15. febrúar 2006
Eyktarsamningurinn samþykktur
Meirihlutinn samþykkti samninginn á fundi bæjarstjórnar seinnipartinn í dag. Það er afskaplega dapurlegt að verða vitni að því að fjórir fulltrúar skuli með þessum hætti hundsa allt sem heitir eðlilegir viðskiptahættir og ekki síður virða að vettugi hagsmuni Hveragerðisbæjar og bæjarbúa allra.
Hér er um að ræða alstærsta mál sem nokkurn tíma hefur komið til kasta bæjarstjórnar.
Fjölmörg atriði eru umdeilanleg í þessum gjörningi en það sem við höfum helst gagnrýnt er að einu fyrirtæki skuli með þessum hætti og án allrar skoðunar á öðrum leiðum vera afhent 90% af byggingalandi í eigu bæjarins. Við teljum að í þessu landi séu fólgin mikil verðmæti og um leið og samningurinn er samþykktur er kastað frá sér möguleikanum til að Hvergerðingar sköpuðu sér umtalsverðar tekjur sem komið hefðu bæjarfélaginu til góða bæði núna og í framtíðinni. Tekjur sem samkvæmt sérfræðingum hefðu getað numið um 1 milljón á hvern Hvergerðing.
En það hvers virði þetta land raunverulega er munum við aldrei fá að vita því Þorsteinn, Herdís, Sigríður og Yngvi Karl völdu að færa einu verktakafyrirtæki 80 ha af landi fyrir skipulagða íbúðabyggð án þess að fram færi nokkur könnun á verðgildi landsins. Án þess að kanna hvort aðrir aðilar hefðu áhuga á því að koma að verkefninu og án þess að kanna hvaða ferill væri bestur fyrir bæjarfélagið í jafn stóru máli og hér um ræðir.
Þá var ekki síður sérstakt að verða vitni að því að tveir síðastnefndu bæjarfulltrúarnir völdu það að taka ekki með neinum hætti þátt í afgreiðslu þessa máls. Þau tóku aldrei til máls í allri umræðunni sem þó tók mjög langan tíma og var umfangsmikil. Það er aftur á móti kannski skiljanlegt í tilfelli Yngva Karls þar sem hann hefur ekki búið í bæjarfélaginu í langan tíma, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Rangárvallasýslu. Hvort það sé aftur á móti við hæfi að taka þátt í jafn stóru máli verandi í þeirri aðstöðu verður fólk að eiga við sjálft sig!
Við Sjálfstæðimenn lögðum fram eftirfarandi tillögur í málinu:
1:
Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdstjóri Saxbygg ehf, sendi erindi til bæjarstjórnar þann 5. febrúar þar sem hann biður um fund með fulltrúum Hveragerðisbæjar með það í huga að Saxbygg ehf taki að sér að annast uppbyggingu bæjarins á umræddu landi austan Varmár.
Erindi þetta hefur ekki verið lagt fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn og þar sem það snertir með óyggjandi hætti það mál sem hér er til umfjöllunar förum við fram á það að umræðu um lið 4 verði frestað þar til umfjöllun um erindi Saxbygg ehf hefur farið fram.
Tillagan felld.
Bæjarstjóri upplýsti fundinn um að hann hafði svarað tölvupósti Björns Inga þann 6. febrúar þar sem hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi ekki eðlilegt að bærinn standi í samningsviðræðum við Saxbygg ehf eða aðra aðila meðan enn stæðu yfir formlegar viðræður við Eykt ehf. Einnig hefði hann boðað Björn Inga á sinn fund en síðan eru liðnir 10 dagar og Björn hefur ekki enn þekkst boðið.
Við hljótum að lýsa undrun okkar á því að ráðinn bæjarstjóri skuli með þessum hætti og án þess að bera erindið undir bæjarstjórn ákveða að ekki skuli rætt við eitt stærsta fjárfestingafélag landsins þegar þeir telja sig geta boðið miklu betri samning en Eykt gerir.
2:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að umræðu um drög að samningi við Verktakafyrirtækið Eykt verði vísað til atkvæðagreiðslu bæjarbúa og þeim þar með gefið tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á samningnum.
Greinargerð:
Undirskriftalisti með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæla fyrirhuguðum samningi við Eykt var afhentur bæjarstjóra fyrr í dag.
Á nýafstöðnum borgarafundi kom fram mikil andstaða og málefnaleg gagnrýni á samningsdrögin. Þar kom ennfremur fram sú eindregna skoðun að bæjarbúar fengju að segja skoðun sína á þessu máli í almennum kosningum. Ljóst er að málið allt þarf meiri skoðunar við og því teljum við ákjósanlegt að gefa því tíma fram að kosningum.
Tillagan felld
3:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að afgreiðslu um þetta mál verði frestað og bæjarstjórn óski eftir áliti félagsmálaráðuneytisins á því hvort skilyrði 65. greinar sveitarstjórnarlaga sé uppfyllt. Einnig hvort eðlilegt sé að ráðist sé í samningsgerð af þessari stærðargráðu án þess að fram hafi farið útboð eða leitað sé tilboða með öðrum sambærilegum hætti.
Tillagan felld.
4:
Samningurinn við Eykt var síðan samþykktur með fjórum atkvæðum meirihlutans.
Við Sjálfstæðismenn á móti með eftirfarandi bókun:
Við undirrituð hörmum þá samþykkt sem hér hefur verið gerð og þá staðreynd að öllum okkar tillögum um frestun og vandaðri málsmeðferð skuli hafa verið hafnað.
Við vísum til föðurhúsanna þeim málflutningi að gagnrýni okkar hafi ekki verið málefnaleg. Fyrir okkar tilstuðlan hefur málið fengið lengri umfjöllun en til stóð í upphafi og opin almenn umræða átt sér stað í bæjarfélaginu.
Það er dapurlegt að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar skuli ekki hafa meiri metnað fyrir hönd Hveragerðisbæjar en að færa einum aðila á silfurfati lífs- og landsgæði í eigu okkar allra.
Við undirrituð lýsum fullri ábyrgð á hendur meirihlutanum vegna þess mögulega fjárhagstjóns sem þau með þessari ákvörðun valda bæjarfélaginu og bæjarbúum. Við áskiljum okkur fullan rétt til að leita allra löglegra leiða til að fá þessari ákvörðun hnekkt.
----------------------------
Undirskriftalistinn með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæltu vinnubrögðum bæjarstjórnar var afhentur í dag. Meirihlutinn hefur ítrekað í fjölmiðlum og á fundinum í dag valið þá afstöðu að gera lítið úr undirskriftalistanum. Þau telja hann ekki á nokkurn hátt sýna vilja bæjarbúa enda væri fjórði hver maður á honum utanbæjarmaður! ! ! Aðspurð sagðist Herdís vita það vegna þess að “aðili” hefði farið yfir allan listann og tékkað á þessu.
Það er gott fyrir bæjarbúa að vita það að þegar þeir nota sinn lýðræðislega rétt til að tjá skoðanir sínar þá skuli einhver “aðili” á vegum meirihlutans sitja og stimpla kennitölur í þjóðskrána til að kanna heimilisfesti viðkomandi. Það er kannski rétt að meirihluta menn líti í eigin barm og kanni það á hvern hátt þrýstingi hefur verið beitt varðandi þennan undirskriftalista sem staðið var að á fullkomlega lögmætan og eðlilegan hátt.
Meirihlutinn samþykkti samninginn á fundi bæjarstjórnar seinnipartinn í dag. Það er afskaplega dapurlegt að verða vitni að því að fjórir fulltrúar skuli með þessum hætti hundsa allt sem heitir eðlilegir viðskiptahættir og ekki síður virða að vettugi hagsmuni Hveragerðisbæjar og bæjarbúa allra.
Hér er um að ræða alstærsta mál sem nokkurn tíma hefur komið til kasta bæjarstjórnar.
Fjölmörg atriði eru umdeilanleg í þessum gjörningi en það sem við höfum helst gagnrýnt er að einu fyrirtæki skuli með þessum hætti og án allrar skoðunar á öðrum leiðum vera afhent 90% af byggingalandi í eigu bæjarins. Við teljum að í þessu landi séu fólgin mikil verðmæti og um leið og samningurinn er samþykktur er kastað frá sér möguleikanum til að Hvergerðingar sköpuðu sér umtalsverðar tekjur sem komið hefðu bæjarfélaginu til góða bæði núna og í framtíðinni. Tekjur sem samkvæmt sérfræðingum hefðu getað numið um 1 milljón á hvern Hvergerðing.
En það hvers virði þetta land raunverulega er munum við aldrei fá að vita því Þorsteinn, Herdís, Sigríður og Yngvi Karl völdu að færa einu verktakafyrirtæki 80 ha af landi fyrir skipulagða íbúðabyggð án þess að fram færi nokkur könnun á verðgildi landsins. Án þess að kanna hvort aðrir aðilar hefðu áhuga á því að koma að verkefninu og án þess að kanna hvaða ferill væri bestur fyrir bæjarfélagið í jafn stóru máli og hér um ræðir.
Þá var ekki síður sérstakt að verða vitni að því að tveir síðastnefndu bæjarfulltrúarnir völdu það að taka ekki með neinum hætti þátt í afgreiðslu þessa máls. Þau tóku aldrei til máls í allri umræðunni sem þó tók mjög langan tíma og var umfangsmikil. Það er aftur á móti kannski skiljanlegt í tilfelli Yngva Karls þar sem hann hefur ekki búið í bæjarfélaginu í langan tíma, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Rangárvallasýslu. Hvort það sé aftur á móti við hæfi að taka þátt í jafn stóru máli verandi í þeirri aðstöðu verður fólk að eiga við sjálft sig!
Við Sjálfstæðimenn lögðum fram eftirfarandi tillögur í málinu:
1:
Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdstjóri Saxbygg ehf, sendi erindi til bæjarstjórnar þann 5. febrúar þar sem hann biður um fund með fulltrúum Hveragerðisbæjar með það í huga að Saxbygg ehf taki að sér að annast uppbyggingu bæjarins á umræddu landi austan Varmár.
Erindi þetta hefur ekki verið lagt fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn og þar sem það snertir með óyggjandi hætti það mál sem hér er til umfjöllunar förum við fram á það að umræðu um lið 4 verði frestað þar til umfjöllun um erindi Saxbygg ehf hefur farið fram.
Tillagan felld.
Bæjarstjóri upplýsti fundinn um að hann hafði svarað tölvupósti Björns Inga þann 6. febrúar þar sem hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi ekki eðlilegt að bærinn standi í samningsviðræðum við Saxbygg ehf eða aðra aðila meðan enn stæðu yfir formlegar viðræður við Eykt ehf. Einnig hefði hann boðað Björn Inga á sinn fund en síðan eru liðnir 10 dagar og Björn hefur ekki enn þekkst boðið.
Við hljótum að lýsa undrun okkar á því að ráðinn bæjarstjóri skuli með þessum hætti og án þess að bera erindið undir bæjarstjórn ákveða að ekki skuli rætt við eitt stærsta fjárfestingafélag landsins þegar þeir telja sig geta boðið miklu betri samning en Eykt gerir.
2:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að umræðu um drög að samningi við Verktakafyrirtækið Eykt verði vísað til atkvæðagreiðslu bæjarbúa og þeim þar með gefið tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á samningnum.
Greinargerð:
Undirskriftalisti með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæla fyrirhuguðum samningi við Eykt var afhentur bæjarstjóra fyrr í dag.
Á nýafstöðnum borgarafundi kom fram mikil andstaða og málefnaleg gagnrýni á samningsdrögin. Þar kom ennfremur fram sú eindregna skoðun að bæjarbúar fengju að segja skoðun sína á þessu máli í almennum kosningum. Ljóst er að málið allt þarf meiri skoðunar við og því teljum við ákjósanlegt að gefa því tíma fram að kosningum.
Tillagan felld
3:
Við undirrituð gerum það að tillögu okkar að afgreiðslu um þetta mál verði frestað og bæjarstjórn óski eftir áliti félagsmálaráðuneytisins á því hvort skilyrði 65. greinar sveitarstjórnarlaga sé uppfyllt. Einnig hvort eðlilegt sé að ráðist sé í samningsgerð af þessari stærðargráðu án þess að fram hafi farið útboð eða leitað sé tilboða með öðrum sambærilegum hætti.
Tillagan felld.
4:
Samningurinn við Eykt var síðan samþykktur með fjórum atkvæðum meirihlutans.
Við Sjálfstæðismenn á móti með eftirfarandi bókun:
Við undirrituð hörmum þá samþykkt sem hér hefur verið gerð og þá staðreynd að öllum okkar tillögum um frestun og vandaðri málsmeðferð skuli hafa verið hafnað.
Við vísum til föðurhúsanna þeim málflutningi að gagnrýni okkar hafi ekki verið málefnaleg. Fyrir okkar tilstuðlan hefur málið fengið lengri umfjöllun en til stóð í upphafi og opin almenn umræða átt sér stað í bæjarfélaginu.
Það er dapurlegt að meirihluti Samfylkingar og Framsóknar skuli ekki hafa meiri metnað fyrir hönd Hveragerðisbæjar en að færa einum aðila á silfurfati lífs- og landsgæði í eigu okkar allra.
Við undirrituð lýsum fullri ábyrgð á hendur meirihlutanum vegna þess mögulega fjárhagstjóns sem þau með þessari ákvörðun valda bæjarfélaginu og bæjarbúum. Við áskiljum okkur fullan rétt til að leita allra löglegra leiða til að fá þessari ákvörðun hnekkt.
----------------------------
Undirskriftalistinn með nöfnum 400 einstaklinga sem mótmæltu vinnubrögðum bæjarstjórnar var afhentur í dag. Meirihlutinn hefur ítrekað í fjölmiðlum og á fundinum í dag valið þá afstöðu að gera lítið úr undirskriftalistanum. Þau telja hann ekki á nokkurn hátt sýna vilja bæjarbúa enda væri fjórði hver maður á honum utanbæjarmaður! ! ! Aðspurð sagðist Herdís vita það vegna þess að “aðili” hefði farið yfir allan listann og tékkað á þessu.
Það er gott fyrir bæjarbúa að vita það að þegar þeir nota sinn lýðræðislega rétt til að tjá skoðanir sínar þá skuli einhver “aðili” á vegum meirihlutans sitja og stimpla kennitölur í þjóðskrána til að kanna heimilisfesti viðkomandi. Það er kannski rétt að meirihluta menn líti í eigin barm og kanni það á hvern hátt þrýstingi hefur verið beitt varðandi þennan undirskriftalista sem staðið var að á fullkomlega lögmætan og eðlilegan hátt.
Comments:
Skrifa ummæli