<$BlogRSDUrl$>

26. júlí 2005



Starfsmannaganga Kjöris

Nýjar myndir komnar á myndasíðu! Meðal annars úr vel heppnaðri starfsmannagöngu Kjörís sem farin var í gær, 25. júlí. Gengið var um Hengilsvæðið, inn Grænsdal yfir Dalaskarð og niður Reykjadal. Mjög falleg leið og sérstakt að upplifa hve fáfarin hún er miðað við nálægðina við þéttbýlið. Það tilheyrir síðan að dýfa sér í lækinn í Reykjadal sem var með heitasta móti, rétt um 40 °C.
Björn Pálsson, skjalavörður, leiðbeindi okkur um svæðið en hann er mikill viskubrunnur um örnefni og gamlar sagnir á þessum slóðum.

24. júlí 2005

Heilsustofnun NLFÍ 50 ára

Veðrið lék við gesti á 50 ára afmæli Heilsustofnunar sem haldið var hátíðlegt í dag.
Það er nú ekki oft sem aðstandendur hátíðahalda eru eins heppnir með veðrið og þeir Heilsustofnunarmenn voru í dag.
Hátíðin byrjaði með ræðuhöldum og formlegheitum eins og vera ber. Þar töluðu meðal annarra Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, Gunnlaugur Jónsson formaður NLFÍ, Orri Hlöðversson, bæjarstjóri, Ásmundur Friðriksson, formaður Hollvinasamtakanna og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ. Hollvinir færðu stofnuninni rausnarlega gjöf, tækjabúnað fyrir 5 milljónir króna sem án vafa á eftir að koma að góðum notum. Gunnlaugur Jónsson, lýsti aftur á móti þeim framkvæmdum sem nú er lokið og öðrum sem eru að fara í gang, en í dag var tekin fyrsta skóflustungan að 25 metra útisundlaug sem byggð verður við hlið nýja baðhússins. Það er enginn vafi á því að með þeirri aðstöðu sem nú er í baðhúsinu og þeirri viðbót sem fyrirhuguð er hefur Heilsustofnun skipað sér í fararbrodd meðferðarstofnana á landinu.

Það var gaman að verða vitni að þeim uppbyggingaranda og bjartsýni sem einkennir allt starf á HNLFÍ og gott til þess að vita að stofnunin og Hveragerðisbær muni áfram eiga samleið hér eftir sem hingað til.

Að formlegheitum loknum tók við fjölbreytt dagskrá bæði úti og inni og skemmtu gestir sér konunglega í blíðviðrinu sem heiðraði okkur Hvergerðinga einn daginn enn.

23. júlí 2005

Dagbókarbrot ...

Þó lítið hafi verið bloggað er ekki þar með sagt að hér hafi allir legið í leti og ómennsku og ekkert gert síðan síðast var skrifað. Öðru nær ...

Fjölskyldan fór í vel heppnaða hringferð um landið nú í júlí. Tilgangurinn var að heimsækja Laufeyju og Sigurbjörgu fyrir austan svo það var jafngott að keyra hringinn. Byrjuðum á Illugastöðum hjá Guðrúnu og Jóa en daginn eftir var keyrt til Atlavíkur með viðkomu hjá Hildigunni og Hermanni á Lyngbrekku í Aðaldal og hjá frændfólkinu á Stöng í Mývatnssveit. Síðan keyrum við aldrei framhjá jarðböðunum í Mývatnssveit án þess að leggjast þar í bleyti. Hreint frábær staður sem hefur stórkostlegt útsýni framyfir Bláa Lónið hér fyrir sunnan. Jarðböðin opnuðu síðastliðið sumar og hef ég nú heimsótt þau þrisvar sem mér þykir vel að verki staðið miðað við að þetta er nú ekki í alfaraleið okkar Sunnlendinga!

Örtröðin í Atlavík þegar við komum var með ólíkindum enda afskaplega gott veður búið að vera á Austurlandi. Vakti athygli að flestir virðast þurfa að leggja jeppunum sínum við höfðagaflinn og taka þar með heilt tjaldstæði undir fararskjótann í stað þess að leggja á til þess gerðum stæðum. Enduðum í Þurshöfðavík fyrstu nóttina en fluttum okkar síðan niður í Atlavík næsta dag enda ekki mikið mál að flytja eðal-tjaldvagninn milli staða. Það eru fáir staðir fallegri en Atlavík á góðum degi og alveg sérstök stemning sem þar myndast við varðeldinn á kvöldin. Sem vel að merkja einungis tjaldverðir mega kveikja ! ! !
Tjaldstæðisverðinum okkar líkar vistin í Atlavík vel, nú er bara spurning hvort hún skilar sér suður í haust eða ekki?
Gist var tvær nætur á Eskifirði, en þar hélt Sigurbjörg uppá þrítugsafmælið sitt með tilþrifum. Austfirski ættbálkurinn fjölmennti og við að sunnan, öll nema Valdi og co sem var sárt saknað!
Kvöddum Austfirði í grenjandi úrhelli en um leið og komið var niður af Öxi létti til og við tók hið yndislegasta veður. Tók líka óratíma að koma sér heim enda var stoppað á Hornafirði hjá Torfa og Döddu, við Jökulsárlón og í Freysnesi.
------------------------------------

Að loknum fríum tekur alltaf nokkurn tíma að ná í skottið á sér í vinnunni, þannig að nóg hefur verið að gera í þeim vígstöðvum að undanförnu. Súkkulaði og jarðarberja shake eru nú loksins komnir á markað, löngu, löngu á eftir áætlun.
Er þetta mjög góður ís, ég hef trú á því að hann falli í kramið hjá yngri kynslóðinni og því skaði þessi seinkun ekki of mikið.

----------------------------
Þessa sumars verður líklega minnst sem sumarsins þegar fjölskyldan tók útivistarbrjálæðið, en það er nú líka yfirleitt allt tekið með trompi á þessu heimili, svo sem allir vita.

Við Lárus, ásamt Bjössa og Kristjönu hjóluðum Árborgarhringinn á miðvikudagskvöldið.
Var ákveðið með engum fyrirvara og þeyst af stað án æfinga, dæmigert.
En mikið afskaplega var þetta skemmtilegt og sérstaklega af því að við höfðum þetta af (lesist: ég )!!
Karlarnir höfðu farið þetta áður og þá í einum blóðspreng.
Það var ekki tekið í mál í þetta skiptið og var því stoppað á Eyrarbakka í Rauða húsinu og á Selfossi enda var þetta skemmtiferð en ekki keppni. Verð nú að játa að mikið rosalega var það stirð og lúin Aldís sem skjögraði heim að húsi eftir þessa 55 kílómetra. Mesta furða hvað heilsufarið var gott daginn eftir, það verður reyndar keyptur silikon hnakkur fyrir næstu langferð, það er á hreinu!
-------------------------------

Veðrið undanfarið hefur verið með allra besta móti. Manni dettur helst til hugar að hitamælirinn sé bilaður þegar hann sýnir 22,5 gráður allan daginn!!

Notuðum góða veðrið í dag til að fara niður á Stokkseyri í kajak ferð. Tvíburarnir og Guðbjörg komu með þannig að það var líf í tuskunum. Dauðsá líka eftir hugmyndinni á fyrstu metrunum þegar ég sá að unglingarnir höfðu meira gaman af því að hvolfa sér heldur en að róa! Stanslaus slagur alla leiðina og auðvitað enduðu allir á hvolfi og rennblautir frá hvirfli til ilja. Litlu stýrin luku ferðinni á því að fleygja sér til sunds og synda í land! Það eru örugglega ekki margir dagarnir þar sem hægt er að synda í lænunum við ströndina án þess að finna fyrir kulda. Það var nú samt notalegt að skella sér í sundlaugina á Stokkseyri eftir allt volkið. Segi það enn og aftur að Stokkseyri hefur tekið forystuna á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu ferðaþjónustu. Þar sést best hverju einstaklingar geta áorkað með dugnaði og góðum hugmyndum.

12. júlí 2005

Nokkrar nýjar myndir komnar á myndasíðu.
Hér geta þeir sem nú dveljast í öðrum landshlutum séð af hverju þeir eru að missa !!


Útsýni yfir Varmá að Reykjafjalli júlí 2005.

---------------------------------------------------
Ætlaði að reyna að vera ekki með mikið nöldur svona yfir hásumarið en nú get ég ekki þagað.
Tók eftir því nýlega að búið er að slá börkinn utan af svotil öllum reyniviðartrjánum við Reykjamörkina. Þar var fyrir 6 árum plantað myndarlegum trjágöngum sem sjást hér.
Þessi tré hafa dafnað mjög vel og eru orðin hin glæsilegustu. Því var það þyngra en tárum taki að sjá það að sláttumenn bæjarins hafa farið hamförum með orfið og slegið börkinn af flestum trjánum eins og sjá má. Þetta mega vera ansi sterk og dugleg tré ef þau eiga að þola þessa meðferð. Ótrulegt að verða æ ofan í æ vitni að fullkomnu hugsunarleysi sem eyðileggur margra ára vinnu á augabragði.

8. júlí 2005

Sumartími

Eðli máls samkvæmt er minna um skrif á sumrin enda ýmislegt annað sem kallar á athygli. Dyggir lesendur verða því að umbera stopul skrif í þeirri vissu að meira fjör færist í leikinn í haust...

En þó minna sé um að vera á sumrin er ekki þar með sagt að ekkert gerist sem markvert má teljast. Í vikunni hefur sunnlensk veðrátta til dæmis verið með afar hefðbundnum hætti, reyndar rignt óvenjulega mikið, jafnvel á Hvergerðskan mælikvarða. Aðrar eins dembur sjást varla nema í útlöndum. En þetta hefur sína kosti, það þarf til dæmis ekki að eyða tíma í að vökva á meðan og allur gróður vex eins og arfi, þessi frábæra rigning er þannig ein af ástæðunum fyrir gróðursældinni hér í bæ sem er umtöluð á landsvísu!
Á þriðjudaginn var yndislegt sumarveður og gengum við þá á Reykjafjall, skemmtileg og góð ganga sem reyndar varð erfiðari en til stóð þar sem vitlaus leið var farin upp. Reykjafjall er reyndar eitt af þessum endalausu fjöllum þar sem alltaf er hægt að finna hærri tind aðeins lengra í burtu og labba þannig í tímavís þar til komið er yfir í Grafning. Gerðum ekki þau mistök heldur þræddum brúnina og nutum útsýnisins.



Á toppnum ...
------------------------------------------
Í vikunni var fundur í sameiningarnefnd Flóa og Ölfuss. Heldur var fámennara en til stóð því flestir fulltrúanna frá Hraungerðis-, Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppi voru fjarri góðu gamni enda heyskapur í fullum gangi og veðurspáin slæm. Hefði verið betra ef allir hefðu getað mætt því á fundinn mætti Bjarni Jónsson, dósent á Bifröst, sem unnið hefur úr ársskýrslum sveitarfélaganna og sett þær upp með aðgengilegum hætti þannig að hægt er að gera samanburð á fjárhagslegri stöðu. Það kom svo sem ekki á óvart að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélagsins Ölfuss er nokkuð sterk en óneitanlega stakk það í augu að sjá hve illa við Hvergerðingar komum út úr samanburðinum. Reyndar er nauðsynlegt að taka ýmsar aðrar forsendur með í reikninginn en hér hefur mikið verið framkvæmt á undanförnum árum og ber það ávöxt í þeirri staðreynd að gríðarleg fjölgun íbúa hefur átt sér stað, langt umfram landsmeðaltal. Verra er hve léleg rekstrarniðurstaðan er, en um hana er til dæmis fjallað í ítarlegri úttekt í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skerum við okkur áberandi frá öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi með afspyrnu lélega rekstrarafkomu. Það hlýtur að vera forgangsatriði að rétta af reksturinn og ná þannig tökum á fjárhag sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn er í sumarfríi og fól bæjarráði fullt umboð á meðan.
Fundað var í vikunni og var það hefðbundinn sumarfundur, lítið af málefnum enda flestir í fríi þessa dagana. Þó var þar m.a. lögð fram greinargerð frá Kristínu Hreinsdóttur, forstöðumanni Skólaskrifstofu Suðurlands, þar sem farið var yfir rekstrarkostnað og fjármögnun væntanlegrar sérdeildar á Suðurlandi fyrir börn með hegðunar- og tilfinningaraskanir sem fyrirhugað er að koma á laggirnar í haust. Það er ánægjulegt að nú hyllir undir lok undirbúnings og komið er að stofnun sérdeildarinnar sem er bráðnauðsynleg viðbót við skólastarf á þessu svæði. Fulltrúar allra sveitarfélaga samþykktu stuðning við stofnun deildarinnar á SASS fundi í Vestmannaeyjum í vor. Nú er mikilvægt að reka endahnútinn á verkið, standa saman og sjá til þess að þetta metnaðarfulla verkefni verði að veruleika.

Í dag funduðum við Sigurður, skólameistari FSU, með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á skólaakstri FSU. Á haustmánuðum mun Vegagerðin bjóða út öll sérleyfi á landinu og er ætlunin að skólaakstur FSU verði boðinn út í sama pakka. Var fundurinn gagnlegur og náðist niðurstaða sem vonandi verður til hagsbóta fyrir alla aðila. Það er afskapega mikilvægt að vel takist til með þetta útboð og að nemendur skólans muni í kjölfarið sjá sér hag í því að nýta skólaaksturinn. Því miður hefur þróunin, eftir að fyrirkomulagi akstursstyrks var breytt, verið sú að fleiri og fleiri velja það að nýta ekki skólaakstur. Hefur skólanefnd haft af þessu áhyggjur ekki síst útfrá öryggissjónarmiðum þar sem sífellt fleiri hafa valið það að sameinast um akstur á einkabifreiðum. Vond tilhugsun að vita af unga fólkinu okkar á misgóðum bílum, við misjafnar aðstæður úti á þjóðvegunum.

Nú styttist óðum í stóru Serbíuferðina og veldur hún sífellt meiri áhyggjum :-)
Það er þrautin þyngri að eiga við Serbana og enn erum við hvorki komin með húsnæði né bíl. Við ætlum að keyra frá Belgrad til Adríahafsins og förum meðfram landamærum Kosovo. Hafði ég af þessu nokkrar áhyggjur en hef nú komist að því að það er enginn óhultur fyrir hryðjuverkum og hættur leynast alls staðar, meira að segja í London.

4. júlí 2005

Menning?

Á Laugarvatni lauk nú um helgina menningardagskránni Gullkistunni. Renndum þangað á laugardeginum eftir að hafa fylgst með sundkrökkum Hamars í bikarkeppni SSÍ í Laugardalslauginni. Er ekki viss um að karlpeningurinn sem var með í för hafi heillast af nútímalistinni sem við skoðuðum í gamla Héraðsskólanum. Það var hreint ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvort einhver hefði einfaldlega gleymt drasli í herbergjunum eða hvort um listaverk var að ræða!
En listaverkin vöktu heilmiklar umræður og er þá ekki tilgangnum náð? Þarna var fullt af fólki á rölti um svæðið og greinilegt að þessi listviðburður hefur vakið mikla og góða athygli. Listaverkin voru út um allt og varð gönguferðin því að einskonar ratleik um þéttbýliskjarnann og skemmtum við okkur konunglega við að leita að verkunum ! !

--------------------
Við Hvergerðingar áttum okkar menningarhátíð sem gekk undir nafninu "Bjartar sumarnætur". Það var Tríó Reykjavíkur, undir forystu Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem sá um allt skipulag hátíðarinnar og fengu þau í lið með sér okkar besta tónlistarfólk og erlenda listamenn. Hátíðin, sem styrkt var af ríki og fjölmörgum fyrirtækjum, var þriggja daga og hafði þegar skipað sér í flokk metnaðarfullra tónlistarhátíða. Fjöldi gesta sótti Hveragerði heim um leið og farið var á tónleika í kirkjunni.
Fyrsta sparnaðarráðstöfun núverandi meirihluta var að slá þessa tónleikaröð af. Með því móti mátti spara nokkra hundraðþúsund kalla. Helstu rökin voru þau að þetta væri svo leiðinlegt og það væri hvort sem er bara utanbæjarfólk sem kæmi á tónleikana ! ! !
Ætli það séu bara Laugvetningar sem skoða nútímalistaverkin á Gullkistunni? Það hlýtur að vera. Nema þeir meti ferðamenn betur en við Hvergerðingar, það skyldi nú ekki vera!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet