<$BlogRSDUrl$>

31. maí 2013

Slóvenía - Króatía og Bosnía - 2 

Held að þetta fína app sé að virka...
Hér er mynd tekin rétt hjá hótelinu og við brú sem heitir skósmiðabrúin. Skýrir vel skreytinguna.  Þeir eru hrifnir af því hér að hengja upp hluti.

Við til dæmis keyptum hengilás og hengdum hann á aðra brú hér nálægt, það gera víst öll pör sem hingað koma bæjaryfirvöldum til ómælds ama en þeir sjá víst fyrir sér að brúin sligist af öllum þessum hengilásum og áin stíflist af lyklunum sem fjúka allir sem einn þar útí...

Myndin hér fyrir neðan er líka úr miðbænum.  Eins og sést þá er hér allt í blóma en það rignir enn.  Samt ekki eins hrikalega og í gær :)

Við höfum komist að því að Slóvenar elska Íslendinga :) Lentum í plötubúð þar sem afgreiðslumaðurinn missti sig í aðdáun sinni á Sigurði Guðmundssyni, tónlistarmanni.  Hann spilaði hér með frægasta tónlistarmanni Slóvena og sló alveg í gegn.  Í kvöld ætlum við  á tónleika með Sóley hún spilar hér í menningarmiðstöð í Lubljana.  Retro Stefsson eru nýbúnir að vera hér svo það er greinilegt að þetta er   "the place" fyrir íslensku tónlistarútrásina :)

Í dag erum við búin að ganga okkur uppað hnjám, skoða kastalann hér fyrir ofan hátt og lágt, rölta um bæinn þverann og endilangan, fara í siglingu og fleira.  Eina sem vantar er matur - skilst mér :)  Bætum úr því á eftir ...

30. maí 2013

Slóvenía, Króatía, Bosnía 2013 - 1 

Komin til Ljubljana í Slóveníu eftir millilendingu í Köben.  Eins þægilegt og næturflug getur verið þá er það ekki eins skemmtilegt þegar ekkert er sofið.  Hér hefur rignt ansi mikið í dag og regnhlíf hefði verið kærkomin.  Strákur á bar aumkaði sig yfir okkur og lánaði okkur sína, en á morgun verðum við að finna regnhlifabúð því áfram er spáð rigningu.  Ljubljana er afskaplega notaleg borg en við höfum heimsótt veitinga og kaffihús í allan dag til að flýja bleytuna :)  Sátum lengi á efstu hæð í skýjakljúf sem þeir kalla svo en þar er frábært kaffihús á efstu hæð og stórkostlegt útsýni yfir borgina.  Kastalinn gnæfir yfir öllu á hæð í miðbænum en þangað ætlum við á morgun.  

Hótelið er eiginlega undir  kastalahæðinni í miðbænum og inngangurinn sést þarna til vinstri á myndinni.  Þetta listaverk á miðri götunni virðist vera hannað til að fólk detti um það... Sniðugt samt, búklausir hausar upp alla götu.

Fórum út á borða á frábæran veitingastað í kvöld.  Afmæli eiginmannsins!  Nýr aspas með proscietto skinku og ricotta ost var hreint lostæti :)

Er að gera tilraun með blogg með nýju appi.  Með því er hægt að senda inn myndir beint úr Ipad.  Spurning hvort þetta virkar....


29. maí 2013

Hálfur dagur í sumarfrí - hálfur í vinnu. Það er frekar snúið að komast í frí :-)

En fyrir hádegi voru Laufeyjarnar yngri og eldri heimsóttar og ömmugullið mitt knúsað. Það er aldrei of oft gert. Drengurinn er alger draumur. Alltaf í góðu skapi - rólegur og yfirvegaður eins og foreldrarnir. Afar flottur ungur maður þar á ferð.

Eftir hádegi brunuðum við Ninna Sif austur á Hvolsvöll til fundar við fulltrúa annarra sveitarfélaga á Suðurlandi þar sem framtíð sérfræðiþjónustu á Suðurlandi var rædd á hreinskilinn hátt. Góður fundur sem vonandi þokaði okkur áfram í þessu máli.

En núna þegar þetta er skrifað sitjum við hjónakornin á Leifsstöð á leið til Köben og þaðan beint til Ljubljana í Slóveníu.

Þaðan verður skrifað næst - stutt og laggott :-)

27. maí 2013

Karlakvöld Hamars á laugardagskvöldið og það þýddi að ég var rekin að heiman á meðan að fjöldi karlmanna hittist hér í fordrykk, mikið fjör eins og árlegt er orðið. Fjörið var reyndar ekki minna hjá okkur nokkrum konum sem hittumst yfir óendanlega góðum veitingum og skemmtilegu spjalli þetta sama kvöld. Í gær sunnudag var aftur á móti brunað uppí Gýgjarhólskot, Svava og ég með Vigdísi og Hauk systra börn mín. Við vorum ótrúlega heppin og sáum eina kind bera sem er mikil upplifun þegar maður er þriggja ára :-) Annars er sauðburður langt kominn svo við vorum bara heppin !

Í dag mánudag er ég byrjuð í sumarfríi ef frí skyldi kalla því ég fór nú samt á fjóra fundi í dag. Fyrir hádegi var fundur þar sem mat sem gert hefur verið í Grunnskólanum var kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans, náði ekki að klára þann fund þar sem ég átti að mæta á fund uppá Reykjum þar sem fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir í Reykjadal. Náði heldur ekki að klára þann fund þar sem klukkan 11 átti ég að vera mætt á Selfoss þar sem hluti hópsins sem nú vinnur að hugmyndum um breytt fyrirkomulag sérfræðiþjónustu á Suðurlandi hitti fulltrúa Árborgar. Náði að klára þann fund, loksins, sem var ansi góður og hreinskiptinn. Aðeins of mikið stress, meira að segja fyrir minn smekk ! ! !

Síðdegis var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölda mála, mikilvæg sem minna mikilvæg. Náði reyndar að kíkja tvisvar á ömmugullið mitt í dag. Drengurinn er alveg hreint yndislegur, orðinn svo stór og duglegur :-)

24. maí 2013

Það er gott að geta sagt frá því að öllum ungmennum sem sóttu um vinnu hjá Hveragerðisbæ var í dag sent bréf þar sem þeim var boðin vinna í sumar. Þetta er hópur um 25 ungmenna sem flest eru á aldrinum 17-22 ára. Mestmegnis strákar ef ekki allir ef ég man rétt. Auk þessa hefur öllum nemendum í 8.9. og 10. bekk verið boðin vinna í Vinnuskólanum og næstkomandi mánudag verður kynningarfundur með þeim sem sótt hafa um störf og foreldrum þeirra.
Stór og öflugur hópur flokksstjóra hefur þegar hafið störf svo nú er sumarstarfið að komast á fullan skrið hér í bæ.

Framkvæmdum við fráveitu í Sundlauginni Laugaskarði er nú lokið og þegar horft er yfir svæðið er eins og ekkert hafi verið gert. Ótrúlegt miðað við allt það jarðrask sem framkvæmdirnar orsökuðu. Nú er verið að undirbúa malbikun göngustíga kringum Mjólkubúið en þar mun verða mikil breyting. Við fáum ávallt fjölda ábendinga um margt sem betur má fara við verklegar framkvæmdir frá íbúum en stundum því miður koma þær of seint fram. Oft er þó hægt að bregðast við en iðulega eru þessar athugsemdir til mikilla bóta.




23. maí 2013

Fundur með stjórnendur Hveragerðisbæjar i morgun. Alltaf góðir fundir, léttir og skemmtilegir. Fórum yfir helstu niðurstöður ársreiknings 2012, framkvæmdir framundan og stöðu mála hjá hverri stofnun. Nýr stjórnandi bættist í hópinn í dag en Kristinn H. Þorsteinsson, umhverfisfulltrúi, sat sinn fyrsta fund. Í gær fórum við Kristinn í vettvangsferð um bæinn og fórum yfir nokkur svæði sem þarnast úrbóta á næstu vikum. Eðlilega er lögð mest áhersla á aðalgöturnar og miðbæinn núna í byrjun sumars þó ekki megi gleyma neinu svæði þegar upp er staðið. Núna á Hveragerðisbær lóðirnar í miðbænum og þá er ábyrgðin okkar að ganga þannig frá svæðinu að sómi sé að. Það verður gert á næstunni.

Í dag kláraði ég samþykktir um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar en starfsmenn Innanríkisráðuneytis hafa lúslesið fyrir mig plaggið svo nú er það tilbúið fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn í júní.

Hitti Sveinbjörn Ásmundsson, kennara við grunnskólann,síðdegis í dag. Hann kynnti fyrir mér hugmynd um rafræna skólatösku sem er afskaplega skemmtileg. Þar hafa nemendur á einum stað ýmsar bækur og kennsluefni er tilheyrir þeirra bekk sem einfaldar óneitanlega skólagöngu unga fólksins. Möguleikarnir eru miklir og því mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast. Núna er um fátt talað meira en "flippaða" kennslu, það er líka athyglisverð hugmynd sem klárlega er þess virði að fylgjast betur með.

Annars fór mikill tími í að ganga frá tölvupósti, lesa fundargerðir, svara erindum og fleira í þeim dúr. Nú stefnir í sumarfrí í næstu viku en þá er stefnan tekin á Balkan skagann. Unga fólkið allt saman tekur völdin á Heiðmörkinni svo hér verður fjör á meðan við þau elstu yfirgefum svæðið.

Mál málanna er samt ný ríkisstjórn sem tók við völdum í dag. Henni fylgja vonir og væntingar um betri tíma. Ég hef trú á því að fljótlega muni atvinnulífið finna mun með lækkuðum álögum og breyttu rekstrarumhverfi en það er nauðsynlegt eigi hjólin að fara að snúast.

17. maí 2013

Undanfarið hefur bloggið orðið að láta undan nýtekinni ákvörðun um að fara fyrr að sofa á kvöldin. Í staðinn er ég farin að vakna miklu fyrr á morgnana og alveg steinhætt að vera svo syfjuð á fundum um miðjan dag að ég hélt ekki augunum opnum. Slíkt getur verið afar hvimleitt sérstaklega ef ég er ein með einhverjum á fundi. Slíkar móttökur eru auðvitað ekki góðar fyrir sjálfsálit viðmælandans :-)

Ég er samt enn á því að ég ætti að halda mig við ákvörðun um að blogga í nákvæmlega 10 mínútur á dag, hvorki meira né minna. Þannig gæti ég sett niður það helsta án þess að fara í langar útskýringar á ýmsum málum. Það má alla vega reyna ...

Dagurinn byrjaði á akstri uppá Laugarvatn en þangað skutlaði ég Alberti í sjúkrapróf í félagsfræði. Við vorum búin að lesa efnið saman í gær sem allavega mér fannst skemmtilegt. Er á þeirri skoðun að menntaskóla námsefni sé svo skemmtilegt að maður ætti að fá að læra það aftur þegar maður er orðinn eldri og kann betur að meta þessa fínu alhliða menntun !

Hér heima var 10. bekkur með bráðsniðugt danskt kaffihús í skólanum. Þar var búið að baka og dekka borð og ungmennin gengu um beina og buðu veitingar á dönsku. Virkilega gott framtak ...

Gekk frá verkefnum frá fundi bæjarráðs í gær. Sagði meðal annars upp samningi um sorphirðu og húsnæði í Verlsunarmiðstöðinni sem hýsir Upplýsingamiðstöðina. Það er eina rýmið sem hægt er að segja upp áður en 25 árin eru liðin sem bærinn er bundinn af annars staðar. Það verður mikill munur þegar húsaleigan lækkar á þessu rými, reyndar ekki fyrr en í september 2013, en maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til ...

Síðdegis fór ég á fund sem lögfræðistofan LEX boðaði til en þar var farið yfir ýmis lögfræðilega álitaefni í rekstri sveitarfélaga. Afar áhugavert enda málin nátengd þeim verkefnum sem við glímum iðulega við.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet