16. ágúst 2006
Framkvæmdir og húsbyggingar
Þrátt fyrir allt tal um samdrátt þá er engan bilbug að finna á verktökum og framkvæmdaaðilum sem hyggja á uppbyggingu í og við Hveragerði. Mörg erindi og fyrirspurnir hafa borist og mér þykir nokkuð ljóst að framhald verður á vexti Hveragerðis enda fá bæjarfélög betur í sveit sett.
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag deiliskipulagstillögu að lóðunum Heiðmörk 64, 68 og 70. Þar er gert ráð fyrir 24 íbúðum í 6 tveggja hæða raðhúsum. Á svæðinu verður ennfremur opið leiksvæði sem gefur þessu hverfi jákvæða og fjölskylduvæna ímynd. Tillagan verður nú send Skipulagsstofnun og að fengnu samþykki þaðan verður hún auglýst í samræmi við lög.
Verið er að byggja tvö raðhús til viðbótar í hverfi ÍAV við Heilsustofnun. Þar er að myndast skemmtilegt samfélag þar sem íbúar nýta sér þjónustu Heilsustofnunar svosem eins og líkamsrækt, leirböð, gönguferðir, innilaugina og hið víðfræga grænmetisfæði. Við HNFLFÍ er nú verið að byggja 25 metra útisundlaug auk heitra potta sem kemur til viðbótar baðhúsinu sem vígt var fyrir nokkrum árum.
Þrátt fyrir allt tal um samdrátt þá er engan bilbug að finna á verktökum og framkvæmdaaðilum sem hyggja á uppbyggingu í og við Hveragerði. Mörg erindi og fyrirspurnir hafa borist og mér þykir nokkuð ljóst að framhald verður á vexti Hveragerðis enda fá bæjarfélög betur í sveit sett.
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum í fyrradag deiliskipulagstillögu að lóðunum Heiðmörk 64, 68 og 70. Þar er gert ráð fyrir 24 íbúðum í 6 tveggja hæða raðhúsum. Á svæðinu verður ennfremur opið leiksvæði sem gefur þessu hverfi jákvæða og fjölskylduvæna ímynd. Tillagan verður nú send Skipulagsstofnun og að fengnu samþykki þaðan verður hún auglýst í samræmi við lög.
Verið er að byggja tvö raðhús til viðbótar í hverfi ÍAV við Heilsustofnun. Þar er að myndast skemmtilegt samfélag þar sem íbúar nýta sér þjónustu Heilsustofnunar svosem eins og líkamsrækt, leirböð, gönguferðir, innilaugina og hið víðfræga grænmetisfæði. Við HNFLFÍ er nú verið að byggja 25 metra útisundlaug auk heitra potta sem kemur til viðbótar baðhúsinu sem vígt var fyrir nokkrum árum.
Comments:
Skrifa ummæli