<$BlogRSDUrl$>

11. desember 2014

Hér má sjá viðtal sem sýnt var á sjónvarpstöðinni N4 fyrir viku.  Við Margrét Frímannsdóttir spjöllum þarna um undirbúning jólanna annars vegar í Hveragerði og hins vegar á Litla Hrauni.

Best að segja ykkur frá því að ég hef einungis einu sinni verið nærri því að kjósa annan lista en D og það var í alþingiskosningunum 1991.  Þá bjuggum við Lárus á Bankaveginum á Selfossi.  Mikill áróður var þá rekinn fyrir því að Margrét Frímanns væri í stórri hættu að detta út af þingi.  Ég hef alltaf verið afskaplega hrifin af Margréti og þótti þessi staða alveg ómöguleg.  Fór því á kjörstað harðákveðin í því að kjósa Alþýðubandalagið, setja sem sagt x við G.  En þar sem ég stóð þarna alein í kjörklefanum þá bara gat ég þetta ekki, mér var það lífsins ómögulegt að setja krossinn við annað en D! ! !   Merkilegt - en ég hef alltaf sagt að þarna hafi genin tekið af mér völdin :-)

Sem betur fer reyndist ótti Allaballanna ástæðulaus og Margrét þurfi ekki mitt atkvæði til að halda sæti sínu enda reyndist það harla traust þegar á reyndi.



10. desember 2014

Mikið óskaplega er þetta þreytandi veður.  Rokið beljar hér fyrir utan og frostið bítur ef maður vogar sér út.  Hellisheiðin búin að vera lokuð í á annan sólarhring og Þrengslin lokuðu síðan í dag.  Á facebook sér maður best hversu mikilvægt það er að vegakerfinu sé haldið opnu því heilmargir lentu í vandræðum í dag.  Sérstaklega þar sem Þrengslin voru einfaldlega ekki tilkynnt lokuð strax í morgun.    Það þurfa að koma miklu skýrari skilaboð í fjölmiðlum um ástand vega strax í morgunsárið, áður en fólk fer að stað til vinnu.  Því allir eru það samviskusamir að þeir vilja fara ef það er nokkur kostur.  Í morgun voru sjö bílar útaf bara hér efst í Ölfusinu á leið niður í Þorlákshöfn og tveir neðar í sveitinni.  Síðdegis skilst mér á vegfarendum að sendibílar og léttari farartæki hafi hreinlega fokið útaf veginum.  Fjöldi fólks lenti í standandi vandræðum enda umferðin gríðarlega mikil á milli bæjanna hér fyrir austan fjall og höfuðborgarsvæðisins.  Veðrið á að vera heldur skárra á morgun svo vonandi verður færið betra þá.

Ég sleppti fundi í Reykjavík eftir hádegi, og "græddi" þar með hálfan dag í vinnu.  Það var ágætt.  Jólagjöf bæjarstarfsmanna og jólakortalistinn er þar af leiðandi klár.  Fundargerð bæjarstjórnar á morgun tilbúin.  Glærusýning um fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórnarfundinn nærri því tilbúin, á rétt eftir að fínpússa nokkur atriði.  Listinn yfir ósvaraða pósta í "inboxinu" hefur styst mikið og veitti ekki af.  Svona dagar geta nýst ágætlega í alls konar frágang og mál sem annars  gefst lítill tími til að sinna.

Síðdegis sendi ég frá mér allt efni i Bláhver, jólablað Sjálfstæðismanna í Hveragerði.  Venju samkvæmt tók ég viðtal við skemmtilegan Hvergerðing og skrifaði annál yfir það helsta sem gerst hefur hjá Hveragerðisbæ í ár.  Ég hefði klárlega getað skrifað endalaust enda margt sem gerist í heilu bæjarfélagi á einu ári.  En lét mér þó nægja að tæpa á helstu framkvæmdum.  Læt síðan myndir lífga uppá annálinn :-)

9. desember 2014

Búin - þá geta jólin komið :-)
Jólakortin skrifa sig víst ekki sjálf - en þegar það er búið þá er alltaf þungu fargi af mér létt.  Betri helmingurinn lokaði umslögunum, það er nú þó það :-)


Í morgun var fundur í vinnuhópnum sem unnið hefur að umhverfisúrbótunum í Reykjadal.  Þar hefur verið unnið þrekvirki í sumar í þeirri viðleitni að reyna að lagfæra þær gróðurskemmdir sem þarna höfðu þegar orðið.  Búið er að leggja mikla tré göngustíga, brýr og byggja palla meðfram læknum þannig að núna eiga gestir að geta komist þarna um án þess að sökkva upp á mjóalegg í drullu.  Auðvitað eru þetta miklar framkvæmdir og þær sjást.  En vonandi munu þær falla betur að landslagi þegar öllu er lokið og náttúran mun faðma þær betur.  Ef ekki þá er rétt að muna að hér er umafturkræfa aðgerð að ræða sem hægt verður að breyta og bæta síðar ef vill. 

Fundarboð bæjarstjórnar fór út í dag.  Ansi feitt enda í því bæði næsta árs fjárhagsáætlun og þriggja ára auk fjölda erinda.    Meira um það síðar....



8. desember 2014

Frábær hugmynd að hafa upplestur úr nýjum bókum í áhaldahúsinu.  Fullt af fólki og líflegir lestrar.  Ég var afar ánægð að ná loksins að hitta Yrsu Sigurðardóttur sem er ein af mínum uppáhalds.  Verð að næla mér í DNA fyrir jólin...  En þeir eru flottir strákarnir í áhaldahúsinu, það er nú ekki af þeim skafið :-)




Sat fund í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar á Selfossi í dag þar sem fjallað var um launamál og ýmislegt annað.  Ég sat sem varamaður Ninnu Sifjar sem er í fæðingarorlofi. 

Síðdegis var fundur í NOS, nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi utan Árborgar.  Ég er svo lánsöm að fá að vera formaður þessa góða hóps en í dag var fundurinn haldinn á kaffistofunni nýju í Kjörís þar sem hægt er að tryggja mun betri veitingar en ég yfirleitt kaupi hér.  Fín aðstaða og gaman að prófa að vera þarna aftur.  Á fundinum var farið yfir starfsmannamál og nýjar samþykktir fyrir tilvonandi byggðasamlag sem við lögum samkvæmt verðum að stofna um starfsemina. 

Meirihlutafundur í brjálaða veðrinu í kvöld.  Fámennt en góðmennt vegna veðurs.  Við fylgdumst vel með ástandi í Hamarshöllinni í gegnum sjálfvirka skráningarbúnaðinn en vindurinn virtist ekki hafa ýkja mikil áhrif á bygginguna.  Það var traustvekjandi að sjá. 

Í gærkvöldi kíktum við inní Dal en þar er nú búið að setja vegstikur meðfram veginum upp að bílaplaninu við Dalakaffi og inn að hesthúsahverfi.  Þetta er gríðarlega mikill munur en stundum var tæplega hægt að finna veginn ef snjór var yfir öllu.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet