16. maí 2012
Í upphafi verð ég að hrósa bæjarbúum fyrir það hversu hreinn og fínn bærinn er. Gestir okkar hafa iðulega orð á því að varla sjáist rusl á götum bæjarins og það er gaman að fá slíka umsögn. En einmitt þess vegna stinga þessir örfáu umhverfissóðar sem hér eru jafn herfilega í augu og raun er á. Nú finnst mér að þeir sem slíka umsögn geta tekið til sín eigi að girða sig í brók og henda ruslinu sem er í kringum þá, engum til gagns og öllum til ama! Vanti viðkomandi aðstoð við slíka tiltekt þá er um að gera að hafa samband við starfsmenn áhaldahúss sem með gleði aðstoða fólk í slíkum vanda. Á næstunni verður gripið til harðra aðgerða á verstu stöðunum enda hafa kurteisleg tilmæli greinilega lítið að segja í slíkum tilfellum.
Comments:
Skrifa ummæli