12. mars 2010
Í bæjarstjórn hefur vinnan gengið afar vel undanfarið og engir hnökrar verið á samstarfi bæjarfulltrúa. Reyndar er samkomulagið svo gott að fólk hefur á orði að þetta jaðri við að vera óeðlilegt svona rétt fyrir kosningar. Allavega er hægt að fullyrða að betra samkomulag hefur ekki ríkt í bæjarstjórn í áraraðir hér í Hveragerði. Slíkt kemur ekki af sjálfu sér heldur er afrakstur vandaðra vinnubragða og virðingar fyrir öllum þeim sem sæti eiga í bæjarstjórn.
Nú hefur mótframboð okkar til sveitarstjórnarkosninga í vor litið dagsins ljós og greinilegt er að þar verður allt lagt í sölurnar til koma núverandi meirihluta hér í Hveragerði frá völdum. Slagurinn verður þungur og því er mikilvægt að nú snúi allir stuðningsmenn D-listans í Hveragerði saman bökum og vinni sem einn maður í átt til sigurs í vor.
Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alla til að mæta á opnu húsin á laugardögum sem eru góður vettvangur bæjarbúa til umræðna. Þar hefur verið fjörugt undanfarið og greinilegt að kosningagleðin er farin að smita útfrá sér.
Að endingu vil ég hvetja ykkur öll til að fylgjast vel með því sem er að gerast á heimasíðu bæjarfélagsins, www.hveragerdi.is
á heimasíðu Sjálfstæðisfélagsins: www.blahver.is, og á minni eigin síðu www.aldis.is.
Sjáumst öll hress í baráttunni sem framundan er.
Nú hefur mótframboð okkar til sveitarstjórnarkosninga í vor litið dagsins ljós og greinilegt er að þar verður allt lagt í sölurnar til koma núverandi meirihluta hér í Hveragerði frá völdum. Slagurinn verður þungur og því er mikilvægt að nú snúi allir stuðningsmenn D-listans í Hveragerði saman bökum og vinni sem einn maður í átt til sigurs í vor.
Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alla til að mæta á opnu húsin á laugardögum sem eru góður vettvangur bæjarbúa til umræðna. Þar hefur verið fjörugt undanfarið og greinilegt að kosningagleðin er farin að smita útfrá sér.
Að endingu vil ég hvetja ykkur öll til að fylgjast vel með því sem er að gerast á heimasíðu bæjarfélagsins, www.hveragerdi.is
á heimasíðu Sjálfstæðisfélagsins: www.blahver.is, og á minni eigin síðu www.aldis.is.
Sjáumst öll hress í baráttunni sem framundan er.
Comments:
Skrifa ummæli