<$BlogRSDUrl$>

28. september 2012

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin fyrir helgi, fimmtudag og föstudag og venju samkvæmt var þar fluttur fjöldi áhugaverðra fyrirlestra og auk þess fengu sveitarstjórnarmenn innsýn inní framtíðina með erindum ýmissa sem af bestu getu reyndu að spá í spilin fyrir komandi ár. Mér finnst vel við hæfi að birta þessa mynd sem Magnús Karel hjá Sambandinu sendi mér en hún sýnir pabba, annan frá hægri, á fjármálaráðstefnunni 1974. Þarna er hann rétt rúmlega fertugur !




24. september 2012

Meirihlutafundi kvöldsins lokið þar sem aðallega var farið yfir pólitíkina vítt og breitt og fyrirhugaðann vinnufund bæjarfulltrúa næsta laugardag. Nauðsynlegt að koma sér stundum í annað umhverfi til að fá góðar hugmyndir og það ætlum við að gera.

Skipulagði fundi framundan í dag, en næstu dagar verða þétt pakkaðir af fundum. Á morgun er fundur í samráðshópi um Evrópusambandsumsóknina með Jóhönnu og Steingrími. Það verður fróðlegt. Á miðvikudag er fundur um fjárhagslegu hlið málefna fatlaðra og einnig aðalfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og á fimmtudag og föstudag verður Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna haldin í Reykjavík en þar er dagskráin afar fróðleg að venju.

Í næstu viku verð ég síðan í afar áhugaverðu verkefni en þá flýg ég til Sarajevo í Bosniu-Herzegovinu til að taka þar þátt í kosningaeftirliti á vegum Evrópuráðsins í Strassborg. Við erum 10 manna hópur alls staðar að úr Evrópu sem förum til að fylgjast með kosningum til sveitarstjórna sem fram fara um aðra helgi. Að sjálfsögðu fá dyggir lesendur aldis.is að fylgjast með ferðum mínum um Bosniu og Herzegovinu EF ég verð í netsambandi ;-)

17. september 2012

Vildi bara láta ykkur vita að í dag gat ég ekki staðið hjálparlaust uppúr rúminu, marblettirnir á lærunum eru orðnir ansi svæsnir, háls, herðar, tvíhöfðinn, þríhöfðinn og já eiginlega allir vöðvar ofan mittis eru ónothæfir. Ég get hvorki sest niður með góðu móti né staðið upp, neglurnar eru brotnar og fingurnir aumir.
Svo tilkynnti Lárus mér í morgun að hann væri orðinn leiður á því að missa frá sér konuna hvort sem er að nóttu eða degi og fá hana annaðhvort svona illa til reika heim eins og að framan er líst eða jökulkalda eins eftir nóttina góðu í Hamarshöllinni. Þetta eru semsagt afleiðingar þess að hafa ekki hegðað sér í réttunum í gær eins og ég átti auðvitað að gera, rölta um í betri gallanum og spjalla við fólk ! ! !
-------------
Fékk skemmtilega heimsókn japanskra nema sem voru að kynna sér jarðhita og nýtingu hans. Þau komu hingað með Herdísi Sigurjónsdóttur, bæjarfulltrúa úr Mosfellsbæ og manni hennar. Við Herdís kynntumst eftir jarðskjálftann 2008 en hún er einn fremsti sérfræðingur okkar á sviði almannavarna og viðbragða.
--------------
Við Helga skrifstofustjóri fórum yfir rekstur bæjarins en hann er víðast hvar í góðu lagi. Á nokkrum stöðum eru frávik, oftast í launum. Þau tilvik verður að skoða nánar.
-----------------
Sundleikfimi síðdegis og meirihlutafundur í kvöld. Semsagt mánudagur as usual !



16. september 2012

Afar skemmtileg og viðburðarík helgi að baki. Gæðabíóstund á föstudagskvöldið þar sem við horfðum á Shawshank redemption. Við erum í sameiningu familían að rifja upp góðar og gamlar myndir og þessi fylgir í kjölfar Forrest Gump um síðustu helgi. Það er ekkert skrýtið þó Shawshank toppi listann yfir bestu myndir sögunnar. Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna en vann engin enda Forrest Gump sýnd á sama ári og sú mynd hirti flest verðlaunin!
------
Opnu hús Sjálfstæðismanna á laugardagsmorgnum eru byrjuð aftur og í gær kíkti Ragnheiður Elín, þingmaður, til okkar. Gott að byrja helgina með þessum hætti og ekki spillti fyrir að Eyþór bakaði vöfflur :-)
-----------
Við frænkurnar Hafrún og Vigdís tókum upp "allar" kartöflurnar í garðinum á Heiðmörkinni. Það var óskaplega skemmtilegt enda Vigdís sem er bara 2 ára mjög upptekin af þessum skrýtnu kúlum sem komu uppúr moldinni, "Nei, sko..." var orðatiltæki dagsins.
-------------------
Síðdegis á laugardeginum fór ég svo ásamt Guðrúnu systur og hennar fólki uppí Gýgjarhólskot þar sem við áttum bráðskemmtilega kvöldstund með heimilisfólkinu. Setið og spjallað fram á nótt. Við systur vorum síðan ræstar með látum um morguninn enda dagurinn tekinn snemma í Kotinu, eðli máls samkvæmt. Vorum komnar í Tungaréttir uppúr hálf níu og mikið óskaplega var það gaman. Ég tel mig hafa sýnt algjörlega óþekkta takta og dró fé af miklum móð. Hef til sönnunar óteljandi marbletti á lærum og leggjum og orð Eiríks um að hann héldi svei mér þá að ég hefði gert gagn. Það er mikið hrós :-) Eftir söng og spjall við skemmtilegt fólk í réttunum var riðið með safnið heim að Gýgjarhólskoti. Ég og Brúnki vorum bara nokkuð góð þó núna geti ég varla setið eftir reiðtúrinn í dag! Guðaveigar og frábær félagsskapur, yndislegt veður og enn fallegri náttúra. Hvers getur maður óskað sér meira! Það er Guðrún systir sem á heiðurinn af myndunum enda var ég upptekin :-)

Fáir mættir svona snemma morguns, en þess mun meira fé.

Við Skírnir að draga.

Þarna var manni orðið ansi heitt enda komin með uppbrettar ermar á lopapeysunni :-)

Haukur og Svava voru hliðverðir.

Jón Hjalti og Eiríkur í þungum þönkum.

Nestistími.

Safnið á leið upp í Kot. Yndislegt veður og fjallsýnin stórkostleg.

Riðið í hlað með Jóni Karlssyni.

Hafsteinn hennar Guðrúnar fór með mömmu sína eina ferð á sexhjólinu og hikaði ekki við að keyra í drulluna !


12. september 2012

Í eldhúsdagsumræðum kvöldsins kristallast víglínur komandi vetrar. Greinilegt er að nú styttist í kosningar og því er eðlilegt að nú komi munur flokkanna hvað skýrast fram. Það er alltaf bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með umræðum hinna kjörnu fulltrúa en þeir eru afar misjafnlega vel upplagðir í kvöld...

Í fundarboði bæjarstjórnar fyrir morgundaginn er starfsmannastefna Hveragerðisbæjar lögð fram til fyrri umræðu og það sama gildir um umhverfisstefnu bæjarins sem einnig er lögð fram til fyrri umræðu. Við erum smám saman að vinna ýmsa stefnumörkun fyrir bæjarfélagið sem ekki hefur áður verið til staðar. Slíkt heldur okkur á réttum kúrsi og minnir á þau markmið sem við viljum vinna eftir.

Vil síðan endilega minna á beina útsendingu á netinu frá bæjarstjórnarfundinum á morgun. Hann hefst kl. 17 og útsendinguna má finna á heimasíðu bæjarins.

10. september 2012

Kolvitlaust veður í gær og í dag þó við getum ekki kvartað hér sunnan heiða miðað við ósköpin fyrir norðan. En það er óþarfi að liggja á því að auðvitað hef ég haft áhyggjur af Hamarshöllinni í þessum veðurham, þegar vindurinn hefur farið nærri 40m/sek við Höllina. Eyddi til dæmis góðum hluta síðustu nætur í Höllinni ásamt nokkrum vöskum sveinum. Húsið hefur staðið sig vel í þessum ósköpum en samkvæmt leiðbeiningum voru ljóskastararnir lagðir niður í nótt, en það þarf að gera þegar svona viðrar. Er síðan búin að fylgjast með í dag en vonandi fer nú að slota.

Fékk þessa vísu senda í morgun frá Gurrý, staðarhaldara á Reykjum, af þessu tilefni:

Hífandi rokið á Höllinni buldi,
héngu í stögunum íþróttamenn,
Aldís í belgingnum bænirnar þuldi
uns bjargaðist slotið og stendur víst enn.

----------

9. september 2012

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gerði víðreist fyrir helgi. Flaug til Akureyrar og síðan áfram til Grímseyjar en þar var stjórnarfundur haldinn. Einnig gafst tími til að skoða eyjuna með góðri leiðsögn heimamanna. Eftir þá ferð finnst mér að Hveragerði og Grímsey ættu að vera vinabæjir. Í fyrsta lagi bjó þar til fjölda ára Einar Einarsson djákni sem lauk æviskeiði sínu hér í Hveragerði. Í Grímsey sáum við afskaplega fallegan útskurð eftir Einar í kirkjunni á staðnum en ég vissi ekki að hann hefði verið svona mikill hagleiksmaður. Í öðru lagi kunna Grímseyingar sálminn "Vak yfir veraldarlöndum" sem enginn kann aðrir en Hvergerðingar, enda var hann gjöf til Hvergerðskra barna og ungmenna frá Helga Sveinssyni, fyrrv. sóknarpresti okkar. Og i þriðja lagi eiga Hrefna og Guðmundur fyrrv. ábúendur í Reykjakoti tvö hús í Grímsey! Ég gat ekki heyrt að aðrir stjórnarmenn ættu viðlíka tengingar við eyjuna og við hér
:-)



5. september 2012

Nú er unnið að málun gangbrauta yfir Grænumörkina á tveimur stöðum og samhliða verða gangstéttarbrúnir lækkaðar og stígar tengdir saman. Einnig er verið að mála og setja upp gangbraut yfir Fljótsmörk á móts við frístundaskólann. Allt er þetta gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.

Alltof oft fæ ég umkvartanir frá íbúum vegna hraðaaksturs en hér í Hveragerði er víðast hvar 30 km hámarkshraði. Gott er að gera ráð fyrir því svo til alls staðar. 50 km hámarkshraði er eingöngu leyfður á Breiðumörk, Þelamörk, Reykjamörk Austurmörk og hluta Grænumerkur ef ég man rétt. Allur hraði umfram það er alltof mikill í þéttbýli eins og hér er.

Svaraði annars tölvupóstum í dag sem voru þónokkrir, átti nokkur samtöl vegna starfsmannamála og önnur vegna álagningar gatnagerðargjalds. Undirbjó fund bæjarráðs í fyrramálið en þar er fjöldi erinda á dagskrá og mála til afgreiðslu.

4. september 2012

Dagurinn byrjaði á mjög góðum fundi okkar Ninnu Sifjar með deildarstjórum og skólastjóra Grunnskólans. Við fórum yfir ýmis mál varðandi skólastarfið og ákváðum að hittast mánaðarlega í vetur til að fara yfir það sem hæst er á baugi í hvert sinn. Alveg nauðsynlegt. Mér finnst ég finna fyrir tengslaleysi núna í haust enda eigum við ekki lengur barn í Grunnskólanum en núna er lokið 20 ára samfelldri samleið okkar fjölskyldunnar með þeirri fínu stofnun. Það er á sama tíma bæði gott og slæmt :-)
Leit víða við fyrst ég var nú á annað borð komin uppí skóla, á kaffistofuna, skrifstofuna, mötuneytið og í íþróttahúsið. Þar sprikluðu nemendur 2. bekkjar af miklum krafti á glæsilega nýja parketinu. Það er mikill munur að sjá húsið núna og aðstaðan öll önnur. Körfuboltaiðkandinn á heimilinu lætur allavega vel af nýja gólfinu.

Hitti bæjarstjóra Árborgar og Ölfuss hér á fundi. Eins og alltaf þá fór umræðan víða enda margt sem við eigum sameiginlegt og eðli starfanna er alls staðar eins.

Hef verið að fá þónokkur bréf undanfarið og fyrirspurnir um leiguhúsnæði sem sárlega vantar hér í Hveragerði. Það er alveg ótrúlega grátlegt að geta ekki bent þessum aðilum á nokkra einustu lausn. Skil ekki hvað þeir aðilar eru að hugsa sem frekar láta íbúðir standa auðar heldur en að koma þeim á leigumarkaðinn.

Er núna tvisvar í viku á skriðsundsnámskeiði hjá Magga Tryggva. Mjög góður hópur sem talar meira en góðu hófi gegnir í tímunum. En Maggi er einstakur kennari og við erum öll að verða ótrúlega efnileg í þessari frómu íþrótt :-) Þegar við bætist sundleikfimi aðra tvo daga í viku þá er óhætt að segja að vel sé í hreyfinguna lagt þessa dagana.
-------------
Um helgina tók ég á móti Lávarðadeild knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í nýju Hamarshöllinni. Það var mjög skemmtileg heimsókn enda þessir kappar afar hressir menn. Þar færði Helgi Daníelsson mér flotta mynd sem hann hafði tekið af mér fyrir nokkrum árum og síðan sendi hann mér nokkrar myndir til viðbótar sem ég læt fljóta hér með. Á myndinni af myndinni sést í knattspyrnuhetjuna Ríkharð Jónsson sem var í hópnum. Þarns sést líka í tvígang í Skagfirðinginn Bjarna Stefán Konráðsson sem skipulagði ferð hópsins og einnig bregður Reyni Karlssyni fyrir en hann var um árabil íþróttafulltrúi ríkisins.





This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet