12. september 2012
Í eldhúsdagsumræðum kvöldsins kristallast víglínur komandi vetrar. Greinilegt er að nú styttist í kosningar og því er eðlilegt að nú komi munur flokkanna hvað skýrast fram. Það er alltaf bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með umræðum hinna kjörnu fulltrúa en þeir eru afar misjafnlega vel upplagðir í kvöld...
Í fundarboði bæjarstjórnar fyrir morgundaginn er starfsmannastefna Hveragerðisbæjar lögð fram til fyrri umræðu og það sama gildir um umhverfisstefnu bæjarins sem einnig er lögð fram til fyrri umræðu. Við erum smám saman að vinna ýmsa stefnumörkun fyrir bæjarfélagið sem ekki hefur áður verið til staðar. Slíkt heldur okkur á réttum kúrsi og minnir á þau markmið sem við viljum vinna eftir.
Vil síðan endilega minna á beina útsendingu á netinu frá bæjarstjórnarfundinum á morgun. Hann hefst kl. 17 og útsendinguna má finna á heimasíðu bæjarins.
Í fundarboði bæjarstjórnar fyrir morgundaginn er starfsmannastefna Hveragerðisbæjar lögð fram til fyrri umræðu og það sama gildir um umhverfisstefnu bæjarins sem einnig er lögð fram til fyrri umræðu. Við erum smám saman að vinna ýmsa stefnumörkun fyrir bæjarfélagið sem ekki hefur áður verið til staðar. Slíkt heldur okkur á réttum kúrsi og minnir á þau markmið sem við viljum vinna eftir.
Vil síðan endilega minna á beina útsendingu á netinu frá bæjarstjórnarfundinum á morgun. Hann hefst kl. 17 og útsendinguna má finna á heimasíðu bæjarins.
Comments:
Skrifa ummæli