<$BlogRSDUrl$>

30. ágúst 2006

Ungmenni í óbærilegum aðstæðum ...

Málefni piltsins sem tekinn var um helgina fyrir að smygla eiturlyfjum inn í fangelsið á Litla Hrauni áttu, af sérstökum ástæðum, hug minn allan í dag.

Þessi ungi maður braut þarna gróflega af sér og brást trausti sem honum var sýnt með ráðningunni og verður að súpa seyðið af gjörðum sínum. Ef það reynist rétt að hann hafi á einhvern hátt verið þvingaður af föngum til að gera hluti sem bæði eru óréttlætanlegir og ólöglegir verður vonandi tekið á þeim mönnum líka.

Ungi maðurinn fékk í fangelsinu sumarvinnu við afleysingar í aðstæðum sem greinilega voru honum ofviða. Hvað á það líka að þýða að setja óharðnaða unglinga í störf sem þessi? Í reglugerð um fangaverði segir að umsækjendur um embætti fangavarðar, hvort heldur í fasta stöðu eða til afleysinga skuli vera á aldrinum 20-40 ára og hafa ekki hlotið refsiviðurlög samkvæmt almennum hegningarlögum.

Finnst okkur í lagi að tvítugt ungmenni starfi sem fangavörður og umgangist þar daglega hættulegustu glæpamenn þjóðarinnar? Í stöður sem þessar á aldurstakmarkið að vera að lágmarki 25 ár. Hversu gáfulegt er það síðan að neita fólki eldra en 40 ára um fangavarðastöðu á þeirri forsendu að það sé of gamalt? Ætli andlegur þroski, sem við flest hver ávinnum okkur með aldrinum, ætti ekki að skipa hærri sess en unggæðingslegt líkamlegt atgervi sem Fangelsismálastofnun horfir greinilega meira til með þessum líka frábæra árangri.

Börn eru ósjálfráða á ábyrgð foreldra sinna til 18 ára aldurs. Um tvítugt eru þau enn of ung til að stunda ákveðin störf. Yfirvöld dómsmála ættu að vera meðvitaðri um þær breytingar sem hækkun sjálfræðisaldursins hafði í för með sér og vernda ungmennin okkar gegn aðstæðum sem þessum. Aðstæðum sem þau mörg hver ráða ekki við jafnvel þó þau leiðist ekki út í lögbrot eins og gerðist í þessu tilviki. Tökum tillit til þess að samfélagið hefur breyst og sínum almenna heilbrigða skynsemi þegar ráðið er í stöður sem geta reynst ungu fólki skaðlegar.

29. ágúst 2006

Af skólamálum og sögu Hveragerðis...

Á mánudögum og miðvikudögum eru fastir viðtalstímar bæjarstjóra. Þrátt fyrir það er oft erill allan daginn því ef ég hef tök á að hitta þá sem koma á skrifstofuna þá geri ég það. Sumir stoppa stutt aðrir lengur eins og gengur.

Fékk góða heimsókn í morgun er tveir sagnfræðingar komu í heimsókn, þeir Björn Pálsson og Njörður Sigurðsson. Vildu þeir halda vakandi umræðu um ritun sögu Hveragerðis. Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var ritun sögunnar rædd án þess að endanleg ákvörðun væri tekin. Sama staða var uppi á 50 ára afmæli bæjarins árið 1996. Þá var sagan aldrei skrifuð þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar þar um. Nú þarf bæjarstjórn að klára þetta mál svo arftakar okkar erfi það ekki á 70 ára afmælinu að 10 árum liðnum.

Sat fyrsta fund skólanefndar Grunnskólans í Hveragerði í dag. Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, var fjarri góðu gamni svo Páll Leó Jónsson, aðstoðarskólastjóri kom í hans stað. Allir kjörnir nefndarmenn eru nýjir í nefndinni og einungis einn áheyrnarfulltrúi hefur setið áður þannig að nefndarmenn hafa nóg að gera við að setja sig inní skólamál bæjarins.

Nemendur skólans eru rétt í kringum 400 og hefur fækkað örlítið síðan í fyrra. Það sem aftur á móti vekur athygli er mikil fjölgun í frístundaskólanum. Sú skýring hefur komið fram að umræðan sem fram fór um frístundaskólann í kosningabaráttunni hafi haft þau áhrif að forráðamenn hafi orðið þess betur meðvitaðir hversu gott starf fer þarna fram. Í haust er boðið upp á heimanámsaðstoð undir stjórn kennara. Danskennsla verður líka í boði ásamt því að börnin sækja íþróttaæfingar. Íþróttafélagið Hamar hefur átt í erfiðleikum með að setja niður æfingar í íþróttahúsi bæjarins því í ár nýtir Grunnskólinn fleiri tíma í húsi en áður. Ég finn að pressan eykst stöðugt á að bætt verði úr aðstöðuleysi íþróttafélagsins. Við sem sitjum í bæjarstjórn gerum okkur góða grein fyrir mikilvægi þess að íþróttahreyfingunni verði sköpuð skilyrði til áframhaldandi vaxtar.

Sjálfstæðismenn lofuðu danskennslu í grunnskólanum og erum stolt af þeirri staðreynd að nú er hún hafin. Danskennari fékkst til starfans í hálfa stöðu og njóta nemendur í 1. til 4. bekk góðs af. Sú nýbreytni var tekin upp í haust að kennt er í 3 vikna lotum í handmennt, smíðum, myndmennt og matreiðslu, svokölluðum Listasmiðjum. Nemendur fá þá 6 tíma á viku í hverri grein fyrir sig og að þremur vikum liðnum tekur við sú næsta.
Spennandi að sjá hvernig þetta virkar. Það var gaman að heyra á fundinum að nú sem endranær hafa starfsmenn skólans átt frumkvæði að fjölmörgum nýjungum í skólastarfinu og sannar það enn og aftur að hér er einvalalið við störf.

Fundi í stjórn kjördæmisráðs sem halda átti í kvöld var frestað og gaf það mér kærkomið tækifæri til að sulta þau rúmlega 6 kíló af rifsi sem ég og strákarnir týndum í gær. Það er dæmalaust búsældarlegt um að litast í eldhúsinu núna ...
-------------------------------------
Hef gefið það út opinberlega að ég mun ekki taka þátt í fyrirhuguðu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Ég vildi koma þessum skilaboðum á framfæri því nafn mitt hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við prófkjörið. Ég vil aftur á móti að það komi fram að ég er afar þakklát öllu því góða fólki sem hefur trú á mér til þessara verka.

28. ágúst 2006


Blómstrandi dagar heppnuðust vel og fjöldi gesta lagði leið sína hingað til Hveragerðis um helgina. Tjaldsvæðið yfirfylltist og húsbílum og hjólhýsum var lagt á víð og dreif um bæinn. Fjöldinn olli rafkerfi tjaldsvæðisins örlitlum vandræðum því þrátt fyrir að hafa verið stórbætt fyrr í sumar þá annar það ekki öðrum eins fjölda og hér var um helgina. En aðrir hnökrar voru fáir og gaman að sjá hversu margir tóku þátt í bæjarhátíðinni með Hvergerðingum.
Hátíðin var sett með glæsilegum fiðlutónleikum Huldu Jónsdóttur en hún er að hefja nám við Listaháskóla Íslands nú í haust, yngsti nemandinn þar frá upphafi enda er hún aðeins 15 ára. Síðan rak hver dagskrárliðurinn annan, útitónleikar, Gunni og Felix, afhending verðlauna fyrir fegurstu garðana, myndlistarsýningar, markaðstorg, hundasýning, jazztónleikar, Baggalútur og fjölmargt fleira. Hápunktur helgarinnar var brekkusöngur og flugeldasýning í listigarðinum. Eyjólfur Kristjáns stjórnaði fjöldasöng og mannfjöldinn sem troðfyllti listigarðinn tók vel undir. Eftir flugeldasýninguna streymdi fólk að Hótel Örk þar sem Brimkló með Bjögga Halldórs í broddi fylkingar hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu. Ég held að sjaldan hafi fleiri verið á balli á Örkinni en húsið var sneisafullt svo ekki sé nú talað um dansgólfið.


Bæjarfulltrúarnir grilluðu fyrir gesti hátíðarinnar á laugardag, á myndinni hér til hliðar má sjá að mikið gekk á enda margir sem þáðu pylsur og gos.

Bjössi á Bláfelli tók fullt af myndum um helgina og þær má sjá hér.

20. ágúst 2006

Á fundi sem Kjartan Ólafsson þingmaður boðaði til með Sjálfstæðismönnum í Árnessýslu í kvöld, sunnudag, tilkynnti hann að hann myndi sækjast eftir því að vera í forystu á lista Sjálfstæðismanna til Alþingis og skoraðist jafnframt ekki undan því að taka fyrsta sætið. Þetta er eðlilegt og ánægjulegt útspil hjá Kjartani en það stefndi í nokkuð vandræðalega stöðu ef sitjandi þingmenn hefðu ekki haft áhuga á því að leiða listann í vor. Það hlýtur að vera takmark hvers stjórnmálamanns að hafa sem mest áhrif og því væri sú staða óneitanlega kyndug ef þingmennirnir sætu hjá og vildu ekki aukin metorð þegar stefnir í prófkjör og efsta sæti listans er “laust”.
Nú hafa Kjartan og Viktor B. Kjartansson boðið fra krafta sína. Fleiri aðilar hljóta að fylgja í kjölfarið og bjóða sig fram til forystu.

Mikið starf hefur verið unnið í hinu nýja kjördæmi. Sjálfstæðismenn eru sameinaðir og sterkir og í sveit þeirra er fjöldi hæfileikaríkra manna og kvenna sem vilja leggja sitt af mörkum til að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem besta kosningu í vor.
Það er eftirsóknarvert að leiða lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi því munu án vafa fleiri banka á dyrnar og bjóða sig fram til forystu.
------------------------------
Sumir stjórnmálamenn ráða til sín auglýsingafólk sem skipuleggur hvernig stjórnmálamanninum verði mest og best komið á framfæri. Þetta hefur þótt ágæt aðferð og virkað vel. Sjálfstæðismenn í Hveragerði þurfa aftur á móti enga auglýsingastofu því við eigum okkar eigin ... A-listann í Hveragerði ! ! !
Það er varla lengur hægt að opna blað hér á Suðurlandi án þess að þar séu greinar um meirihlutann eftir A-listamenn. Ef ég hef einhvern tímann haldið að við þyrftum á kynningu á halda þá er það liðin tíð. Reyndar er boðskapurinn ekki alveg eftir forskrift kynningarmannanna en það er þó bót í máli að þessar langlokur nennir varla nokkur maður að lesa lengur. Ég vil nú samt, svona til öryggis, fullvissa lesendur um að í meirihlutanum í Hveragerði er enginn geðveikur eins og látið er í veðri vaka í arfaslakri grein Róberts Hlöðverssonar. Skrifin lýsa best þeim sem á pennanum heldur þegar lotið er svo lágt að bera okkur Sjálfstæðismenn saman við sárþjáðar skáldsagnapersónur erlendra höfunda.
-------------------------------
Nú er sumarið loksins komið á Suðurlandi. Þetta er held ég þriðja árið í röð sem veðrið er best í lok ágúst hér sunnan heiða og fer að verða spurning hvort sumarfrí skólanna sé ekki á kolvitlausum tíma, svona veðurfarslega séð! !
Uppskeruhátíð var í skólagörðunum á laugardag og mættum þá við foreldrar með ungu garðyrkjumönnunum og tókum upp grænmetið og síðan voru grillaðar pylsur.
Eins og sjá má á myndinni þá svigna nú allar greinar undan berjum. Það er kominn tími til að týna, það er nokkuð ljóst ....



.......

















Á þriðjudaginn mætir Albert í grunnskólann og eldri sonurinn í Fjölbraut þann sama dag. Nú tekur alvaran við, heimalærdómur, nestisbox, mjólkurmiðar og annað í þeim dúr. Föst rútína samt sem áður, sem líka er ágætt eftir lausatök sumarsins.
Albert fær nýjan kennara, Ásu Pálsdóttur. Hann hefur verið afar heppinn með kennara frá upphafi en Bjarndís Hannesdóttir hefur stýrt þessum hópi af miklum myndarskap og röggsemi. Við efumst ekki um að nýr skipstjóri í brúnni verður jafn farsæll og fyrirrennarinn.
-------------------------------

16. ágúst 2006

Framkvæmdir og húsbyggingar

Þrátt fyrir allt tal um samdrátt þá er engan bilbug að finna á verktökum og framkvæmdaaðilum sem hyggja á uppbyggingu í og við Hveragerði. Mörg erindi og fyrirspurnir hafa borist og mér þykir nokkuð ljóst að framhald verður á vexti Hveragerðis enda fá bæjarfélög betur í sveit sett.

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag deiliskipulagstillögu að lóðunum Heiðmörk 64, 68 og 70. Þar er gert ráð fyrir 24 íbúðum í 6 tveggja hæða raðhúsum. Á svæðinu verður ennfremur opið leiksvæði sem gefur þessu hverfi jákvæða og fjölskylduvæna ímynd. Tillagan verður nú send Skipulagsstofnun og að fengnu samþykki þaðan verður hún auglýst í samræmi við lög.

Verið er að byggja tvö raðhús til viðbótar í hverfi ÍAV við Heilsustofnun. Þar er að myndast skemmtilegt samfélag þar sem íbúar nýta sér þjónustu Heilsustofnunar svosem eins og líkamsrækt, leirböð, gönguferðir, innilaugina og hið víðfræga grænmetisfæði. Við HNFLFÍ er nú verið að byggja 25 metra útisundlaug auk heitra potta sem kemur til viðbótar baðhúsinu sem vígt var fyrir nokkrum árum.

15. ágúst 2006

Brúðkaup, bæjarstjóraraunir og fleira á þriðjudegi

Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir eru loksins hjón en við fengum að fagna með þeim á laugardaginn. Yndisleg athöfn og skemmtileg veisla þar sem brúðhjónin og börnin þeirra fjögur áttu hug okkar allan.
Til hamingju stóra fjölskylda!

Vorum nokkuð sein í grillveislu Gísla Páls og Huldu um kvöldið en náðum þó í endann á samkvæminu og skemmtum okkur vel enda hópurinn með eindæmum góður.
------------------
Á sunnudaginn fengum við heimsókn norðan úr Reykjadal en þá komu Hildigunnur bekkjarsystir mín úr MA og Hermann maður hennar í heimsókn. Þau eiga fjögur börn sem vonandi líkaði vel heimsóknin á Heiðmörkina. Við reynum alltaf að spilla börnum vina okkar með ís, svo mjög fljótlega eru það krakkarnir sem rella um að heimsækja Aldísi og Lárus. Sniðug aðferð við að draga fólk út á land! !
En Lena næstelsta dóttir þeirra átti nú samt setningu dagsins!
Þar sem það var nú sunnudagur þá notaði ég tækifærið og þreif ísskápinn og nokkra eldhússkápa fyrri hluta dags, setti í þvottavélar, skellti í köku og annað sem tilheyrir helgar”fríi”. Var því eðli máls samkvæmt í gömlum íþróttabuxum og bol og alls ekki sérlega vel til höfð. Sú litla var búin að tipla svolítið í kringum mig þegar hún spurði við hvað ég ynni. Ég sagði henni að ég væri bæjarstjórinn í Hveragerði. Hún mældi mig út frá toppi til táar og sagði svo með hneykslan í röddinni: En þú ert ekkert fín ! ! ! Fannst ég greinilega ekki samræmast hugmyndinni um jakkafataklædda og stífpressaða bæjarstjóra. Spurning að skúra í betri gallanum héðan í frá :-)
-------------------
En sumarfríi lauk í gær og vinnan tók við. Nóg að gera og strax er vikan orðin þétt skipuð fundum og viðtölum sem þarf að sinna. Fékk m.a. heimsókn frá fulltrúum Rauða Krossins í Hveragerði þar sem við ræddum framtíðarverkefni og samstarf bæjarins og félagsins. Hveragerðisbær hefur verið með samning við Rauða Krossinn varðandi rekstur H-hússins en hann er nú útrunninn og þarf því að ákveða fljótlega hvert framhald þess verkefnis verður. Þau minntu mig einnig á það að 9. september verður gengið í hús með rauðu baukana og fjár aflað til starfsemi Rauða Krossins. Bæjarfulltrúar gengu í hús í fyrra ásamt fjölda annarra og var hvarvetna vel tekið, vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í ár. Heimsótti einnig leikskólann Óskaland en þar hefur verið unnið að endurbótum á lóð í sumar og minniháttar breytingum á húsnæðinu.
--------------------------------
Meirihlutafundur í gærkvöldi þar sem dagskrá bæjarráðsfundar var til umfjöllunar. Þar ber hæst úrskurð Félagsmálráðuneytisins í Eyktarmálinu svokallaða. Við getum ekki verið sátt við þann úrskurð enda hugsar meirihlutinn sinn gang þessa dagana í því máli.
---------------------------------
Byrjaði daginn í dag á því að fara á verkfund vegna gatnagerðar. Verkið er mörgum mánuðum á eftir áætlun og er það auðvitað óásættanlegt. Verktakinn hefur þó reynt að sjá til þess að íbúar verði fyrir sem minnstu raski vegna framkvæmdanna enda höfum við lagt kapp á að þannig sé um hnúta búið. Það er alltaf flókið og erfitt að samræma alla þá aðila sem koma þurfa að endurnýjun gatna í gömlum hverfum og ekki bætir úr skáp að gríðarmiklar framkvæmdir eru í hvarvetna í gangi og því mikið álag á öllum sem að framkvæmdum sem þessum þurfa að koma. Skólalóðin hefur tafist vegna gatnagerðarinnar. Vonast er þó til að malbikun þar verði lokið sem fyrst þannig að sem minnst þurfi að vera þar með stórvirkar vinnuvélar eftir að skólastarf hefst.

Fórum út að ganga í kvöld enda veðrið með eindæmum gott. Það var tímabært að sumarið léti sjá sig svona áður en haustar þetta árið. Kíkti í Hverakaup þar sem hillurnar eru að verða ansi tómlegar. Vigfús greinilega hættur að kaupa inn, að mestu leyti, enda verslunin að loka eftir rétt rúmar tvær vikur.

---------------------
Fyrir einstaklega áhugasama og þá sérstaklega fjarstödd börn og ættingja má finna örstutta ferðalýsingu hér.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet