<$BlogRSDUrl$>

24. maí 2012

Fundur samráðshóps um Evrópusambandsaðildarumsóknina hittist í Utanríkisráðuneytinu í morgun en þar mætti einnig Stefan Füle hinn tékkneski stækkunarstjóri Evrópusambandsins ásamt föruneyti. Við erum um tuttugu sem skipuð vorum í þennan samráðshóp og mætti um helmingur hópsins til fundarins. Í hópnum koma aðilar víða að úr samfélaginu og það er ekki samasem merki á milli þess að vera í þessum hópi og að vilja ganga í Evrópusambandið eins og margir virðast halda. Þarna situr til dæmis Ragnar Arnalds, fyrrv. þingmaður, sem fulltrúi Nei hópsins og Guðrún Lárusdóttir, útgerðarkona en enginn heldur að þau vilji ganga inní Evrópusambandið.

Eftir fundinn fékk ég far með gestunum í Hellisheiðarvirkjun þar sem Dagur B. Eggertsson tók á móti hópnum. Það er alltaf gaman að fá kynningu á virkjuninni og orkuöfluninni en sýningin er gríðarlega vel úr garði gerð. Svo er líka alltaf svo gaman að hitta hana Auði sem ásamt Helga Péturssyni rekur ferðaþjónustuna á staðnum.

Rigning og svarta þoka gerði að verkum að lítið varð úr leiðarlýsingu á leiðinni frá virkjuninni og í Hveragerði en hér skoðaði hópurinn Hveragarðinn en þar má nú sjá bananaklasa á hverju einasta bananantré. Slepptum gönguferð um svæðið en fórum í staðinn með Stefan Füle á sýninguna "Skjálftann 2008" þar sem hann prófaði jarðskjálftaherminn. Það vakti mikla kátínu eins og hjá reyndar flestum sem prófa þetta. Stefan er afar viðkunnanlegur maður sem sýndi öllum okkar málefnum mikinn áhuga. Það var fróðlegt að eyða deginum með þessum góða hópi og heyra sjónarmið stækkunarstjórans.

Um leið og ég kvaddi evrópska hópinn beið sá næsti en þá voru mættir hingað 14 kennarar frá Írlandi, Noregi, Bretlandi og Frakklandi sem eru í samstarfi við grunnskólann hér á vegum Comeniusar verkefnisins sem hér er í gangi. Þau skoðuðu að sjálfsögðu Skjálftasýninguna en síðan fór ég yfir ýmislegt er varðaði bæjarfélagið hér á skrifstofunni. Spunnust líflegar og skemmtilegar umræður um hín ýmsu málefni, langt frá því öll tengd Hveragerði, en þau vildu fræðast um fjármálahrunið, jafnréttismál, félagsmál og margt margt fleira. Mjög skemmtilegur hópur og hefðum við vafalaust getað setið hér mikið lengur en raun varð á. Svona heimsóknir skilja óneitanlega alltaf margt eftir en hér var áberandi hvað þau voru undrandi á gjaldtöku okkar vegna leikskólann. Þau sögðu öll að þessi þjónusta væri miklu miklu dýrari í þeirra löndum svo nú fara þau öll til síns heima og herja á afslætti hjá sínum sveitarfélögum :-)



Kvöldið endaði á aldeilis frábærri sýningu í Þjóðleikhúsinu en við Lárus fórum með öll börnin okkar að sjá Vesalingana. Hvet alla til að láta ekki þessa sýningu framhjá sér fara og já ekki gleyma vasaklútnum það er virkileg þörf á honum sérstaklega í loka atriðinu !

23. maí 2012

Íslendingar áfram í Júróvisjón! Vel gert hjá hópnum - nú verður annað partý. Stórfamilían hittist hjá Guðrúnu og Jóa í kvöld en hópurinn verður síðan hér á laugardaginn.

Meirihlutafundur síðdegis, snaggaralegur þar sem við vorum að flýta okkur að klára fyrir kl. 19. Undirbjuggum samt bæjaráðsfund næstu viku og fórum yfir þau mál sem hæst ber. Það eru ekki mörg erindi sem berast og mér finnst áberandi hversu þeim hefur fækkað undanfarna mánuði. Þar er sjáanlegur munur!

Hitti Þór Ólaf Hammer vegna tjaldsvæðisins en þar er hann með góðan rekstur. Nú er hann að betrumbæta þannig að aðstaðan verði betri fyrir húsbíla og vagna og vonandi að ferðamenn flykkist hingað í sumar. Aðstaðan er mjög góð og sérlega jákvætt hversu stutt er í sundlaugina, á leiksvæði fyrir börnin og út á göngustígakerfið hér í bæ.

Undirbjó móttöku erlendra gesta á fimmtudaginn en þá kemur hingað fyrst stækkunarstjóri Evrópusambandsins Stefan Fuhle ásamt fríðu föruneyti en ég mun hitta gestina í Hellisheiðarvirkjun og lóðsa þá hingað niður í Hveragerði þar sem Hveragarðurinn verður skoðaður. Síðan tekur Ásta Stefánsdóttir við hópnum og fylgir á Selfoss. Um leið og þessi hópur fer koma í heimsókn erlendir kennarar sem hér eru á vegum Grunnskólans í verkefni tengdu Comeníusaráætluninni. Kennarar hér fengu styrk til þessa fjölþjóðlega verkefnis og nú er komið að okkur að taka á móti hópnum. Það er svo sannarlega nóg að gera í gestamóttöku þessa dagana :-)




Ómar Ragnarsson er ötull talsmaður náttúruverndar og í kvöld flutti hann landsmönnum fróðlegar fréttir af affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar. Það er áhyggjuefni ef upplýsingagjöf Orkuveitunnar er ekki rétt en ég hef þó þá trú að þar reyni flestir starfsmenn eftir fremsta megni að gefa sem gleggstar upplýsingar af gangi mála. Bjarni forstjóri hefur til dæmis haft mun meiri samskipti við okkur hér í Hveragerði en áður hefur tíðkast og er það vel.

Í dag höfðum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, boðað til okkar nokkra aðila sem nýtt hafa lóðina að Austurmörk 6-8 sem geymslupláss. Því miður kom einungis Kári Michelsen til fundarins en aðrir hafa vafalaust verið uppteknir við aðra iðju. Við áttum afar gott spjall við Kára sem kannski þurfti að svara fyrir óþarflega mikið verandi einn á fundinum. Það eru oft örlög þeirra sem mæta á fundi. Við munum þrátt fyrir slaka mætingu ná til hinna líka og miðla þannig þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Átak þarf að gera í umhirðu og í flestum tilfellum er það leikur einn, örlítið framtak og nokkrir vinnutímar fleyta mönnum langt í umhirðu.

Við Guðmundur hittum einnig Pál Bjarnason hjá Verkfræðistofu Suðurlands en hann hefur unnið að því undanfarið að skilgreina lóðamál Hveragerðisbæjar. Bæjarfélagið hefur í gegnum áratugina keypt land af hinum ýmsu aðilum og þar þarf að ná til botns og skilja til fulls eignarhald á hverri spildu fyrir sig. Það er því miður ekki eins einfalt og það kann að hljóma.

Afar fróðleg mynd á norska ríkissjónvarpinu um efnhahagsmál og aðdraganda og ástæður hrunsins í kvöld. Farið ýtarlega yfir söguna og þann menningarmun sem er á Austurlöndum og hinum vestræna heima þegar kemur að fjármálum. Þeir framleiða og spara en við neytum og eyðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma litið. Enda var sorglegt að sjá þróunina til dæmis í Bretlandi þar sem vonleysi ríkir fyrir hönd komandi kynslóða. Það megum við ekki láta ná yfirhöndinni hér.

Nú féll ég, kolféll! Fyrir smágörðum - "smá" görðum í orðsins fyllstu merkingu! Skoðið síðuna og athugið hvort þið séuð ekki sama sinnis :-)

16. maí 2012

Í upphafi verð ég að hrósa bæjarbúum fyrir það hversu hreinn og fínn bærinn er. Gestir okkar hafa iðulega orð á því að varla sjáist rusl á götum bæjarins og það er gaman að fá slíka umsögn. En einmitt þess vegna stinga þessir örfáu umhverfissóðar sem hér eru jafn herfilega í augu og raun er á. Nú finnst mér að þeir sem slíka umsögn geta tekið til sín eigi að girða sig í brók og henda ruslinu sem er í kringum þá, engum til gagns og öllum til ama! Vanti viðkomandi aðstoð við slíka tiltekt þá er um að gera að hafa samband við starfsmenn áhaldahúss sem með gleði aðstoða fólk í slíkum vanda. Á næstunni verður gripið til harðra aðgerða á verstu stöðunum enda hafa kurteisleg tilmæli greinilega lítið að segja í slíkum tilfellum.


15. maí 2012

Fundur með Guðrúnu Bergmann sem rekur nú fyrirtæki er kallst Grænir hælar. Hún kynnti fyrir mér og Guðmundi Þór bæjarfulltrúa, umhverfisvottunina Earth Check sem er það sem áður hét "Green globe" vottun. Þetta er mjög áhugavert verkefni sem væri gaman fyrir Hveragerðisbæ að taka þátt í. Bæjarfélagið hefur þegar skipað sér í fremstu röð á sviði umhverfismála með til dæmis þriggja flokkunarkerfinu og fullkomnu fráveitumannvirki svo fátt eitt sé talið. Earth Check vottunin verður klárlega skoðuð nánar.

Fundur um framkvæmdir í Reykjadal niður á Hótel Eldhestum eftir hádegi með fulltrúa frá Umhverfisstofnun. Leist honum vel á fyrirhugaðar framkvæmdir enda er þarna fyrst og fremst verið að lagfæra það sem þegar er til staðar og auka öryggi. Væntanlega hefjast framkvæmdir í dalnum í byrjun júní en Guðni Tómasson mun sjá um þær. Þar með vitum við að þetta verður afar vel gert enda Guðni snillingur á þessu sviði.

Við Jóhanna hittum Ingu forstöðukonu Listasafnsins og kláruðum drög að þjónustusamningi sem nú verður lagður fyrir stjórn safnsins og bæjarstjórn áður en hann verður undirritaður. Samningurinn er á svipuðum nótum og sá fyrri sem rann út nú um áramótin og léttir óneitanlega róður safnsins fjárhagslega.

Síðdegis hitti ég stýrihóp um bætt og aukið foreldrasamstarf og kynntu þær fyrir mér þær hugmyndir sem fæðst hafa í þessari vinnu. Mér leist afar vel á en það er ánægjulegt að finna þann kraft og áhuga sem fólk sýnir þessu starfi. Nú er um að gera að virkja alla foreldra til virkrar þátttöku í foreldrastarfi en það er afar gefandi og skemmtilegt og þá ekki síst fyrir börnin sem græða óendanlega á því að foreldrar þeirra séu þátttakendur í foreldrastarfi. Þannig kynnast foreldrar innbyrðis og þekkja einnig innviði skólakerfisins sem er afskaplega gott fyrir alla.

Meirihlutafundur síðdegis og þar hlustuðum við m.a.a á útsendingu frá bæjarstjórnarfundi í Árborg þar sem ákveðið var að skipa nefnd til að fjalla um þátttöku Árborgar í Skólaskrifstofu Suðurlands. Nefndin á að skila af sér í lok árs 2012. Þar með er friður tryggður um starfsemi Skólaskrifstofunnar næstu misserin sem er íbúum Suðurlands afar mikilvægt.

14. maí 2012

Heimsótti bæði leikskólann Óskaland og leikskólann Undraland í dag. Leit inná allar deildir og dáðist að því hvað ungviðið var hrikalega stillt. Heyrðist ekki múkk á Undralandi enda voru þau að borða plokkfisk og rúgbrauð sem greinilega rann ótrúlega ljúflega niður. Stóru börnin á Óskalandi voru að fara út í pollagöllum til að verjast rokinu sem hefur verið ansi mikið í dag og þau litlu stunduðu listsköpun af miklum móð. Við getum verið stolt af leikskólunum okkar og því góða starfi sem þar fer fram.

Eftir hádegi var fundur um Blóm í bæ. Það er ýmislegt sem bæjarbúar þurfa að huga að fyrir sýninguna. Til dæmis því að hugsa upp góðar uppskriftir að kökum í kökusamkeppnina og trúðabúninga á börnin :-)

Stjórnarfundur í Sorpstöð Suðurlands og strax í kjölfarið kynningarfundur fyrir sveitarfélögin þar sem möguleikar varðandi málefni sorpstöðvar voru kynntir. Annars vegar er þar um að ræða að sveitarfélögin gangi inní byggðasamlagið Sorpu en hins vegar getum við væntanlega gert viðlíka samning og nú er í gildi milli Sorpstöðvar og Sorpu um urðun í Álfsnesi. Ég hallast að fyrri kostinum sem nú verður ýtarlegar ræddur eftir þennan fund.

Nýir aðilar hafa eignast Frost og funa en Elfa Dögg Þórðardóttir og Jón Þórir Frantzson hafa keypt hótelið af Knúti Bruun og Önnu Sigríði. Þau munu nú væntanlega flytjast alfarið að Hofi í Öræfum þar sem þau reka annað hótel ekki síður glæsilegt. Elfu og Jóni óskum við til hamingju með kaupin og Knúti og Önnu óskum við velfarnaðar fyrir austan, þau hafa sett svip sinn á bæinn um árabil og sérstaklega mun ég sakna símtalanna frá Knúti! Hann hefur haldið mér við efnið undanfarið :-)
Myndin er að láni frá Tripadvisor - ekki verri fyrir það :-)


13. maí 2012

Annasamir dagar uppá síðkastið og lítill tími til að blogga.

Laufey og Elvar eru komin heim eftir rúmlega 6 mánaða heimsreisu. Það var yndislegt að fá þau heim og ekki síður að heyra um ferðina sem hefur gengið alveg eins og í sögu. Ferðasagan er löng og á hverjum degi heyrum við eitthvað nýtt. Svona ferðalag eykur víðsýni og umburðarlyndi og er ungu fólki afar hollt.

Óskað var eftir hugmyndum og hugarflugi á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku. Virkilega skemmtilegt og gaman að heyra hversu frjóan huga íbúar hafa. Nú er það síðan verkefni framundan að vinna úr öllum hugmyndunum.

Framkvæmdir við Hamarshöllina ganga vel. Undirstöðurnar eru komnar og búið er að steypa plötuna undir íþróttagólfið. Í komandi viku verður byrjað að leggja gervigrasið og þá er sýnileiki framkvæmdanna orðinn verulegur. Virkilega gaman að fylgjast með þessu verkefni.

Vorfundur Héraðsnefndar í Þorlákshöfn á föstudaginn. Þar voru nýjar samþykktir til umræðu en nú þarf að breyta Héraðsnefndinni í byggðasamlag þar sem ný lög um sveitarstjórnir heimila ekki hið gamla fyrirkomulag. Heilmikil umræða spannst einnig um stofnanirnar sem nefndin rekur sem eru Byggðasafnið, Tónlistarskólinn, Héraðsskjalasafnið og Listasafn Árnesinga. Allir voru þó á einu máli um að starfsemi þeirra væri til mikillar fyrirmyndar.

Fimm ára afmæli Hoflandsetursins var haldið í gær. Lífgaði mjög uppá bæjarlífið enda dældust út hamborgarar og afmæliskakan rann ljúflega niður. Gaman að hitta svona margt fólk svona snemma vors og allir höfðu á orði að þarna væri komin þriðja bæjarhátíðin. Til hamingju með afmælið Hoflandsetursfólk.

í morgun dreif ég mig síðan í fjölmenna göngu með "Göngum saman" hópnum. Fjöldi kvenna og karla á öllum aldri tók þátt og óneitanlega vorum við Hvergerðingar stoltir af fallegri gönguleiðinni!

Kaffi með góðum vinkonum á eftir og letilíf restina af deginum átti vel við á mæðradaginn :-)

7. maí 2012

Hér má sjá hóp bæjarstjóra og maka sem funduðu á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit fyrr í mánuðnum. Mjög góður fundur og skemmtileg dagskrá. Þarna erum við á tröppum grunnskólans í Hrafnagili!


2. maí 2012

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í kvöld þar sem Elínborg var kosin nýr formaður og Eyjólfur lét af störfum eftir góð ár í starfi formanns. Hann lofaði að vera ekki langt undan á næstu misserum, það er gott að eiga góða að. Stjórnin er vel mönnuð og hugur í fólki. Starfið til hreinnar fyrirmyndar. Á myndinni má sjá nýju stjórnina!

Fundur með Ara, verkfræðingi og Guðmundi vegna Hamarshallarinnar. Hitti Maríu, Höllu Dröfn og Guðrúnu Rósu vegna vinnuskólans. Átti fund með íbúa sem kom með mjög góða hugmynd varðandi uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem verður gaman að fylgja eftir. Fundarboð sent út vegna bæjarráðs á morgun og ýmislegt annað var á annasamri dagskrá dagsins.

Best var samt að komast loksins í sund síðdegis eftir alltof langt og leiðigjarnt kvef sem herjað hefur á heilsufarið undanfarnar vikur.

1. maí 2012


Yndislegt veður á frídegi verkalýðsins. Því var tilvalið að taka einn góðan göngutúr! Uppí Ölfusborgum sáum við þessa flottu hleðslu í gilinu. Hestamönnunum mættum við undir Reykjafjalli. Í grunni Hamarshallarinnar voru Guðmundur Arnar og Sæmundur að vinna og páskaliljurnar skart nú sínu fegursta. Lagersala Álnavörubúðarinnar sló algjörlega í gegn, örtröð allan daginn enda hægt að gera þar fáránlega góð kaup! Mér skilst að leikurinn verði endurtekinn á laugardögum í sumar. Vöfflukaffi hjá skátunum og kvöldverður hjá Bjössa og Kittu kórónaði síðan góðan dag :-)





This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet