<$BlogRSDUrl$>

31. mars 2017

Fyrsti fundur í dag var klukkan hálf níu.  Það er afar óskynsamlegt að setja fundi svona snemma dags!  Allavega ef mannskapurinn hefur ekkert fengið að borða áður - þetta varð hinn fjörugasti fundur um endurskoðun aðalskipulagsins þar sem hart var tekist á og endaði fundurinn á því að við fórum út að keyra að skoða aðstæður í Kambalandinu - hvar væru hraunbrúnir og hvar væru flatir og hversu hátt væri upp í Kamba og fleira slíkt.  Enduðuðum síðan á hægum rúnti niður Þorlákshafnarveg þar sem við mældum út hvar ný mislæg gatnamót munu koma, hversu nálægt línustæðunum vegurinn lendir og fleira slíkt.  Það er afar mikilvægt að skoða vel allar ákvarðandi við skipulagsvinnu því þar eru iðulega teknar óafturkræfar ákvarðanir sem skipta afar miklu máli.

Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag þar sem m.a. Var fjallað um erindi okkar Hvergerðinga varðandi lengingu á fæðingarorlofinu.  Bæjarráð bókaði um nauðsyn þess að slík breyting yrði skoðuð og sendum við ályktunina einnig á stjórn Sambandsins en þar sköpuðust í dag fjörugar umræður um málið.



30. mars 2017

Mamma kann þetta ....    !

Fréttirnar í gær og í dag hafa eðlilega verið undirlagðar af bankamálum og útgerðarfyrirtækjum.  Í báðum tilfellum virðist sem græðgi og vöntun á samfélagslegri hugsun ráði ríkjum.  Hvenær urðum við svona, hin íslenska þjóð ?  Hvað er það sem gerir að verkum að þeir sem eiga yfirdrifið nóg beita öllum brögðum til að eignast miklu meira en hægt er að komast yfir að eyða?   Hvenær varð krafa um yfirgengilegan hagnað hin eina sanna breyta á góð viðskipti og góð fyrirtæki?  Eru fyrirtækin sem hugsa um starfsmenn sína og samfélagið ekki lengur "góð" fyrirtæki?

Ég er löngu hætt að skilja þessa hugsun enda alin upp í fyrirtæki sem samkvæmt skilgreiningum  margra, sem berast hvað mest á núna,  er bæði lélegt og illa rekið!  Enda ekki rekið áfram á kröfu um óhóflegan arð til eigenda eða yfirgengilegan hagnað heldur frekar á þeirri hugsjón að það veiti góðum starfsmönnum vinnu, haldi utan um hópinn sinn og greiði götu verkefna í samfélaginu.  Mamma er besti eigandi fyrirtækis  sem ég þekki - ef fleiri væru eins og hún værum við í betri stöðu í dag !

Átti góðan fund í morgun með Almari bakara varðandi áform um uppbyggingu og breytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu.   Gríðarleg aukning er í sölu í bakaríinu og gaman að fylgjast með hversu vel gengur.  Starfsmenn eru núna ríflega 20 og verða yfir 30 þegar ferðamannatími sumarsins brestur á.  Svona til gamans má geta þess að smurða brauðið nýtur mestra vinsælda í þessu glæsilega bakaríi sem við erum svo lánsöm að njóta Hvergerðingar. 

Nýlega var haldinn fundur um gróðarstöðvarnar hér í Hveragerði.  Niðurstaða fundarins verður lögð fyrir bæjarstjórn í apríl.  En á þessum fundi var minnst á útskriftarverkefni Högnu Sigurðardóttur arkitekts, frá því um miðbik síðustu aldar sem var um „garðyrkjubýli í Hveragerði“.
Mér fannst þetta svo áhugavert að ég fór að grennslast fyrir um þetta og fann eftirfarandi á netinu:

Með lokaverkefni sínu, Garðyrkjubýli í Hveragerði, sló hún tón í byggingarlist sinni sem átti eftir að þróast og þroskast á afar persónulegan hátt og kristallast í frumlegum byggingum bæði hérlendis og í Frakklandi.

„Það sem ég gerði,“ segir Högna, „voru gróðurhús og híbýli fyrir þann mann sem átti gróðurhúsin. Hinir ýmsu hlutar byggingarinnar voru tengdir saman svo myndaðist eins konar innra flæði á milli plantnanna og íbúðarhússins. Ég hugsaði um að setja hana inn í landslagið þannig að það félli að henni. Ég notaði eftir föngum efni sem er á staðnum og leyfði byggingarefnunum að koma fram í sem óbreyttastri mynd.“

Ein margra viðurkenninga sem Högna fékk fyrir lokaverkefni sitt fól í sér leyfi til að starfa sem arkitekt í Frakklandi

Nú leitum við að þessum teikningum og höfum grun um að þær séu á Þjóðskjalasafninu eftir viðkomu hjá Listasafni Reykjavíkur.  Þar eru hæg heimatökin með bæjarfulltrúa í yfirmannsstöðu þar á bæ.
----------------------



29. mars 2017

Pestin hefur verið að gera mér lífið leitt síðustu daga og því hef ég haldið mig heima.  Fór þó í vinnuna eftir hádegi í dag og fram að kvöldmat.  Fullt af verkefnum sem þurfti að ganga í og nóg er nú samt eftir.  Síðast þegar ég skrifaði á bloggið minntist ég á lóðirnar við Hjallabrún  sem úthlutað verður í apríl. Mikill fjöldi umsókna hefur borist um lóðirnar og ljóst að færri fá en vilja.  Það verður ekki einfalt að úthluta þannig að sem flestir verði sáttir.   Mikið hefði nú verið gott að eiga eins og tvær götur í viðbót til að úthluta núna í vor.  Greinilegt er að húsnæðisþörfin er ekki bara mikil í Reykjavík heldur ríkir það ástand einnig hér í Hveragerði.

Átti fund með fjárfestum í dag sem hafa áhuga á uppbyggingu fjölda íbúða á landi í þeirra eigu hér í Hveragerði.  Afar áhugavert og verður unnið í þeim hugmyndum áfram.  Svolítið skondið að heyra ýmsa ræða um landleysi Hveragerðisbæjar og að íbúum hér geti ekki fjölgað þess vegna.  Ætli við gætum ekki hæglega fjölgað íbúum um 100% og við værum samt ekki enn farin að byggja fyrir neðan þjóðveg.  Þá tel ég reyndar Sólborgarsvæðið með.  Slík fjölgun myndi reyndar kalla á uppbyggingu innviða sem við erum ekki með í áætlunum og því er sígandi lukka best í þessu sem öðru.   Fjölgun fjölgunarinnar vegna er ekki takmark í sjálfu sér heldur er það takmark að byggja hér upp gott samfélag þar sem íbúum líður vel.  Í það verðum við að halda og sérstöðuna sem hér er.  Hún er dýrmætari en við gerum okkur grein fyrir sjálf....



14. mars 2017

Minni á að lóðir í Hveragerði eru á sérstökum vildarkjörum þessa dagana.  Þess vegna er kannski ekki skrýtið að umsóknir hrúgist inn um lóðirnar í Hjallabrún.  Gerum ráð fyrir úthlutun í apríl og mér sýnist sem það gæti þurft að draga !

Annars nóg um að vera.  Góður dagur í vinnunni í dag þar sem ég raðaði fundarefnum og minnisblöðum á dagskrá bæjarráðsfundar á fimmtudaginn.  Það verður stór og mikill fundur þar sem fjöldi fréttnæmra atriða mun koma við sögu.



2. mars 2017

Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá þann 1. mars er fjöldi íbúa í Hveragerði nú 2.521.   Það fjölgar semsagt stöðugt í bæjarfélaginu án þess að húsnæði aukist.  Það verður gaman að sjá hvernig þróunin verður þegar húsnæðisframboð eykst eins og stefnt er að !

Nú er lóðirnar við Hjallabrún komnar á heimasíðu bæjarins og hægt er að sækja um þær nú þegar þó að úthlutun verði ekki fyrr en í apríl þegar Skipulagsstofnun hefur samþykkt skipulagið endanlega.  Þarna verða lóðir fyrir 28 íbúðir í 14 parhúsum og ég efast ekki um að þarna muni myndast afar skemmtilegt hverfi.   Hvet áhugasama til að skoða skipulagið hér.  Þysjið kortið yfir Hjallabrún og þá er hægt að velja sér lóð sem hentar :-) 

Öskudagurinn haldinn hátíðlegur út um allt í dag og við á bæjarskrifstofunni tókum þetta alla leið eins og margir!  Næstum allir í metnaðarfullum og glæsilegum búningum og mikið fjör og gaman. Fórum meira að segja eins og börnin og sungum í bakaríinu fyrir smákökur og í bankanum fyrir nammi !  Nokkuð skemmtilegt bara og lífgaði óneitanlega uppá tilveruna. ;-)

Annars var nóg um að vera eins og alltaf.   Undirbjó fund bæjarráðs í fyrramálið en þar eru fjölmörg mál á dagskrá.

Hitti skáta vegna móts sem halda á hér í Hveragerði og á fleiri stöðum á landinu í sumar.  Til landsins koma um 5000 þátttakendur og um 400 þeirra verða hér í Hveragerði í nokkra daga. Þá daga verða þeir vafalaust afar sýnilegir enda er þátttaka þeirra í samfélagslegum verkefnum hluti af samningnum sem gerður var.   En ég undirritaði samning um aðild bæjarins á fundinum og fer hann síðan fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Ræktin síðdegis og síðan kvöldverður og einstaklega gott kvöld með frábærum gestum þeim Ragnari og Björgu frá Hátúni í Skagafirði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet