<$BlogRSDUrl$>

19. september 2017


Fundur í stjórn Bergrisans hér í Hveragerði í morgun. Þar var fjallað um fjárhagsvanda sjálfstæðra rekstraraðila á Suðurlandi en hér búum við við þá sérstöðu að þessi heimili eru mörg og plássin sem þar eru í boði eru margfalt fleiri heldur en íbúar á svæðinu hafa þörf fyrir. Um það held ég að sé óþarfi að deila. Í ljósi þess er eðlilegt að ríkisvaldið viðurkenni að rekstur þessara heimila þarf að greiðast af fleiri svæðum heldur en Suðurlandi einu. Við höfðum vonir um að þetta mál yrði skoðað af velferðarráðherra en núna er spurning hvernig það fer.

Fundur í stjórn Almannavarna Árnessýslu í hádeginu. Fínn fundur þar sem farið var yfir fjárhagsáætlun næsta árs, almannavarnavikurnar sem framundan eru á Suðurlandi og fleiri mál.

Sameiningarnefnd Árnessýslu fundaði síðan á Skyrgerðinni strax eftir hádegi. Gaman að geta boðið sveitarstjórnarmönnum svona góða aðstöðu til fundahalda.

Rétt náði síðan á fund með fulltrúum Íbúðalánasjóðs sem kynntu gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaganna.

Hörkupúl tími hjá Lóu í Fitness bilinu - gleypti í mig vegan súpuna mína og stökk á fund meirihlutans í kvöld þar sem bæjarráðsfundur var undirbúinn og auðvitað var stjórnmálaástandið rætt. Þar sýndist hverjum sitt !

12. september 2017

Dagarnir sem liðnir eru af vikunni hafa verið undirlagðir störfum vegna Almannavarna. Víðir Reynisson og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri hafa meira og minna haft bækistöðvar hér á skrifstofunni og hafa þeir átt góða og gagnlega fundi með ýmsum starfsmönnum og hópum. Unnið er að uppfærslu "langtímaviðbragða við samfélagslegri röskun af völdum náttúruvár eða annarra atburða" en einnig var skilgreint hverjar eru helstu áhættur á sviði almannavarna hér í Hveragerði. Í kvöld var svo almennur íbúafundur sem var nokkuð vel sóttur en þar var fjallað um viðlagatryggingu, almannavarnir, löggæslu og náttúruvá og rannsóknir Veðurstofunnar. Þetta var hinn besti fundur þar sem fjallað var ítarlega um mál sem snerta hvert einasta heimili.


9. september 2017

Vikan hefur liðið, eins og þær margar gera, alltof hratt.

Alls konar fundir og viðburðir og margt sem hægt væri að deila hér á síðunni.
Meðal annars sótti ég afar fróðlegt málþing um sjálfbærni á Suðurlandi í gær. Þar var fjallað um sorp og endurvinnslu og endurnýtingu þar sem Stefán Gíslason fór yfir stöðu mála hér á Suðurlandi. Það er gott fyrir Hvergerðinga að vita að í þeim málum erum við hér í Hveragerði í fararbroddi. Við flokkum hér í þrjár tunnur og þar á meðal allt lífrænt sem fer í moltugerð. Hér er kostnaður sem bæjarfélagið þarf að greiða með málaflokknum er hér minnstur og fráveitumálin eru hér í góðu lagi. Við gengum stolgt af fundi Hvergerðingar, ánægð með framlag íbúa til þessara mála.

Í morgun var rýnifundur vegna hópsýkingarinnar sem kom upp á Úlfljótsvatni. Þar fóru allir þeir aðilar sem að málum komu yfir reynslu sína og reynt var að finna það sem betur mátti fara. Það var auðvitað ýmislegt en það sem upp úr stóð var að þessi stóri atburður var leystur afar vel af hendi en fjöldi sjálfboðaliða lagði mikið á sig til að svo mætti verða. Fyrir það ber að þakka.

Það er heilmikið stúss að flytja heila bæjarskrifstofu og tala nú ekki um þegar húsnæðið er langt í frá tilbúið. Þessi vika hefur samt verið skemmtileg og við höfum öll góða tilfinningu fyrir nýjum bæjarskrifstofum. Núna um helgina á síðan að setja upp veggi, hurðir og skápa og ganga frá ýmsu smálegu. Það verður spennandi að koma til vinnu á mánudaginn og sjá það allt.

Verst að gluggatjöld koma ekki fyrr en eftir mánuð - fram að því verðum við að byrgja sólina með öllum tiltækum ráðum eða vonast eftir skýjuðu veðri því gluggarnir eru bæði stórir og miklir !

6. september 2017

Lúin eftir daginn!

Í gær var allt flutt frá bæjarskrifstofunni í Sunnumörk í húsnæði Arion banka að Breiðumörk 20. Þetta er búin að vera heilmikil törn en starfsmenn hafa allir verið hrikalega duglegir og unnu til dæmis eins og berserkir þó að ég brygði mér af bæ og á fund í Grímsnesinu síðdegis í gær.

Í dag komu húsgögn í hús ásamt tölvumönnum sem tengdu alla eins og við á. Dagurinn í dag fór i að raða öllu á rétta bása og að reyna að koma skikki á húsið. En mikið óskaplega verður þetta notalegt. Mér finnst þetta strax fín breyting og er ég nú samt íhaldssöm á með afbrigðum!

Skrapp niður í Sunnumörk síðdegis og dauðbrá þegar ég sá hversu hratt gengur að rífa þar allt. Stendur ekki steinn yfir steini og strax er húsnæðið orðið eins og fokhelt.


3. september 2017

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fór í vinnuferð austur á land á föstudag og laugardag. Flugum eldsnemma um morguninn sem var ágætt því þá er maður rétt rúmar 30 mínútur út á flugvöll. Allt annað en umferðarteppan daginn áður.
Austurland tók á móti okkur með albesta móti en dagurinn var hreint yndislegur. Það var svo heitt og notalegt að þetta var eins og í útlöndum. Bærðist ekki hár á höfði og brakandi sól allan daginn.
Byrjuðum á stjórnarfundi í fundarsal bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs en að honum lokn um mættu fulltrúar í bæjarstjórninni þar til fundar við okkur og kynntu málefni sveitarfélagsins og það sem efst er á baugi. Þetta er viðfeðmasta sveitarfélag landsins sem býr að mörgum náttúruperlum og auðlindum. Þau hafa verið stórhuga að undanförnu og byggt bæði grunnskóla og afar glæsilegt hjúkrunarheimili. Þau eru einnig að koma sér upp urðunarstað í góðri sátt við samfélagið og munu urða þar tæp 3.000 tonn á ári þegar fram líða stundir. Vegna aðstæðna þarf ekki að undirbúa urðunarstaðinn með þeim hætti sem við höfum haldið að þyrfti hér fyrir sunnan og þótti mér það afar athyglisvert. Á fundinn mætti einnig fulltrúi frá Austurbrú til að kynna starfsemi þeirra en þar er áhersla lögð á jarðgangnagerð og var fróðlegt að heyra af aðstæðum og þeirri stöðu.

Keyrt sem leið lá til Eskifjarðar þar sem fundað var í Randolfshúsi. Algjörlega yndislegt en við sátum við borð á bryggjunni með eitt al fallegasta útsýni á fundarstað sem ég hef séð. Þar er laxeldi mál málann og því vel við hæfi að við skyldum sigla út í kvíarnar sem settar voru upp í vor og skoða þær í návígi. Mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð og móttökurnar einstakar. Heimsóttum einnig nýtt vinnsluhús Eskju en þar er um 4.000 m2 og búið besta mögulega búnaði. Stórhuga menn þar á ferð.

Fundur með bæjarstjórn Seyðisfjarðar um kvöldið þar sem barist er fyrir göngum undir Fjarðarheiði og málefni hitaveitu bæjarisn voru einnig fyrirferðamikil. Þessa kvölds verður minnst fyrir alveg hreint dýrlegt veður en um miðnætti vorum við úti og hitinn var örugglega nálægt 20 gráðum og stafalogn. Þvílíkur draumur. UMhverfið var eins og úr ævintýri !

Flogið heim snemma á laugardagsmorgni þar sem hin kunnuglega sunnlenska rigning tók á móti mannskapnum :-)

Ræsti 24 km hlaupara í Hengils Ultra hlaupinu eftir hádegi á laugardag. Umgjörin öll um hlaupin var sérlega góð og einstakt að sjá þennan stóra hóp renna eins upp Varmárgilið áleiðis upp á Hengilssvæðið. Einar Bárðar á heiður skilinn fyrir sína aðkomu að þessu skemmtielga hlaupi. Það er gaman að geta þess að á annan tug hlaupara tók þátt í 100 km hlaupinu á sama svæði sem er auðvitað ekkert minna en klikkun :-)

Kláraði í dag að tæma skrifstofuna og skrifborðið í vinnunni. Það tók allan daginn en mikið hrikalega er gott að þetta er búið....

Frábært framtak hjá Ríkissjónvarpinu að sýna gamlar klassískar bíómyndir - horfði á laugardagskvöldið á To kill a mocking bird þar sem Gregory Peck á stórleik en ekki síður börnin þrjú sem þarna eru í stórum hlutverkum.

Þessi mynd og hann Gregory minntu mig á það að þegar ég var krakki þá safnaði ég leikurum! Það fór þannig fram að ég skrifaði í bók allar myndir sem ég sá með viðkomandi leikara. Átti semsagt til skrá yfir myndir David Niven, Gregory Peck og fleiri góðum, þess vegna veit ég nefnilega líka hver Lorenzo Lamas er og í hvaða mynd hann gerði garðinn frægan. Þetta var semsagt fyrir daga internetsins mín kæru og ég var í skráningardeildinni :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet