27. maí 2013
Karlakvöld Hamars á laugardagskvöldið og það þýddi að ég var rekin að heiman á meðan að fjöldi karlmanna hittist hér í fordrykk, mikið fjör eins og árlegt er orðið. Fjörið var reyndar ekki minna hjá okkur nokkrum konum sem hittumst yfir óendanlega góðum veitingum og skemmtilegu spjalli þetta sama kvöld. Í gær sunnudag var aftur á móti brunað uppí Gýgjarhólskot, Svava og ég með Vigdísi og Hauk systra börn mín. Við vorum ótrúlega heppin og sáum eina kind bera sem er mikil upplifun þegar maður er þriggja ára :-) Annars er sauðburður langt kominn svo við vorum bara heppin !
Í dag mánudag er ég byrjuð í sumarfríi ef frí skyldi kalla því ég fór nú samt á fjóra fundi í dag. Fyrir hádegi var fundur þar sem mat sem gert hefur verið í Grunnskólanum var kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans, náði ekki að klára þann fund þar sem ég átti að mæta á fund uppá Reykjum þar sem fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir í Reykjadal. Náði heldur ekki að klára þann fund þar sem klukkan 11 átti ég að vera mætt á Selfoss þar sem hluti hópsins sem nú vinnur að hugmyndum um breytt fyrirkomulag sérfræðiþjónustu á Suðurlandi hitti fulltrúa Árborgar. Náði að klára þann fund, loksins, sem var ansi góður og hreinskiptinn. Aðeins of mikið stress, meira að segja fyrir minn smekk ! ! !
Síðdegis var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölda mála, mikilvæg sem minna mikilvæg. Náði reyndar að kíkja tvisvar á ömmugullið mitt í dag. Drengurinn er alveg hreint yndislegur, orðinn svo stór og duglegur :-)
Í dag mánudag er ég byrjuð í sumarfríi ef frí skyldi kalla því ég fór nú samt á fjóra fundi í dag. Fyrir hádegi var fundur þar sem mat sem gert hefur verið í Grunnskólanum var kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans, náði ekki að klára þann fund þar sem ég átti að mæta á fund uppá Reykjum þar sem fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir í Reykjadal. Náði heldur ekki að klára þann fund þar sem klukkan 11 átti ég að vera mætt á Selfoss þar sem hluti hópsins sem nú vinnur að hugmyndum um breytt fyrirkomulag sérfræðiþjónustu á Suðurlandi hitti fulltrúa Árborgar. Náði að klára þann fund, loksins, sem var ansi góður og hreinskiptinn. Aðeins of mikið stress, meira að segja fyrir minn smekk ! ! !
Síðdegis var fundur meirihlutans þar sem fjallað var um fjölda mála, mikilvæg sem minna mikilvæg. Náði reyndar að kíkja tvisvar á ömmugullið mitt í dag. Drengurinn er alveg hreint yndislegur, orðinn svo stór og duglegur :-)
Comments:
Skrifa ummæli