12. desember 2013
Vorum svo heppin að eiga frábæra kvöldstund hér á Heiðmörkinni með Baniprosonno, Putul og Gullu. Bani og Putul hafa marg komið hingað til Íslands en hann er óendanleg uppspretta listrænna hugmynda enda hefur hann bæði haldið hér myndlistarsýningar og námskeið fyrir börn. Meira að segja servétturnar á matborðinu urðu að hreinustu listaverkum í höndunum á Bani. Þau hafa nokkrum sinnum verið hér í listamannahúsinu Varmahlíð og þar höfum við notið gestrisni þeirra svo það var ánægjulegt að geta endurgoldið það. Ekki spillti veðrið fyrir en utandyra breyttist Hveragerði í undraveröld eftir því sem leið á kvöldið og meira snjóaði. Meira að segja ég sem er löngu hætt að gleðjast yfir snjó og sé ekkert nema útgjöld þegar svona viðrar naut blíðunnar í kvöld :-)
Í dag var síðasti fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands með framkvæmdastjóranum honum Guðmundi Tryggva sem láta mun af störfum um næstu áramót. Starfsemi Sorpstöðvar mun í framhaldinu verða sinnt af framkvæmdastjóra og starfsmönnum SASS en stjórn mun starfa áfram þar til niðurstaða fæst í viðræðum um sameiningu/samstarf Sorpu og SOS.
Sinnti ýmsum málum í dag og þar á meðal nokkrum sem tengjast jólum eins og hinni hefðbundnu jólakortagerð Hveragerðisbæjar. Myndina í ár tók sú sem þetta ritar við Varmá í fyrra á ótrúlega fallegum vetrardegi.
Síðdegis hitti starfshópur um skólaþjónustu umsækjendur um stöður sem nú er verið að ráða í. Niðurstöðu í þeim málum er að vænta fljótlega.
Í dag var síðasti fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands með framkvæmdastjóranum honum Guðmundi Tryggva sem láta mun af störfum um næstu áramót. Starfsemi Sorpstöðvar mun í framhaldinu verða sinnt af framkvæmdastjóra og starfsmönnum SASS en stjórn mun starfa áfram þar til niðurstaða fæst í viðræðum um sameiningu/samstarf Sorpu og SOS.
Sinnti ýmsum málum í dag og þar á meðal nokkrum sem tengjast jólum eins og hinni hefðbundnu jólakortagerð Hveragerðisbæjar. Myndina í ár tók sú sem þetta ritar við Varmá í fyrra á ótrúlega fallegum vetrardegi.
Síðdegis hitti starfshópur um skólaþjónustu umsækjendur um stöður sem nú er verið að ráða í. Niðurstöðu í þeim málum er að vænta fljótlega.
Comments:
Skrifa ummæli