<$BlogRSDUrl$>

28. mars 2012

Undanfarnir dagar hafa verið erilsamir á hinum ýmsu sviðum. Búið er að ganga frá ráðningu starfsmanna vegna sýningarinnar Blóm í bæ og garðyrkjunnar í sumar. Ásta Camilla verður sýningarstjóri og Elínborg Ólafsdóttir verður henni til halds og trausts. Skelegg kona, Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, hefur verið ráðin garðyrkjumaður og mun hún sjá til þess að bærinn verði okkur öllum til sóma í sumar. Allar eru þær ráðnar tímabundinni ráðningu, mislengi. Þetta er flottur hópur kvenna sem setja mun svip sinn á Hveragerði í sumar. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmönnum í hin ýmsu sumarstörf og fljótlega eftir páska geta ungmenni skráð sig í Vinnuskólann.

Nú vinna endurskoðendur bæjarins og Helga, skrifstofustjóri, baki brotnu til að hægt sé að klára ársreikning bæjarins til fyrri umræðu strax eftir páska. Ætli sé ekki best að vera með sem minnstar yfirlýsingar varðandi niðurstöðuna þangað til að niðurstaðan liggur fyrir.

Núna er allt á fullu við undirbúning brúðkaups Mandy og James næsta laugardag. Þau eru foreldrar hans Louie sem spilað hefur með Hamri í körfunni í vetur. Þau féllu svona kirfilega fyrir landinu að þau ákváðu að láta pússa sig saman hér næsta laugardag. Gárungarnir segja að Lárus hafi örugglega eytt meiri tíma í að undirbúa þetta brúðkaup heldur en sitt eigið :-) Þetta verður áreiðanlega mjög skemmtileg því gestalistinn er í fjölbreyttara lagi og gaman verður að eyða deginum með þessu góða fólki. Eitt er víst að margur tónlistarmaðurinn gæfi mikið fyrir að fá að eyða kvöldinu í þessum hópi.


19. mars 2012

Uppskera síðustu helgar var ekki sérlega góð fyrir Heiðmerkurfjölskylduna! Ég náði ekki settu marki á Flokksráðsfundinum í Kópavogi og Bjarni og félagar í körfunni duttu út í úrslitakeppninni og komast því ekki í Úrvalsdeildina í þetta skipti. Í hvorugu tilfellinu er um einhvern landbrest að ræða. Ég fór í framboð af því að ég trúði því að ég gæti gert gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessum vettvangi. Aðrir voru ekki sama sinnis og þá er það bara þannig. Ég var ansi fúl yfir þessu í svona einn og hálfan tíma en svo sá ég strax í stöðunni fjölmargar jákvæðar hliðar. Hef til dæmis mun meiri frítíma en annars hefði orðið. Hugsið ykkur hvað það er yndislegt :-) Get líka einbeitt mér enn betur að málefnum Hveragerðisbæjar og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.

Hefði samt sem áður talið að tækifærið til breytinga hefði átt að nýta betur! Þeirri skoðun kom ég á framfæri við Magnús Hlyn hjá Dagskránni og þaðan rataði sá pistill á dfs.is og mbl.is !

Hér er fréttin:

Auðvitað eru það vonbrigði að flokksráðsmenn skyldu ekki nýta þetta tækifæri til að breikka forystuna og veita aðila utan þingflokksins brautargengi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem var í kjöri til 2. varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi um helgina í samtali við fréttavefinn DFS. „En það var greinilega ekki stemning fyrir slíku og því fór sem fór. Greinilega var minnst eftirspurn eftir konu úr sveitarstjórnargeiranum og kannski spilaði þar inn í að þegar er ein glæsileg kona í forystusveitinni. Tvær konur í forystusveitina var kannski of mikil breyting fyrir marga.

En fyrir mig var þetta skemmtileg reynsla og gaman að taka þátt í þessum slag. Ég er stolt af mínu fólki sem vann vel í aðdraganda fundarins. Við Hvergerðingar megum vera ánægð með okkar hlut innan Sjálfstæðisflokksins þó að ég hafi ekki náð því markmiði sem ég ætlaði mér í þessum kosningum. Ég er formaður sveitarstjórnarráðs og á sem slík sæti í miðstjórn. Einnig var ég nýlega tilnefnd sem annar af tveimur tengiliðum flokksins við Evrópusamtök íhaldsflokka sem er skemmtilegt og fróðlegt verkefni. Eyþór H. Ólafsson situr einnig í miðstjórn og Unnur Þormóðsdóttir var á flokksráðsfundinum kosin í stjórn velferðarnefndar. Friðrik Sigurbjörnsson er formaður kjördæmisráðs ungra sjálfstæðismanna og því er það morgunljóst að við munum áfram vinna af heilindum og krafti að því uppbyggingarstarfi sem nauðsynlegt er til að flokkurinn nái fyrri styrk,“ sagði Aldís í samtali við DFS (fréttavefur Dagskrárinnar héraðsfréttablaðs).


En svona fyrir utan niðurstöðu kosninganna þá var helgin hin ágætasta. Flokksráðsfundurinn var skemmtilegur og hnitmiðaður. Formaður og varaformaður héldur góðar ræður og formenn ungra, kvenna og eldri borgara héldu einnig góðar tölur. Þar fannst mér sérstaklega Jarþrúður formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna komast vel frá sínu. Hélt skelegga og góða ræðu um stöðu kvenna og skilgreindi þar stöðuna með skemmtilegum hætti.

Árshátíð Kjörís var haldin á Hótel Heklu þannig að þangað var haldið um leið og tækifæri gafst á laugardeginum. Mikið fjör enda líflegur hópur þar á ferð. Húsið fylltist síðan af gestum á sunnudeginum, stórfjölskyldan og góðir vinir svo mikið var skrafað og skeggrætt. Góður endir á viðburðarríkri helgi !

Í dag mánudag var tíminn notaður til að taka til og ganga frá gögnum. Svara tölvupóstum og erindum og aðeins að hreinsa til í "inboxinu". Slíkt þarf að gera af og til :-)




9. mars 2012

Mætti hjá Ingva Hrafni til Hrafnaþings í dag. Þar voru einnig Guðlaugur Þór og Jón Kristinn Snæhólm. Mest var rætt um landsdómsmálið og stöðu Sjálfstæðisflokksins, framboðsmál bar örstutt á góma og einnig málefni Hveragerðisbæjar!

Hundleiðinlegt veður á heiðinni bæði í og úr Reykjavík. Gengur á með éljum en nú eru ruðningarnir á nokkrum stöðum orðnir svo háir að skafrenningurinn þar verður ansi hvimleiður. Þetta ætlar að verða langur og leiðinlegur vetur.

Kláraði í morgun mál sem tekið hefur langan tíma að vinna úr en það varðar orlofsgreiðslur á fasta yfirvinnu nokkurra starfsmanna. Minnisblað um það verður lagt fyrir bæjarráð í næstu viku. Þar með lýkvonandi því máli fyrir fullt allt.

Fékk kennslustund í forriti sem aðstoðað getur við hnitmiðaða markaðssetningu á netinu. Mjög skemmtilegt og ég efast ekki um að sé rétt utan um það haldið getur slíkt tól gert kraftaverk.

Dagurinn byrjaði aftur á móti með hamingjustund í grunnskólanum þar sem börnin á yngsta stigi tóku á móti foreldrum, systkinum og öðrum gestum. Sungið var saman, drukkið kaffi og borðaðar hamingjumúffur áður en verkefni barnanna sem öll voru tengd hamingju og gleði voru skoðuð í stofunum. Notaleg stund enda börnin til mikillar fyrirmyndar.

Á morgun er aðalfundur í kjördæmisráði Sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi haldinn á Flúðum. Það eru alltaf líflegir fundir en þar á m.a. að kjósa fulltrúa okkar í miðstjórn og í flokksráð. Vona að fulltrúar fjölmenni !

8. mars 2012

Í dag var í fyrsta sinn útvarpað beint á netinu frá fundi bæjarstjórnar hér í Hveragerði. Tókst að ég held ágætlega og mesta furða hvað lítið var um hnökra. Nú þurfa allir sem taka til máls að fara í ræðustól og mun betri stjórn er á fundinum með því móti. Milli 10 og 12 aðilar hlustuðu á fundinn samkvæmt tölvutalningunni og það er allavega 10 sinnum fleiri en þeir sem setið hafa fundina sem áheyrendur hingað til. Á fundinum snérist umræðan að mestu um Hamarshöllina. Nú höfum við rætt fram og til baka um þá ágætu byggingu í um það bil 5 ár, það verða margir fegnir þegar hún rís og umræðan færist yfir á annað stig!

Hópurinn sem vinnur með mér að framboði til 2. varaformanns hittist síðdegis í dag. Ánægja var með bréfið sem barst flokksráðsmönnum í dag og vonum við að skilaboðin hafi hitt í mark. Við lögðum línur fyrir næstu daga en á laugardaginn verður kjördæmisþing hér í Suðurkjördæmi og næsta laugardag er síðan flokksráðsfundurinn.

Á morgun verð ég þátttakandi í Hrafnaþingi með Ingva Hrafni og félögum. Hann hefur oft óskað eftir því að ég kæmi í þáttinn en það hefur ekki gengið fyrr en nú. Enn ein reynslan í bankann :-)

Í dag var annars mikill erill og margir sem rætt var við. Meðal þeirra voru konur frá Kvenfélagi Hveragerðisbæjar, aðilar sem vildu ræða um uppbyggingu á Eden reitnum, fulltrúi frá Hagstofunni vegna manntalsins sem nú er í gangi og formaður Leikfélagsins en þau frumsýna Línu langsokk á laugardaginn.




7. mars 2012


Hitti D-lista fólk í Þorlákshöfn í kvöld á mjög skemmtilegum fundi. Umræðurnar snérust um málefni sveitarfélaganna, Árnessýslu, Suðurlands og Sjálfstæðisflokkinn og auðvitað var líka minnst á framboðsmál. Átti líka nokkur góð símtöl í dag við fólk víða um land. Það er gaman að heyra í svona mörgu fólki svo ég skemmti mér ágætlega við þetta!

Í morgun hittum við Ásta Camilla, Ingibjörgu Sigmundsdóttur, garðyrkjubónda hér í Hveragerði. Ræddum við sýninguna Blóm í bæ og aðkomu garðplöntuframleiðanda að henni. Fyrr í vikunni funduðum við með öðrum sem að sýningunni koma en allir eru áhugasamir um framhaldið. Allt stefnir í að þema ársins í ár verði "Sirkus". Litríkt og líflegt og gefur ýmsa skemmtilega möguleika á uppákomum. Bréf barst í vikunni frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem ákveðið hefur að veita 1 mkr styrk til sýningarinnar. Ánægjulegar fréttir og sýna mikinn stuðning ráðuneytisins við sýninguna.
Myndin hér til hliðar er tekin á sýningunni í fyrra sem var afar vel heppnuð.


6. mars 2012

Góð heimsókn á Reykjanesið í kvöld þar sem framboðið til 2. varaformanns var rætt. Góðir fundir og skemmtilegar umræður. Mér finnst sú skoðun fá góðan hljómgrunn að sveitarstjórnarmaður í þessu embætti myndi breikka forystuna og auka tengslin við grasrótina vítt og breitt um landið. Störf að sveitarstjórnarmálum tryggja yfirgripsmikla þekkingu og innsýn í þau mál sem hvað næst eru íbúum í landinu og því er ekki óeðlilegt þó að flokksmenn vilji nýta sér þá þekkingu enn betur en nú er gert.

Mér finnst afar merklegt að ekki skuli sýnt beint frá réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Margir myndu vafalaust vilja fylgjast með vitnaleiðslum og örugglega væri það lærdómsríkt fyrir okkur sem þjóð að hafa betri aðgang að því sem þar kemur fram. Mikið er það nú samt aumkunarvert ef einhver heldur að Geir beri alla ábyrgð af hruninu sem hér varð. Sumir sem nú þegar hafa borið vitni hefðu frekar átt að sitja við hlið Geirs ef eitthvert réttlæti væri til.

4. mars 2012

Hveragerði bar nafn með rentu í blíðunni dag :-)


2. mars 2012

Heimsókn á Sjúkrahús Suðurlands í morgun með Alberti Inga vegna þrálátrar lungnabólgu. Reyndist sem betur fer allt á réttri leið og óralöngu íþróttabanni ætti því að ljúka núna um helgina. Hann verður ótrúlega feginn :-)

Við Helga hittum Ragnheiði Hergeirsdóttur, nýjan yfirmann Vinnumálastofnunar á Suðurlandi, og kynnti hún fyrir okkur verkefnið "vinnandi vegur". Það er að mestu ætlað þeim sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur og felst í því að sveitarfélög og fyrirtæki búa til verkefni og störf og ráða í þau aðila sem eru í atvinnuleit. Hveragerðisbær hefur ráðið fjölda atvinnuleitanda til vinnu frá hruni og við munum nú kanna möguleika á að gera enn betur í þeim efnum og nýta til þess möguleikana sem "vinnandi vegur" býður uppá. Nú er 91 einstaklingur atvinnulaus hér í Hveragerði sem er 26 færri en var á sama tíma í fyrra. það munar um það.

Hitti Guðjón skólastjóra og fórum við yfir hugmyndir hans um skipulag næsta veturs. Ætlum að hittast aftur fljótlega og fara betur yfir þau mál. Ræddi við starfsmenn um greiðslur orlofs á fasta yfirvinnu en það er mál sem þarf að klára frekar fyrr en seinna. Svaraði fjölmörgum spurningum Grétars Einarssonar um Hamarshöllina, vona ég að þar hafi fengist svör við þeim álitaefnum sem um var spurt

Síðdegis hittist hópurinn sem vinnur með mér að framboðsmálum. Við fórum yfir næstu daga og þær áherslur sem þar eru lagðar. Í dag kom fram eitt framboð í viðbót þegar Kristján Þór Júlíusson birti tilkynningu þess efnis. Hans nafn hefur reyndar lengi verið í umræðunni svo þetta kom ekki á óvart. Nú eru valkostir flokksmanna ansi skýrir. Alþingismaður, aðili úr grasrótinni og tveir sveitarstjórnarmenn. Nú þarf að huga að þeirri ímynd sem flokkurinn hefur og hvernig við helst höfðum til kjósenda með því fólki sem velst til forystu.

Ótrúlega flottur leikur hjá Hamarsmönnum í körfunni í kvöld. Unnu Þór, Akureyri, með 98 stigum gegn 76. Liðið var öflugt og sérstaklega eftir leikhlé var eins og eitthvað hefði gerst og eftir það átti Þór ekki séns. Þeir sem ekki mæta á leiki missa af mikilli og góðri skemmtun :-)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet