<$BlogRSDUrl$>

26. febrúar 2014

Hér má hlusta á viðtalið við mig sem Bylgjan náði reyndar eftir ærið vesen í morgun. Fleiri gullkorn hefðu nú fallið ef við hefðum náð sambandi við hvort annað fyrr - Bylgjan og ég :-)

24. febrúar 2014

Sigurður í Feng leit við og ræddum við ýmsa möguleika er varða endurvinnslu. Hjá Feng vinna nú 6 einstaklingar við framleiðslu á undirburði undir húsdýr. Væntingar eru um enn meiri aukningu í franleiðslunni með tilsvarandi fjölgun starfsmanna. Sorpmál eru orðin einn mikilvægasti málaflokkur sveitarfélaganna og í mörg horn að líta þar. Nú er stefnt af því að Gámaþjónustan taki við af Íslenska gámafélaginu í sorphirðu sveitarfélagsins, munu skiptin eiga sér stað þann 1. mars næstkomandi. Gerist þetta í kjölfar útboðs sem ráðist var í í lok síðasta árs.

Ari, umhverfisfulltrúi, kynnti fyrir mér aðgerðir sem starfsmenn áhaldahúss ráðast nú í og felast í því að limgerði og tré sem skaga út fyrir lóðamörk verða klippt. Ástandið í þessum málum er víða orðið óþolandi og því brýnt að lóðarhafar bregðist nú hratt og vel við.

Inga, forstöðumaður Listasafnsins, kom og ræddi ýmis mál og þá ekki síst opnun nýrrar sýningar þann 8. mars. Sá dagur er alþjóðlegur baráttudagur kvenna svo það er vel við hæfi að sýningin sé tileinkuð verkum þriggja kvenna á áttræðis og níræðis aldri sem enn eru virkir þátttakendur í listalífi landsmanna. Þetta eru þær Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdótti og Þorbjörg Höskuldsdóttir.

23. febrúar 2014

Opin hús Sjálfstæðismanna eru löngu orðin ómissandi um helgar. Núna spunnustu fjörugar umræður um ESB málið og er óhætt að segja að sitt sýndist hverjum. Það verður seint sagt að Sjálfstæðismenn séu allir alltaf sammála – allavega ekki hér í Hveragerði :-)

Líflegt matarboð með góðum vinum hjá okkur Lárusi á laugardagskvöldinu og 3 kaffiboð á sunnudeginum ásamt leikhúsferð um kvöldið.

Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson er athyglisvert verk og þar sem við áttum nú alls ekki von á neinu sérstöku þá kom það reyndar ánægjulega á óvart. Það allra besta var nú samt að vera komin austur fyrir klukkan 22 og ná þar með Erfingjunum sem eru algjörlega ómissandi hluti af sunnudagskvöldum undanfarinna vikna.

Annars þarf ég að sýna ykkur þessa flottu mynd af orkídeunni minni sem er að hamast við að blómstra þessa dagana. Fyrst hélt ég að knúpparnir væru ónýtir en nú sé ég að blómin eru svona undarlega flekkótt :-)

21. febrúar 2014

Suma daga er nauðsynlegt að sinna skriffinnsku og ýmsum óafgreiddum málum. Föstudagurinn var einn af þeim. Sendi meðal annars breytinguna á gatnagerðargjöldunum og byggingarréttinum til birtingar í Stjórnartíðindi og það var svolítið föndur að ganga frá því á réttan hátt. Þar eru hlutirnir í afar formföstum farvegi.

Afmælisveisla á Óskalandi í tilefni af 20 ára afmæli leikskólans var síðan toppurinn á deginum. Troðfullur leikskóli af gestum á öllum aldri, afhjúpað var merki skólans og einkennislag sungið, hvort tveggja gert af Haffa, starfsmanni leikskólans. Fjöldi gesta afhenti leikskólanum góðar gjafir og mikil gleði ríkti á staðnum.

Strax eftir afmælið heimsóttu Ásthildur og Ragnar frá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi bæjarskrifstofuna en þau sýndi okkur stutta heimildamynd um Hveragerði sem þau eru búin að gera sem hluta af evrópsku samstarfsverkefni. Myndin heitir Hveragerði – in compliance with nature. Þetta var góð mynd en sérstaklega var gaman að sjá þarna um 40 ára gömul myndbrot héðan frá Hveragerði sem fundust í filmusafni Sjónvarpsins.

Haraldur Fróði gisti í fyrsta sinn hjá ömmu og afa í nótt. Hann var vægast sagt mis ánægður með dvölina en var hinn ánægðasti allavega eftir að hann sofnaði ;-) En það verður að viðurkennast að Hafrún og Vigdís litlu skemmtilegu frænkurnar björguðu okkur algjörlega. Héðan í frá pössum við þau þrjú alltaf saman :-)

Ansi afkastamikill dagur án mikilla fundahalda en þó byrjaði dagurinn á fundi bæjarráðs sem stóð lengur en fundarboðið gaf tilefni til að ætla. Yfirleitt er lengd funda í öfugu hlutfalli við stærð fundarboða - það er reyndar sérkennilegt lögmál! Heilmikið var rætt um foreldrastarf í grunn- og leikskólum í tilefni af boði í afmæli leikskólans Óskalands sem er haldið hátíðlegt á morgun. Ennfremur var rætt um stefnumörkun og framtíðarsýn bæjarfélagsins, en þar er ýmislegt í gangi. Ennfremur var samþykkt að styrkja Ferðamálasamtök Hveragerðis til þátttöku í stórri ferðakaupstefnu sem haldin verður í Berlín í byrjun mars. Slík þátttaka gagnast öllum rekstraraðilum á þessu sviði í bæjarfélaginu.

Annars saxaðist ört á verkefnalistann í dag. Átti símtöl m.a. vegna hraðbanka í Verslunarmiðstöðinni og annarra atriða er lúta að þjónustu Arionbanka. Vann í könnun sem þarf að svara vegna húsnæðismála í bæjarfélaginu, ræddi málefni varðandi sameiningu Sorpu og Sorpstöðvar Suðurlands og tók á móti fyrstu umsókninni um lóð fyrir raðhús sem berst í kjölfar útspils bæjarstjórnar um lækkun gatnagerðargjalda, svo fátt eitt sé talið.

Vinnudeginum lauk á góðum fundi með Auðunni, Össuri og Kristni frá Golfklúbbi Hveragerðis. Þeir kynntu fyrir okkur Jóhönnu starfsemi golfklúbbsins sem er viðamikil enda er völlurinn afar vinsæll, bæði vel staðsettur og fjölbreyttur. Starfsemi golfaranna er afar mikilvæg fyrir bæjarfélagið því auk þess að vera vinsæl íþrótt á meðal bæjarbúa þá skiptir góður golfvöllur ferðaþjónustuna miklu máli.

Síðdegis fórum við Laufey með Harald Fróða í ungbarnasund á Selfossi, það er alltaf mikið fjör.

Mikilvægur sigurleikur hjá strákunum í körfunni í kvöld. Nú þarf að vinna næstu tvo og þá eru þeir komnir í úrslit ef allt fer að óskum.

Dagurinn endaði í skemmtilegum hitting hjá Jenný, alltaf jafn skemmtilegt :-)

19. febrúar 2014

Afar góður fundur með stjórnendum Hveragerðisbæjar í morgun. Nú var kynntur til sögunnar nýr umhverfisfulltrúi, Ari Eggertsson, sem sat sinn fyrsta fund en einnig var Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni mætt aftur eftir 11 mánaða fæðingarorlof. Við fórum yfir það sem efst er á baugi í starfsemi bæjarins og stjórnendur gerðu grein fyrir því helsta hver á sínum stað.

Hingað komu fyrstu aðilarnir til að ræða mögulegar húsbyggingar eftir útspil bæjarstjórnar í síðustu viku þegar ákveðið var að lækka gatnagerðargjöld um helming og fella niður greiðslur fyrir byggingarrétt. Greinilega verið hárrétt ákvörðun á réttum tíma.

Eftir hádegi átti ég nokkur samtöl vegna uppbyggingar í atvinnulífinu sem ekki er hægt að gera frekari grein fyrir í augnablikinu en mín tilfinning er sú að eitthvað sé farið að glæðast á þeim vettvangi.

Ákveðið var að loka Hamarshöllinni í dag vegna slæms veðurútlits en það er vinnuregla hér að loka höllinni ef vindur fer að nálgast 18 metra á sekúndu. Það er góð regla og ánægjulegt að sjá hvernig starfsmenn taka frumkvæði þegar svona viðrar.

18. febrúar 2014

Við Helga, skrifstofustjóri, erum að skoða kostnað og útfærslur á prentskýjum þessa dagana. Fengum til okkar fulltrúa tveggja fyrirtækja í dag sem fóru yfir kosti og galla sinna lausna. Margt afar áhugavert þarna á ferð en þegar á hólminn er komið þá snýst þetta um krónur og aura.

Síðdegis var fundur með íbúum Bröttuhliðar og Þverhliðar vegna fyrirhugaðra malbiksframkvæmda í götunum á næstu mánuðum. Verkið verður boðið út á landsvísu þann 1. mars en verklok eru áætluð í lok sumars. Ekki var annað að heyra á íbúum en að þeim litist vel á enda kannski ekki skrýtið þar sem einhverjir hafar sjálfsagt verið farnir að halda að þetta yrði aldrei að veruleika.

Kvöldinu eyddum við Lárus á Hótel Örk þar sem ég var með "skemmtiatriði" fyrir gesti Sparidaga. Þessa vikuna eru gestirnir frá Árnessýslu og þar af flestir frá Grímsnes og Grafningshreppi. Þetta var líflegur og skemmtilegur hópur sem greinilega var ákveðinn í að eiga þarna góða daga. Spjölluðum lengi eftir kvöldverðinn og hittum marga sem við könnuðumst við eða sem könnuðust við okkur svo þetta var hið skemmtilegasta kvöld.

17. febrúar 2014

Fundur í Ferðamálasamtökum Hveragerðis i morgun. Fulltrúar frá hópnum stefna nú á stóra ferðakaupstefnu erlendis þar sem gæði Hveragerðis verður kynnt fyrir áhugasömum. Samtökin vinna að gerð logos og einnig að kynningarefni svo það er mikið að gerast næstu dagana. Fundurinn var haldinn á Gistiheimilinu Frumskógum en þar hafa Morten og Kolla byggt upp einstaka paradís. Það er svo gaman að sjá hversu gististaðirnir hér eru ólíkir en allir svo flottir. Enda er nóg að gera og mikið bókað fyrir næsta sumar.

Í hádeginu hitti ég Inga Þór, markaðsstjóra HNLFÍ, og ræddum við ýmislegt er lýtur að rekstri og framtíðaruppbyggingu stofnunarinnar. Klár bónus við þann hitting var hádegismaturinn á Heilsustofnun en það er í raun óskiljanlegt að við skulum ekki borða þar oftar. Hollt og svo gott :-)

Eftir hádegi og til loka vinnudagsins fórum við Helga, skrifstofustjóri, yfir rekstrartölur ársins 2013. Þetta ar al fyrsta yfirferð en í mjög fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan verða í samræmi við fjárhagsáætlun.

Sundleikfimi og svo meirihlutafundur í kvöld. Ætla að reyna að horfa á viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð áður en ég fer að sofa. Er bara ekki viðræðuhæf þar sem ég hef ekki séð þetta ennþá :-)

16. febrúar 2014

Frábær helgi að baki sem eytt var í bústað með góðum vinkonum. Hin árlega krosssaumshelgi brást ekki frekar en fyrri daginn. Reyndar var mun meira prjónað en saumað út. Skagfirsku gardínurnar fengu meira að segja að hvíla sig þetta árið :-)

Ef einhver trúir ekki að þetta sé hörku vinnuhelgi þá er hér mynd því til sönnunar :-)

Skrapp niður í Hveragerði á laugardeginum þar sem borholan á Reykjum hafði fallið og því var hitalaust í Hamarshöllinni. Fengum smá nasasjón af því hversu kalt verður í svona húsi án kyndingar. Ansi lítið notalegt verð ég að segja. Það reyndist síðan frekar létt verk að laga holuna og hitnn var kominn aftur á Höllina síðdegis.
Líka eins gott því notkunin á húsinu er mikil og einn aðal kostur þess er hversu notalegt er innandyra.

Tvíburarnir frændur mínir þeir Hafsteinn og Kristján fögnuðu 25 ára afmæli sínu í gær. Merkilegt hvað tíminn líður fljótt og alveg furðulegt hversu hratt börnin í kringum mann eldast :-)

14. febrúar 2014

Fékk afar jákvætt símtal frá Gagnaveitu Reykjavíkur þar sem fulltrúi fyrirtækisins kynnti áform þeirra um að ljósleiðaravæða bæinn á árinu 2014. Nú þegar hafa um 300 heimili aðgang að ljósnetinu en áður en árið er á enda munu þau 650 heimili sem enn eru án tengingar hafa möguleika á því sama. Þetta er stór áfangi og mikilvægur fyrir íbúa. Það allra besta er að þessi ljósleiðaravæðing mun eiga sér stað án útlagðs kostnaðar af hendi bæjarins.

Á fundi bæjarstjórnar var ákveðið að fella niður gjald fyrir byggingarrétt og veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi á árinu 2014. Vonast bæjarstjórn til þess að þessi aðgerð verði til þess að einhverjir sjái hag í því að byggja í bæjarfélaginu. Gríðarlegur skortur er nú á leiguhúsnæði og afar mikilvægt að úr því verði bætt. Þar horfa nú ýmsir til útspils af hendi ríkisins. Hér í Hveragerði er allavega komið fram útspil af hendi sveitarfélagins.

8. febrúar 2014

Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var meðal annars gengið frá samningi um störf talmeinafræðings og hefur hún þegar hafið störf. Lýst henni Þóru Sæunni vel á verkefnið og mun hún á næstunni setja niður vinnulag næstu vikna.

Bæjarráð ályktaði einnig um framtíð garðyrkjunáms á Íslandi í tilefni af erindi sem barst frá starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) vegna fyrirhugaðrar sameiningar LBHÍ og HÍ. Það er mikið áhyggjuefni ef greininni verður ekki sýndur sá sómi að nám í faginu fái veglegan sess. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir stór orð um eflingu starfsmenntunar þá er minna um efndir og enn er sú skoðun alltof ríkjandi að háskólamenntun sé sú leið sem allir eigi að fara. Allt annað sé einhvern veginn "ekki eins fínt" Ég hef aftur á móti þá bjargföstu trú að iðnmenntun og önnur hagnýt menntun sé leiðin til framfara. Þar eigum við raunveruleg sóknarfæri, þar er ógrynni af hugmyndaríku fólki með raunhæfa og góða reynslu úr verkefnum sem geta skipt okkar samfélag miklu máli til framtíðar litið. Húsasmiðir, góðir pípulagningamenn og listamenn á sviði múrverks fyrir nú utan matreiðslumenn og þjóna eru meðal þeirra starfsgreina sem skipt hafa okkur sem þjóð gríðarlega miklu máli og munu gera áfram. Svo maður tali nú ekki um vel menntaða bændur hvort sem það er á sviði hefðbundins landbúnaðar eða garðyrkju. Heldur fólk kannski að hann vinur minn hann Eiríkur í Gýgjarhólskoti sé með afurðahæsta sauðfjárbúið á landinu fyrir tilviljun. Nei slíkt er staðreynd vegna þess að þar á bæ er unnið í samræmi við þá menntun sem þau þar hafa aflað sér í Landbúnaðarháskólanum. Oft er sagt að slíkt verði ekki metið til fjár en í þessu tilfelli má einmitt meta menntunina til fjár. Í raunverulegum krónum og aurum.

Átti einnig á fimmtudaginn góðan fund á "Garðyrkjuskólanum" vegna verkefnis sem væntanlega mun gera að verkum að hingað munu koma um 400 háskólastúdentar víðs vegar að úr heiminum á næstunni. Verður spennandi að sjá hvernig það mun þróast

Í hádeginu á fimmtudag heimsótti ég Rauða krossinn en þar er hópur kvenna að prjóna, sauma og safna saman flíkum í pakka sem sendir eru til mæðra ungra barna í Hvíta Rússlandi. Það var yndislegt að koma til þeirra og ég tímdi varla að fara aftur. Hvet alla sem geta til að taka þátt í þessu verkefni.

7. febrúar 2014


Verð að deila með ykkur góðri sögu :-)

Fór nefnilega með Haraldi Fróða og mömmu hans í ungbarnasund á Selfossi í gær sem er auðvitað ekki í frásögur færandi. En þar sem ég stóð í búningsklefanum tilbúin að fara í laugina kemur lítill gutti með mömmu sinni inní klefann. Hann stendur síðan í smá stund, horfandi á mig og bendir síðan og segir eitthvað sem ég ekki skyldi. Svo sagði hann þetta stundarhátt aftur bendir á mig og segir "kúkalabbi"... Mér fundust nú Selfyssingar orðnir ansi grófir í innrætingunni þangað til ég fattaði að blessað barnið var að benda á froskalappirnar mínar og hélt sem sagt að þær hétu "kúkalabbar". Mér og móður hans fannst þetta alveg óborganlega fyndið :-)

-----------------
Annars fjallaði Magnús Hlynur um 10 ára afmæli www.aldis.is í Bylgjunni í bítið í morgun. Mér þótti vænt um það. Þetta hefur verið skemmtilegur vettvangur til að koma öllu því sem mér dettur til hugar á framfæri. Ég er aftur á móti ekki með djúpar pólitískar vangaveltur á þessari síðu. Enda held ég að fólk geti lesið slíkt nógu víða. Hér set ég yfirlett það sem efst er á baugi á hverjum degi og ég tel að eigi erindi við íbúa Hveragerðisbæjar fyrst og fremst og svo auðvitað vini og vandamenn. Síðan hef ég reynt að pasa það að skrifa ekki of mikið því ég hef heyrt frá "fastagestunum" að slíkt sé ekki vinsælt :-)
-----------------

6. febrúar 2014

Ég gleymdi að halda uppá 10 ára afmæli www.aldis.is núna í janúar. Uppgötvaði afglöpin þegar ég sá að verið var að halda uppá 10 ára afmæli facebooks!

En sem sagt hér hefur verið skrifað með reglubundnum hætti á www.aldis.is frá því í janúar 2004. Alls eru þetta 1.158 færslur - mislangar. Greinilega er bloggað að meðaltali á þriggja daga fresti. Mér finnst þetta nokkuð vel að verki staðið. Svo ég hrósi mér nú sjálf :-)

En annars verð ég einhvern veginn að ná þessu út prentuðu því þetta fara að verða ómetanlegar heimildir sem heldur verra væri að týna.

5. febrúar 2014

Nú er verið að vinna að skipulagi á Árhólmum svokölluðum innst inní dal. Þar er ætlunin að skipuleggja tjaldsvæði sem væru frumstæðari en það sem er hér niður í bæ, reit fyrir þjónustumiðstöð/kaffi-/veitingahús, lagfæra bílastæði, mögulega svæði fyrir smáhýsi og fleira. Þarna er um að ræða einstakan reit svo það er mikilvægt að hugsa þetta vel.

Á fundi skipulags og mannvrijkanefndar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reitur fyrir kaffihús í Listigarðinum yrði á brúninni fyrir ofan rafstöðvargrunninn. Þetta er skemmtilegur staður sem gefur mikla möguleika án þess að rýra möguleika á nýtingu annarra svæða í garðinum.

Í dag hætti Hulda Sigurðardóttir á bæjarskrifstofunni eftir 9 ára starf, hún byrjar í fyrramálið á leikskólanum Óskalandi. Hennar verður sárt saknað en við vitum að hún er fengur fyrir leikskólann svo þau eru heppin börnin þar á bæ :-)

Lifshlaupið byrjaði í dag og við ákváðum að vea með, bæjarskrifstofan. María og Jóhanna voru skipaðar liðstjórar og þeirra hlutverk er að sjá til þess að liðið þeirra vinni innbyrðis keppnina á bæjarskrifstofunni. Dregið var í lið og lenti ég hjá Maríu - óttast að þetta verði þrælabúðir af verstu gerð. Sundleikfimi í 50 mínútur í dag hlýtur að duga :-)

4. febrúar 2014

Á föstudaginn var fundur með innanrikisráðherra á Hvolsvelli þar sem hún kynnti breytingar sem fyrirhugaðar eru á embættum sýslumanna á landinu. Eins íhaldssöm og ég nú er þá fundust mér þetta ágætar tillögur. Engri skrifstofu á að loka heldur verða embætti sýslumanna og lögreglustjóra ekki lengur á sama stað. Hér í Árnessýslu finnst mér eðlilegt að annað hvort embættið verði staðsett. Tel það reyndar óumflýjanlegt í ljósti stærðar og mannfjölda.

Í dag byrjaði ég á því að hitta Þóru Sæunni Úlfsdóttur, talmeinafræðing, sem mætti í dag til að kynna sér aðstæður í skólunum hér í bæ. Við byrjuðum á því að heimsækja leikskólann Undraland og voru móttökurnar vægast sagt góðar. Það var greinilegt að þjónusta talmeinafræðings var langþráð. Þóra fór síðan í Grunnskólann og á leikskólann Óskaland og er ég viss um að henni var vel tekið þar einnig.

Kláraði einnig gögn vegna fundar bæjarráðs á fimmtudaginn áður en ég fór til Reykjavíkur á fund miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem hittist í hádeginu. Þar tilkynnti Jónmundur Guðmarsson að hann væri að láta af störfum sem framkvæmdastjóri flokksins. Miðstjórn mun væntanlega hittast aftur í vikunni til að ganga frá ráðningu eftirmanns hans. Ennfremur var samþykkt að halda flokksráðsfund þann 29. mars, þar sem aðal áherslan á að vera á sveitarstjórnarkosningarnar framundan.

Fundaði síðan með fulltrúum Fasteignafélagsins Reita vegna húsaleigu og virðisaukaskatts sem greiddur er af húsaleigu bæjarins. Vona að jákvæður andi fundarins skili sér í góðri niðurstöðu. Endaði síðan þessa fundaröð í Reykjavík á fundi í Bændahöllinni um Blóm í bæ. Þar var meðal annars ákveðið að leggja til að sýningin verði haldin síðustu helgina í júní í stað þeirrar næstsíðustu. Fyrir þessari ákvörðun liggja margar ástæður en ekki síst er það vilji blómaskreyta sem þarna vegur þungt. Sá góði hópur er afar mikilvægur sýningunni og því viljum við tryggja góða mætingu þeirra og erlendra gesta sem von er á til landsins.

Sundæfingin var lausari í reipunum en oftast áður enda vantaði Magga til að hafa stjórn á liðinu. Synti samt eina 1300 m svo það var ágætt...

Fengum skemmtilega heimsókn í kvöld þegar Sigga frænka og Baldur á Kirkjuferju litu við ásamt Vigdísi elstu dóttur þeirra. Virkilega góð kvöldstund sem við þurfum að endurtaka sem fyrst :-)

1. febrúar 2014

Dagurinn byrjaði á Selfossi á kynningarfundi um fjármál, innheimtu og greiðsluvilja. Það er ánægjulegt að sjá að upp til hópa er þjóðin afar skilvís og vill ekki lenda í vanskilum.

Fór beint frá Selfossi til Reykjavíkur á fundi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var venju samkvæmt rætt um fjölmörg mál sem snerta sveitarfélögin í landinu. Hvað mestan tíma tók umræða um áhrif tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda og notkun séreignasparnaðir til innborgunar á lán á fjárhag sveitarfélaga. Það er nokkuð augljóst að tekjutap sveitarfélaganna verður umtalsvert. Dapurlegast er þó að enn og aftur er ekkert samráð haft við sveitarfélögin um þetta mál. Rætt var um starfsáætlun og fjármál Sambandsins en auk þess fór fram umræða um skólastarf í kjölfari Pisa, upptöku gjaldtöku á ferðamannstöðum, en náttúrupassinn er umdeildur þó að allir séu í grunninn sammála því að tryggja þarf sanngjarna dreifingu þeirra tekna sem þar munu verða til.
Einnig var fjallað um stöðuskýrslu starfshóps sem skipaður var um minka- og refaveiðar. Þau mál hafa verið í lamasessi frá því ríkið hætti að styrkja veiðar á þessum dýrum. Líklega er þetta fjórða þykka skýrslan sem gerð hefur verið á síðustu árum en mikilvægt er að nú verði unnið markvisst í þessum málum.

Pizzs a la Elva hjá Laufeyju og fjölskyldu. Elli er að fara út á skemmtilegt namskeið um brugg gerð og verður næstu 6 vikur. Haraldur Fróði var afskaplega duglegur eins og alltaf. Hann er að æfa sig áður en hann fer að ganga. Tíminn líður ansi hratt og hann verður eins árs eftir rétt um 2 mánuði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet