<$BlogRSDUrl$>

30. janúar 2004

Hef verið að hugsa um það, á leiðinni í vinnuna, undanfarið að umferðarmál á Reykjamörkinni eru í algjörum ólestri. Það er líka sérstakt hversu mikið misræmi er á milli gatna hér í bæ varðandi umferðaröryggismál. Tökum Breiðumörkina og Reykjamörkina sem dæmi. Á Breiðumörkinni eru tvær merktar gangbrautir, þrjár hraðahindranir og gangbrautarvörður, sem er hið besta mál. En á Reykjamörkinni sem er mikil umferðaræð horfa málin öðru vísi við. Yfir þá götu þurfa öll börn úr neðra þorpinu að fara til að komast í skólann. Þarna er mikil umferð bæði bíla og gangandi en ENGIN gangbraut. Um árið voru settar þarna tvær örlitlar hraðahindranir (sem virka engan vegin) en það voru ekki sett gangbrautarskilti við þær. Litlu stýrin sem varla standa út úr hnefa og labba samviskusamlega í skólann á hverjum morgni eru þarna í bráðri hættu finnst mér. Lýsingin þarna er líka of lítil miðað við það hvað gatan er breið og mikil. Þessi mál verður að laga hið bráðasta. ???

Á síðasta ári lagði ég fram tillögu í bæjarráði um að Skólamörkinni yrði lokað á skólatíma með keðju með svipuðum hætti og gert er á Bankaveginum á Selfossi. Skemmst er frá því að segja að þetta var samþykkt samhljóða enda ber öllum saman um að ástandið á Skólamörkinni á álagstímum er hryllingur. En þrátt fyrir að hafa ítrekað spurt um framkvæmdina þá bólar ekki á keðjunni.
Hvað veldur? Eftir hverju er verið að bíða? Ef einhverjum ráðamanni þykir þetta slæm eða illframkvæmanleg hugmynd þá er nú minnsta málið að ræða þetta aftur og finna ásættanlega lausn. Við óbreytt ástand er ekki hægt að una.

28. janúar 2004

Sendi slóðina á bloggið mitt á útvaldar vinkonur í dag og fékk ágætis viðbrögð til baka. Segja reyndar að ég eigi að vera beittari og leiðinlegri svona í áttina að Magnúsi Þór Hafsteinssyni þingmanni. En þar sem ég er nú einu sinni virðuleg húsmóðir á miðjum aldri þá getur maður nú ekki leyft sér hvað sem er.... svo bloggið mitt verður siðprútt áfram. Fékk annars mynd til baka frá Gunnu vinkonu á Grund. Hún kann enga brandara svo hún sendi mér þessa líka frábæru mynd úr stuðpartýi hjá þeim systrum. Myndin er hér. Nú þarf ég bara að finna út hvernig í skrambanum ég kem myndum inná bloggið. :-) Það hlýtur að vera hægt.....

27. janúar 2004

Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og hvað felur það í sér. Jú, einhverjir og væntanlega líka þú og ég, verðum að taka þátt í mótun þess og viðgangi. Það gengur ekki ef enginn vill taka þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Okkur ber skylda til að vera virk í samfélaginu og taka þátt þar sem við getum gert gagn. Hvort sem það er í foreldrafélaginu, íþróttafélaginu, Lions eða í hefðbundnu stjórnmálastarfi þá eigum við að vera með og gefa örlítið af tíma okkar í þetta starf. Það er alltof algengt að sama fólkið og hvergi nennir að vera sitji síðan og gagnrýni störf hinna í tíma og ótíma. Það er náttúrulega óþolandi. Ef maður hefur miklar skoðanir á hlutunum þá á maður að finna þeim skoðunum farveg og vera með í starfinu. Öðru vísi er ekki hægt að hafa áhrif ;-)

Er að undirbúa sölu æfingagalla hjá Sunddeild Selfoss. Vonandi að það verði betri undirtektir þar heldur en í handklæðasölu deildarinnar. Skrýtið að það skyldu seljast svipað mörg handklæði merkt ungmennafélagi Selfoss og seldust hér í Hveragerði. Fjölmargir vildu líka sleppa Ungmennafélagsmerkinu og fá bara nafn á handklæðið. Hvað er málið í þrisvar sinnum stærra bæjarfélagi? Hvar er ungmennafélagsandinn og samheldnin Selfossbúar ??? Auðvitað kaupir maður sér handklæði með merki Ungmennafélagsins, fer síðan í sund og veit að allir geta séð að maður er Selfyssingur.
Og er stoltur af því ! ! !

.

Spakmæli dagsins !

"It is sometimes not easy to find happiness in ourselves, but it is impossible to find it elsewhere."

- Agnes Repplier -

26. janúar 2004

Var að lesa Fréttablaðið áðan og fylltist vandlætingu yfir því að ekki skuli staðið betur að uppbyggingu Byrgisins. Átti þess kost fyrir nokkrum árum að dvelja dagstund í Byrginu þegar það var staðsett á Hlíðardalsskóla í Ölfusi og það dugði mér til að sannfærast um það að þarna fer fram eitt það óeigingjarnasta starf sem ég hef orðið vitni að. Það er að mínu mati ekki vafi á því að þarna skilar hver króna sem sett er í þennan rekstur sér margfalt til baka. Þetta álit mitt á starfsemi Byrgisins breyttist ekki þó að vistmaður þaðan tæki bílinn okkar traustataki og skilaði honum af sér gjöreyðilögðum nokkrum dögum síðar. Það eru reyndar nokkur ár síðan og kannski er sá ógæfumaður á beinu brautinni í dag.
Aldrei að vita...
-----
Annars sá ég í dag að Verslunarmiðstöðin nýja hér í Hveragerði er að taka á sig endanlega mynd. Þetta verður hið reisulegasta hús sýnist mér þrátt fyrir að turninn góði hafi orðið að víkja. Breytir þó ekki þeirri skoðun minni að Hveragerðisbær er að setja alltof, alltof mikla fjármuni í þetta dæmi.

Er í saumaklúbb svona eins og gengur. Nú erum við flestar að skríða yfir
það virðulega mark að verða fertugar ;-)
Vorum í afmæli hjá Þóreyju um daginn og fluttum henni kvæðabálk frumsaminn/stolinn og endurbættan, en hann endaði svona:

Á næsta leyti ellin er
ýmsar hvatir dvína.
Fertugri klúbburinn færir þér
samúðarkveðju sína.

25. janúar 2004

Jæja, fröken fix! Þetta gengur ágætlega eins og sjá má. Nú eru komnir inn tenglar hér til hliðar á uppáhaldssíðurnar. Getur verið nauðsynlegt. Annars er ótrúlegt hversu tækninni fleygir fram, það er ekki svo ýkja langt síðan að ég lærði kerfisfræði í Danmörku í árum talið !!! En það virkar sem heil eilífð ef tækniframfarirnar eru skoðaðar. Þá var windows umhverfið rétt að byrja, word perfect þótti toppurinn á tilverunni og floppy diskarnir voru alls ráðandi. E-mail var ekki til og internetið óþekkt fyrirbrigði. Nú situr ótrúlegur fjöldi fólks fyrir framan tölvuna sína á hverju kvöldi og setur hugsanir sínar út á öldur örbylgjunnar, ótrúlegt.

19. janúar 2004

Mánudagur 19. janúar 2004

Ákvað að kynna mér tæknina og prufa þetta frábæra fyrirbrigði...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet