<$BlogRSDUrl$>

24. febrúar 2006

Sótti í gærmorgun fund á vegum Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands þar sem konur á svæðinu hittust með það fyrir augum að stofna Suðurlandsdeild Félags kvenna í atvinnurekstri. Mætingin var frábær en um 60 konur mættu til leiks úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Fimm konur voru skipaðar í undirbúningshóp sem á að halda utan um framhald verkefnisins og er óhætt að segja að við væntum mikils af þessu starfi í framtíðinni.

Á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudaginn var okkur tilkynnt að óskað yrði tilboða í lóðirnar við Mánamörk og Sunnumörk. Auglýsing mun birtast í Morgunblaðinu núna á sunnudaginn þar sem þetta verður nánar útlistað. Verð að segja að heldur fannst mér þetta skjóta skökku við að sama dag og við "gefum" 80 hektara skulum við ætla að selja hæstbjóðanda atvinnu- og þjónustulóðir hér innanbæjar. Meirihlutinn mun síðan án vafa gleðjast mjög yfir þeim tugum milljóna sem þessar lóðir munu gefa í kassann. Segi það enn og aftur, það er eitthvað að ...
-------------------
Laufey Sif var að vinna ljósmyndamaraþon Menntaskólans á Egilsstöðum. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar hún setur þær inná bloggið hjá sér. Það vita allir sem fylgst hafa með snjallamongolitanum (besta bloggaranum) að stúlkan er ekki bara vel ritfær heldur líka snjöll með myndavélina, til hamingju krúsla ! ! !
--------------------
Hef fengið athugasemdir við Rúmeníu myndirnar af því að það vantar texta með þeim. Hann kemur síðar en þeir sem fylgdust með ferðasögunni vita flestir um hvað málið snýst.
-------------------
Nú verður lítið bloggað næstu daga þar sem framundan er ferð í bústað í Biskupstungum. Grundarsystur bjóða "þreyttum" vinkonum sínum árlega í húsmæðraorlof í Uppsveitunum einhversstaðar og er sú ferð tilhlökkunarefni allt árið.
-------------------

22. febrúar 2006

Stuttur bæjarstjórnarfundur í dag þar sem eina málið á dagskrá var þriggja ára áætlun Hveragerðisbæjar. Áætlun meirihlutans ber óneitanlega keim af því að kosningar eru á næsta leyti og ber að líta á hana sem slíka.

Fyrir síðustu kosningar lofuðu meirihlutamenn íþróttahúsi, ekki hefur síðan verið minnst á þá framkvæmd þar til nú að hún skýtur upp kollinum í áætlun fyrir næsta kjörtímabil. Metnaðarleysi meirihlutans í skólamálum stingur í augu þar sem ekki er á áætlun að klára núverandi skóla heldur einungis hefjast handa við næstu viðbyggingu í lok komandi kjörtímabils. Engir fjármunir eru heldur settir í framkvæmdir við nýja íþróttavelli sem þó eru afar brýnar.

Um leið og við sátum hjá við samþykkt þriggja ára áætlunarinnar bentum við á að þriggja ára áætlun sett fram þremur mánuðum fyrir kosningar getur seint orðið annað en óskalisti meirihluta sem sér að hyllir undir lok ferils síns.
-------------------------
Í lok fundar var tilkynnt að í kvöld yrði skrifað undir samninginn við Eykt. Væntanlega við hátíðlega athöfn meirihlutans. Það var víst ekki mikil ástæða til að mæta og fagna þeim dapurlega samningi sem hér er orðin staðreynd.
-------------------------
Myndir frá Rúmeníu komnar á Fotki !

19. febrúar 2006

Opið hús á laugardagsmorgni þar sem aðalumræðan var prófkjörið í Árborg.
Fólki fannst erfitt að spá í stöðuna enda margir að kljást um efstu sætin.
Niðurstaðan er aftur á móti sú að Eyþór Arnalds hlaut fyrsta sætið og Þórunn Jóna annað. Í framvarðasveitinni eru ný andlit, hópurinn er kraftmikill og þeirra bíður nú að sækja fram og sjá til þess að Sjálfstæðismenn í Árborg fari sameinaðir og sterkir til kosninga í vor.
--------------------------

Laugardagurinn fór að öðru leyti í undirbúning fyrir afmælið hans Valdimars bróður sem haldið var á Hótel Örk um kvöldið. Mikið fjölmenni fagnaði með bróður mínum og fjölskyldu hans og var þetta frábær kvöldstund. Ræður haldnar, myndir sýndar, frumsamdir söngvar sungnir og fleira sér til gamans gert. Að því loknu var dansað fram undir morgun. Senuþjófar kvöldsins voru án vafa tvíburarnir frændur mínir sem héldu glimrandi ræðu fyrir föður sinn og létu svo hann, Sigrúnu og okkur systur koma uppá svið og syngja frumsamdan texta um Valda. Þeir komu á óvart pjakkarnir og ljóst að þeir hafa mannast mjög í menningunni norðan heiða.

Fjöldi ættingja lagði leið sína til Hveragerðis í afmælið og þónokkrir tóku helgina undir. Í dag hittumst við systur hjá mömmu ásamt Sigurjóni og Auði á Glitstöðum og Alberti, Ingibjörgu og Óskari frá Hafnarfirði. Alltaf gaman að fá fréttir af ættingjum í fjarlægari landshlutum og þó að fjölskyldan sé dugleg að hittast mætti það að ósekju vera oftar.

Myndirnar sem fylgja þessari færslu eru teknar þegar við fjölskyldan bjuggum að Varmalæk en það hús stóð þar sem KB banki stendur í dag. Sælusvipurinn á mið myndinni helgast af því að þar er Valdi á koppnum .....
Á þeirri neðstu eru það Gunna, Adda og Svava sem halda okkur selskap í sólbaði 1967.

17. febrúar 2006

Fundur sveitarstjórnarráðs og þingmanna Sjálfstæðisflokksins var haldinn í Valhöll í dag. Fjölmargir Sjálfstæðismenn víðs vegar að af landinu hittust þarna, hlýddu á fyrirlestra og fóru yfir þá vinnu sem nauðsynleg er í aðdraganda kosninga.
Góður fundur og gagnlegur enda margt sem kom þarna fram sem beint mun nýtast okkur í undirbúningnum hér heima! !

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Árborg fer fram á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvernig raðast á listann en ég efast ekki um að flokkurinn komi sterkur út úr þessu prófkjöri enda mjög frambærilegt fólk í kjöri.

Þeir sem eru sannfærðir um að meirihlutinn hafi verið að gera rétt með Eyktarsamningnum ættu að lesa þessa frétt.

16. febrúar 2006

Málþóf og minnihlutar

Skyndilega hef ég miklu meiri skilning en áður á málþófi.
Hingað til hef ég talið slíkt vera óþolandi ósið minnihlutamanna á Alþingi en í gær helltist yfir mig þörfin til að taka mér þau Hjörleif og Kolbrúnu til fyrirmyndar og sitja á bæjarstjórnarfundinum og tala langt fram eftir kvöldi. Hef ekki hingað til skilið hvernig hægt er að tala tímunum saman um eitthvað málefni en í gær fattaði ég trikkið eins og sagt er. Ég væri ennþá malandi niður á bæjarskrifstofu ef hann Hjalti hefði ekki verið of lasinn til að þola mikið lengri fund en raun varð á.

Sannfæring okkar í þessu máli er svo mikil að það er auðvelt að gleyma sér í umræðunni. Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi komu í heimsókn útí Kjörís nýverið til að skoða fyrirtækið. Þar hittu þau fyrir minnihlutakonuna Aldísi í miklum ham. Eftir að ég hafði tjáð mig lengi og vel um Eyktarsamninginn og vinnubrögðin í því máli öllu, þá hallaði Lúðvík Bergvins. sér yfir borðið með föðurlegum svip og sagði við mig: "Aldis mín þú mátt ekki taka þetta svona nærri þér, það er ekki hollt! !". Ég sá að þarna talaði maður með áralanga reynslu af því að fá engu ráðið og ákvað að þetta væri auðvitað rétt hjá honum.
En ég tek þetta samt nærri mér, dettur ekki í hug að neita því.

Valdimar gat rétt stunið upp þegar þingmennirnir voru að fara; já og meðan ég man þá gengur Kjörís líka þokkalega.
Held að gestirnir okkar hafi dauðséð eftir því að hafa komið við :-)

15. febrúar 2006

Eyktarsamningurinn samþykktur

Meirihlutinn samþykkti samninginn á fundi bæjarstjórnar seinnipartinn í dag. Það er afskaplega dapurlegt að verða vitni að því að fjórir fulltrúar skuli með þessum hætti hundsa allt sem heitir eðlilegir viðskiptahættir og ekki síður virða að vettugi hagsmuni Hveragerðisbæjar og bæjarbúa allra.

Hér er um að ræða alstærsta mál sem nokkurn tíma hefur komið til kasta bæjarstjórnar.
Fjölmörg atriði eru umdeilanleg í þessum gjörningi en það sem við höfum helst gagnrýnt er að einu fyrirtæki skuli með þessum hætti og án allrar skoðunar á öðrum leiðum vera afhent 90% af byggingalandi í eigu bæjarins. Við teljum að í þessu landi séu fólgin mikil verðmæti og um leið og samningurinn er samþykktur er kastað frá sér möguleikanum til að Hvergerðingar sköpuðu sér umtalsverðar tekjur sem komið hefðu bæjarfélaginu til góða bæði núna og í framtíðinni. Tekjur sem samkvæmt sérfræðingum hefðu getað numið um 1 milljón á hvern Hvergerðing.

En það hvers virði þetta land raunverulega er munum við aldrei fá að vita því Þorsteinn, Herdís, Sigríður og Yngvi Karl völdu að færa einu verktakafyrirtæki 80 ha af landi fyrir skipulagða íbúðabyggð án þess að fram færi nokkur könnun á verðgildi landsins. Án þess að kanna hvort aðrir aðilar hefðu áhuga á því að koma að verkefninu og án þess að kanna hvaða ferill væri bestur fyrir bæjarfélagið í jafn stóru máli og hér um ræðir.

Þá var ekki síður sérstakt að verða vitni að því að tveir síðastnefndu bæjarfulltrúarnir völdu það að taka ekki með neinum hætti þátt í afgreiðslu þessa máls. Þau tóku aldrei til máls í allri umræðunni sem þó tók mjög langan tíma og var umfangsmikil. Það er aftur á móti kannski skiljanlegt í tilfelli Yngva Karls þar sem hann hefur ekki búið í bæjarfélaginu í langan tíma, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Rangárvallasýslu. Hvort það sé aftur á móti við hæfi að taka þátt í jafn stóru máli verandi í þeirri aðstöðu verður fólk að eiga við sjálft sig!

Við Sjálfstæðimenn lögðum fram eftirfarandi tillögur í málinu:

1:
Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdstjóri Saxbygg ehf, sendi erindi til bæjarstjórnar þann 5. febrúar þar sem hann biður um fund með fulltrúum Hveragerðisbæjar með það í huga að Saxbygg ehf taki að sér að annast uppbyggingu bæjarins á umræddu landi austan Varmár.
Erindi þetta hefur ekki verið lagt fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn og þar sem það snertir með óyggjandi hætti það mál sem hér er til umfjöllunar förum við fram á það að umræðu um lið 4 verði frestað þar til umfjöllun um erindi Saxbygg ehf hefur farið fram.

Tillagan felld.

Bæjarstjóri upplýsti fundinn um að hann hafði svarað tölvupósti Björns Inga þann 6. febrúar þar sem hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi ekki eðlilegt að bærinn standi í samningsviðræðum við Saxbygg ehf eða aðra aðila meðan enn stæðu yfir formlegar viðræður við Eykt ehf. Einnig hefði hann boðað Björn Inga á sinn fund en síðan eru liðnir 10 dagar og Björn hefur ekki enn þekkst boðið.

Við hljótum að lýsa undrun okkar á því að ráðinn bæjarstjóri skuli með þessum hætti og án þess að bera erindið undir bæjarstjórn ákveða að ekki skuli rætt við eitt stærsta fjárfestingafélag landsins þegar þeir telja sig geta boðið miklu betri samning en Eykt gerir.



2:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að umræðu um drög að samningi við Verktakafyrirtækið Eykt verði vísað til atkvæðagreiðslu bæjarbúa og þeim þar með gefið tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á samningnum.

Greinargerð:
Undirskriftalisti með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæla fyrirhuguðum samningi við Eykt var afhentur bæjarstjóra fyrr í dag.
Á nýafstöðnum borgarafundi kom fram mikil andstaða og málefnaleg gagnrýni á samningsdrögin. Þar kom ennfremur fram sú eindregna skoðun að bæjarbúar fengju að segja skoðun sína á þessu máli í almennum kosningum. Ljóst er að málið allt þarf meiri skoðunar við og því teljum við ákjósanlegt að gefa því tíma fram að kosningum.

Tillagan felld

3:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að afgreiðslu um þetta mál verði frestað og bæjarstjórn óski eftir áliti félagsmálaráðuneytisins á því hvort skilyrði 65. greinar sveitarstjórnarlaga sé uppfyllt. Einnig hvort eðlilegt sé að ráðist sé í samningsgerð af þessari stærðargráðu án þess að fram hafi farið útboð eða leitað sé tilboða með öðrum sambærilegum hætti.
Tillagan felld.

4:
Samningurinn við Eykt var síðan samþykktur með fjórum atkvæðum meirihlutans.
Við Sjálfstæðismenn á móti með eftirfarandi bókun:

Við undirrituð hörmum þá samþykkt sem hér hefur verið gerð og þá staðreynd að öllum okkar tillögum um frestun og vandaðri málsmeðferð skuli hafa verið hafnað.

Við vísum til föðurhúsanna þeim málflutningi að gagnrýni okkar hafi ekki verið málefnaleg. Fyrir okkar tilstuðlan hefur málið fengið lengri umfjöllun en til stóð í upphafi og opin almenn umræða átt sér stað í bæjarfélaginu.

Það er dapurlegt að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar skuli ekki hafa meiri metnað fyrir hönd Hveragerðisbæjar en að færa einum aðila á silfurfati lífs- og landsgæði í eigu okkar allra.

Við undirrituð lýsum fullri ábyrgð á hendur meirihlutanum vegna þess mögulega fjárhagstjóns sem þau með þessari ákvörðun valda bæjarfélaginu og bæjarbúum. Við áskiljum okkur fullan rétt til að leita allra löglegra leiða til að fá þessari ákvörðun hnekkt.

----------------------------
Undirskriftalistinn með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæltu vinnubrögðum bæjarstjórnar var afhentur í dag. Meirihlutinn hefur ítrekað í fjölmiðlum og á fundinum í dag valið þá afstöðu að gera lítið úr undirskriftalistanum. Þau telja hann ekki á nokkurn hátt sýna vilja bæjarbúa enda væri fjórði hver maður á honum utanbæjarmaður! ! ! Aðspurð sagðist Herdís vita það vegna þess að “aðili” hefði farið yfir allan listann og tékkað á þessu.

Það er gott fyrir bæjarbúa að vita það að þegar þeir nota sinn lýðræðislega rétt til að tjá skoðanir sínar þá skuli einhver “aðili” á vegum meirihlutans sitja og stimpla kennitölur í þjóðskrána til að kanna heimilisfesti viðkomandi. Það er kannski rétt að meirihluta menn líti í eigin barm og kanni það á hvern hátt þrýstingi hefur verið beitt varðandi þennan undirskriftalista sem staðið var að á fullkomlega lögmætan og eðlilegan hátt.

13. febrúar 2006

Dagurinn fór að mestu í að koma sér í gang í vinnunni eftir viku fjarveru.
Það er með ólíkindum hvað safnast saman af pósti og pappírum á ekki lengri tíma.
-------------------------
Margir höfðu samband í dag til að ræða fundinn í gærkvöldi bæði bæjarbúar semog fjölmiðlafólk. Það er ánægjulegt að heyra að sífellt fleiri sannfærast um það að rétt sé að fresta ákvörðun um þetta stóra mál framyfir kosningar.
------------------------
Það var gaman að sjá þann fjölda sem mætti í Laugasport seinnipartinn í dag. Troðfullur kvennatími hjá Jónu og hátt í tveir tugir af körlum mættir eiturhressir í tíma strax á eftir. Aðstaða til líkamræktar er mjög góð í sundlaugarhúsinu þó að salirnir mættu að ósekju vera stærri. Heitu pottarnir og sundlaugin bæta þrengslin margfalt upp. Reyndar alls ekki nógu oft sem maður gefur sér tíma til að liggja í pottinum eftir tíma en það er gott að vita af möguleikanum ! !

12. febrúar 2006

Borgarafundur og H-listinn

Borgarafundurinn um Eyktarsamninginn var fjölmennari en ég átti von á. Hélt jafnvel að bæjarbúar væru komnir með leið á málinu en sú var ekki reyndin sem betur fer. Það er ekki oft sem fundir eru haldnir í stóra salnum á Örkinni og fundargestir fylla nær því salinn en það gerðist í dag.

Bæjarstjóri gerði í upphafi fundar grein fyrir málinu, lítið nýtt kom þar fram. Síðan fluttu fulltrúar flokkanna framsögur og þar vakti mesta athygli yfirlýsing sem forseti bæjarstjórnar las um að meirihlutaflokkarnir ætli í sameiginlegt framboð í vor og að stillt verði upp á þann lista. Á vefnum sudurland.is kom síðan fram að bæði Þorsteinn og Herdís ætla sér í framboð þannig að þær eru orðnar nokkuð ljósar línurnar í framboðsmálum hér í bæ.

Það vakti athygli mína að forseti bæjarstjórnar forðaðist eins og heitan eldinn að tala um mál það sem til umræðu var á fundinum heldur ræddi flest allt annað og sérstaklega kom berlega í ljós hversu mjög honum er í nöp við okkur Sjálfstæðismenn.
Furðulegar þótti mér yfirlýsingar hans um undirskriftalistann gegn samningnum sem er á netinu en hann fullyrti í pontu að beitt væri óeðlilegum aðferðum við að fá fólk til að skrifa á listann. Ég kannast ekki við þær aðferðir og þegar komið er opinberlega með svona ásakanir er eins gott að hægt sé að standa við þær ! !

Nú hafa um 400 manns skráð sig á undirskriftalistann á netinu. Það er rúmlega 1/3 af þeim sem atkvæði greiddu í kosningunum síðast. Ég hvet þá sem ekki hafa þegar tekið afstöðu til að kynna sér málið og ef komist er að þeirri niðurstöðu að samningurinn sé ekki góður fyrir bæjarfélagið að skrá sig á listann.

Ég lagði fram á fundinum töflu byggða á gögnum bæjarstjóra sem sýndi svo ekki varð um villst að hagnaður bæjarfélagsins af verkefninu gæti numið allt að 1.6 milljarði ef bæjarfélagið stæði sjálft að framkvæmdunum. Bæjarstjóri staðfesti að þetta væru réttar tölur og þetta væri niðurstaða sem vel gæti orðið staðreynd. Í ljósi þessa finnst mér sérstakt að ekki skuli vera vilji til þess að standa með öðrum hætti að þessu máli. Lítil umræða varð á fundinum um framtíðar þróun byggðar og þá sýn sem íbúar hafa fyrir hönd síns bæjarfélags. En það er umræða sem allir forðast af ótta við að vera stimplaðir afturhaldssinnar og íhaldsseggir.

Í mínum huga lýsir þessi samningur bæði minnimáttarkennd og verkfælni.
Minnimáttarkennd vegna þess stolts sem lýsir af meirihlutanum þegar talað er um samninginn og þá staðreynd að "einhver" skuli hafa áhuga á því að koma að jafn stóru verkefni í Hveragerði. Verkfælnin byggir á þeirri staðreynd að oft hefur komið fram í þeirra máli að þetta verkefni sé bænum ofviða, fjárbinding of mikil, áhættan of mikil og þar fram eftir götunum. Spurning hvort ekki þurfi að koma að stjórnun bæjarins fólk með meiri dug og skýrari sýn á það hvernig bærinn eigi að þróast.

Samningurinn verður að öllu óbreyttu samþykktur á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn. Flestir sem tóku til máls á fundinum hvöttu meirihlutann til að bíða með afgreiðslu hans fram yfir kosningar í vor. Með því móti hefði meirihlutinn skýrt umboð bæjarbúa til að halda áfram með málið yrði það niðurstaða kosninganna.

11. febrúar 2006

Silvía Nótt og borgarafundur ! ! !

Minni á borgarafund bæjarstjórnar á Hótel Örk á morgun klukkan 17.
Ég hvet alla sem eru áhugasamir um málefni bæjarins til að mæta og kynna sér Eyktarsamninginn svokallaða.

Annars var opið hús í morgun hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Nú eru opnu húsin búin að festa sig í sessi og þónokkuð margir sem ávallt líta við í kaffi.

Við Albert vorum ein heima í kvöld og höfðum það notalegt yfir þættinum um Evróvisjón keppnina. Hef ekki séð fyrri þættina þannig að það var ágætt að sjá þetta svona í yfirliti. Fá lög þarna sem heilluðu við fyrstu hlustun en þó verð ég að segja að hún Ágústa Erlendsdóttir(Silvía Nótt) var að gera skemmtilega hluti.
Er á því að við eigum að senda hana í keppnina úti því það er allavega gaman að atriðinu hennar og lagið er þrælgrípandi. Sögðu mér það nokkrar góðar konur í gærkvöldi að allar litlu pæjurnar ætla að vera Silvía Nótt á öskudaginn. Eins gott að nóg sé til af glimmeri í búðum bæjarins ! ! ! Annars höldum við Hvergerðingar auðvitað með Silvíu Nótt því við teljum hana til Hveragerðisvina þar sem hún bjó hér þegar hún var yngri.

3. febrúar 2006

Wall´s í Rúmeníu

Vikuferð til Búkarest í Rúmeníu hefst í dag, föstudag. Hin árlega ráðstefna Wall´s umboðsmanna í smærri löndum er haldin þar þetta árið og hefst ráðstefnan á sunnudagskvöld.
Mun samkvæmt venju halda úti bloggi um ferðalagið. Nú er að sjá hversu tölvuvæddir Rúmenar eru! ! Smellið hér til að komast á Rúmeníu vefinn.
----------------------

Annars verð ég að segja aðeins frá tónleikum sem haldnir voru í gærkvöldi til styrktar Hjálparsveit Skáta og Skátafélaginu Stróki. Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund þar sem frábærir skemmtikraftar komu fram. Allir sem þátt tóku í verkefninu gáfu vinnu sína þannig að aðgangseyririnn rann óskiptur í styrktarsjóð Skátanna. Fulltrúar fjölda fyrirtækja stigu á svið og gáfu álitlegar upphæðir í sjóðinn, einstaklega rausnarleg framlög enda málefnið gott.
Hljómsveitin Á móti sól, Helgi Valur, Magnús Þór, Björgvin Franz, Eyjólfur, Stebbi Hilmars og ekki síst orðhákurinn Bjarni Harðar fóru á kostum og greinilegt að þessir aðilar skemmtu sér ekki síður vel en áhorfendur. Björgvin Franz var að öðrum ólöstuðum algjörlega frábær enda sópuðust krakkarnir að honum eftir atriðið og allir vildu eiginhandaráritun.
Guðmundur Þór og Kristinn Harðar eiga heiður skilinn fyrir framtakið.

2. febrúar 2006

Tilboði hafnað

Á fundi bæjarráðs í morgun var tilboðinu frá Lex-Nestor sem ég fjalla um hér fyrir neðan hafnað með mótatkvæði mínu.

Ég bókaði eftirfarandi: "Það er vægast sagt sérkennilegt að bæjarstjóra sé ekki falið að ræða við bréfritara þar sem með framlagningu þessa kauptilboðs er orðið ljóst að áhugi fjárfesta er fyrir hendi á umræddu landi. Því hljótum við að staldra við og skoða vandlega hvort ekki sé ástæða til að kanna hvert raunverulegt markaðsvirði landsins er áður en óafturkræf skref eru stigin í þessu máli."

1. febrúar 2006

Bæjarblaðið, uppstilling og www.aldis.is ...

Bæjarblaðið kom innum lúguna fyrir allar aldir í morgun. Ég held það sé ekki ástæða til að elta rökleysur og rangfærslur nafnlausra greinarhöfunda en það vekur athygli að enginn ber ábyrgð á blaðinu. Engin blaðstjórn virðist lengur vera til og engar upplýsingar er þar að finna um ábyrgðarmann blaðsins. Svolítið sérstakt þegar síðan nafnlausar greinar eru birtar.
Umfjöllun um Eyktarsamninginn þekur svotil allar síður. Það sem slær mann enn og aftur er sú staðreynd að meirihlutinn skuli ekki vilja athuga hvort verðmæti séu fólgin í landinu austan Varmár. Hvort hugsanlegt sé að í því felist umtalsverðir fjármunir sem við gætum nýtt til dæmis til uppbyggingar íþróttamannvirkja, til uppbyggingar leikskólans og grunnskólans og ýmissa annarra góðra verka. Ekki síst skulum við muna að með umtalsverðri innspýtingu fjármuna í bæjarsjóð gæfist tækifæri til að lækka álögð gjöld á bæjarbúa.

Á fundi bæjarráðs í fyrramálið verður lagt fram tilboð frá Lex-Nestor lögmannsstofu fyrir hönd fjárfesta þar sem boðnar eru 200 milljónir í landið auk þess sem hópurinn tekur að sér allar skuldbindingar sem Eyktar samningurinn felur í sér. Það er erfitt að réttlæta Eyktar samninginn þegar ljóst er að aðrir aðilar eru tilbúnir til að greiða umtalsvert meira fyrir þetta land. Enn og aftur ítreka ég okkur ber skylda til að kanna hvaða verðmæti við erum með í höndunum.
---------------------------------------
Á fjölmennum félagsfundi í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í kvöld var einróma samþykkt að stilla upp framboðslista félagsins til sveitarstjórnarkosninga í vor.
Uppstillingarnefnd tekur nú til starfa og ég efast ekki um að þeim tekst að stilla upp samhentum og góðum lista. Það er hugur í Sjálfstæðismönnum, margir nýjir félagar eru að koma til liðs við okkur og það er nokkuð ljóst að framundan er bæði skemmtilegur og krefjandi tími. Á fundinum tilkynnti Pálína Sigurjónsdóttir að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Við höfum starfað lengi saman að bæjarmálefnum og aldrei borið skugga á það samstarf, við munum sakna hennar úr bæjarstjórnarhópnum. En hún sleppur reyndar ekki svo glatt því við treystum því að hún verði fremst í bakhjarla hópnum :-)
Á fundinum lýsti ég því yfir að ég gæfi kost á mér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn og tæki því sæti sem uppstillingarnefnd kysi að setja mig í.
--------------------------------------------
Fundur var nú síðdegis í stjórn kjördæmisráðsins. Eins og svo oft áður var þetta símafundur en það fyrirkomulag sparar fólki bæði akstur og dýrmætan tíma. Þegar allir hafa vanist forminu þá er þetta afskaplega góð leið til að funda. Sérstaklega þegar fleiri hundruð kílómetrar eru á milli manna eins og reyndin er í stjórn kjördæmisráðsins.
--------------------------------------------
Var að fá mér nýtt lén www.aldis.is.
Til að byrja með tengir það beint inná bloggið en það er allavega auðveldara að muna það heldur en blogspot langlokuna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet