<$BlogRSDUrl$>

29. september 2015

Vaknaði kl. 5:45 og dreif mig út til að mæta í Zumba kl. 6:00.  Komst þá að því að Zumba er bara alls ekki boði svona snemma á þriðjudögum - óheppin alltaf ! ! !   En úr því ég var nú komin á fætur þá fór ég langan kraftgöngutúr um götur bæjarins og upp að Reykjafjalli.  Soldið mikið myrkur á stígunum en vasaljósið í símanum gerði alveg sitt gagn...  Verst að ég þarf að vakna aftur á morgun svona snemma því að ÞÁ er nefnilega Zumba :-)
-----------------------
Annars er alveg nóg að gera þessa dagana, sérstaklega þar sem hún Helga, skrifstofustjóri, er í Grikklandi og eins og það sé ekki nóg þá er Guðmundur, skipulags og byggingafulltrúi í fríi í Bandaríkjunum.  Ef að þau skyldu lesa þetta þá er nú notalegt fyrir þau að vita að þeirra er saknað :-)
-------------------------
Undirbjó fyrir hádegi gögn  vegna fundar sveitarstjórnarmanna með þingmönnum sem haldinn var í  Þorlákshöfn eftir hádegi. Árlega koma þingmenn í kjördæmavikunni og gera víðreist um héraðið.  Alltaf gott að hitta hópinn þó að í dag höfum við Hvergerðingar neyðst til að yfirgefa fundinn aðeins of snemma vegna annars fundar sem var við það að bresta á hér uppfrá.  Einnig þurfti ég að fara yfir launagreiðslur bæjarins sem ég geri ávallt  fyrir útborgun og klára fundarboð bæjarráðs sem fór út í dag en fundurinn verður á fimnmtudag.  

Síðdegis skrapp ég í bæinn á fund í Valhöll þar sem góður hópur var samankominn. Notaði tímann á báðum leiðum til símtala enda á ég núna hinn þokkalegasta handfrjálsa búnað :-)

Allt þetta útstáelsi gerði að verkum að ég varð að samþykkja reikninga og svara tölvupóstum í kvöld enda stór dagur framundan á morgun en þá ætlar bæjarráð að heimsækja allar stofnanir bæjarins.  Slíkar heimsóknir eru árlega í aðdraganda fjárhagsáætlunar. 




28. september 2015

Fundur í Almannavarnaráði Árnessýslu eftir hádegi og strax á eftir fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands.  Á báðum stöðum var unnið að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár en nú eru aðalfundir og ársþing framundan þar sem þarf að samþykkja áætlanir alls staðar.

Meirihlutafundirnir eru þessa dagana kl. 16:30 á mánudögum vegna skyndilegs áhuga þeirrar sem þetta ritar á líkamsrækt sem fram fer í kringum kvöldmat.    Er nefnilega komin með kort í Fitness bilið og mæti þar oft í viku.  Virkilega gaman í góðum hópi samstarfskvenna héðan af bæjarskrifstofunni.



27. september 2015

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin á fimmtudag og föstudag í síðustu viku.  Þar hlýddu sveitarstjórnarmenn víðsvegar að á fróðlega fyrirlestra, ræddu hreinskilið um þau mál sem á hópnum brenna og áttu samtal við ráðamenn í ríkisstjórn um samskipti ríkis og sveitarfélaga.  Fjármálaráðstefnan er árlegur vettvangur sveitarstjórnarmanna í aðdraganda fjárhagsáætlunar og þar eru lagðar línur fyrir næsta ár hvað varðar helstu stærðir og hagtölur.

Stjórn sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins nýtti þetta tækifæri vel og fundaði með ráðherrum og forsvarsmönnum flokksins á miðvikudagskvöldinu.  Árlega hittast síðan Sjálfstæðismenn í Valhöll á fimmtudagssíðdeginu með þeim alþingismönnum sem eiga heimangengt.  Það eru ávallt góðar samkomur.

Hér má sjá öll þau erindi sem flutt voru á Fjármálaráðstefnunni árið 2015.
-----------------
Hvergerðingar öttu kappi við Ölfusinga í Útsvarinu síðastliðið föstudagskvöld.  Það voru þau Svava, Úlfur og Eyþór sem skipuðu okkar lið þetta árið.  Þetta er alltaf skemmtilegt en í ár varð okkar fólk á játa sig sigrað með einu stigi.  Hálf fúlt en mikið ansi var þetta spennandi :-)
-------------------
Uppgötvaði um helgina hversu arfaslök hugmynd það var að breiða net yfir rifsberjarunnana í sumar.  Berin voru reyndar í ofgnótt á greinunum en þegar ég ætlaði að taka netin af svona fyrir veturinn komst ég að því að einir 5 þrestir höfðu borið beinin í þessu gríðarlega góða fuglaveiðineti.  Það var sem sagt alveg ferlega rosaleg léleg hugmynd að kaupa svona net sem verður ekki endurtekið.    Mér verður aftur á móti nuddað upp úr þessu lengi ! ! ! !


22. september 2015

Fundur í dag á Hellu um svæðisskipulag á Suðurland.  Stór hópur frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi hefur nú hist þrisvar sinnum til að fara yfir möguleikana sem felast í sameiginlegu svæðisskipulagi.  Mikið hefur verið rætt um það hvaða leiðir í því væru vænlegastar en mörgum finnst Suðurland allt of stórt og viðamikið verkefni í þessu samhengi.  Matthildur Elmarsdóttir frá Alta hefur verið okkur til halds og trausts í þessu ferli og hefur gert það mjög vel.  Við höfum mikið rætt um kortlagningu á gæðum og möguleikum svæðisins en endanleg tillaga hópsins mun verða lögð fyrir stjórn SASS og ársþingið sem halda á í október. 

Það er mikið fjör í lóðamálum og byggingum nýrra íbúða hér í Hveragerði. Búið er að úthluta öllum raðhúsalóðum sem bærinn hefur yfir að ráða í bili sem og öllum parhúsalóðum.  Einungis eru til úthlutunar tvær einbýlishúsalóðir og nokkrar lóðir til atvinnurekstrar.  Einkaaðilar hafa réttindi nokkurra lóða á sínu forræði og eru einhverjir þeirra farnir að hugsa sér til hreyfings og vinna að skipulagsmálum.  Það er greinileg þörf á fleiri íbúðum hér í bæ og ljóst að fjölgun Hvergerðinga mun halda áfram á næstunni. 
--------
Fór í minn þriðja tíma í Zumba í dag - mikið rosalega er þetta gaman :-)  Frekar flókið samt og ógrynni af sporum sem þarf að læra !   Ætla að mæta aftur kl. 6  í fyrramálið þar sem framundan er hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaga og þá er enginn tími fyrir ræktina :-)  

Næst verður skrifað á bloggið um helgina - fylgist því vel með ...

21. september 2015

Fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga hér í Hveragerði í morgun.  Þar er ég nú dottin inn aftur eftir að Ninna Sif tók þá ákvörðun að fara í leyfi.  Þar með er ég einnig orðin formaður í stjórn Listasafns Árnesinga eins og ég hef áður verið.  Það er nú bara gaman að því enda málefni safnsins með eindæmum skemmtileg.   Á fundinum í dag undirbjuggum við haustfund Héraðsnefndar sem halda á hér í Hveragerði þann 15. október.

Átti síðan afar góðan fund í Hveragarðinum með aðilum sem núna eru að vinna með Davíð Samúelssyni að viðbótum við Hveragarðinn.  Það er ætlun okkar að koma nýjungum þar fljótlega á koppinn sem vonandi munu enn auka við gestakomur í garðinn.  Það er  gaman að segja frá því að árið 2003 komu um 2.000 gestir á hverasvæðið.  Árið 2015 komu yfir 20.000 gestir í Hveragarðinn og í ágúst núna í ár var heimsóknafjöldinn orðinn 18.000 gestir.  Hér er rukkaður hóflegur aðgangseyrir og fæstir setja það fyrir sig enda um skemmtilega upplifun hér að ræða.  Ef að hugmyndirnar sem nú er unnið að ganga eftir þá ættum við að geta laðað að okkur gesti yfir vetrartímann einnig sem klárlega gefur ýmis tækifæri.  Á myndinni hér til hliðar eru ungir menn að sjóða egg í Hveragarðinum en það er afar vinsælt að gera það og borða síðan eggin með nýbökuðu hveraelduðu rúgbrauði.  Þessa flottu mynd tók hún Guðný sem er meðlimur í Ljósmyndaklúbbnum Blik. 

Hitti ýmsa í dag eins og gengur þar á meðal Gerði G. Óskarsdóttur, fyrrverandi fræðslustjóra Reykjavikur, en hún vinnur nú að úttekt á Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í samræmi við samþykkt þar um.  Það er alltaf gefandi að hitta Gerði enda er hún einstakur viskubrunnur í þessum málaflokki. Við vorum svo lánsöm Árnesingar að fá hana til að leiða okkur fyrstu skrefin þegar Skóla- og velferðarþjónustan var stofnuð og tel ég það hafa verið afar farsæla ákvörðun. 

20. september 2015

Fékk lítinn fyrirvara fyrir sjónvarpsviðtal um móttöku flóttamanna þar sem fréttamaðurinn náði í skottið á mér á leiðinni til Reykjavíkur og ég dreif mig beint upp í Efstaleiti.  Pínulitið skondið þar sem viðtalið var búið áður en Lárus náði að leggja bílnum, enda allt tilbúið þegar ég mætti og setningarnar svo sem ekki margar og enn færri sem birtust.

Einu sinni hefði ég haft af því áhyggjur að ég var ekki tilbúin í viðtal, ekki með hárið í lagi og hafði gleymt snyrtibuddunni heima.  En núna er mér eiginlega alveg sama!  Hugsa bara þegar ég sé mig misgáfulega í sjónvarpinu að fleistir eigi nú að vita að ég líti nú aðeins skár út svona í eigin persónu.  Legg þess vegna meiri áherslu á að koma boðskapnum skammlaust til skila...

En annars var David, breskur vinur okkar,  að fara heim dag eftir vikudvöl hér í Hveragerði.  Hann ætlar að koma aftur um jólin og tvisvar næsta sumar.  Þess vegna fannst mér alveg tilvalið að fara með hann í gönguferð í dag og sýna honum meðal annars íbuðirnar sem tilheyra HNLFÍ.  Þær seljast núna eins og heitar lummur og henta frábærlega fólki sem líkar svona vel í Hveragerði :-)

Síðdegis í gær fórum við Lárus í afmælishóf NLFÍ sem haldið var til heiðurs starfsmönnum HNLFÍ í tilefni af 60 ára afmæli stofnunarinnar.  Hitti þar helling af skemmtilegu fólki en náði ekki að ræða við nema brot af hópnum.  Bið hér með alla hina afsökunar en tíminn er aldrei nægur í svona góðum félagsskap.  Það er enginn efi í mínum huga að stærsti fjársjóður Heilsustofnunar eru hinir frábæru starfsmenn sem þar starfa.  Fyrir 15 árum fékk ég ömurlegan sjúkdóm sem lagði mig í rúmið með þvílíkum krafti að ég gat ekki hreyft mig að neinu marki í alltof langa tíma.  Þegar ég hjarnaði við naut ég þess að geta leitað til Heilsustofnunar og þá komst ég að því hvers lags öðlingar þarna starfa.  Það hefur ekki breyst á þeim árum sem liðin eru.

 

18. september 2015


Persónukjör er viðhaft í kosningum í Noregi.  Með þannig kosningafyrirkomulagi geta kjósendur haft mun meiri áhrif á það hvaða einstaklingar ná kjöri.

Eins og þið sjáið hefur hin aldna kempa Thorvald Stoltenberg nú gengið í endurnýjun lífdaga í norskum stjórnmálum og greinilega kom það fáum meira á óvart en honum sjálfum.

Með þessu kosningafyrirkomulagi sem ég held að sé á margan hátt mjög gott, getur nefnilega hver sem er blandað sér í baráttuna og "heiðurssætið" getið af sér bæjarfulltrúa eins og reyndin varð í Noregi núna.

Það hefur svo sem verið reynt að koma á persónukjöri hér á landi en frumvarp dagaði uppi árið 2012 sem gerði það að tillögu að einmitt norska leiðin yrði tekin upp hér.   Mér fannst reyndar alltaf og finnst enn að úr því að þingmenn eru svona kappsamir um persónukjörið að þá ætti að sjálfsögðu að innleiða það fyrst við þingkosningar.  Spurning hvort að einhverjir þar inni óttist svo mjög vilja kjósenda að þeir vilji endilega fyrst innleiða þetta á sveitarstjórnarstiginu og vera sjálfir áfram öruggir í sínum sætum...

Þessi texti er frá Innanríkisráðuneytinu:
"Kosningar til sveitarstjórna hefði þá annað hvort verið  bundnar hlutfallskosningar eða óbundnar kosningar, eins og verið hefur, þ.e. listakosningar eða hreinar persónukosningar. Eini munurinn yrði sá að kjósandi við bundnar listakosningar ætti þess kost að veita einstökum frambjóðendum persónuatkvæði sitt með því að krossa fyrir framan nafn eða nöfn frambjóðenda, bæði á þeim lista sem hann kýs og á öðrum listum. Samanlögð persónuatkvæði hvers og eins frambjóðanda réðu því svo hver endanleg röð hans yrði á listanum miðað við aðra frambjóðendur, að teknu tilliti til þess atkvæðaálags sem hann kynni að njóta frá eigin flokk

17. september 2015

Hér  var vaknað fyrir allar aldir því  fundur bæjarráðs var kl. 7:30 og ekki dugði að mæta úfin, ógreidd og ómáluð þar sem leiðin lá til Reykjavíkur strax á eftir.  Þar hélt Skipulagsstofnun nefnilega sinn árlega fræðsludag og  þar var ég umræðustjóri í hópi sem fjallaði um áskoranir og lausnir í ferðaþjónustu með áherslu á skipulagsmál.  Heilmargir mættu í málstofuna og miklar umræður spunnust um málið.  Kannski ekki skrýtið þar sem um fátt hefur verið meira talað að undanförnu en skipulagsleysi í ferðaþjónustu.  Þarna kom skýrt fram það sjónarmið að það vantaði meiri fjármuni til uppbyggingar og að ágóðinn af þessari atvinnugrein yrði því miður ekki eftir hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að krafan um úrbætur og uppbyggingu sé í flestum tilvikum gerð til þeirra.

Var svo ljónheppin að vera boðin í mat til Laufeyjar og Elvars í kvöld ásamt David.  Þar náði ég að svæfa Haraldinn minn með lestri á Hefðarköttunum sem er klárlega uppáhaldsbókin okkar :-)

16. september 2015

Byrjaði daginn með Eyþóri, forseta bæjarstjórnar, á fundi niður í Þorlákshöfn þar sem við hittum Gunnstein bæjarstjóra og Svein forseta þar á bæ.  Áttum við langan og góðan fund þar sem við fórum vel yfir ýmis mál er lúta að samskiptum sveitarfélaganna.  Það er gott að geta átt góðar viðræður við nágranna sína. 

Fór yfir reikninga, tölvupósta og erindi og átti einnig gott spjall við Heiðdísi sem er nýr yfirmaður í heimaþjónustu.  Undirbjó einnig fund bæjarráðs sem verður í fyrramálið kl. 7:30 ! ! !
Sá ókristilegi fundartími er nauðsyn þar sem ég þarf að vera mætt á Skipulagsþing í Reykjavík fyrir allar aldir á morgun.  Þar mun ég stýra umræðuhópi um áskoranir í ferðamennsku. 

Eftir hádegi tók ég á móti hópi frá "Fylkesmannen í Telemark" í Noregi.  Þau voru að kynna sér starfshætti okkar á sviði Almannavarna og viðbrögð við áföllum.  Ég átti með þeim góðan fund þar sem við fórum m.a. yfir viðbrögð samfélagsins við jarðskjálftanum 2008.  Allir mínir erlendu gestir fara svo á sýninguna Skjálftinn 2008.  Þar vekur sprungan í gólfinu mikil viðbrögð og myndbandið úr vínbúðinni og Shell þó að klárlega sé ferð í jarðskjálftaherminn það sem er eftirminnilegast.  Það var gaman að rifja upp norskuna með þessum skemmtilega hópi.
-------------
Líkamsrækt í Fitness bilinu síðdegis og infra rauði klefinn á eftir var meiriháttar.   Rétt náði heim í kvöldmat áður en ég fór með Sigurbjörgu systur á fyrirlestur hjá Röggu nagla sem Lóa í Fitness bilinu stóð fyrir.  Fjölmenni í salnum á þessum skemmtilega fyrirlestri.

Nú er David staddur hjá okkur 19 árið í röð.  Það fer nú lítið fyrir honum og frekar að ég skammist mín fyrir það hversu lítið við sinnum honum.  Hann verður því miður að bjarga sér sjálfur enda erum við ansi upptekin þessa daga.  En kötturinn hefur þó félagsskap og bilast ekki alfarið úr leiðindum.   Hann verður í stofufangelsi þangað til hann hættir að stinga af,  kötturinn altsaa,  ekki David :-)

15. september 2015

Þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður í dag af fulltrúum sveitarfélaga í Árnessýlsu.  Athöfnin fór fram í glæsilega nýja skólanum þeirra á Stokkseyri en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra undirritaði ásamt fulltrúa frá Heimili og skóli. Þetta var hin besta athöfn og ráðherra flutti afar góða ræðu um mikilvægi læsis og ekki síður um mikilvægi þess að við þessi fullorðnu gefum börnunum okkar þann tíma sem þarf til að þau geti æft sig að lesa.  Það gefur þeim svo óendanlega mikið forskot í lífinu. 

í dag fórum við Helga, skrifstofustjóri, yfir stöðu bókhalds fyrstu 8 mánuði ársins.  Yfirleitt er rekstur stofnana í nokkuð góðu samræmi við fjárhagsáætlun, aðallega eru það launaliðir sem fara fram úr.  Bæði er þar um að ræða launahækkanir en eins er hér um að ræða leiðréttinu á starfsmati sem greidd var út nú nýverið 14 mánuði aftur í tímann.  Þar erum við að tala um þónokkuð miklar upphæðir enda þorri starfsmanna bæjarins í félögum sem lúta starfsmati. 

Fundur í dag í stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks. Þar er enn allt við það sama, óskir koma fram um þjónustu en peningar eru af skornum skammti enda duga framlög til málaflokksins engan veginn fyrir þeirri þjónustu sem veitt er.





12. september 2015


Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist hér fyrir austan fjall í dag.  Byrjuðum á fundi með bæjarstjórn Ölfuss þar sem farið var yfir helstu verkefni sveitarfélagins.  Það sama var síðan gert með bæjarstjórn Árborgar í hádeginu á Selfossi.  Stjórnin fundaði síðan í Hveragerði en að fundi loknum var Björk Vilhelmsdóttur færður  þessi fíni blómvöndur ásamt þökkum fyrir samstarfið og árnaðaróskum um góða framtíð.  Það var að sjálfsögðu formaðurinn Halldóir Halldórsson sem afhenti blómin.

Að loknum fundinum fór stjórn Sambandsins í stutta skoðunarferð um Hveragerði. Heimsóttum Bananahúsið á Reykjum þar sem gestir smökkuðu tómata, gúrkur, fíkjur og banana beint af trjánum. 
Slroppið var í Hamarshöllina og endaði síðan í Kjörís þar sem þessi frábæra mynd af stjórninni og starfsmönnum var tekin.  Allir með klæðileg hárnet enda stödd í matvælafyrirtæki :-)


10. september 2015

Fundur í hádeginu í Ferðamálaráði.  Fínn fundur þar sem farið var yfir mál er varða stefnumótun í ferðaþjónustu.  Málaflokkurinn er löng orðinn okkur svo mikilvægur að það verður að sinna honum eins og öðrum atvinnugreinum.

Bæjarstjórnarfundur hófst kl. 17 og lauk ekki fyrr en kl. 20.  Fjölmörg mál á dagskrá og mörg þeirra stór og stefnumarkandi.  Meðal annars hafa nú verið samþykktar reglur um frístundastyrki og geta foreldrar og forráðamenn fengið 12.000 króna endurgreiðslu gegn framvísun kvittunar strax í næstu viku.  Reglurnar verða settar á heimasíðu bæjarins á morgun.  Ennfremur var samþykkt að hefja undirbúning að byggingu leikskóla með það að markmiði að börnum frá 12 mánaða aldri verði boðið pláss.  Starfshópur um málið var ákveðinn og á hann að skila af sér 15. nóvember.   Ennfremur var samþykkt tillaga um að Hveragerðisbær myndi bjóðast til að taka við flóttamönnum.  Eftir samtal við Ástu framkvæmdastjóra Árborgar í dag virðist best að sveitarfélögin hér á svæðinu eigi með sér samstarf um verkefnið ef af verður.
---------
Leikurinn við Tyrki í körfubolta í dag var meirháttar og landslíðið hefur komið flestum á óvart með góðri frammistöðu.  Það var nú líka skemmtilegt að sjá feðgana á fremsta bekk syngja hástöfum með öðrum stuðningsmönnum í lok leiks.  Þetta er greinilega búin að vera skemmtileg ferð.
---------
Annars var verra að kötturinn slapp út í kvöld.  Ef þið sjáið einhvers staðar gulbröndóttan kött þá eigum við hann og þið megið gjarnan láta okkur vita....



9. september 2015

Næstum því fundalaus dagur sem er ótrúlega gott öðru hverju.  Þá getur maður klórað sig áfram í verkefna dyngjunni og jafnvel afgreitt og klárað eitthvað...

Í dag sendi ég bréf fyrir hönd bæjarstjórnar til Velferðarráðuneytisins þar sem vilja bæjarstjórnar til að taka við flóttamönnum var lýst.  Málið er á dagskrá bæjarstjórnar á morgun en þar sem frestur til að tilkynna um vilja bæjarstjórnar rann út í dag urðu bæjarfulltrúar ásáttir um að gera þetta með þessum hætti. Hér eru á margan hátt ákjósanlegar aðstæður til móttöku flóttamanna eins og lýst var í bréfinu en best fannst mér samt að geta með sanni og stolti sagt eftirfarandi í lokin á bréfinu til ráðuneytisins:  "Síðast en ekki síst:  Hér í Hveragerði hafa íbúar ávallt verið umburðarlyndir gagnvart nýjungum og nýjum íbúum enda búa hér aðilar frá öllum heimshornum, af hinum ýmsu trúarbrögðum og kynþáttum, ávallt án allra árekstra.  Með von um að  málefni flóttafólks fari í farsælan farveg hér á landi sem annars staðar.
------
Haldiði ekki að hann Albert Ingi hafi dúkkað upp á skrifstofunni aldeilis óforvarandis í gær og kom móður sinni rækilega á óvart en ég hef nú ekki séð drenginn frá því hann fór á Laugarvatn.  Það er svona líka hrikalega gaman þarna uppfrá :-)

Maður reynir alltaf að teygja sig eins og hægt er á myndum með karlpeningnum í þessari fjölskyldu !








Skutla hér inn einni líflegri mynd sem tekin er í Afríku í gær (Bananahúsinu) á Reykjum.  Þetta eru semsagt alíslenskir gómsætir bananar.  Þarna ná þau að rækta um hálft tonn af banönum á ári ef ég man rétt það sem hún Gurrý fræddi okkur um. 


Gestir mínir frá því í gær voru hrifnir af íslensku banönunum eins og hér sést.  Japanski sendiherrann er önnur frá vinstir og borgarstjóri Izu í Japan býr sig undir að fá sér bita við mikla kátinu viðstaddra :-)

Í dag var erilsamt eins og oftast er dagana sem fundarboð bæjarstjórnar er sent út.  Dagurinn byrjaði snemma á fínum fundi með Þorsteini Ragnarssyni, formanni Knattspyrnudeildar Hamars.  Við ræddum hugmyndir knattspyrnumanna varðandi yfirtöku á flettiskiltinu við hringtorgið eins og mér var falið að gera af bæjarráði. Sama mál hef ég einnig rætt við Hjalta formann aðalstjórnar Hamars.   Niðurstöður viðræðnanna verða kynntar í bæjarráði í næstu viku.   Mér fannst athyglisvert að heyra um líflegt starf knattspyrnudeildar en nú eru iðkendurum 150 talsins og þar af um 60 stúlkur.  Það er mikil breyting á fáum árum.  Þar eigum við frábærri aðstöðu í Hamarshöll mikið að þakka og góðu starfi Ágústs Örlaugs sem stýrir starfi deildarinn með miklum sóma. 

Atvinnustefnan var síðan fínpússuð síðdegis en hún hefur verið rædd ítarlega í bæjarráði og er nú til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  

Átti góðan fund með Davíð Samúelssyni sem hefur núna mörg járn í eldinum fyrir hönd bæjarins.  Það verður gaman að fylgjast með þeirri framvindu á næstu mánuðum. 

Fór ásamt Ástu Stefáns, Jóni Valgeirssyni og aðilum frá Sorpu til fundar við sveitarstjórnarmenn í Ölfusi þar sem rætt var um framtíðarhorfur í sorpmálum á Suðurlandi.  Það er engin launung að horft til til þess stóra óbyggða landsvæðis sem er vestan við byggðina í Ölfusi þegar skoðaðir eru framtíðarstaðir fyrir starfsemi tengda sorpi og sorpurðun.  Fundurinn var góður og hreinskiptinn eins og nauðsynlegt er þegar svona mikilvæg mál eru á dagskrá.

Endaði síðan daginn með Jóhönnu M.  vinkonu í dekri á Hotel Natura og frábærum mat á Vox þar sem vonlaust var að fá borð á veitingahúsinu á hótelinu. Samt er bara ósköp venjulegur þriðjudagur í september... En nú er sem sagt verið að eyða afmælisgjafabréfum síðasta árs.  Ekki seinna vænna.  

Frábær endir á góðum degi.





7. september 2015

Haustrigningarnar hafnar fyrir alvöru og hér fossar regnið sem aldrei fyrr.

Í morgun tók ég á móti sendiherra Japans ásamt borgarstjóra borgarinnar Izu í Japan.  Við ræddum nokkuð lengi um málefni er tengja þjóðirnar en á þessu svæði er til dæmis staðið frammi fyrir vanda sem væntanlega á bara eftir að aukast í hinum vestrænu löndum.   Í borginni Izu búa um 32.000 manns en þar fæðast einungis um 130 börn á ári. Þar hefur líka fækkað mjög því unga fólki sem velur að vera í sambandi því eins og gestir mínir sögðu i morgun leggja mjög margir Japanir mestu áhersluna á sjálfa sig og þá er ekki pláss fyrir börn eða maka.  Til að bregðast við þessu hafa yfirvöld í Izu ákveðið að greiða verðandi mæðrum 400 dollar við 26 viku meðgöngu svo þær geti búið sig sem best undir fæðingu barnsins.

Eftir skemmtilegt spjall heimsóttum við Landbúnaðarháskólann að Reykjum þar sem tilraunahúsið var skoðað og auðvitað Afríka sem var óvanalega gróskumikil í þetta sinn.   Fórum síðan í Hveragarðinn sem vakti mikla lukku eins og alltaf.   Þar vekja vatnslausir hverirnir jafn mikla athygli og áður enda hvar annars staðar er hægt að skoða hveri að innan ?

Síðdegis var meirhlutafundur til undirbúnings bæjarstjórnarfundinum sem verður í vikunni.  Í sumar hefur bæjarráð farið með fullnaðarafgreiðslu mála en nú tekur bæjarstjórn við að loknu sumarfríi.

Kötturinn hefur ekki fengið útivistarleyfi eftir síðast strok.  Nú höfum við þurft að sækja hann til strákanna á bílaverkstæðinu hans Jóa Garðars,  til Lars og Ragnheiðar í Borg,  í ísbúðina Gottís og allavega tvisvar á tjaldsvæðið.  Á laugardagsmorguninn síðasta var síðan hringt árla úr Laugaskarði og tilkynnt að þar væri kattarspottið sest að.  Hann var ekki sá vinælasti þegar ég brunaði þangað uppeftir eldsnemma til að sækja útilegumanninn mikla.  Ég hef aldrei áður vitað til þess að maður sjái hreinlega undir þófana á heimiliskettinum í hvert sinn sem hann sleppur út og hann horfir ekki einu sinni til baka...  Tengslamyndun hans er klárlega ekki í lagi - nema hann sé hreinlega bilaður sem mér finnst reyndar mun líklegra  ! ! !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet