6. mars 2012
Góð heimsókn á Reykjanesið í kvöld þar sem framboðið til 2. varaformanns var rætt. Góðir fundir og skemmtilegar umræður. Mér finnst sú skoðun fá góðan hljómgrunn að sveitarstjórnarmaður í þessu embætti myndi breikka forystuna og auka tengslin við grasrótina vítt og breitt um landið. Störf að sveitarstjórnarmálum tryggja yfirgripsmikla þekkingu og innsýn í þau mál sem hvað næst eru íbúum í landinu og því er ekki óeðlilegt þó að flokksmenn vilji nýta sér þá þekkingu enn betur en nú er gert.
Mér finnst afar merklegt að ekki skuli sýnt beint frá réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Margir myndu vafalaust vilja fylgjast með vitnaleiðslum og örugglega væri það lærdómsríkt fyrir okkur sem þjóð að hafa betri aðgang að því sem þar kemur fram. Mikið er það nú samt aumkunarvert ef einhver heldur að Geir beri alla ábyrgð af hruninu sem hér varð. Sumir sem nú þegar hafa borið vitni hefðu frekar átt að sitja við hlið Geirs ef eitthvert réttlæti væri til.
Mér finnst afar merklegt að ekki skuli sýnt beint frá réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Margir myndu vafalaust vilja fylgjast með vitnaleiðslum og örugglega væri það lærdómsríkt fyrir okkur sem þjóð að hafa betri aðgang að því sem þar kemur fram. Mikið er það nú samt aumkunarvert ef einhver heldur að Geir beri alla ábyrgð af hruninu sem hér varð. Sumir sem nú þegar hafa borið vitni hefðu frekar átt að sitja við hlið Geirs ef eitthvert réttlæti væri til.
Comments:
Skrifa ummæli