<$BlogRSDUrl$>

19. mars 2018

Í dag fór heilmikil vinna í að klára að svara tölvupóstum enda var ég lasin heima undir lok síðustu viku og á hálfum afköstum vegna pestar dagana þar á undan.  Er svo yfir mig ánægð að vera komin nokkurn veginn í fyrra horf.  Vona að það sé komið til að vera.

En landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um síðustu helgi.  Ég hef verið í betra formi og gat því ekki tekið fullan þátt í fundastörfum.  Þótti verst að missa alveg af frammistöðu Laufeyjar minnar sem stóð sig framúrskarandi sem formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og endaði fundinn síðan með glæsilegri endurkosningu í þessa sömu nefnd.   Hún er ótrúlega dugleg og við erum svo óendanlega stolt af henni, foreldrarnir.  Það er engin smá vinna fólgin í því að hefja starfsemi nýs veitingastaðar með glæsibrag, taka þátt í stjórnmálastarfi, eiga tvo litla drengi og eiginmann og sinna þessu öllu jafn vel og hún gerir.  Við fáum helst að hjálpa til með að passa gullmolana sem við gerðum í gærkvöldi með mikilli gleði.   Þeir eru ekkert minna en yndislegir.
------

En aðeins um mál málanna ....

Landsfundur er gríðarlega fjölmenn samkoma þar sem fólk úr öllum stéttum, úr öllum landshornum, á öllum aldri og af öllum kynjum kemur saman og fjallar um málefni líðandi stundar og það hvernig við getum bætt lífsgæðin í landinu okkar til framtíðar - fyrir okkur öll.

Þarna var tengdapabbi minn frá Sauðárkrók 88 ára, þarna var ég og þarna var Laufey mín og 1.200 aðrir Íslendingar.   Í þessu ljósi var svo ömurlegt að sjá furðulega og rætna grein um landsfundinn og landsfundargesti birtast á vef Stundarinnar  um helgina. Grein sem gerði lítið úr okkur öllum og því sem við vorum að gera á fundinum.

Ég ætla ekki að fjalla frekar um greinina enda nægir sem gera það.  En það er ekki flókið í mínum huga að þegar fólki verður á með þeim hætti sem þarna er raunin þá á maður að hafa manndóm í sér til að biðjast afsökunar og forðast síðan að endurtaka mistökin í framtíðinni.  Ekki ólmast eins og óður maður í forinni og draga með þér í fenið  einstaklinga sem telja að þeir eigi að verja vitleysuna hvað sem tautar og raular !

--------------------

Kíkið síðan endilega á þessa grein - hún er vel skrifuð, jákvæð og gerir góða grein fyrir viðfangefninu :-) 

14. mars 2018

Þessi myndarlegi hópur er frá Háskólanum í Vermont í USA en þaðan kemur núna árlega hópur sem dvelur í viku á Heilsustofnun NLFÍ.  Þar kynna þau sér heildrænar aðferðir til heilsueflingar auk þess sem þau fá fræðslu um heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og um Hveragerði.   Nú var gott að vera komin með góða aðstöðu á nýrri skrifstofu og geta tekið vel á móti þessum flotta hópi.  Þau fengu ís í boði bæjarstjórans.  Súkkulaði topp frá Kjörís, þar sem jarðgufan er nýtt til ísframleiðslu - ábyggilega á eina staðnum í veröldinni þar sem slíkt er gert !


7. mars 2018

Hér geta áhugasamir séð afskaplega flott myndband sem er tekið þegar framkvæmdir stóðu sem hæst við leikskólann Undraland.

2. mars 2018

Magnús Hlynur kveikti umræðu um Hamarshöllina á facebook síðunni sinni í gær og þar komu í kjölfarið fram heilmikil gífuryrði og rangfærslur varðandi starfsemi og rekstur hallarinnar.  Magnús sendi mér í kjölfarið fjölda spurninga um höllina og hér fyrir neðan getið þið séð svör mín við þeim:


1.  Hvenær var íþróttahúsið aftur sett upp og tekið í noktun ?   Hamarshöllin var reist haustið 2012 og hóf starfsemi sína í byrjun árs 2013 ef ég man rétt.

2.  Hver er reynsla ykkar af húsinu og hefur það komið ykkur á óvart hvað það gengur vel með það ?  Reynsla okkar af húsinu er afar góð og í raun betri en við þorðum að vona.  Þetta er auðvitað ekki venjuleg bygging og hafa þarf það í huga en allir eru afar meðvitaðir um hverju þarf að fylgjast með og því hefur gengið jafn vel og raun ber vitni.

3.  Hvernig hefur húsið breytt íþróttastarfseminni í bæjarfélaginu ?  Húsið hefur gjörbylt aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í Hveragerði. Núna geta allar deildir fengið eins mikið af tímum og þær óska eftir.  Við íþróttaflóruna hér hafa bæst alls konar tímar eins og til dæmis opnir tímar í badminton, heljarinnar púttsamfélag á laugardögum, fimleikarnir eru fluttir uppeftir og margt fleira.    Auk þessa þá hefur fjöldi félaga nýtt sér húsið bæði til æfinga, hópeflis og annars.  Síðan má ekki gleyma Spartan Race sem var risastór viðburður hér í bæ í desember sem hefði aldrei komið hingað nema af því að Hamarshöllin hentar jafn vel og raun ber vitni fyrir slíkan viðburð.

4.  Hvað kostaði húsið á sínum tíma og hvað myndi svona hús kosta í dag (ef þú veist það) ?  Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra kostaði húsið uppkomið 338 mkr + vsk.    Hef ekki hugmynd um hvað það myndi kosta í dag, líklega svipað  þar sem við þurftum að greiða alls konar aukakostnað vegna verkfræði- og brunahönnunar auk þess sem gengið var óhagstætt þegar húsið var keypt.

5.  Hvað er húsið að kosta bæjarfélagið í rekstri á hverju ári ?  (hvað er dýrst).  Húsið er afar hagstætt í rekstri.  Samkvæmt ársreikningi 2018 var kostnaður við viðhald 2,2 mkr en í því felst að stærstu leyti árleg yfirferð á búnaði hita og rafmagns síðan er stundum keyptur laus búnaður eins og stólar, vagnar og slíkt.    Vátryggingar voru 1,9 mkr og fasteignagjöld til Hveragerðisbæjar voru 6,4 mkr.  Bæði aðstöðuhús og Hamarshöll eru á sömu mælum v. hita og rafmagns og gert er er ráð fyrir að kostnaður við hita verði  3,8 m.kr en rafmagn 3,3 mkr.  Auk þess er af rekstrinum sami kostnaður vegna launa og almenns rekstrar eins og annars staðar er.   Ég held að sé miðað við að þetta er 5.000 m2 hús sem hýsir hálfan fótboltaboll og fullburða fjölnota íþróttagólf sé þetta harla vel sloppið.

6.  Húsið hefur staðið af sér öll veður, eru það ekki góðar fréttir ?  Jú, sérlega góðar og bæjarstjórinn hefur í mörg ár sofið vært þrátt fyrir óveður, storma og alls konar illviðri sem dunið hafa yfir J

7.  Nú er þetta eina svona íþróttahúsið í landinu, af hverju heldur þú að önnur sveitarfélög hafi ekki farið sömu leið og þið ?   Skil það ekki enda er reynslan okkar með eindæmum góð.

8.  Hvetur þú sveitarfélög til að fara út í svona hús ( af hverju ) ?   Hagstæð leið sem hentar minni sveitarfélögum einstaklega vel sérstaklega auðvitað þar sem aðgangur er greiður að hagstæðri orku.

9.  Hvernig er nýtingin á húsinu ?   Góð og fer eykst sífellt !

10.  Eitthvað annað sem þér finnst að þurfi að koma fram varðandi húsið og rekstur þess ?   Sumir Hvergerðingar, rétt eins og margir aðrir, voru auðvitað í vafa um gæði húss sem þessa en ég held að reynslan hafi sýnt öllum að þetta var góð ákvörðun á sínum tíma sem við getum öll verið stolt af.  Það þurfti kjark til að gera þetta og hann höfðu Hvergerðingar.  Tilkoma hússins hefur bætt lífsskilyrði hér í bæ til muna.


1. mars 2018

Bæjarráðs fundur í morgun þar sem fjölmörg mál voru til umfjöllunar.  Tvö þeirra vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar en næstu mánuðir verða undirlagðir vinnu vegna innleiðingar hennar.  Allir eiga að vera tilbúnir með greiningu og innleiðingu verkferla í lok maí svo það verður nóg að gera við að greina gögn á næstunni.

Stór fundur hér í húsi eftir hádegi með öllum stórnotendum gufuveitu Hveragerðisbæjar.  Þar fóru fulltrúar frá Veitum ýtarlega yfir stöðuna, þær truflanir sem hafa verið í kerfinu og leiðir til úrbóta.  Mjög góður og upplýsandi fundur.  Nú þarf að bíða eftir betra og hlýrra veðri svo hægt sé að bora út holu 9 sem er við Klettahlíð.  Slíkt er ekki hægt að gera nema hitastig sé ofan við 5-8 gráður enda þarf á meðan að loka fyrir hitann til notenda.

Eftir fundinn ræddum við um Hveragarðinn og framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í þar en ljóst er að goshverinn okkar nýi hefur truflandi áhrif á holu 8 og þar með rekstur kyndistöðvarinnar.  Því þarf að leggja með ööðrum hætti að goshvernum og mun það verða kannað í framhaldinu.

Aðalfundur Fasteignafélags Hveragerðibæjar var haldinn í dag.  Það félag var stofnað eingöngu til að halda utan um rekstur Hamarshallarinnar en rekstur hennar hefur gengið miklu betur en menn þorðu að vona.Saumaklúbbur í gærkvöldi með góðum vinkonum.  Vinátta fjölmargra er mér svo dýrmæt og það er svo yndislegt að eiga alltaf skjól hjá stórum hópi hvernig sem vindar blása.  Takk elsku vinir - þið vitið hver þið eruð ;-)

Dagatalið mitt nýja og fína er mér uppspretta gleði á hverjum degi.  Sjáið bara hvað ég fékk fína mynd í fyrradag :-)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet