<$BlogRSDUrl$>

29. mars 2007

Áhugasamir vita hvar færslur er að finna ....

20. mars 2007

Baltimore ....

... var frábær. Skoðuðum mikið þrátt fyrir að hafa átt okkar stundir í verslunarmiðstöðvunum. Fórum á markaðinn í Lexington og hittum 3 kynslóð Faidley´s sem búa til bestu krabbakökur í heimi. Fórum uppí útsýnisturn yfir miðbænum en veðrið var eins og best var á kosið þann daginn. Reyndar lentum við í óveðri á þeirra mælikvarða. Fyrsta daginn var reglulega leiðinlegt veður jafnvel á okkar mælikvarða. Þeim degi var eytt innandyra í Arundel Mills verslunarmiðstöðinni. Fórum á glæsilega miðalda sýningu þar sem Bandaríkjamenn sýndu það sem þeir eru bestir í en það er skipulagning svona sýninga. Mjög flott. Kynntumst strax fyrsta daginn eldri leigubílstjóra sem gerði ferðina enn skemmtilegri en hann keyrði okkur útum allt og meðal annars uppað dyrum á öllu sem markvert má teljast í Washington. Þeir sem eiga leið til Baltimore hafi samband til að fá númerið hjá Gerry ! ! ! En vegna mótmæla og lögregluaðgerða í Washington var búið að loka mörgum götum og byggingum þannig að nú verðum við að fara aftur fljótlega til að skoða það sem uppá vantar :-)

Dóttir mín í útlegðinni heldur úti bráðskemmtilegu bloggi sem hægt er að fylgjast með hér. Hún sendi mér innkaupalista til Bandaríkjanna yfir það sem vantaði helst á þeim bænum. Um það skrifaði hún eftirfarandi:

Ohh stundum er ég bara alltof skemmtileg og auðveld í umgengni við mitt æðra vald. Múttus í mega leiðangri með saumaklúbbnum, sem saumar ekki held ég, í Bandaríkjalandi á eyðslutripi.
Hún vildi endilega að ég gæfi henni lista svo ég sendi henni einn góðan sem ég bind miklar vonir við.

Griflur - vatnsbrúsa - pox- lambusetta - pony advance - ninja búning - hjólaskauta - sokka-... man ekki restina. En þetta er var geggjaður listi


Aðrar dætur saumaklúbbsvinkvennanna sendu lista í Victoria Secret og Levi´s, en neibb ekki mín, ég reyndi eins og ég gat að finna Ninja búning og hjólaskauta í hennar stærð en hafði ekki árangur sem erfiði. Kostur reyndar að þetta var ódýr listi :-)

14. mars 2007

Undirbjó í dag ...

... bæjarráðsfund sem verður í fyrramálið. Mörg mál á dagskrá en þrátt fyrir það hef ég ekki trú á því að fundurinn verði mjög langur.

Síðdegis hittist hér á bæjarskrifstofunni hópur sem allur hefur áhuga og hagsmuni á Reykjum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og stofnunum settist niður til skrafs og ráðagerða um þá framtíðarmöguleika sem staðurinn býður uppá. Það verður gaman að fylgja þessu eftir enda möguleikarnir margir.

Fundaði fyrir hádegi með aðilum sem hyggja á mikla uppbyggingu undir Hamrinum. Það fer að líða að því að deiliskipulag af því svæði líti dagsins ljós.

Það koma margir í heimsókn og málefnin eru margvísleg. Eitt af því skemmtilega við þetta starf er að vita aldrei fyrirfram hvernig dagurinn verður.

Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Viðbrögð Alberts við umræðunum minntu mig á gamla daga þegar þetta var leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég vissi. Nú er öldin önnur og ég horfi á með áhuga. Athyglisvert að fylgjst með stjórnarandstöðunni sem reynir nú í örvæntingu að koma því inn hjá landanum að hér sé allt á vonarvöl. Hef ekki trú á því að margir falli fyrir þeim áróðri. Ríkisstjórnin hefur gert það að verkum að hér er velsæld sem aldrei fyrr, auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni, en ég hef ekki trú á því að þjóðin taki þá áhættu sem felst í vinstri stjórn. Stjórn sem yrði sambræðingur þriggja flokka sem sameinast um fátt annað en eigið valdabrölt.

Meistaraflokkur kvenna í körfu spilaði mikilvægan leik í kvöld við Breiðablik þar sem úr því fékkst skorið hvort liðið félli niður í 2. deild. Hamarsstelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu og spila því áfram í efstu deild. Vel gert !

Síðdegis á morgun verður lagt af stað í stelpuferð til Baltimore. Verður spennandi að koma til Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Ætla að kíkja á Hvíta húsið og athuga hvort Bush sjáist bregða fyrir !

12. mars 2007

Kjörís fólkið á árshátíð í Öræfunum...



Árshátíð Kjörís var einstaklega vel heppnuð en í ár var farið á föstudegi í Hótel Skaftafell, Freysnesi, og helginni eytt þar. Það var kraftur í mannskapnum á laugardeginum en þá gengu flestir upp að Svartafossi og þar náðist þessi flotta mynd. Spurning fyrir hvaða flokk þessi hópur ætlar í framboð...



Eftir hádegi var farið undir styrkri stjórn Einars í Hofsnesi að Virkisjökli þar sem þeir sprækustu spreyttu sig á ísklifri. Hér gengur hópurinn áleiðis að jöklinum í blíðskaparveðri.

Ísklifrið var að sögn ákaflega erfitt en spennandi. Sumir voru liprari en aðrir og klifruðu hratt og örugglega upp vegginn.
Íshellirinn var ótrúlegur, fagurblár og flottur.

Veðrið var eins og best var á kosið og niður á Sandi fannst þessi flotti pollur.

Stjórn starfsmannafélagsins stóð sig með mikilli prýði. Þeir kalla sig LGÞ+....

Fleiri myndir fara á myndasíðu innan skamms og þá verður þetta útlit líka lagað :-(

9. mars 2007

Á bæjarstjórnarfundi í gær ...

...var samþykkt einróma að stefna að alþjóðlegri listasmiðju ungmenna í samvinnu við Veraldarvini. Mun listasmiðjan væntanlega setja svip sinn á hátíðahöld Blómstrandi daga sem haldnir verða síðustu helgina í ágúst. Það var einkar ánægjulegt að finna að allir bæjarfulltrúar sameinuðust um tillögurnar og lýstu yfir ánægju með hugmyndina. Næsta skref er að velja hóp ungmenna til að stýra starfinu en væntanlega mun hópurinn héðan taka þátt í tilsvarandi verkefni í Evrópu sumarið 2008. Engar skorður eru settar varðandi áhugasvið þátttakenda en þátttaka í smiðju sem þessari getur falið í sér hin fjölbreyttustu verkefni.

Annars litaði umræða um verk dr. Magga Jónssonar fundinn en óneitanlega hefur það vakið athygli hversu seint reikningar frá honum hafa borist en hann sendi nýverið til bæjarins reikninga vegna hönnunar grunnskólans allt frá árinu 1999. Það má sjálfsagt deila um það hvort reikningarnir séu fyrndir eða ekki en það er óumdeilanlegt að hann vann þessa vinnu og fékk aldrei greitt fyrir. Hann fellir síðan út umtalsverða liði vegna þess að hann hefur vonda samvisku vegna seinagangsins. Bæjarstjórn samþykkti að greiða reikningana við mótmæli minnihlutans en þau vildu reyndar líka að bæjarstjórn samþykkti að skipta ekki framar við dr. Magga. Undir það getum við ekki skrifað.

Málefni Ullarþvottastöðvar hafa nokkuð verið til umræðu í bæjarfélaginu að undanförnu en það mál er nú í skoðun hjá lögmönnum sem kanna hver sé lögformleg staða bæjarins varðandi skipulag á svæðinu.

Heimsklúbbur Grundarsystra fór í sína fyrstu ferð um síðustu helgi en þá var haldið til Istanbul. Vel lukkað og skemmtilegt, skilst mér, eins og þeirra var von og vísa. Ferðin var kynnt sem "skemmtiferð fyrir konur með gilt greiðslukort"! ! Teppa-, leður- og gullsalar Istanbulborgar verða sjálfsagt mjög glaðir ef fleiri hópar verða jafn kaupglaðir og hinir íslensku. Ferðasöguna má lesa hér. Chelsea flower show í London er næst á dagskránni skilst mér en síðan er spurning að byrja strax að spara fyrir Marokkó 2008 ! ! !

Vil líka minna á rokkóperuna Jesus Chris Superstar sem Leikfélag Hveragerðis sýnir núna. Meiriháttar skemmtun sem enginn má missa af. Næsta sýning á sunnudagskvöld.

5. mars 2007

Ásgrímur Jónsson í Hveragerði

Þau eru ótrúleg verðin sem eru að fást núna fyrir verk gömlu íslensku meistaranna, Kjarval í áður óþekktum hæðum og nú síðast Ásgrímur Jónsson. Það er sérstaklega gaman að sjá að Ásgrímur er að seljast á metverði enda er hann að margra mati einn besti málari sem Ísland hefur alið. Listasafn Árnesinga sem staðsett er hér í Hveragerði á þónokkuð margar myndir eftir Ásgrím Jónsson sem gefnar voru safninu á sínum tíma af Bjarnveigu Bjarnadóttur og sonum hennar. Hér má sjá myndirnar eftir Ásgrím. Nýr forstöðumaður, Inga Jónsdóttir, hefur nýverið tekið til starfa við safnið en Birna Kristjánsdóttir hefur horfið til annarra starfa. Inga sem er Hvergerðingur að uppruna hefur undanfarin ár starfað á Höfn að menningarmálum við góðan orðstý þannig að við teljum okkur mjög heppna að hún skuli vera komin til starfa hér.

4. mars 2007

Af afrekum helgarinnar ...

Á föstudagskvöldinu skruppum við Lárus á Selfoss en þar var Prentmet Suðurlandi með móttöku í tilefni af eigendaskiptum og afmælum prentsmiðjanna tveggja sem nú hafa sameinast. Vorum lengur en til stóð því þarna var fjöldi fólks sem gaman var að spjalla við. Allt útlit er fyrir að Prentsmiðja Suðurlands muni dafna vel með nýjum eigendum og nýju nafni.

Á laugardagsmorgninum fór ég í bæinn til að vera þátttandandi í vikulokaþættinum á Rás1. Við vorum þrjú í viðtalinu, ég, Árni Þór Sigurðsson. borgarfulltrúi og Katrín Theódórsdóttir,lögmaður. Fínn hópur svo það var ekki vandamál að finna umræðuefni. Frekar að tíminn væri of stuttur, en það er algeng upplifun í svona þáttum. Missti af opnu húsi Sjálfstæðismanna í staðinn, skilst að fjölmargir hafi mætt en opnu húsin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Verst að það á eftir að vera mér erfitt að mæta næstu laugardaga. Um komandi helgi er árshátíð Kjörís haldin í Freysnesi og helgina þar á eftir erum við stelpurnar úr saumaklúbbnum í Baltimore. Við skiptumst reyndar á að mæta bæjarfulltrúarnir svo aðrir standa vaktina þó einhverja vanti.

Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar var haldin á Hótel Örk á laugardagskvöldið og tókst vel. Metþáttaka og mikil stemning.

Fór á Ronju ræningjadóttur með strákana í dag, sunnudag. Albert var búinn að fara áður en það var ekki seinna vænna fyrir mig að fara og að sjá Guðbjörgu litlu í hlutverki grádvergs. Hún var óþekkjanleg í búningnum en við vorum búnar að koma okkur saman um merki til að við myndum þekkja hana svo það fór ekki á milli mála hvaða grádvergur tilheyrði fjölskyldunni. Pála bauð okkur að skoða sviðsmyndina eftir sýningu en það er heilmikil upplifun að sjá hvernig sviðið lítur út hinu megin frá.

Þar sem færslan í dag verður um félagslífið frekar en pólitík þá er rétt að bæta við að á miðvikudagskvöldið í síðustu viku fór fjölskyldan á Jesus Christ Superstar sem Leikfélag Hveragerðis frumsýndi um síðustu helgi. Sýningin á miðvikudag var sérstök afmælissýning en þá fagnaði félagið 60 ára afmæli. Hefur það sett upp sýningar að ég held árlega allan þennan tíma. Geri aðrir betur ...
En uppfærslan á Jesus Christ Superstar er mjög skemmtileg og það er með ólíkindum hvernig leikfélaginu tekst sífellt að koma manni á óvart með frumlegum sviðsmyndum í þessu litla leikhúsi. Hvet alla til að mæta í Völund og sjá frábæra sýningu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet