<$BlogRSDUrl$>

30. mars 2010

Í kvöld var ég gestur í þætti Kjartans Björnssonar á Útvarpi Suðurlands, Kvöldsigling. Þetta var miklu lengra en ég átti von á en viðtalið endaði í tæpum tveimur tímum. Guðmundur föðurbróðir minn á Selfossi var líka ekki lengi að hringja í mig til að segja mér það að ég væri greinilega af Ósabakka ættinni en minn meiður hennar er víst þekkt fyrir mikla málgleði. Frænda mínum finnst við systur oft tala ótæpilega mikið en hann sagði þó ekki í þetta skiptið að ég væri eins og saumavélafótur eins og hann hafði einhvern tíma á orði :-)
Annars fannst mér þetta takast ágætlega og með ólíkindum hvað hægt var að fara yfir fjölbreytt svið bæði persónulega og pólitískt. Áhugasamir geta hlustað á þáttinn endurfluttann á Páskadag kl. 13. Útvarp Suðurlands það er málið !

Vegna viðtalsins komst ég ekki á páskabingó Skátanna sem haldið var í kvöld eins og ég hafði annars hugsað mér. Ungviðið á heimilinu fór allt sem eitt og komu þau heim með vinning en Albert vann matarveislu í Múlakaffi. Nú rifjum við upp gamla tíma en foreldrar mínir fóru stundum með okkur í Múlakaffi þegar við vorum lítil systkinin. Mér skilst að það hafi verið eini staðurinn sem hentaði svona stórri fjölskyldu :-)

Í dag fór ég yfir ýmis mál í vinnunni og bjó til verkefnalista fyrir dagana sem eru framundan. Ég vinn best ef ég bý til lista yfir allt sem þarf að gera og vinn mig svo í gegnum þá. Fæ stundum yfir mig svona yfirþyrmandi skipulagsþörf sem brýst út í þessu. Hitti einnig Knút Bruun sem er formaður stjórnar Listasafns Árnesinga en þar er sífelld gerjun í gangi eins og eðlilegt er þar sem öflugt fólk og hugmyndaríkt ræður ríkjum. Fórum meðal annars yfir fræðsluhlutverk safnsins sem er afar mikilvægt og fyrirkomulag kynningar á Héraðsnefndarfundinum sem verður haldinn í næstu viku.

Við Helga litum aðeins yfir fyrstu drög að ársreikningi og stefnir allt í rekstrarniðurstaða verði á mjög svipuðum nótum og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Slíkt stappar nærri kraftaverki sérstaklega þegar litið er til þeirrar staðreyndar að verðbólga var hærri en við gerðum ráð fyrir sem skilar ríflega 20 milljón króna meira tapi en annars hefði orðið.

27. mars 2010

Fundir eftir hádegi í Reykjavík í dag. Fyrst í stjórn Sambandsins þar sem meðal annars var rætt um nýju lögin um skipulags, bygginga- og brunavarnir sem væntanlega verða lögð fram á Alþingi strax eftir páska. Þau eru búin að vera í deiglunni ansi lengi en núna er orðalag þeirra orðið þannig að sem flestir ættu að geta sætt sig við niðurstöðuna. Þarna er lagt til að við bætist eitt skipulagsstig, landsskipulag, sem tæki til skipulags alls landsins. Slíkt skipulagsform gæti til dæmis tekið á ýmsum ágreiningsmálum sem iðulega koma upp á milli sveitarfélaga og við höfum góð dæmi um hér í Hveragerði.

Eftir stjórnarfundinn hófst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga, stuttur og snaggaralegur fundur en sjóðurinn er rekinn með góðum afgangi. Ég og Guðni í Ölfusinu sem sátum þarna hlið við hlið voru bæði á þeirri skoðun að rekstrarniðurstaða eins og þarna var lögð fram væri því miður eitthvað sem fá sveitarfélög sæju þessa dagana eins eftirsóknarverð og hún nú annars er.

Fundunum lauk svo seint að það tók því alls ekki að fara austur því ég var búin að ákveða að sjá fyrsta leik Hamars stelpnanna á móti KR í úrslitum Íslandsmótsins í körfu. Það er skemmst frá því að segja að okkar stelpur stóðu sig frábærlega og unnu öruggan sigur þeim fjölmörgu Hvergerðingum sem þarna voru til mikillar gleði. Næsti leikur er á mánudaginn hér í Hveragerði og nú verðum við að fjölmenna í húsið og styðja stelpurnar. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistarbikarnum....
-------------------------------
Ég er búin að fá mikil og góð viðbrögð við framboðslistanum sem samþykktur var í gærkvöldi. Fólk virðist kunna vel að meta sambland öflugra nýliða og reynslu sem býr í efstu mönnum og treystir því hópnum til að halda vel utan um málefni bæjarins á næstu árum rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár.

26. mars 2010

Ég fær reglulega svo ósköp elskuleg bréf frá inverskum hjónum sem í tvígang hafa dvalið hér í listamannaíbúðinni Varmahlíð. Þau biðja ávallt fyrir mikið góðar kveðjur til allra vina þeirra hér í Hveragerði. Senda okkur góðar hugsanir og fyrirbænir þegar mikið gengur á í okkar samfélagi. Fylgjast ótrúlega vel með og því er afskaplega ánægjulegt að geta sent þeim fallegar myndir til dæmis af eldgosinu núna. En í gær sendu þau mér uppskrift af þessari súpu ásamt mikið góðum kveðjum til allra Hvergerðinga frá Baniprosonno og Putul.

Put water for boiling in your deep soup pot. Then comes thin and small cut potatoes
(with or without skin, as you lke it) into it. The next items: throw a little 'haldi' (the yellow curcuma) and oil-- preferably mustard oil-- and salt in the pot ... as it starts boiling turn the heat to simmer and cover the pot with a lid ...
After a few minutes check if potatoes are really soft and the water is thickish and starchy... now stir the contents with an wooden spoon to make it a little 'mixed' to your liking... put a fine chopped tomatoe* ... Now take the blender to turn the content into puree ... Add water to to determine the consistency of the soup...
Serve hot with green garnishing and may be with a little floating cream.

*preparation upto this stage is known as the famous AALOODAAL which could be relished with chapati (roti/fulka), tadoori roti, naan, puri, paratha etc .

Í gærkvöldi var eftirfarandi framboðslisti einróma samþykktur á fjölmennum fundi í Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis. Ég er afskaplega ánægð með þennan frábæra hóp sem strax í gærkvöldi sýndi hvers hann er megnugur. Fanta góð blanda af reynsluboltum og hæfileikaríkum nýliðum sem allir eru staðráðnir í að ná góðum árangri í kosningunum í vor. Á myndina vantar Kristínu Dagbjartsdóttur sem stödd er erlendis í augnablikinu.









1. Eyþór Ólafsson
2. Unnur Þormóðsdóttir
3. Guðmundur Guðjónsson
4. Aldís Hafteinsdóttir
5. Ninna Sif Svavarsdóttir
6. Lárus Kristinn Guðmundsson
7. Elínborg Ólafsdóttir
8. Friðrik Sigurbjörnsson
9. Harpa Guðlaugsdóttir
10. Hafþór Björnsson
11. Ragnhildur Hjartardóttir
12. Kristín Dagbjartsdóttir
13. Birkir Sveinsson
14. Guðrún Magnúsdóttir

25. mars 2010

Nokkur tími fór í að fara yfir tillögur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra sem ræddar verða á sameiginlegum fundi sveitarfélaga á Suðurlandi sem haldinn verður á mánudag. Ég er svo heppin að hafa Maríu félagsmálastjóra mér til halds og traust í þessu máli sem og öðrum sem snúa að Velferðarmálum en hún hefur yfirburðaþekkingu á málaflokknum. Í dag hittu hún og Unnur formaður Velferðarnefndar fulltrúa frá félagi eldri borgara til að fara yfir þau atriði sem hægt er að gera betur. Það er gaman að geta sagt frá því að mikil ánægja ríkir með þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir okkar eldri íbúum en alltaf er hægt að gera betur og það ætlum við okkur að gera.

Í kvöld var fjölmennur félagsfundur hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis þar sem listi félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur. Formaður uppstillingarnefndar mun senda frá sér tilkynningu í fyrramálið þar sem listinn verður kynntur og ég tel rétt að hann birtist ekki fyrst hér á aldis.is. En þetta er flottur hópur, góð blanda reynslubolta og kraftmikilla nýliða sem án efa eiga eftir að láta heilmikið að sér kveða á komandi árum. Nafnalistinn verður settur hér á síðuna fyrir hádegi á morgun.

Það gengur mikið á í nágrannasveiarfélögum okkar Hvergerðinga. Prestsdeilur hafa sett svip sinn á umræðuna í Árborg og núna er meirihlutinn fallinn í Ölfusi og Ólafur Áki hættur. Þar er búið að boða sérframboð þannig að Sjálstæðismenn verða að öllum líkindum með tvo lista í vor. Þetta er ömurleg staða fyrir alla aðila enda varla til verri deilur en milli fyrrum samherja. Það þekki ég af eigin raun og ráðlegg öllum að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt.

24. mars 2010

Tíminn er fljótur að líða þegar nóg er að gera. Í dag og í gær hef ég setið þrjá fundi með íbúum hverfanna um nágrannavörslu í Hveragerði og einn um sama mál með forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana. Í samvinnu Hveragerðisbæjar og VÍS hefur Pétur Guðmundsson, afbrotafræðingur og Brynjar frá lögreglunni á Selfossi fjallað um fyrirkomulag nágrannavörslunnar og hvernig við getum komið upp árangursríku kerfi hér í Hveragerði. Um 200 manns hafa mætt á fundina sem mér finnst vera mjög flott mæting. Á fundunum voru skipaðir götustjórar sem eiga að miðla boðskapnum áfram til sinna nágranna. Í stuttu máli snýst þetta um að fólk í götunum komi sér saman um að fylgjast með húsum og eigum hvors annars, afskiptasemi og athygli eru lykilorð dagsins. Nágrannavarslan er semsagt formlega hafin í Hveragerði.

Í dag fengu bæjarfulltrúar og skólanefnd kynningu á sjálfsmati grunnskólans. Afskaplega metnaðarfull og góð vinna og það var gaman að sjá hversu ánægðir starfsmenn skólans eru og hversu góður samhljómur er á milli svara nemendanna og starfsmanna. Alltaf er hægt að bæta skólastarfið enda er það í sífelldri þróun þess vegna þurfa samskipti skólastarfsmanna og bæjaryfirvalda er vera mikil og góð, eins og þau reyndar hafa verið undanfarin ár. Heimsóttum síðan 2. og 6. bekk, skoðuðum tölvuverið og kíktum á kennarastofuna. Alltaf gaman að koma í skólann enda móttökurnar á fáum stöðum betri.

Eftir hádegi fórum við Guðmundur Baldursson til fundar við forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur en enn og aftur leitum við leiða til að lenda þeim málum sem útaf standa í samskiptum bæjarins og þeirra. Ég bind vonir við að þokast hafi í rétta átt á þessum fundi sem var mjög góður og jákvæður.

Um leið og við komum austur hófst fundur í starfshópi um viðbyggingu við Grunnskólann en þar er Dr. Maggi á miklu skriði. Unnið er á grundvelli þarfagreiningarinnar sem kláruð var í haust og jafnframt útfrá því sjónarmiði að áfangaskipta verði framkvæmdum eins og mögulegt er.

Strax að loknum fundinum í starfshópnum hófst annar með Lionsmönnum þar sem þeir kynntu fyrir okkur afskaplega athyglisverða hugmynd um skilti og vegvísa sem mér sýnist fyllsta ástæða til að vinna betur með. Starfshópurinn um skiltamálin mun skoða þessar hugmyndir Lionsmanna um leið og farið verður yfir merkingar og þá möguleika sem eru á því sviði í bænum.

Rétt náði á íbúafund nágrannavörslunnar í bleika hverfinu kl. 18 og síðan hófst annar í rauða hverfinu kl. 20. Ég held svei mér þá að eftir þessa fjóra fyrirlestra kunni ég nágrannavörslu kynninguna hans Péturs utanað :-)
-------------------------
Annars var algjörlega frábær stemning í íþróttahúsinu í gærkvöldi þegar Hamars stelpurnar unnu Keflavík í lokaleiknum í einvígi þessara liða um sæti í úrslitum deildarinnar. Þetta þýðir að við verðum að fjölmenna á föstudagskvöldið í DHL höllina og styðja stelpurnar alla leið...
-------------------------
Vil síðan nota þetta tækifæri og minna alla flokksbundna Sjálfstæðismenn á félagsfundinn annað kvöld. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar að lista Sjálfstæðisfélagsins fyrir sveitarsstjórnarkosningar lögð fram. Þetta er alltaf spennandi og gaman að sjá og hitta þann hóp sem skipa mun listann og á eftir að vinna mjög mikið saman næstu árin. Semsagt, fjölmenna kæru félagar :-)
--------------------------
Ég er eins og fjölskyldan öll afar stolt af ungviðinu í hópnum. Þetta eru svo góðir krakkar. Hér er til dæmis skemmtilegt viðtal við Hafstein og Kristján Valdimarssyni sem nú spila blak í Álaborg. Takið eftir myndinni, hann er altså ekki að hoppa ! ! !

12. mars 2010

Í bæjarstjórn hefur vinnan gengið afar vel undanfarið og engir hnökrar verið á samstarfi bæjarfulltrúa. Reyndar er samkomulagið svo gott að fólk hefur á orði að þetta jaðri við að vera óeðlilegt svona rétt fyrir kosningar. Allavega er hægt að fullyrða að betra samkomulag hefur ekki ríkt í bæjarstjórn í áraraðir hér í Hveragerði. Slíkt kemur ekki af sjálfu sér heldur er afrakstur vandaðra vinnubragða og virðingar fyrir öllum þeim sem sæti eiga í bæjarstjórn.

Nú hefur mótframboð okkar til sveitarstjórnarkosninga í vor litið dagsins ljós og greinilegt er að þar verður allt lagt í sölurnar til koma núverandi meirihluta hér í Hveragerði frá völdum. Slagurinn verður þungur og því er mikilvægt að nú snúi allir stuðningsmenn D-listans í Hveragerði saman bökum og vinni sem einn maður í átt til sigurs í vor.

Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alla til að mæta á opnu húsin á laugardögum sem eru góður vettvangur bæjarbúa til umræðna. Þar hefur verið fjörugt undanfarið og greinilegt að kosningagleðin er farin að smita útfrá sér.

Að endingu vil ég hvetja ykkur öll til að fylgjast vel með því sem er að gerast á heimasíðu bæjarfélagsins, www.hveragerdi.is
á heimasíðu Sjálfstæðisfélagsins: www.blahver.is, og á minni eigin síðu www.aldis.is.

Sjáumst öll hress í baráttunni sem framundan er.

11. mars 2010

Var boðin til fundar við Félag eldri borgara í morgun og átti með þeim afar skemmtilega stund. Félagið hér er afskaplega öflugt og greinilegt að þar er vel haldið utan um alla hluti. Á fundinum spunnust góðar umræður um ýmislegt sem félagsmönnum fannst betur mega fara og eins fengum við í bæjarstjórninni heilmikið hrós fyrir það sem vel hefur verið gert. Ég var til dæmis afar ánægð með viðhorfið til flutningsins á dagdvölinni sem greinilega hefur mælst vel fyrir. Ég kynnti fyrir félagsmönnum stöðu bæjarfélagsins í dag og fór yfir þau verkefni sem framundan eru á þessu ári. Heilsustígurinn undir Reykjafjalli vakti þar athygli rétt eins og áformin um gangstéttar og göngustíga í bæjarfélaginu. Ég hef nokkrum sinnum verið gestur félags eldri borgara og alltaf þykir mér það jafn gaman svo félagsmenn heimsæki ég með mikilli gleði.

Eftir hádegi fórum við Guðmundur Baldursson til höfuðborgarinnar til fundar um málefni Orkuveitunnar. Þar eru nokkur álitaefni sem þarf að finna lausnir á og vona ég að það takist.

Síðdegis fór ég á rúntinn til að taka nokkrar myndir sem ég ætla að nota á árshátíð Hveragerðisbæjar sem haldin verður á laugardagskvöldið. Af nógu var að taka enda veðrið með eindæmum gott.

Rétt náði á bæjarstjórnarfund sem var afskaplega góður, létt yfir bæjarfulltrúum sem tóku drjúgan tíma í það að dást að "mottunum" sem nokkrir bæjarfulltrúar hafa náð að safna. Reyndar þarf í sumum tilfellum sérstaka lýsingu og ákveðið sjónarhorn til að mottan sjáist en viljinn er allt sem þarf svo þetta hlýtur að koma ;-)
Spurning hvort ég næ ekki Birki, Steinari og Gumma aftur í myndatöku eftir hálfan mánuð svo áhugasamir getir fylgst með árangrinum!
Annars virðist mottukeppnin vera í hæstu hæðum í Kjörís en þar eru velflestir karlkyns starfsmenn í keppninni. Ég sá síðan á Facebook að mágkonu minni líður þessa dagana eins og hún sofi hjá þýskri klámmyndastjörnu. Ég þarf eiginlega að gera mér ferð til bróður míns til að sjá árangur söfnunarinnar.

Mamma sér okkur Alberti fyrir þjóðlegri næringu og bauð okkur í kvöld í slátur. Betri helmingurinn er að fara hringinn einu sinni sem oftar og gisti væntanlega á Höfn í kvöld þannig að hann losnaði alveg við þrif og tiltekt á Heiðmörkinni sem vonandi verður íbúðarhæf um helgina.

9. mars 2010

Búin að finna það út að við Íslendingar erum fastir í Leiðarljósi. Þið vitið þessum endalausu þáttum sem hafa verið sýndir í 10 ár samfellt. Þó maður missi af fjörutíu þáttum já eða jafnvel hundrað þá skiptir það engu máli, það gerist ekki neitt hvort sem er ! ! !
Þannig er það líka hér á Íslandi dagsins í dag. Þó maður sleppi fréttum í hálfan mánuð eða jafnvel heilan ja eða jafnvel í hálft ár, þá skiptir það engu því það gerist ekki neitt.... Verst reyndar ef maður les ekki Moggann að maður missir af dánartilkynningunum líka, það má auðvitað ekki gerast. Slíkt eru raunverulegir atburðir. Annars lífgaði þjóðaratkvæðagreiðslan uppá tilveruna um helgina. Alltaf gaman í kosningum þó fólk hefði á orði að það hefði vantað fjörið sem fylgir kosningakaffinu. Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði var reyndar venju samkvæmt með kaffi framyfir hádegi og kom þónokkur fjöldi þangað til að spjalla um atkvæðagreiðsluna og fleira. Allir höfðu sagt nei, enda svosem ekki annað hægt!

Ég sá á einhverri slúðursíðu að Halldór skopmyndateiknari væri að færa sig af Mogganum yfir á Fréttablaðið. Neyðist maður þá til að lesa Fréttablaðið líka? Sem er ekki einu sinni borið út hér í Hveragerði!

Annars fórum við Helga fyrstu yfirferð yfir reikninga ársins 2009 í dag. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gaman að sjá hvort og hvernig markmiðum ársins hefur verið náð. Við getum ekki betur séð en að starfsmenn Hveragerðisbæjar og forstöðumenn hafi staðið sig vel við það krefjandi verkefni sem fólst í því að halda fjárhagsáætlun árið 2009. En þetta á nú allt eftir að koma betur í ljós.

6. mars 2010

Sport TV er frábær vefsíða sem sýnir beint frá hinum ýmsu leikjum í íslensku íþróttalífi. Á síðunni má síðan horfa á alla þessa leiki lengi á eftir því þar eru þeir geymdir. Hvet áhugasama til að horfa á frábæran leik unglingaflokks Hamars/Þórs við Njarðvík í bikarúrslitum unglingaflokks í Njarðvík um síðustu helgi. Þvílík skemmtun...

5. mars 2010

Fjöldi hjálparsveitarmanna leitaði í nótt að manni af Dvalarheimilinu Ási sem ekkert hafði spurst til frá því í gærkvöldi. Því miður var hann látinn þegar hann fannst síðla morguns innan við Núpagryfjurnar. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þeim stóra hópi sem hingað var mættur til að taka þátt í leitinni og því faglega skipulagi sem strax var til staðar. Þegar svona hlutir gerast er maður afar þakklátur þeim stóra hópi fólks sem nótt sem dag er tilbúið til að bregðast við aðstæðum sem þessum. Það er ekki sjálfgefið og ber að þakka.
-----------------------
Heimsótti leikskólann Óskaland, hitti Gunnvöru vegna starfsmannamála og biðlistans og settist síðan í kaffi með stelpunum. Var svo heppin að það var föstudagskaffi kökur og alles. Öll börnin af stóru deildunum voru á leiðinni í heimsókn í kirkjuna til séra Jóns og þau voru alveg ótrúlega stillt og prúð í nýjum fínum endurskinsvestum frá VÍS.

Fyrir hádegi hittum við Guðjón skólastjóri Friðrik Sóphonías og Arnar Inga
sem hafa hug á að byrja með trésmíðanámskeið fyrir ungt fólk í gömlu smíðastofunni. Ræddum þá möguleika sem þarna eru og hvað þarf að gerast til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika.

Við Jóhanna fórum síðan yfir ýmis málefni tengd íþróttum og útivist en það er alveg ljóst að það vantar ekki viljann til að gera aðstöðu til íþróttaiðkunar betri en nú er.

Eftir hádegi var ég viðstödd opnun tilboða í öryggismyndavélar við innkeyrslurnar í bæjarfélagið. Núna mun verkfræðistofan reikna út tilboðin og bera þau saman áður en bæjarráð fær niðurstöðuna til endanlegrar umfjöllunar. Vonri standa til að myndavélarnar geti verið komnar upp í mars.
--------------------------------
Mörg dæmi eru um að staðir verði frægir vegna lækningamáttar eða yfirskilvitlegra atburða. Ég er farin að halda að Upplýsingamiðstöð Hveragerðisbæjar sé einn af þessum stöðum. Þar held ég að allar konur sem fljótt og vel vilja verða með barni ættu að sækja um vinnu! Þetta er tveggja manna vinnustaður og á síðasta ári hafa fjórir starfsmenn orðið barnshafandi. Hlýtur að vera Íslandsmet ef ekki heimsmet. Maður gæti haldið að jarðsprungan stóra sem liggur hulin gleri í gegnum skrifstofuna hafi þessi frjósemistengdu áhrif? Í dag kom semsagt sú fjórða og sagði mér gleðifréttirnar, þetta hlýtur að teljast yndisleg aukaverkun vinnunnar :-)

4. mars 2010

Bæjarráð í morgun. Stuttur fundur enda höfðum við Herdís rætt þau mál sem tekin voru fyrir í gærkvöldi. Gerum þetta orðið með þessum hætti en þá eru allir betur upplýstir. Þetta var mikill varamannafundur en bæði Gummi og Unnur voru forfölluð svo ég sat fundinn sem fulltrúi í þetta skiptið.

Í morgun fékk ég ábendingu um að verð á maíspokunum sem notaðir eru við flokkun lífræna úrgangsins hefðu hækkað mjög mikið að undanförnu og því ákvað ég að kanna hvort ekki gæfust möguleikar á að ná verðinu niður. Ræddi við Plastprent og einnig við Erlu bæjarstjóra í Stykkishólmi en þau eru í sama flokkunarkerfi og við hér í Hveragerði. Vorum við sammála um að það væri tilraunarinnar virði að vinna í málinu enda er hér um þónokkra upphæð að ræða. Mun því vinna áfram að því að kanna möguleika á ódýrari pokum hugsanlega í samstarfi við önnur sveitarfélög sem eru í sama kerfi.

Skrapp í stuttan bíltúr með aðila sem hefur áhuga á ferðatengdri þjónustu en vantar húsnæði. Það er að verða algengur vandi hér í bæ að ekki finnist hentugt húsnæði fyrir þá starfsemi sem hingað vill koma. En ég sýndi viðkomandi nokkur af þeim gróðurhúsum sem nú standa auð í þeirri von að það myndi heilla fyrir starfsemina. Það er aldrei að vita nema eitthvað sniðugt komi út úr þessu. Sá fiskar ekki sem rær ekki, það er allavega á hreinu.

Langur fundur starfshóps um yfirfærslu málefna fatlaðra á Selfossi eftir hádegi. Of langt mál að fara yfir það sem helst bar þar til tíðinda enda lítill tími fyrir bloggið þetta kvöldið.
En á þeim fundi var þessi fína mynd tekin af þeirri sem þetta ritar, Ólafi Áka og Ragnheiði Hergeirs.

Hitti stjórnendateymi grunnskólans um leið og ég kom uppeftir aftur og átti með þeim mjög góðan fund um starfsemi skólans, framtíðina og ekki síst upplifun þeirra af þessu fyrsta ári með nýju stjórnunarfyrirkomulagi en í haust voru ráðnir inn þrír nýir deildarstjórar og staða aðstoðarskólastjóra lögð niður. Ég gat ekki betur heyrt en að reynslan væri afar góð en það samræmist þeirri tilfinningu sem ég hef haft fyrir breytingunni sem mér finnst hafa tekist vel. Hópurinn er samstilltur og vinnur vel saman og greinilega ávallt með hagsmuni nemenda í fyrirrúmi.

Nýtti síðan tímann eftir klukkan 17 til að ganga frá gögnum og skrifa bréf en það vinnst afskaplega vel eftir að skrifstofan lokar. Er að hugsa um að bregða mér á körfuboltaleik Fjölnir Hamar áður en ég hitti síðan vinkonurnar seinna í kvöld. Vona að fjölskyldan fyrirgefi það að ég mun ekkert sjást heima í dag...

Nú er hægt að sjá sjálfvirkar mælingar frá mælistöðinni við Finnmörk á netinu en hún mælir brennisteinsvetni (H2S) og brennisteinsdíoxið (SO2) í andrúmslofti hér í bæ. Auk þess eru þar skráðar ýmsar upplýsingar um veðurfar sem gaman getur verið að skoða. Hér má finna vefsíðuna en auk þess hef ég sett linkinn inn í tenglasafnið hér til hliðar.

3. mars 2010

Eitt það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á útvarpinu og hlusta á Bylgjuna. Þar er Gissur algjörlega ómissandi kl. 7:30. Frábær fréttamaður. Í dag vaknaði ég eiginlega með andfælum þar sem fyrsta frétt var sú að eldsvoði hefði orðið í Hveragerði í nótt þegar kviknaði í nýju spónaverksmiðjunni, Feng. Heyrði í Sigurði eigandi Fengs síðar í dag og bar hann sig þokkalega þrátt fyrir allt. Talið er að kviknaði hafi í útfrá rafmagni. Mikill reykur var í húsinu og því verður vinnan mikil við að hreinsa en betur virðist þó hafa farið en á horfðist en vélar eru að mestu óskemmdar og húsið skemmdist lítið.

Stjórn og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands voru fyrir nokkru búin að boða komu sína hingað og ætluðu að heimsækja Feng með okkur í bæjarstjórninni. Úr því varð ekki eins og gefur að skilja en í staðinn heimsóttum við Kjörís að loknum fundi á Hótel Örk. Það var fín heimsókn þar sem Valdimar og Guðrún fóru yfir viðbrögð fyrirtækisins við breyttum aðstæðum í kjölfar kreppunnar. Eftir Kjörís heimsóknina fórum við Róbert á rúntinn og heimsóttum sósugerðina Úrvals eldhús en þar fer fram skemmtileg framleiðsla til dæmis á ágætri tómatsósu sem nú má kaupa í Bónus. Það má kannski segja að þetta hafi verið fyrsta vinnustaðaheimsókn kosningabaráttunnar og til marks um gott samstarf þá fórum við saman frá sitt hvorum flokknum :-)

Ólafur Hilmarsson frá Markaðstofu Suðurlands fundaði með okkur á Örkinni í dag og sagði frá starfsemi Markaðstofunnar. Hann er að vinna gríðarlega gott starf sem ég efast ekki um að á eftir að lyfta grettistaki varðandi kynningu á Suðurlandi. Það er aftur á móti afar mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélögin taki þátt í þessu starfi en þannig verður slagkrafturinn mestur. Bæklingurinn sem hann gaf út síðastliðið sumar er til dæmis sá bæklingur sem alls staðar liggur frammi. Höfuðborgarstofa nýtir hann mikið hjá sér og ferðamenn eru orðnir vanir útliti hans enda allir landshlutarnir með sama útlit og form. Ég hef líka sagt við ferðaþjónustuaðila sem ég hef hitt að ef þeir ætli sér að auglýsa eingöngu á einum stað þá sé þetta rétti staðurinn. Næst hefði ég gjarnan viljað sjá alla ferðaþjónustuaðila hér í Hveragerði í bæklingnum með fulla skráningu. Það væri flott...

Heyrði í Hannesi Kristmundssyni, garðyrkjubónda hér í Hveragerði sem í gær færði Samgönguráðherra blómvönd í tilefni af ákvörðun hans um útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar. Hannes hefur verið óþreytandi baráttumaður fyrir bættum vegi og á heiður skilinn fyrir þrautsegju sína. Gott framtak að þakka fyrir það sem vel er gert.

Í gærkvöldi varð bilun í holunum við gömlu skiljuna með þeim afleiðingum að hitalaust varð í þeim húsum sem þaðan nýta vatnið. Þau eru sem betur fer ekki mörg í Hveragerði eftir að neðra þorpið tengdist nýju kerfi, Austurveitunni. Aftur á móti er Landbúnaðarháskólinn á Reykjum að nýta heitt vatn úr þessum holum og einnig Ölfusborgir þannig að það hefði verið afskaplega bagalegt ef þær hefðu af einhverju ástæðum verið ónýtar sem alltaf getur gerst. Sem betur fór var hægt að laga bilunina í morgun þannig að ekki þurfti að fara í stórar aðgerðir og vonandi koma þær til með að hafa ágætis afköst áfram.

Síðdegis hittist starfshópur sem skipaður hefur verið til að halda utan um vinnu við áframhaldandi hönnun viðbygginga við Grunnskólann. Þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu þá verðum við að hugsa til framtíðar og þessi vinna er hluti af því. Hópurinn vinnur útfrá því að hægt verði að áfangaskipta framkvæmdum þannig að það verði viðráðanlegt fyrir bæjarfélagið að ráðast út í bygginguna en slíkt er nauðsynlegt eins og ástandið er í dag. Fyrst og fremst er unnið eftir þeim línum að það vanti betri aðstöðu fyrir mötuneyti og sérkennslu en við þær úrbætur myndi líka rýmkast í skólanum og kennslustofur sem í dag eru nýttar fyrir sérkennslu færu þá aftur undir bekkjarkennslu.
Á þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir byggingunni 2013 miðað við óbreytt ástand.

Kláraði fundargerð og bókanir morgundagsins en bæjarráð fundar í fyrramálið.

Lárusi áskotnuðst gellur á ferð sinni á Hornafirði í morgun, mér til takmarkaðrar gleði :-)
Mamma aftur á móti varð enn hrifnari af tengdasyninum þegar hann mætti og eldaði þær heima hjá henni. Saltfiskurinn bragðaðist aftur á móti stórkostlega ! ! !
Takk samt fyrir sendinguna Torfi mágur, vakti umræður um fullnýtingu hráfefnis. Ég held aftur á móti að ég verði að fara að viðurkenna þá staðreynd að ég er kannski frekar matvönd ;-)

1. mars 2010

Grein Ingibjargar Sólrúnar í Tímariti Máls og menningar er athyglisverð söguskýring hennar á ástæðum og aðdraganda hrunsins. Kemst hún að þeirri niðurstöðu ógæfa þjóðarinnar nú sé frjálshyggjunni helst um að kenna og færir hún fyrir því hin ýmsu rök. Ég get alveg tekið undir ýmislegt af því sem hún segir eins og það að óheft frjálshyggja sé ekki stjórnkerfi eins og við flest viljum hafa það. Ég hef alltaf sagt að frelsi eins endar þar sem annars byrjar og því getur frjálshyggjan aldrei verið óheft. Grundvallar mannréttindi verður ávallt að tryggja og eins verður að sjá til þess að leikreglurnar séu réttlátar og öllum skiljanlegar. Þegar ég segist ekki vera fullkomlega sannfærð um algild gæði frjálshyggjunnar þá aftur á móti er ég ákafur talsmaður einkaframtaksins og að einstaklingarnir fái að njóta sín. Þannig verða samfélögin best ef einstaklingarnir ná að dafna í skjóli réttláts lagaumhverfis og samfélags sem býr öllum þegnum sínum besta mögulega umhverfi. Síðan geri ég þá kröfu að einstaklingar sem eru svo lánsamir að fá að alast upp og búa í samfélagi eins og við eigum hér misnoti ekki þau gæði sem okkur eru búin. Því miður hefur þónokkuð vantað uppá almenna skynsemi á alltof mörgum stöðum. Þar verðum við að taka okkur á. Það verður síðan spennandi að sjá rannsóknarskýrsluna sem allir eru að bíða eftir. Vonandi sjáum við þar alvöru tilraun til að skýra og finna út hvað það var sem aflaga fór.
----------------------
Nú eru örfáir dagar í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samninginn og forsætisráðherra spyr á Alþingi hvers vegna við erum að fara að greiða atkvæði! Er nema von að þjóðin spyrji sig þess hins sama? Það er nú samt mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið mæti og taki þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Reyndar virðist fátt vera hægt að gera annað en að segja nei í atkvæðagreiðslunni þar sem augljóst er að hagstæðari samningi virðist vera hægt að ná og samningurinn sem nú er kosið um í raun andvana fæddur.
Mætum og segjum NEI.
----------------------
Annars var dagurinn góður í vinnunni. Við Elfa fórum og skoðuðum íbúðina í blokkinni við Reykjamörk sem bæjarstjórn hefur samþykkt að selja. Þetta er góð íbúð á jarðhæð sem ætti að henta mörgum. Á ekki von á öðru en að hún seljist fljótt og vel. Bæjarfélagið hefur undanfarið verið með aðra íbúð í sölu, þar sem áður var Dagdvölin við Lækjarbrún. Ég vona að þar fari fljótlega að verða meiri hreyfing en dýrari eignir hreyfast mun hægar þessa dagana en þær sem ódýrari eru. Úr því að við Elfa vorum komnar á ferð þá kíktum við líka á svæðið við Dynskóga þar sem áður var Ullarþvottastöðin. Niðurrifi hennar er nú að mestu lokið og nú nýtur Hamarinn og skógræktin sín óneitanlega betur. Síðan þarf að ganga fallega frá svæðinu þannig að það verði bæjarfélaginu til sóma. Fórum líka og skoðuðum inngangshúsið á hverasvæðinu sem búið er að taka heilmikið í gegn. Elfa hefur farið þar hamförum og plantað og skreytt þannig að nú er virkilegur sómi að húsinu. Nú verðum við að vona að bananaplönturnar fjórar sem þarna eru ásamt ýmsum öðrum framandi jurtum dafni einstaklega vel.
--------------------------
Vil siðan endilega nota tækifærið og minna á nýja heimasíðu Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði, www.blahver.is. Þar eru nýjar greinar og fréttir ásamt fullt af myndum. Sífellt bætist nýtt á síðuna þannig að endilega kíkið reglulega við...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet