22. febrúar 2018
Fundur oddvita og sveitarstjóra (NOS) var haldinn að Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Fjölluðum við þar meðal annars um framlag í lífeyrissjóðinn Brú sem einhvern veginn er allt um lykjandi þessa dagana. Einnig um rekstrarniðurstöðu síðasta árs sem var ansi viðburðaríkt hjá Skóla- og velferðarþjónustunnu í Árnesþingi utan Árborgar. Ekki síst vegna þess að loksins komst starfsemin í eigið húsnæði hér í Hveragerði. Þar með bættust 8 ný störf við atvinnuflóru bæjarins, en þarna vinna sálfræðingar, kennsluráðgjafar, talmeinafræðingar og fleiri sérfræðingar.
Það er líka gaman að geta þess að Deloitte endurskoðunarfyrirtækið opnaði skrifstofu hér í Hveragerði fyrir nokkrum árum og þar vinna nú 3 starfsmenn við skrifstofu og endurskoðunarstörf. Þessi störf öll sömul skipta miklu máli fyrir sveitarfélagið rétt eins og þau sem hafa orðið til og verða til með aukinni uppbyggingu bæjarfélagsins.
Comments:
Skrifa ummæli