7. mars 2004
Eftirfarandi grein birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku. Tilefnið var verslunarmiðstöðin nýja og áhrif hennar á núverandi miðbæ okkar Hvergerðinga og kannski ekki síður hver er stefna meirihlutans í skipulagsmálum:
"Ég hef ávallt verið hlynnt byggingu verslanamiðstöðvar við Suðurlandsveginn en ég er afar ósátt við aðkomu bæjarsjóðs Hveragerðisbæjar að byggingu hennar. Með því að taka tæplega 900 fermetra húsnæði á leigu til næstu 25 ára, undir starfssemi sem nú rúmast í rétt tæplega 400 fermetrum, er bærinn bara að gulltryggja fjármögnun verkefnisins. Það má heldur ekki horfa framhjá því að stuðningur bæjarins við þessa byggingu getur orkað tvímælis gagnvart þeim verslunarrekstri sem fyrir er og ekki nýtur sambærilegs stuðnings bæjaryfirvalda. Það er gagnrýnisvert og er gert á sama tíma og blikur eru á lofti gagnvart þeim miðbæ sem við eigum hér í Hveragerði," segir Aldís Hafsteinsdóttir oddviti minnihluta í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í viðtali sem Sunnlenska átti við hana í miðbæ Hveragerðis nú í vikubyrjun.
Aldís bendir á að í miðbænum eru nú í bígerð breytingar sem miða að því að breyta bæði gamla húsmæðraskólanum og Hótel Ljósbrá í íbúðahús en húsin sem standa við hringtorgið hafa bæði verið skilgreind sem þjónustuhús hingað til. Nýlega komu svo fram hugmyndir um að gera það sama við gamla hótelið og þinghússal þess. Þá er pósthúsið sem kunnugt er að hverfa úr miðbænum og verður rekið í Upplýsingamiðstöðinni sem staðsett verður í verslanamiðstöðinni nýju. Síðan mun bæjarskrifstofan sem verið hefur rétt ofan við gamla hótelið flytjast þangað einnig.
"Þetta er mjög sorgleg þróun því að Hveragerði hefur verið einn fárra bæja hér á Suðurlandi sem á sér almennilegan miðbæ og það var mikið gert fyrir hann með byggingu hringtorgs. En ef að það er ætlunin að flytja alla miðbæjarstarfssemina til þá er nauðsynlegt að ræða það og ræða um leið hvernig menn sjá þetta svæði hér í gamla miðbænum fyrir sér. Þetta hlýtur að vera ein af þeim meginspurningum sem menn standa frammi fyrir nú þegar gerð aðalskipulags stendur fyrir dyrum".
"Ég hef ávallt verið hlynnt byggingu verslanamiðstöðvar við Suðurlandsveginn en ég er afar ósátt við aðkomu bæjarsjóðs Hveragerðisbæjar að byggingu hennar. Með því að taka tæplega 900 fermetra húsnæði á leigu til næstu 25 ára, undir starfssemi sem nú rúmast í rétt tæplega 400 fermetrum, er bærinn bara að gulltryggja fjármögnun verkefnisins. Það má heldur ekki horfa framhjá því að stuðningur bæjarins við þessa byggingu getur orkað tvímælis gagnvart þeim verslunarrekstri sem fyrir er og ekki nýtur sambærilegs stuðnings bæjaryfirvalda. Það er gagnrýnisvert og er gert á sama tíma og blikur eru á lofti gagnvart þeim miðbæ sem við eigum hér í Hveragerði," segir Aldís Hafsteinsdóttir oddviti minnihluta í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í viðtali sem Sunnlenska átti við hana í miðbæ Hveragerðis nú í vikubyrjun.
Aldís bendir á að í miðbænum eru nú í bígerð breytingar sem miða að því að breyta bæði gamla húsmæðraskólanum og Hótel Ljósbrá í íbúðahús en húsin sem standa við hringtorgið hafa bæði verið skilgreind sem þjónustuhús hingað til. Nýlega komu svo fram hugmyndir um að gera það sama við gamla hótelið og þinghússal þess. Þá er pósthúsið sem kunnugt er að hverfa úr miðbænum og verður rekið í Upplýsingamiðstöðinni sem staðsett verður í verslanamiðstöðinni nýju. Síðan mun bæjarskrifstofan sem verið hefur rétt ofan við gamla hótelið flytjast þangað einnig.
"Þetta er mjög sorgleg þróun því að Hveragerði hefur verið einn fárra bæja hér á Suðurlandi sem á sér almennilegan miðbæ og það var mikið gert fyrir hann með byggingu hringtorgs. En ef að það er ætlunin að flytja alla miðbæjarstarfssemina til þá er nauðsynlegt að ræða það og ræða um leið hvernig menn sjá þetta svæði hér í gamla miðbænum fyrir sér. Þetta hlýtur að vera ein af þeim meginspurningum sem menn standa frammi fyrir nú þegar gerð aðalskipulags stendur fyrir dyrum".
Comments:
Skrifa ummæli