17. febrúar 2014
Fundur í Ferðamálasamtökum Hveragerðis i morgun. Fulltrúar frá hópnum stefna nú á stóra ferðakaupstefnu erlendis þar sem gæði Hveragerðis verður kynnt fyrir áhugasömum. Samtökin vinna að gerð logos og einnig að kynningarefni svo það er mikið að gerast næstu dagana. Fundurinn var haldinn á Gistiheimilinu Frumskógum en þar hafa Morten og Kolla byggt upp einstaka paradís. Það er svo gaman að sjá hversu gististaðirnir hér eru ólíkir en allir svo flottir. Enda er nóg að gera og mikið bókað fyrir næsta sumar.
Í hádeginu hitti ég Inga Þór, markaðsstjóra HNLFÍ, og ræddum við ýmislegt er lýtur að rekstri og framtíðaruppbyggingu stofnunarinnar. Klár bónus við þann hitting var hádegismaturinn á Heilsustofnun en það er í raun óskiljanlegt að við skulum ekki borða þar oftar. Hollt og svo gott :-)
Eftir hádegi og til loka vinnudagsins fórum við Helga, skrifstofustjóri, yfir rekstrartölur ársins 2013. Þetta ar al fyrsta yfirferð en í mjög fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan verða í samræmi við fjárhagsáætlun.
Sundleikfimi og svo meirihlutafundur í kvöld. Ætla að reyna að horfa á viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð áður en ég fer að sofa. Er bara ekki viðræðuhæf þar sem ég hef ekki séð þetta ennþá :-)
Í hádeginu hitti ég Inga Þór, markaðsstjóra HNLFÍ, og ræddum við ýmislegt er lýtur að rekstri og framtíðaruppbyggingu stofnunarinnar. Klár bónus við þann hitting var hádegismaturinn á Heilsustofnun en það er í raun óskiljanlegt að við skulum ekki borða þar oftar. Hollt og svo gott :-)
Eftir hádegi og til loka vinnudagsins fórum við Helga, skrifstofustjóri, yfir rekstrartölur ársins 2013. Þetta ar al fyrsta yfirferð en í mjög fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan verða í samræmi við fjárhagsáætlun.
Sundleikfimi og svo meirihlutafundur í kvöld. Ætla að reyna að horfa á viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð áður en ég fer að sofa. Er bara ekki viðræðuhæf þar sem ég hef ekki séð þetta ennþá :-)
Comments:
Skrifa ummæli