta væri staðan í Hveragerði. En þetta virðist nú vera annað hvort í ökkla eða eyra þessi árin. En hér búum við svo vel að nálægðin við fjöllin hefur yfirleitt tryggt okkur dágóðar gróðrarskúrir og það iðulega á hverjum degi. Þess vegna þrífst líka allur gróður svona með eindæmum vel hér. Ég plantaði til dæmis Cyprus hér í garðinum fyrir nokkrum árum og hann vex eins og væri hann í Danmörku. Kristþyrnirinn minn líka og hin skemmtilega planta Buksbom. Set inn nokkrar myndir næst þegar ég man eftir því svona til að þið sjáið hversu blómlegt er í garðinum á Heiðmörkinni...
-----------------------------
Dagurinn fór að mestu í að fara yfir og lagfæra samþykktir um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar. Erum þrjú í starfshópi til að setja nefndum erindisbréf og lagfæra samþykktirnar til samræmis við stjórnsýslubreytingarnar sem gerðar voru í vetur. Þetta er heilmikil handavinna sem setið hefur á hakanum of lengi rétt eins og oft vill verða með verkefni sem eru ekki eins skemmtileg og mörg önnur. En fundurinn í hópnum er á miðvikudag svo gögnin eru tilbúin sýnist mér.
-----------------------------
Síðdegis heimsóttum ég og Guðmundur Þór sýnisíbúð Búmanna við Smyrlaheiði en þar rísa nú 43 íbúðir á vegum fyrirtækisins ásamt bílakjallara og sameiginlegu húsnæði. Þetta er afar skemmtilega hannað hverfi og þarna á mannlíf efalaust eftir að verða með eindæmum gott.
-----------------------------
Vonbrigði dagsins eru þau að sonurinn á unglingsaldri sagðist aldrei lesa bloggið hennar móður sinnar. Það væri bæði langt og örugglega hundleiðinlegt. Vasapeningarnir hans í Þýskalandi næsta vetur skruppu skyndilega saman og urðu næstum að engu við þessi orð og nei hann komst ekkert fyrr í tölvuna þrátt fyrir þessi fádæma leiðindi...

22. júní 2008

Líf og fjör um helgina ...

Hér er Guðbjörg frænka mín við bjargið stóra sem féll niður í Stórkonugil í skjálftanum þann 29. maí s.l. Eins og þið sjáið þá á grenitréð ekki langt líf í vændum enda ekki heiglum hent að færa hnullunginn sem lenti þarna á göngustígnum. Fór í dag og skoðaði önnur björg sem hafa fallið úr Reykjafjalli og þau eru mörg. Myndina tók Valdimar bróðir sem var í hjólaferð með dótturinni í dag.

Annars var mikið um að vera um helgina. Brynja, Óli og krakkarnir litu við síðdegis í dag sunnudag. Þar sem veðrið var einstaklega gott var tilvalið að fara og skoða nýja hverasvæðið og krakkarnir enduðu síðan öll í ánni enda fannst höfuðborgarbörnunum afar spennandi að prufa að synda við fossinn. Mikill fjöldi ferðamanna skoðaði hverasvæðið í dag enda gefst núna einstakt tækifæri til að sjá hvernig náttúruna er síbreytileg. Svæðið hefur breyst þónokkuð síðustu daga og ekki síst í kringum Fífilbrekku þar sem nú sýður í veginum sjálfum.

Valdimar og börn grilluðu með okkur í kvöld og fleiri bættust við í kvöldkaffi. Mikið fjör enda mikið spjallað. Gyrðir Elíasson var einn af þeim sem leit við en hann er að flytja hingað um næstu helgi. Það bætist því enn í hóp skálda og listamanna sem velja að búa í Hveragerði. Enda hvergi betra að vera ;-)
---------------------------
Vorum svo heppin að vera boðin í Jónsmessugleði í Fagrahvammi á laugardagskvöldið. Grill, varðeldur, leikir, söngur og gleði í góðum hópi. Kærar þakkir Þorvaldur og Sigga fyrir skemmtilega kvöldstund og frábært boð. Hér má sjá fullt af flottum myndum sem Gummi Erlings tók um kvöldið. Nú er kominn tengill á síðuna hans á "heimasíðum Hvergerðinga"!
---------------------------
Dísa amma og Bjarni afi komu í kvöldmat á föstudagskvöldið ásamt Laufeyju ömmu en Skagfirðingarnar hafa nú dvalið á Heilsustofnuninni í hálfan mánuð. Það er búið að vera afskaplega gaman að hafa þau svona nálægt enda eru þau venjulega alltof langt í burtu. Nú verðum við að bæta um betur og heimsækja þau norður á Sauðárkrók fljótlega !
--------------------------
OG Hamar vann Selfoss síðastliðinn fimmtudag. Sætur sigur í 32. liða úrslitum Visa bikarsins. Hér er umfjöllun um leikinn...

12. júní 2008

Nokkrar myndir af nýja hverasvæðinu sem sýður og bullar hér fyrir ofan bæinn.
















Síðan er hér ein mynd af strákunum mínum í borginni Perast sem stendur við Kotor flóann í Svartfjallalandi. Einstaklega fallegur staður enda flóinn talinn einn sá fegursti í veröldinni.

10. júní 2008

Náttúruöflin minna á sig

Hjálparsveit skáta hér í Hveragerði gekk á Reykjafjall til að skoða sprungurnar sem þar komu í fjallið. Samkvæmt myndunum sem sjá má á þessari síðu hefur mikið gengið á, fjallið er víða sprungið og sprungurnar stórar og miklar. Sérfræðingar óttast þó ekki frekara jarðsig í fjallinu. Sprunga hefur líka myndast fyrir neðan Heiðarbrún en hún er mun minni en þessar sem sjá má hér og ekki opin uppúr.
Hverasvæðið fyrir ofan garðyrkjuskólann er líka eitt merki þess hversu miklir kraftarnir hafa verið. Fjöldi stórra hvera sem ólga og krauma og senda mislitann leirinn í allar áttir. Þegar hefur fjöldi manns lagt leið sína að hverunum en brýnt er að fara gætilega þarna í kring enda svæðið lifandi og erfitt að sjá hvar er óhætt að ganga og hvar ekki.

9. júní 2008

Helgin...

... fór í að skrá niður það sem brotnaði, raða og ganga frá hlutum. Fyrst heima og síðan á skrifstofunni. Fulltrúi TM kom heim og tók út skemmdir á innbúinu og var afar almennilegur og viðmótsþýður. Full ástæða til að hrósa þeim fyrir liðleika og þægilegheit.
Þessi mynd sem tekin er á frystigeymslu Kjörís eftir skjálftann stóra sýnir vel hversu mikið hefur gengið á.Annars má sjá fleiri myndir sem Valdimar bróðir tók á síðunni hans.

Tók þátt í kvennahlaupinu á laugardag ásamt Valgerði frænku og Sólrúnu og Bjarti Árdísar börnum. Úrhelli setti svip á hlaupið og við vorum rennandi þegar við komum á leiðarenda. Alltaf gaman samt sem áður. Kom við í þjónustumiðstöðinni eftir hlaupið en fleiri höfðu litið þar við heldur en undanfarna daga. Greinilega er enn þörf á þessari þjónustu hér í Hveragerði. Þónokkir eftirskjálftar hafa verið alla helgina en enginn þó stór. Við verðum að vona að þessum óróa fari að linna.

Unnur Þormóðs fagnaði 40 ára afmæli sínu með mikilli veislu um helgina. Virkilega flott eins og við var að búast enda húsmóðirin í Kambahrauninu þekkt fyrir að gera vel við sína gesti. Innilega til hamingju Unnur !

5. júní 2008

Komin heim ...

...eftir 16 tíma ferðalag, frá Svartfjallalandi, gegnum Króatíu og London. Lalli og strákarnir urðu eftir úti og koma heim 15. júní. Þetta sumarfrí verður lengi í minnum haft enda fóru þessir fáu dagar svo til alveg í símtöl hingað heim, þannig að sjálfsagt verður heldur rólegra hjá þeim feðgum núna þegar ég er farin heim.

En það var undarlegt að keyra í gegnum bæinn núna í nótt því í fljótu bragði er fátt sem minnir á hamfarirnar. Þó tók ég eftir miklum fjölda tjaldvagna, fellihýsa og húsbýla við hús í bænum, greinilegt að fjöldi manns sefur enn utandyra. Einnig fer nýja hverasvæðið ekki framhjá neinum, skoða það betur á morgun. Innandyra hér á Heiðmörkinni var ég aftur á móti illilega minnt á það sem gengið hefur á en mín biðu margir kassar af brotnu leirtaui og ýmsum munum sem eru ónýtir eftr skjálftann. Það var aftur á móti búið að taka til og raða þökk sé vinkonunum í MA klúbbnum sem mættu hingað austur um helgina ásamt Óla og Haraldi. Laufey Sif og Elli, Tinna, mamma, Sigrún og Valdi eiga líka miklar þakkir skyldar. Við erum afar þakklát ykkur öllum en það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Kærar, kærar þakkir öll sömul.
Set hér inn nokkrar myndir sem Laufey Sif tók eftir skjálftann. Eins og hún segir sjálf á sinni síðu þá brotnaði núna flest það sem ekki brotnaði í skjálftunum 2000. Aftur á móti hefur kennaratyggjó undir styttum og öðrum hlutum sannað gildi sitt, þar sem ég hef verið svo forsjál að hafa þann viðbúnað þar haggast ekki neitt og ekki heldur myndir sem hengdar eru á króka. Héðan í frá verður viðbúnaður eins og heimilið sé skúta í ólgusjó... Rennihurðir fyrir eldhússkápunum hefðu líka bjargað miklu, af hverju eru þær ekki lengur framleiddar ?
En hér eru myndirnar...






This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet