<$BlogRSDUrl$>

18. desember 2013

Þessi mynd var tekin þegar skrifað var undir samstarfssamning um skóla- og velferðarþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar. Samstarf og undirbúningur hefur gengið afbragðsvel og sýnir hversu vel getur gengið þegar ríkur vilji er til samstarfs.
Í dag gekk ég frá ráðningarsamningi við Maríu en hún verður forstöðumaður yfir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem taka mun formlega til starfa um áramótin.

Tókst að leysa mál sem búið er að veltast á milli manna lengi. Þar kom Pósturinn sterkur inn :-)

Annars var síðasti fundur bæjarráðs á árinu haldinn í morgun. Fá mál á dagskrá og fáar formlegar afgreiðslur. Spurt var um mögulega lagningu reiðstígs yfir Bæjarþorpsheiðina en það mál þarf að skoða miklu betur. Einnig var fjallað um vegtengingu við hringveginn ofan við Kamba vegna Zalibunu sem vill setja upp "rennibraut" niður gömlu Kambana. Bæjarráð fagnaði mjög þessum fyrirætlunum og hvetur Ölfusinga til að hraða skipulagsvinnu enda heyra þessar framkvæmdir undir þeirra svæði.

Jólastúss hefur verið í algleymingi í dag. Jólagjafir starfssmanna eru keyrðar út jafnóðum og þeim er pakkað og jólakortin fara með. Í ár prýðir jólakortið ansi flott vetrarmynd, þó ég segi sjálf frá, sem ég tók í fyrra við Varmá :-)

Jólahlaðborð Kjörís var haldið síðdegis, þar var mér boðið sem stjórnarmanni og þáði ég það með þökkum. Gaman að rifja upp gamla tíma í góðum hópi fyrrverandi vinnufélaga. Yndislegt fólk og virkilega skemmtileg stund. Í kvöld var bráðskemmtilegur upplestur á Bókasafninu þar sem ég og Róbert Hlóðversson vorum fulltrúar bæjarfulltrúa. Val okkar á bókum fannst okkur athyglisvert! En ég las úr bókinni "Við Jóhanna" og hann úr bókinni "Látið síga piltar" eftir Óskar Magnússon, Sjálfstæðismann og Moggaútgefanda. Spurning hvort við séum orðin eitthvað flokkavillt :-) Ólafur Haukur Símonarson sló alveg í gegn með upplestri úr nýjustu bók sinni "Skýjaglópur skrifar bréf" - hún er greinilega bráðskemmtileg og síðan las Björn Jóhann Björnsson uppúr Skagfirskum skemmtisögum. Það var nú ekki leiðinlegt! Gaman að hann skyldi lesa nokkrar sögur af tengdapabba, Bjarna Har., kaupmanninn á Króknum :-)

17. desember 2013

Hér kyngir niður snjó og þetta er löngu orðið alveg ágætt. Laugardagurinn var stórkostlegur svona veðurfarslega séð en núna er mér alveg sama þó að það myndi rigna það sem eftir lifir vetrar ;-) Samkvæmt spánni verður mér ekki að ósk minni sýnist mér! En kuldskórnir sem ég keypti fyrir ári síða og voru aldrei notaðir í fyrra vetur hafa komið sér vel í snjónum núna. Voru ekki alveg kaup út í bláinn sem sagt...

Í vinnunni hrúgast upp ýmis verkefni sem ekki hefur náðst að leysa úr enda er ansi margt sem þarf að ná að gera núna síðustu dagana fyrir jól.  Það kláraðist nú samt ýmislegt í vinnunni í dag sem þurfti að klárast. Jólakortin eru skrifuð og send til dæmis og jólagjafir starfsmanna Hveragerðisbæjar að taka á sig mynd. Það er nú ekki seinna vænna enda þurfa þær allar að komast til viðtakenda fyrir helgi.

Framkvæmdastjórn Héraðsnefndar hélt fund hér í Hveragerði í morgun. Þar fjölluðum við meðal annars um verknámshúsið við FSu en svo virðist sem ríkið muni setja 100 mkr í þá framkvæmd á næsta ári en það ásamt þeim fjármunum sem sveitarfélögin hafa þegar lagt til hliðar fyrir verkefnið ætti að koma verkinu af stað. En það er auðvitað háð loforði um áframhald frá ríkinu og ég trúi ekki öðru en að það fáist. Við fjölluðum einnig nokkuð um hjúkrunarrými fyrir aldraða en hér er langur biðlisti eftir hjúkrunarrýmum. Starfshópur skilaði af sér úttekt á stöðunni á héraðsnefndarfundi í haust en nú þarf að vinna þetta lengra og koma með tillögur til úrbóta. Sami starfshópur fær það hlutverk að finna leiðirnar.

Nú er Bláhver á lokastigi og við Elínborg renndum yfir lokapróförk í kvöld. Útgáfa Bláhvers blaðs D-listans í Hveragerði er eitt af jólaverkunum og það er mikið frá þegar það er komið í prentun.

Í kvöld var klárað að skrifa öll jólakortin og bréfin til erlendra vina og kunningja. Þrjár smákökusortir sem munu örugglega að megninu til lenda í mínum eigin maga voru síðan bakaðar. Spurning hvað maður á að gera margar tegundir :-)

15. desember 2013

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 samhljóða á fundi sínum í síðustu viku. Þriggja ára áætlun sem gerir ráð fyrir enn frekari lækkun skulda var ennfremur samþykkt samhljóða. Lögð var fram ítarleg greinargerð sem fylgja mun áætlununum.

Hinn árlegi opni gangasöngur var á fimmtudaginn í grunnskólanum. Þessi stund er alltaf svo skemmtileg. Þau eru svo yndisleg börnin. Þegar þau synga þannig að þakið ætlar af skólanum, snjókorn falla, sem er svo greinilega uppáhalds jólalagið þeirra er erfitt að hrífast ekki með. Guðjón fyrrv. skólastjóri mætti og stjórnaði söngnum eins og honum einum er lagið. Krökkunum fannst það alveg frábært...

Á föstudaginn var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem mál málanna voru komandi kjarasamningar, samskipti við ríkisstjórn, niðurstöður PISA og breyttar áherslur Jöfnunarsjóðs um úthlutun tekjujöfnunarframlaga. Hressileg umræða og því dróst fundurinn þó nokkuð.

Eftir fundinn í stjórn Sambandsins, heimsótti ég Mörkina, hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir. Þar ræður Gísli Páll ríkjum og röltum við um allar byggingarnar. Húsnæðið er mjög skemmtilega hannað og greinilegt að vel fer um íbúana. Enda eru afar langir biðlistar eftir plássi þarna sem er ekki skrýtið!

Undanfarna daga hefur kyngt niður snjó hér í Hveragerði og í gær skapaðist hér undurfalleg undraveröld, allir sem vettlingi gátu valdið fóru út til að njóta fegurðarinnar. Það gerði ég auðvitað líka eftir ungbarnasundið á Selfossi um morguninn.
----------------------
Undanfarnir dagar hafa verið ansi drjúgir í matarboðum og veisluhöldum. Indverskt matarboð hér á miðvikudaginn, bæjarstjórnin hér í mat á fimmtudaginn að loknum bæjarstjórnarfundi, afmæli Hauks, litla guðssonar míns, á fimmtudaginn með tilheyrandi glæsilegu jólahlaðborði. Þrítugsafmæli Elvars hennar Laufeyjar okkar haldið í Reykjavík í gærkvöldi og í dag jólasíðdegiskaffi hjá Gísla og Öldu með góðum vinum. Frábærlega skemmtilegt og vel lukkað allt saman. Í ár er samvera með vinum og fjölskyldu sett ofar öðru - það er dýrmætt að eiga slíkan hóp að... Síðan verður bara soðin ýsa í matinn fram að jólum til að ná jafnvægi á ný :-)

12. desember 2013

Vorum svo heppin að eiga frábæra kvöldstund hér á Heiðmörkinni með Baniprosonno, Putul og Gullu. Bani og Putul hafa marg komið hingað til Íslands en hann er óendanleg uppspretta listrænna hugmynda enda hefur hann bæði haldið hér myndlistarsýningar og námskeið fyrir börn. Meira að segja servétturnar á matborðinu urðu að hreinustu listaverkum í höndunum á Bani. Þau hafa nokkrum sinnum verið hér í listamannahúsinu Varmahlíð og þar höfum við notið gestrisni þeirra svo það var ánægjulegt að geta endurgoldið það. Ekki spillti veðrið fyrir en utandyra breyttist Hveragerði í undraveröld eftir því sem leið á kvöldið og meira snjóaði. Meira að segja ég sem er löngu hætt að gleðjast yfir snjó og sé ekkert nema útgjöld þegar svona viðrar naut blíðunnar í kvöld :-)

Í dag var síðasti fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands með framkvæmdastjóranum honum Guðmundi Tryggva sem láta mun af störfum um næstu áramót. Starfsemi Sorpstöðvar mun í framhaldinu verða sinnt af framkvæmdastjóra og starfsmönnum SASS en stjórn mun starfa áfram þar til niðurstaða fæst í viðræðum um sameiningu/samstarf Sorpu og SOS.

Sinnti ýmsum málum í dag og þar á meðal nokkrum sem tengjast jólum eins og hinni hefðbundnu jólakortagerð Hveragerðisbæjar. Myndina í ár tók sú sem þetta ritar við Varmá í fyrra á ótrúlega fallegum vetrardegi.

Síðdegis hitti starfshópur um skólaþjónustu umsækjendur um stöður sem nú er verið að ráða í. Niðurstöðu í þeim málum er að vænta fljótlega.

9. desember 2013

Nú er lokið gerð greinargerðar með fjárhagsáætlun ársins 2014 og 3 ára fjárhagsáætlun áranna 2015-2017. Við Helga, skrifstofustjóri ákváðum að klára þetta í dag, lokuðum okkur af og það gekk svona líka ljómandi vel. Fjárhagsáætlun er í góðu jafnvægi og reksturinn þar af leiðandi einnig.

Við fyrri umræðu komu eftirfarandi atriði fram og var samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu:

Lögð er rík áhersla á endurbætur eigna árið 2014.
Þegar Hveragerðisbær festi kaup á húsnæði Heimilisins við Birkimörk lá fyrir að utanhúss klæðning hússins væri ónýt. Tók kaupverð hússins mið af því og eru árið 2014 settir fjármunir til að klæða húsið uppá nýtt. Gert er ráð fyrir umtalsverðu viðhaldi á leikskólanum Undralandi þar sem ráðast á í endurbætur bæði utan- og innanhúss. Lagfæra á gestasnyrtingar í anddyri íþróttahússins. Breytingar verða gerðar innanhúss í Grunnskólanum og viðhaldi sundlaugarhússins verður sinnt með auknum hætti svo fátt eitt sé talið. Ennfremur er gert t ráð fyrir kaupum á húsnæði fyrir frístundaskóla.

Malbik á Bröttuhlíð og Þverhlíð

Langþráð gatnagerð verður framkvæmd þegar Brattahlíð og Þverhlíð verða lagðar bundnu slitlagi á næsta ári. Með því átaki förum við sjá fyrir endann á því verkefni að allar götur bæjarins verði lagðar bundnu slitlagi. Gert er ráð fyrir úrbótum á göngustígakerfi bæjarins og horft sérstaklega til Drullusunds og göngustíga vestarlega í bænum.

Skuldir greiddar niður
Skuldir verða greiddar niður en heildarskuldir Hveragerðisbæjar munu lækka stöðugt á næstu fjórum árum. Markmið bæjarstjórnar að skuldir samstæðu verði undir skuldaþakinu hefur þegar náðst og vel það. Skuldir samstæðu munu þróast með eftirfarandi hætti:

2014 138,2% af tekjum
2015 131,6% af tekjum
2016 124,1% af tekjum
2017 116,3% af tekjum

Á tímabilinu munu afborganir lána nema 516 mkr en á sama tímabili verða tekin ný langtímalán að upphæð 55 mkr eins og áður er getið. Með þessu móti myndast svigrúm til að íbúar fái notið bætts rekstrar og betri þjónustu þar sem þess nokkur kostur. Bæjarstjórn er einhuga í þessari stefnumörkun en fjárhagsáætlanirnar hafa verið unnar í afar góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa.

Greinargerðin í heild sinni mun birtast á heimasíðu bæjarins að lokinni síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fer næstkomandi fimmtudag.
-----------------
Í morgun fór einnig drjúgur tími í að samlesa gögn vegna útboðs á sorpihirðu sem auglýst var um helgina. Gögn verða afhent á miðvikudaginn svo það er eins gott að þau verði tilbúin fyrir þann tíma.
-------------------
Í kvöld var undirbúningsfundur minni- og meirihluta fyrir bæjarstjórn. Við fundum saman enda er enn verið að vinna í fjárhagsáætluninni. Þetta er góður og samheldinn hópur sem vinnur einhuga að því markmiði að bærinn okkar verði sífellt betri. Okkur greinir stundum á eins og eðlilegt er en gagnrýnin er málefnaleg og sett fram með þeim hætti að hún verði til gagns en ekki niðurrifs. Það er svo dýrmætt þegar samskipti manna á milli eru með þeim hætti.

6. desember 2013

Undanfarnir dagar hafa verið undirlagðir viðtölum við umsækjendur um stöðurnar sem auglýstar hafa verið á vegum nýrrar Skólaþjónustu Árnesþings. Ráða á tvo kennsluráðgjafa og einn sálfræðing sem taka munu við keflinu þegar Skólaskrifstofa Suðurlands hættir um áramót. Hingað barst fjöldi góðra umsókna svo það er ekki einfalt að velja þrjá úr þeim góða hópi. Eftir viðtal við umsækjenda í morgun var brunað á Þingborg þar sem Magnús fyrrv. Veðurstofustjóri kynnti vinnu sem nú fer fram vegna eldgosavár. Þetta er spennandi og viðamikið verkefni sem verður fróðlegt að fylgjast með í framtíðinni. Til þessa fundar voru boðaðir aðal og varamenn í Almannavarnanefndum Árnes- og Rangárvallasýslum. Hér er fjöldi virkra eldfjallasvæði sem fjallað verður um í þessu verkefni þó fæst hafi þau nú gosið nýlega :-)

Við Jóhanna áttum fund með Maríu Rún og Heiðari frá Crossfit Hengli vegna húsnæðismála þeirra. Stöðin gengur vel og iðkenda fjöldi eykst stöðugt. Þau hafa náð virkilega góðum árangri og nú er svo komið að hingað kemur fólk víða að til að stunda Crossfit. Það er gaman að því þegar svona vel gengur.

Síðdegis var "jólast" hér á skrifstofunni og í kvöld verður "jólast" hjá Sjálfstæðismönnum. Það er alltaf gaman enda félagsskapurinn afskaplega góður :-)
------
Í byrjun vikunnar sótti ég fund í Prag í stefnumótunarnefnd evrópskra sveitarfélaga sem fulltrúi Íslands. Þetta eru fróðlegir fundir sem verða sífellt betri eftir því sem ég kynnist þátttakendum og aðstæðum þeirra betur en þeir koma frá öllum löndum Evrópu. Minni á að þessi nefnd er ekki háð aðildarviðræðum við Evrópusambandið ;-) Hér má sjá umfjöllun um fundinn.
Vil endilega líka leyfa ykkur að sjá tyrkneskar vinkonur mínar frá Tarsus og eins mikla félaga frá Eistlandi. Það er svo gaman að fá innsýn inn í líf fólks í öðrum löndum með þessum hætti. Slíka innsýn hef ég líka fengið að undanförnu við skrifin á viðtalinu stóra í jólablað Bláhvers, en þar ræði ég við þau Grantas og Elitu sem hingað fluttu frá Litháen fyrir rúmum 10 árum. Mjög fróðleg lesning og ég vona að aðrir verði sama sinnis !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet