31. mars 2017
Fyrsti fundur í dag var klukkan hálf níu. Það er afar óskynsamlegt að setja fundi svona snemma dags! Allavega ef mannskapurinn hefur ekkert fengið að borða áður - þetta varð hinn fjörugasti fundur um endurskoðun aðalskipulagsins þar sem hart var tekist á og endaði fundurinn á því að við fórum út að keyra að skoða aðstæður í Kambalandinu - hvar væru hraunbrúnir og hvar væru flatir og hversu hátt væri upp í Kamba og fleira slíkt. Enduðuðum síðan á hægum rúnti niður Þorlákshafnarveg þar sem við mældum út hvar ný mislæg gatnamót munu koma, hversu nálægt línustæðunum vegurinn lendir og fleira slíkt. Það er afar mikilvægt að skoða vel allar ákvarðandi við skipulagsvinnu því þar eru iðulega teknar óafturkræfar ákvarðanir sem skipta afar miklu máli.
Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag þar sem m.a. Var fjallað um erindi okkar Hvergerðinga varðandi lengingu á fæðingarorlofinu. Bæjarráð bókaði um nauðsyn þess að slík breyting yrði skoðuð og sendum við ályktunina einnig á stjórn Sambandsins en þar sköpuðust í dag fjörugar umræður um málið.
Fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag þar sem m.a. Var fjallað um erindi okkar Hvergerðinga varðandi lengingu á fæðingarorlofinu. Bæjarráð bókaði um nauðsyn þess að slík breyting yrði skoðuð og sendum við ályktunina einnig á stjórn Sambandsins en þar sköpuðust í dag fjörugar umræður um málið.
Comments:
Skrifa ummæli