12. mars 2007
Kjörís fólkið á árshátíð í Öræfunum...
Árshátíð Kjörís var einstaklega vel heppnuð en í ár var farið á föstudegi í Hótel Skaftafell, Freysnesi, og helginni eytt þar. Það var kraftur í mannskapnum á laugardeginum en þá gengu flestir upp að Svartafossi og þar náðist þessi flotta mynd. Spurning fyrir hvaða flokk þessi hópur ætlar í framboð...
Eftir hádegi var farið undir styrkri stjórn Einars í Hofsnesi að Virkisjökli þar sem þeir sprækustu spreyttu sig á ísklifri. Hér gengur hópurinn áleiðis að jöklinum í blíðskaparveðri.
Ísklifrið var að sögn ákaflega erfitt en spennandi. Sumir voru liprari en aðrir og klifruðu hratt og örugglega upp vegginn.
Íshellirinn var ótrúlegur, fagurblár og flottur.
Veðrið var eins og best var á kosið og niður á Sandi fannst þessi flotti pollur.
Stjórn starfsmannafélagsins stóð sig með mikilli prýði. Þeir kalla sig LGÞ+....
Fleiri myndir fara á myndasíðu innan skamms og þá verður þetta útlit líka lagað :-(
Árshátíð Kjörís var einstaklega vel heppnuð en í ár var farið á föstudegi í Hótel Skaftafell, Freysnesi, og helginni eytt þar. Það var kraftur í mannskapnum á laugardeginum en þá gengu flestir upp að Svartafossi og þar náðist þessi flotta mynd. Spurning fyrir hvaða flokk þessi hópur ætlar í framboð...
Eftir hádegi var farið undir styrkri stjórn Einars í Hofsnesi að Virkisjökli þar sem þeir sprækustu spreyttu sig á ísklifri. Hér gengur hópurinn áleiðis að jöklinum í blíðskaparveðri.
Ísklifrið var að sögn ákaflega erfitt en spennandi. Sumir voru liprari en aðrir og klifruðu hratt og örugglega upp vegginn.
Íshellirinn var ótrúlegur, fagurblár og flottur.
Veðrið var eins og best var á kosið og niður á Sandi fannst þessi flotti pollur.
Stjórn starfsmannafélagsins stóð sig með mikilli prýði. Þeir kalla sig LGÞ+....
Fleiri myndir fara á myndasíðu innan skamms og þá verður þetta útlit líka lagað :-(
Comments:
Skrifa ummæli