<$BlogRSDUrl$>

13. mars 2004

Það var frábært að verða vitni að jafn skemmtilegum viðburði og frumsýningu NFSU á söngleiknum HEY ÞÚ sem var nú í kvöld.
Skemmti mér konunglega, leikurinn var afbragð og söngurinn ekki síðri. Lög strákanna í Skítamóral eru líka mjög grípandi og skemmtileg þannig að þarna leiðist engum. Verð að minnast á þátt Hvergerðinga þarna; Halldóra fór á kostum í þakklátu hlutveri og Anna Guðrún sýndi frábæra takta í dönsunum. Sævar var síðan á tækniborðinu, þannig að við áttum okkar fulltrúa þarna. Ég mæli eindregið með því að enginn láti þessa sýningu fram hjá sér fara.
-------------
Það er síðan efni í aðra og miklu stærri grein að okkur Sunnlendingum skuli ekki takast að klára Menningarsalinn, þennan glæsilega sal sem er svona líka vel falinn inní Hótel Selfoss. Það er lyginni líkast hvað þetta er stór og góður salur og þyngra en tárum taki að okkur skuli ekki auðnast að finna þessu máli farsælan farveg.
-------------
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fundaði í gær og ég hvet fólk til að lesa fundargerðina sem er hér.
Ýmis áhugaverð mál voru tekin fyrir og eins og ávallt þá sýndist sitt hverjum.

10. mars 2004

Var á fundi í byggingarnefnd íþróttahúss FSU í dag. Fór að honum loknum að skoða bygginguna og fannst mikið til koma. Það er góður gangur í verkinu og allar líkur á því að nemendur FSU geti stundað íþróttir í þessu glæsilega hús á komandi hausti. Tilkoma þess mun valda byltingu í íþróttakennslu skólans og verður vonandi til þess að efla enn frekar þetta mikilvæga nám.

Bygging heimavistarinnar gengur heldur hægar enda kannski ekki við öðru að búast því það á ekki að taka hana í gagnið fyrr en um áramótin 2004-2005.
Með hinni nýju heimavist verður hægt að loka Þóristúninu og er það ekki seinna vænna því það húsnæði uppfyllir fæstar þær kröfur sem við gerum í dag til skólagarða. Nýja vistin verður spennandi búsetuvalkostur ekki bara fyrir nemendur sem koma úr öðrum landshlutum heldur ekki síður fyrir þá sem vilja fóta sig á eigin vegum í tilverunni en samt í svolítið verndaðri veröld.

Það er mikill gangur í framkvæmdum við skólann og alveg ljóst að með þessum viðbótum í húsakosti er FSU að festa sig í sessi sem einn fremsti og best búni framhaldskóli landsins í dag.

7. mars 2004

Eftirfarandi grein birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku. Tilefnið var verslunarmiðstöðin nýja og áhrif hennar á núverandi miðbæ okkar Hvergerðinga og kannski ekki síður hver er stefna meirihlutans í skipulagsmálum:

"Ég hef ávallt verið hlynnt byggingu verslanamiðstöðvar við Suðurlandsveginn en ég er afar ósátt við aðkomu bæjarsjóðs Hveragerðisbæjar að byggingu hennar. Með því að taka tæplega 900 fermetra húsnæði á leigu til næstu 25 ára, undir starfssemi sem nú rúmast í rétt tæplega 400 fermetrum, er bærinn bara að gulltryggja fjármögnun verkefnisins. Það má heldur ekki horfa framhjá því að stuðningur bæjarins við þessa byggingu getur orkað tvímælis gagnvart þeim verslunarrekstri sem fyrir er og ekki nýtur sambærilegs stuðnings bæjaryfirvalda. Það er gagnrýnisvert og er gert á sama tíma og blikur eru á lofti gagnvart þeim miðbæ sem við eigum hér í Hveragerði," segir Aldís Hafsteinsdóttir oddviti minnihluta í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í viðtali sem Sunnlenska átti við hana í miðbæ Hveragerðis nú í vikubyrjun.
Aldís bendir á að í miðbænum eru nú í bígerð breytingar sem miða að því að breyta bæði gamla húsmæðraskólanum og Hótel Ljósbrá í íbúðahús en húsin sem standa við hringtorgið hafa bæði verið skilgreind sem þjónustuhús hingað til. Nýlega komu svo fram hugmyndir um að gera það sama við gamla hótelið og þinghússal þess. Þá er pósthúsið sem kunnugt er að hverfa úr miðbænum og verður rekið í Upplýsingamiðstöðinni sem staðsett verður í verslanamiðstöðinni nýju. Síðan mun bæjarskrifstofan sem verið hefur rétt ofan við gamla hótelið flytjast þangað einnig.
"Þetta er mjög sorgleg þróun því að Hveragerði hefur verið einn fárra bæja hér á Suðurlandi sem á sér almennilegan miðbæ og það var mikið gert fyrir hann með byggingu hringtorgs. En ef að það er ætlunin að flytja alla miðbæjarstarfssemina til þá er nauðsynlegt að ræða það og ræða um leið hvernig menn sjá þetta svæði hér í gamla miðbænum fyrir sér. Þetta hlýtur að vera ein af þeim meginspurningum sem menn standa frammi fyrir nú þegar gerð aðalskipulags stendur fyrir dyrum".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet