<$BlogRSDUrl$>

28. febrúar 2018

Í dag hittist hópurinn sem hefur haft veg og vanda af móttöku flóttamannanna sem hingað komu frá Sýrlandi.  Hingað til Hveragerðis komu hjón með 5 börn sem öllum virðast líka nokkuð vel hér hjá okkur.  Það hefur klárlega haft mikil áhrif hversu öflugir sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið, hreint ómetanlegur stuðningur við fjölskylduna. Við erum kannski ekki svo langt út á landi að orð Hallgríms Helgasonar eigi hér við, en það má aldrei gleyma því að í smærri samfélögum út í landi felast lífsgæði sem þeir sem búa í hringiðu höfuðborgarinnar  fara á mis við.

Heyrði í Guðna, orkumálastjóra, í dag.  Hafði verið í sambandi við hann vegna vandræða gufuveitunnar hér í bæ í vikunni og hann og hans fólk hafa unnið í málum síðan.  Nú er orðið ljóst að Veitur munu fá til afnota öflugar borholur hér fyrir ofan Hveragerði en með tengingu þeirra við gufuveitu Hvergerðinga eigum við að vera örugg með orku til framtíðar.







27. febrúar 2018

Miklar gleðifréttir í morgun þegar fréttist að bilunin í gufuveitunni hefði fundist í loka í Hveragarðinum.  Þar með komst hiti á garðyrkjustöðvarnar og sundlaugina og auk þess til allra hinna sem þurftu að glíma við truflanir vegna hitaleysisins.   Það var svolítið gaman að sjá að skyndilega fór að rjúka hjá Kjöt og kúnst, hveragarðinum og víða annars staðar.  Það var hreinlega eins og eitthvað hefði vantað sem nú væri komið aftur.   Þvílkur munur !

Hitti Elínu Ester, forstöðukonu frístundaskóla og félagsmiðstöðvar, í morgun.  Ræddum við ýmis atriði varðandi starfsemina, opnunartíma og möguleika starfsmanna til stefnumótunar og fræðslu.  Einnig fórum við yfir ævintýranámskeið sumarsins og hvernig því verður háttað.  Eins og áður verður skólahópi leikskólans boðið endurgjaldslaust á námskeiðið en það vonumst við til að verði hvatning til að elstu börnin vilji taka þátt í því.  Bæði er að á þessum tíma langar þeim mörgum í ný og spennandi verkefni en eins er það engin launung að með þessu móti tekst að bjóða yngstu börnunum fyrr pláss á leikskólunum.

Fundur í Ferðamálaráði í hádeginu.  Þar var aðallega farið yfir nýja evróputilskipun um pakkaferðir og samtengdar ferðir en þessa tilskipun skal innleiða fyrir 1. Júlí.  Stuttur tími til stefnu og málið stórt.  Einnig fórum við yfir starfsreglur Ferðamálaráðs og fundi framundan.

Aftur austur og nær því beint á fund í stjórn Listasafn Árnesinga en þar er ég formaður stjórnar.  Hlutverk sem í mörg ár hefur fallið í skaut Hvergerðingnum sem sæti á í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar.  Alltaf skemmtilegt en í dag fjölluðum við um rekstrartengd málefni og m.a. Ráðningu tveggja frábærra einstaklinga sem skipta munu með sér stöðu fræðslufulltrúa.  Auk þess fengum við kynningu á næstu sýningum.  Hvet alla til að heimsækja safnið sem þykir setja upp afar metnaðarfullar sýningar.

Sendum einnig út fundarboð bæjarráðs með nokkrum minnisblöðum bæjarstjóra.  Núna er það nýja persónuverndarlöggjöfin sem allt snýst um ....





Verð að sýna ykkur hvað við erum heppin hér á bæjarskrifstofunni.  Ósk mamma hennar Heiðu sendir okkur nefnilega stundum veitingar og í dag fengum við sendar þessar líka gómsætu nýbökuðu kleinur.  Þúsund þakkir Ósk !

26. febrúar 2018

Málefni gufuveitunnar efst á baugi í dag.  Get ekki nógsamlega gert grein fyrir mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf í Hveragerði en með henni eru gróðurhús og fyrirtæki bæjarins undantekningalaust kynt.
Mikið óstand hefur verið á veitunni og nú er svo komið að stefnir í óefni.  Átti því í morgun nokkur góð samtöl við aðila sem vonandi geta lagt Veitum lið við að koma málum hér í gott lag. Við núverandi ástand verður ekki búið.

Átti langan fund um skipulagsmál til framtíðar í morgun þar sem farið var yfir svæði sem komið geta til framkvæmda á næstunni.  Er þar fyrst og fremst verið að huga að þéttingu byggðar í Kambalandinu.   Fundur í skipulagsnefnd á fimmtudag þar sem fjallað verður um þau mál.

Í kvöld hittist meirihlutinn venju samkvæmt.  Nú hefur fundur verið auglýstur í Sjálfstæðisfélaginu þar sem kynna á lista félagsins fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí.   Fundurinn verður á þriðjudaginn í næstu viku.

25. febrúar 2018

Helgin var ansi viðburðarík eins og oft vill verða.  Laugardagur hófst með opnu húsi og aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu.  Báðir viðburðir líflegir og ágætlega fjölmennir.

Eftir hádegi hittumst við síðan afkomendur Aldísar og Kristins í Áresi á Selfossi.  Þetta var afar
skemmtilegt og gaman að rifja upp og heyra sögur frá þeim sem eldri erum.  Sigfús frændi var höfuð ættarinnar á staðnum og á myndinni má sjá hann ásamt barnabörnunum í Árnesi.  Það er gaman að geta þess að húsið þeirra afa og ömmu var fjórða húsið sem byggt var á Selfossi svo þau voru svo sannarlega frumbyggjar í þeim bæ. 

Amma og afi voru fædd 1893 og 1902.  Bræðurnir í Árnesi voru þrír.  Guðmundur elstur, þá Sigfús og síðan pabbi sem var yngstur.  Við vorum 10 barnabörnin áður en Ingvar frændi lést í bílslysi.  Langömmuogafabörnin eru orðin 20 og langalangömmuogafabörnin eru 2.  Það er ekki magnið sem skiptir máli í þessum fræðum heldur gæðin mín kæru :-)    Þetta skrifa ég nú bara fyrir Lárus minn en afkomendur mömmu hans eru þegar orðnir um 60 og hún er bara 86 ára.

Mínir litlu ömmustrákar eyddu síðan laugardegi og fram á sunnudag hjá okkur svo það var líflegt.
Latibær á sunnudaginn,  kaffi hjá mömmu og hittingur Menntaskólasystra um kvöldið gerði góða helgi bara betri.

23. febrúar 2018

Í morgun gekk ég frá nokkrum starfsmannamálum, kláraði ráðningarsamninga sem ég hafði trassað og annað slíkt.  Vildi óska að það gæfust stundum heilir dagar þar sem hægt væri að sökkva sér í frágang ýmissa mála.  Það skeður sjaldan því það eru undantekningalaust margir fundir á dag.   Einstaka sinnum gerist það þó og það er algjörlega frábært.  Gaman þegar maður sér hvert verkið á eftir öðru klárast.  Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.  Þar voru reikningar samþykktir og rætt um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga ásamt öðru.  Það er reyndar málið endalausa, skiljanlega.   En hvað eftirtektarverðast voru tillögur settar fram af samstarfshópi til hvatningar þeim sem hyggja á kennara nám.  Þar er margt athyglisvert sett fram sem nauðsynlegt er fylgja eftir.

Í kvöld hittumst við Valdi bróðir ásamt Alberti mínum útí Kjörís til að undirbúa afkomenda hitting Aldísar og Kristins frá Árnesi á Selfossi en við ætlum að hittast á morgun.   Við hittumst ekkert alltof oft systkinin þó við búum í sama bæ svo það var notalegt að spjalla við bróðir.   Í kvöld átti ég yndislega stund hér heima við lestur bréfa sem nýverið fundust  en þau hafði Aldís amma mín skrifað til vinkonu sinnar sem bjó norður í landi.  Bréfin eru skrifuð á árunum 1940 - 1964.  Þetta er yndisleg lesning og lýsir svo vel lífinu á Selfossi á þessum árum og kjörum kvenna ekki síst.  Mér finnst ég líka kynnast henni ömmu minni svo vel þegar ég sé hvað hún var að sýsla við og það er algjörlega yndislegt þar sem ég náði aldrei að kynnast henni en hún dó þegar ég var á öðru ári.   Á morgun verða lesnir valdir kaflar úr þessum bréfum fyrir frændfólkið, vona að það þyki athyglisvert ;-)



22. febrúar 2018

Fundur oddvita og sveitarstjóra (NOS) var haldinn að Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag.  Fjölluðum við þar meðal annars um framlag í lífeyrissjóðinn Brú sem einhvern veginn er allt um lykjandi þessa dagana.  Einnig um rekstrarniðurstöðu síðasta árs sem var ansi viðburðaríkt hjá Skóla- og velferðarþjónustunnu í Árnesþingi utan Árborgar.  Ekki síst vegna þess að loksins komst starfsemin í eigið húsnæði hér í Hveragerði.  Þar með bættust 8 ný störf við atvinnuflóru bæjarins, en þarna vinna sálfræðingar, kennsluráðgjafar, talmeinafræðingar og fleiri sérfræðingar. 

Það er líka gaman að geta þess að Deloitte endurskoðunarfyrirtækið opnaði skrifstofu hér í Hveragerði fyrir nokkrum árum og þar vinna nú 3 starfsmenn við skrifstofu og endurskoðunarstörf.  Þessi störf öll sömul skipta miklu máli fyrir sveitarfélagið rétt eins og þau sem hafa orðið til og verða til með aukinni uppbyggingu bæjarfélagsins. 

21. febrúar 2018

Af fjölmenningu, heimsóknum, listasafni og búrekstri 



Alþjóðlegur dagur móðurmálsins er í dag og af þvi tilefni vann hún María á bókasafninu skemmtilega samantekt.  Hún hefur fundið út að hér í Hveragerði búa einstaklingar af 25 þjóðernum. Fjölmennastir eru íbúar frá Lettlandi, þá Bretar og síðan koma Danir og Þjóðverjar.  Hugsið ykkur hversu mikill mannauður felst í þessum fjölbreytta menningarheimi sem hér er.
-----------
Fjölmarga hópa langar að koma hingað til Hveragerðis og oft eru þeir á vegum samtaka sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og/eða sem samfélagsleg verkefni.  Við reynum eftir bestu geta að aðstoða þessa aðila enda viljum við gjarnan að fleiri en við sem hér búum fái  að njóta náttúru, umhverfis og þeirra gæða sem Hveragerði býr yfir.  Oftast bendi ég þeim á gististaði í bæjarfélaginu en ef þeir eiga lítinn sem engan pening þá bendi ég þeim líka á Menntaskólaselið hér inní  Dal. 

Hér er skemmtileg grein um menntaskólaselið sem hann afi minn Kristinn Vigfússon byggði.  Þarna er líka svo ansi góð mynd af honum.
---------------------
Undanfarið höfum við Inga, safnstjóri Listasafns Árnesinga, setið fjölda viðtala við umsækjendur um stöðu fræðslufulltrúa safnsins.  Tuttugu og fimm umsóknir bárust um stöðuna, hver annarri betri.  Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu margir hæfileikaríkir einstaklingar væru þarna úti sem sinnt geta þessu starfi með miklum sóma.  Þarna er við lúxusvandamál að etja að velja úr hópnum.
-----------
Er búin að vera að vinna máli tengdu Friðarstöðum sem á eftir að koma mörgum skemmtilega á óvart.  Hér er bæjarstjórinn ekkert inní svona búskapartengdum málum sem sjálfsagt velflestir kollegar mínir kannast vel við. Þess vegna er alltaf svo skemmtilegt þegar ég þarf að setja mig inn í eitthvað þessu tengt.  Þá leita ég alltaf fyrst á sama staðinn og spyr Eirík vin minn í Gýgjarhólskoti.  Hann veit allt um allt til sveita!  Meira um þetta á næsta bæjarráðsfundi.

20. febrúar 2018

Lífsmark - betra en ekkert ! 

Hitti Hörð og Ingibjörgu í Bónus í dag.  Þau eru afskaplega skemmtileg hjón og segja mér yfirleitt svona nokkurn veginn hvað þeim finnst.  Það er hreint dásamlegt.  Þau eru líka foreldrar Bjarna Harðar þess mikla mektarmanns.  En í dag brugðust þau undarlega við þegar þau rákust á mig því þau töldu næsta víst að ég væri ennþá á Spáni.  Mér fannst það nú harla undarlegt því þá væri ég búin að vera þar í margar vikur.  En það var þá vegna þess að ég hafði ekki sett eina einustu færslu á bloggið síðan ég sagðist vera farin til Spánar.  Þess vegna hlaut ég að vera þar ennþá!  Þetta hvatti mig til dáða...

Ég er semsagt komin heim eftir ansi góða daga, sólríka og notalega, á suðrænum slóðum.

Hér heima held ég að það geti bara ekki hætt að snjóa og nú búum við okkur undir enn eitt fárviðrið.  Það er ekki skrýtið þó þessi þjóð sé harðgerð - það er  hreinlega ekki undan því komist ! ! !

En það hefur verið nóg að sýsla síðan ég kom heim.  Verkefnin biðu í hrönnum og nú styttist þetta kjörtímabil óðum.  Við höfum samt aldrei farið á taugum fyrir kosningar og sett þá skyndilega  á dagskrá hin ýmsu stórverkefni heldur viljum við frekar sjá eðlilega framvindu allra verka hvort sem það eru kosningar eða ekki.  Okkur sýnist fólk hér í bæ kunna vel að meta þetta.

Í dag áttum við Jón Friðrik, byggingafulltrúi, fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem við fórum yfir endurbætur á Breiðumörk á síðustu árum og þær sem framundan eru.  Vegagerðin mun taka þátt í þeim kostnaði annað hvort að öllu eða verulega leyti þar sem Breiðamörkin er þjóðvegur í þéttbýli eins og það hét nú einu sinni.  Góður fundur þar sem enn og aftur Hellisheiðin og tíðar lokanir voru til umræðu ásamt öðru.

Nú er unnið að gerð útboðsgagna fyrir veglagningu í Kambalandi svo hægt sé að úthluta þar lóðum í fyrsta áfanga,  4 raðhús með 4 íbúðum í hverju, 1 parhús og 5 einbýlishús eru í fyrstu götunni en jafnframt er Skipulagsnefnd að vinna að þéttingu byggðar á þessum fyrsta reit svo úthluta megi enn frekar þar á næstunni.

Unnið er að gerð útboðsgagna vegna niðurrifs á Friðarstöðum en væntanlega á því að vera lokið fyrir miðjan júní.  Húsið á að flytja í byrjun mars en mér sýnist nú veðrið ætla aðeins að stríða kaupandanum hvað það varðar.   Sem betur fer er stutt að fara með þetta risastóra hús en Þorsteinn og Magnea í Reykjakoti ætla að mjaka því yfir ánna og koma því fyrir á jörð sinni í dalnum.

Síðdegis heimsóttu starfsemenn Arion banka okkur hér á skrifstofuna en þau unnu auðvitað í þessu húsi til margar ára.  Það var gaman að sýna þeim þær breytingar sem orðið hafa á húsinu enda er það nær því óþekkjanlegt.



Verð síðan að fá að sýna ykkur dagatalið mitt. 

Það veitir ekki af á þessum tímum að fá jákvæðan boðskap beint í æð á hverjum degi. Pantaði það fyrir jól á netinu og fékk það heimsent í gær.  Því varð ég að rífa af 51 dag á einu bretti. 

Það var því gleðispreð á vegum bæjarstjórans í allan dag því ég deildi út þessum flotta boðskap á alla sem ég sá.

Gaman að þessu   :-)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet