<$BlogRSDUrl$>

30. júlí 2015

Nóg að gera í dag við að ræða við blaðamenn og taka á móti þeim.  Síðasti fundur bæjarráðs var ansi innihaldsríkur og fjölmiðlar uppgötvuðu það í gær.  Svo í dag ræddi ég við RÚV um frétt um lúpínuna sem við sláum nú á opnum svæðum bæjarins. Blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablaðinu komu hér eftir hádegi og skoðuðu mörg verkefni í bæjarfélaginu.  Ræddi einnig við Sirrý Arnardóttur en hún kemur hingað á morgun að taka upp þátt fyrir Hringbraut. Einnig var ég í viðtali við Útvarp Suðurlands og síðast en ekki síst verður þátturinn Mannamót sem fluttur er á morgun á Rás1 tileinkaður Hveragerði. 
Allt er þetta jákvæð og góð umfjöllun sem setur Hveragerði í forgrunn og auglýsir bæinn okkar.


Hér er ljósmyndari Fréttablaðsins að mynda Viktor og Villa sem þarna eru að slá lúpinu við Hamarsvöllinn.

Fyrir hádegi áttum við Ari, Unnur og Elínborg góðan rýnifund um Blóm í bæ, hvernig tókst til, hverju mætti breyta og hvað bæta.  Svona sýning þarf að þróast og breytast en að öðrum kosti missir hún marks.  

Fór á Selfoss með köttinn í bólusetningu, hann emjaði eins og stunginn grís í búrinu á leiðinni en var skárri heim.   Keypti handa honum beisli svo hann gæti farið út að labba.  Við prófuðum það í kvöld og það var afskaplega slæm hugmynd  ! ! ! 

24. júlí 2015


Við Elita vorum frekar stoltar af veitingunum á myndakvöldinu sem við héldum á kaffistofu Kjörís í gærkvöldi.  Það dó enginn úr leiðindum - - - þar kom vodkinn sterkur inn,  náðist ekki á mynd :-)

22. júlí 2015

Átti í dag góðan fund með aðilum frá Landsbankanum en sá banki var svo lánsamur að eignast Eden lóðina við yfirtökuna á Sparisjóði Vestmannaeyja.  Ræddum við ítarlega þá möguleika sem þarna eru og hver væri vilji bankans varðandi nýtingu.  Væntanlega mun þetta verða betur rætt á næstu vikum með tilliti til þeirra möguleika sem eru í stöðunni.

Í dag eru fjögur ár frá því að Eden brann, var það einn mesti eldur sem ég hef orðið vitni að.  Við Lalli, Guðrún og Jói, fylgdumst  með brunanum frá því hans varð fyrst vart enda var það ég sem tilkynnti brunann inn.  Mikið fjölmiðlafár fylgdi í kjölfarið um nóttina og morguninn eftir, man varla eftir öðru eins.  En fjölmiðlamennirnir hurfu héðan eins og dögg fyrir sólu þegar skyndilega fréttist af sprengjuáras í miðborg Osló og í kjölfarið fylgdu þessar hræðilegu fréttir af fjöldamorðinu í Útey. Ég mun aldrei gleyma þessum degi og í hvert sinn sem morðanna í Noregi er minnst rifjast upp þessi tengsl.

Fæ stundum skemmtilega pósta frá honum Baniprosonno sem er listamaður sem býr á Indlandi.  Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum og búið í listamannaíbúðinni okkar, Varmahlíð.
Í morgun biðu mín til dæmis nokkrar myndir og þessi var ein af þeim.  Mér finnst þetta fallegt...



21. júlí 2015

Undirbjó fund bæjarráðs en fundarboðið fór út í dag.  Þrjú stór mál eru þar á dagskrá.  Beiðni um forgang að Tívolílóðinni vegna "Eden" verkefnis.  Beiðni frá Náttúrulækningafélaginu um breytingu á skipulagi vegna uppbyggingar hótels og beiðni um forgang að svæði inn í Dal þar sem verið er að skoða möguleika á uppbyggingu jarðbaða og hótels. Ég man ekki eftir stærri verkefnum á einum fundi og greinilegt að fjölmargir sjá möguleikana sem Hveragerði býður upp á.  Það eru spennandi tímar framundan.

Við Ari fórum í bíltúr í dag og skoðuðum framkvæmdir, garða, opin svæði og ýmislegt fleira.  Bæði skemmtilegt og gagnlegt.  Það var gaman að sjá hversu margir ferðamenn eru í bæjarfélaginu en til dæmis voru ótrúlega margir í Hveragarðinum og eins og alltaf örtröð á bílastæðinu við Dalakaffi. 

Undarleg tilviljun að þeir sem koma að viðhaldsframkvæmdum sumarsins heita flestir Ólafur.  Þetta sést best í verkfundargerðum sem fara fyrir bæjarráð.
Það er hann Óli Þ.Óskarsson sem er að byggja lítið eldhús fyrir mötuneyti grunnskólans.  Ólafur Eyþór Ólafsson er yfir framkvæmdum við sundlaugina Laugaskarð en þar er stór hluti verksins málun hússins með sérstökum efnum og það mun hann Ólafur M. Ólafsson framkvæma.  Þetta finnst mér mjög skondið því svo eigum við Hvergerðingar okkar eigin Ólaf Óskarsson, húsasmið, sem allir þekkja :-)

Fjöldi verkefna í gangi... 

Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí byrjaði skemmtilega. 
Átti fund með Davíð Samúelsson strax i morgun þar sem við fórum yfir stöðu mála í þeim verkefnum sem hann er mest að vinna að en ljóst er að hans starf hefur þegar skilað ákveðnum árangri sem sjást mun á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn.  
Í morgun hittum við Guðmundur einnig hóp af fólki sem hefur hug á að kanna möguleika á mikilli uppbyggingu ferðaþjónustutengds verkefnis hér í Hveragerði.  Þau sendu erindi síðdegis sem tekið verður til afgreiðslu á fimmutdaginn.
Eftir hádegi fórum við Helga í útréttingar til Reykjavíkur sem við gerum annars helst aldrei.  Við höfum náð góðu sambandi við ákveðið stórfyrirtæki í Reykjavík og þar höfum við fengið mikið magn af feykilega góðum skrifstofuhúsgögnum sem við höfum getað notað á skrifstofu Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings.  Núna fórum við til að falast eftir meiru á skrifstofu bæjarins.  Fundum ýmislegt gott sem við erum afar þakklátar fyrir.  Þetta er heilmikil búbót fyrir bæjarfélagið. 
Meirihlutafundur í kvöld var gríðarlega langur enda sjaldan eða aldrei verið stærri mál á dagskrá eins fundar eins og verður á komandi fimmtudag.  Það er ótrúlega margt spennandi í gangi og ánægjulegt ef eitthvað af þeim verkefnum verður að veruleika, tala nú ekki um ef það verður raunin með þau öll. 



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet