<$BlogRSDUrl$>

2. júlí 2004

"Furðulegur fréttaflutningur á Stöð2/Bylgjunni"

Furðulegt samskiptaleysið á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Þar lásu menn í öllum fréttatímum fram eftir degi í gær að Hitaveita Hveragerðis hefði verið seld á 600 milljónir! Væri frábært ef satt væri.
Það þótti ástæða til að leiðrétta fréttina enda er hið rétta kaupverð skv. samningi 260 milljónir. Þeir leiðréttu sig síðdegis í gær en viti menn, í morgun í Íslandi í bítið byrjar sama ruglið. Frétt þess eðlis að Rafveitan á Selfossi hefði verið seld á 615 millj. og Hitaveita Hveragerðis á 600 milljónir.
Hlusta þau ekki á eigin fréttir á fréttastofunni ?


Hitaveita Hveragerðisbæjar seld á smánarverði!

Svo að það sé á hreinu þá er eftirfarandi úr bókun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar frá bæjarstjórnarfundinum 29. júní:

"Lagður fram til fyrri umræðu samningur á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Hveragerðisbæjar um kaup Orkuveitunnar á Hitaveitu Hveragerðis. Samkvæmt samningnum greiðir Orkuveitan bænum kr. 260 milljónir fyrir veituna"

Áhugasamir geta lesið bókanir frá fundinum hér.

Við Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn gerðum fjölda athugasemda við samninginn en það sem uppúr stendur er að þegar tekið hefur verið tillit til skulda veitunnar sem skyldar eru eftir hjá Hveragerðisbæ (127 milljónir) stendur eftir óhaggað að greiðslan frá OR til Hveragerðisbæjar mun nema 133 milljónum króna. Um þetta er ekki deilt.

Meirihluti Framsóknar og Samfylkingar vill aftur á móti reikna inní dæmið hin ýmsu atriði sem þau telja samningnum til tekna. Virði þess er umdeilanlegt en látum það liggja milli hluta. Á sama hátt mætti á auðveldan hátt leggja fram ýmis atriði sem valda munu bænum auknum rekstrarkostnaði í framtíðinni sem alls ekkert tillit er tekið til í samningnum. Ekki má gleyma því að hluti af endurnýjun dreifikerfisins er skilinn eftir á ábyrgð Hveragerðisbæjar og mun þannig dragast frá kaupverðinu þegar til þeirra framkvæmda kemur. Kostnaður við upphitaðar gangstéttar (sem eru fjölmargar og um leið ein aðal sérstaða Hveragerðisbæjar) er skilinn eftir óræddur og fleira mætti telja.

Tékkinn frá frá Orkuveitu Reykjavíkur mun eingöngu duga til að greiða niður yfirdrátt bæjarsjóðs í hinum ýmsu bankastofnunum sem skv. ársreikningi 2003 nam um 130 milljónum. Ekkert af söluandvirðinu getur farið til að lækka aðrar skammtímaskuldir, til framkvæmda eða til að greiða niður langtímaskuldir.

Tilgangurinn með sölu Hitaveitunnar var sá að með því kæmi innspýting í bæjarfélagið, létta myndi á skuldastöðu og framkvæmdir myndu aukast.
Ekkert af þessu mun gerast verði þessi sala að veruleika, heldur mun rekstur bæjarfélagsins þyngjast til allrar framtíðar eins og hér hefur komið fram.

Hvergerðingar eiga annað og betra skilið.


---------------------------------
Hvar er íbúalýðræðið umtalaða?

Það sem hvað mesta ólgu hefur vakið er sú staðreynd að tillaga okkar Sjálfstæðismanna um að haldinn yrði almennur borgarafundur um sölu meirihlutans á Hitaveitu Hveragerðis til Orkuveitu Reykjavíkur var felld. Sá meirihlutinn "ekki tilefni til þess að halda sérstakan borgarafund um málið".
Þykir okkur sú afstaða í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans um íbúalýðræði og virka þátttöku íbúanna í ákvarðanatöku. Við stöndum við það að þetta mál beri að ræða á almennum borgarafundi.
Hvergerðingar eiga rétt á því að um þetta mál sé opin og góð umræða þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.

Því er meirihlutinn greinilega ekki sammála.

Í ljósi ofangreinds lagði minnihluti Sjálfstæðismanna í Hveragerði því til að samningurinn yrði felldur, sú tillaga var ekki samþykkt og því verður Hitaveita Hveragerðis seld OR á næsta fundi bæjarstjórnar þann 15. júlí 2004 án þess að bæjarbúar hafi tækifæri til að kynna sér samninginn.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet