10. desember 2014
Mikið óskaplega er þetta þreytandi veður. Rokið beljar hér fyrir utan og frostið bítur ef maður vogar sér út. Hellisheiðin búin að vera lokuð í á annan sólarhring og Þrengslin lokuðu síðan í dag. Á facebook sér maður best hversu mikilvægt það er að vegakerfinu sé haldið opnu því heilmargir lentu í vandræðum í dag. Sérstaklega þar sem Þrengslin voru einfaldlega ekki tilkynnt lokuð strax í morgun. Það þurfa að koma miklu skýrari skilaboð í fjölmiðlum um ástand vega strax í morgunsárið, áður en fólk fer að stað til vinnu. Því allir eru það samviskusamir að þeir vilja fara ef það er nokkur kostur. Í morgun voru sjö bílar útaf bara hér efst í Ölfusinu á leið niður í Þorlákshöfn og tveir neðar í sveitinni. Síðdegis skilst mér á vegfarendum að sendibílar og léttari farartæki hafi hreinlega fokið útaf veginum. Fjöldi fólks lenti í standandi vandræðum enda umferðin gríðarlega mikil á milli bæjanna hér fyrir austan fjall og höfuðborgarsvæðisins. Veðrið á að vera heldur skárra á morgun svo vonandi verður færið betra þá.
Ég sleppti fundi í Reykjavík eftir hádegi, og "græddi" þar með hálfan dag í vinnu. Það var ágætt. Jólagjöf bæjarstarfsmanna og jólakortalistinn er þar af leiðandi klár. Fundargerð bæjarstjórnar á morgun tilbúin. Glærusýning um fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórnarfundinn nærri því tilbúin, á rétt eftir að fínpússa nokkur atriði. Listinn yfir ósvaraða pósta í "inboxinu" hefur styst mikið og veitti ekki af. Svona dagar geta nýst ágætlega í alls konar frágang og mál sem annars gefst lítill tími til að sinna.
Síðdegis sendi ég frá mér allt efni i Bláhver, jólablað Sjálfstæðismanna í Hveragerði. Venju samkvæmt tók ég viðtal við skemmtilegan Hvergerðing og skrifaði annál yfir það helsta sem gerst hefur hjá Hveragerðisbæ í ár. Ég hefði klárlega getað skrifað endalaust enda margt sem gerist í heilu bæjarfélagi á einu ári. En lét mér þó nægja að tæpa á helstu framkvæmdum. Læt síðan myndir lífga uppá annálinn :-)
Ég sleppti fundi í Reykjavík eftir hádegi, og "græddi" þar með hálfan dag í vinnu. Það var ágætt. Jólagjöf bæjarstarfsmanna og jólakortalistinn er þar af leiðandi klár. Fundargerð bæjarstjórnar á morgun tilbúin. Glærusýning um fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórnarfundinn nærri því tilbúin, á rétt eftir að fínpússa nokkur atriði. Listinn yfir ósvaraða pósta í "inboxinu" hefur styst mikið og veitti ekki af. Svona dagar geta nýst ágætlega í alls konar frágang og mál sem annars gefst lítill tími til að sinna.
Síðdegis sendi ég frá mér allt efni i Bláhver, jólablað Sjálfstæðismanna í Hveragerði. Venju samkvæmt tók ég viðtal við skemmtilegan Hvergerðing og skrifaði annál yfir það helsta sem gerst hefur hjá Hveragerðisbæ í ár. Ég hefði klárlega getað skrifað endalaust enda margt sem gerist í heilu bæjarfélagi á einu ári. En lét mér þó nægja að tæpa á helstu framkvæmdum. Læt síðan myndir lífga uppá annálinn :-)
Comments:
Skrifa ummæli