<$BlogRSDUrl$>

31. október 2011

Mánudagur hófst á lestri gagna vegna skipulagsmála. Á morgun er fundur í skipulags- og bygginganefnd og þar á meðal annars að fjalla um málefni Friðarstaða. Bæjarstjórn hefur ákveðið að hefja nú þegar endurskoðun á deiliskipulagi jarðarinnar í samvinnu við ábúenda eins og fram hefur komið í fundargerðum og nú er unnið að framhaldi þess máls.

Fór yfir ýmis mál tengd mánaðarlegri launakeyrslu. Það koma oft upp einhver atriði sem þarf að skera úr um og það getur stundum tekið tímann sinn.

Eftir hádegi hitti ég Guðjón skólastjóra og fórum við yfir ýmis mál tengd grunnskólanum.

Síðdegis heimsótti ég LEX lögmannsstofu í Reykjavík og hitti þar Helga Jóhannesson, lögmann bæjarins. Þar þurftum við að fara yfir tvö mál, annars vegar mál vegna gatnagerðargjalda í Klettahlíð og hins vegar mál vegna ráðninga deildarstjóra Grunnskólans.

Á meirihlutafundi í kvöld fórum við yfir stöðuna í þessum tveimur málum, ræddum ýmis atriði varðandi fjárhagsáætlun bæjarins, fyrirliggjandi gögn vegna bæjarráðsfundar næstkomandi fimmtudag og ýmislegt fleira.

Rétt náði í sundið mitt á milli funda en mikið er það nú nauðsynlegt :-)

30. október 2011

Í dag er aðfangadagur á Heiðmörkinni, öll börnin og tengdasynirnir á leið í kvöldmat sem verður í anda jólanna þar sem Laufey og Elli verða ekki heima þá :-)

Þrír dagar í brottför hjá ferðalöngunum! Heimsreisan að hefjast og þau koma ekki aftur til Íslands fyrr en í maí á næsta ári.

Þeir sem vilja fylgjast með ferðinni þá ætla þau að halda úti bloggi á þessari slóð, www.leyvar.tumblr.com.

28. október 2011

Vinur Hvergerðinga, indverski listamaðurinn Baniprosonno og eiginkona hans Putul eru komin hingað og dvelja nú í Varmahlíðarhúsinu. ´Föstudaginn 4. nóvember mun hann opna sýningu á verkum sínum í Listasafninu en einnig verður hann með listasmiðjur á sama tíma. Bani sendir mér stundum ljóð og í morgun hefur hann litið út um gluggana á Varmahlíðarhúsinu og heillast af haustinu okkar...

Two green leaves ---
outstretched palms
beg of the sun
alms ---
the supreme gift for all-
LIFE !

27. október 2011

Í sumar hefur verið unnið að heilmiklum breytingum í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk og hafa þær tekist vel. Sýningin Skjálftinn 2008 sem gerir grein fyrir afleiðingum jarðskjálftans þann 29. maí 2008 hefur vakið heilmikla eftirtekt og vonumst við til að hún auki enn straum ferðamanna í bæjarfélagið. Reyndar finnst okkur að komum ferðamanna sé að fjölda en í gær hitti ég Sigurdísi, forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands hér í Hveragerði en samkvæmt henni kemur fjöldinn allur af rútum í Upplýsingamiðstöðina á degi hverjum. Við sjáum einnig heilmikla aukningu í komum ferðamanna í Hveragarðinn í miðbænum en ætli komur þangað árið 2011 endi ekki nærri tuttugu þúsund. Það þykir harla gott í þessum bransa. Í Listasafnið eru þegar komnir rétt tæplega tíu þúsund gestir þetta árið og mun Inga væntanlega ná að slá met í ár. Nú þurfum við að kynna þetta allt saman enn betur fyrir ferðaþjónustunni til að tryggja enn fleiri gesti næsta ár.

26. október 2011

Dagurinn í dag ótrúlega drjúgur og góður í vinnunni. Engir fundir og fá símtöl sem gerði að verkum að ég náði að komast til botns í hrúgunum eins og það heitir. Koma frá fullt af smámálum sem hafa verið að velkjast í nokkurn tíma og koma skikki á verkefnalistana en óneitanlega hefur annríki undanfarandi vikna sett mark sitt á skipulagið.
----------------------
Sumarfríin setja yfirleitt skipulagið úr skorðum :-) Vikuferð til Boston í byrjun október var afar vel lukkuð sumarfrísferð þar sem ýmislegt var skoðað og aðeins kíkt í búðir!

Þegar heim var komið tók annríkið við, fjármálaráðstefna sveitarfélaga var vel lukkuð og gagnleg. Haustfundur Héraðsnefndar Árnessýslu var haldinn í síðustu viku en þar var fjallað um málefni þeirra stofnana sem heyra undir Héraðsnefnd. Það eru Tónlistarskólinn, Byggðasafnið, Héraðsskjalasafnið og Listasafnið auk Almannavörnum. Héraðsnefndin byggir á gömlum grunni sýslunefndanna sem voru og hétu og þykir öllum yfirleitt vænt um þetta form. Hamagangurinn varð mikill þegar í ljós kom að Orkuveitan framkallaði ansi stóra jarðskjálfta hér á Hellisheiði og fór drjúgur tími í það mál allt saman. Reyndar sér ekki fyrir endann á því en síðastliðna tvo sólarhringa hafa mælst um 150 jarðskjálftar á svæðinu. Það verður að finna aðra lausn á vanda OR varðandi affallsvatnið!
---------------------
Í sumar var lagður nýr stikaður göngustígur frá Fossflöt, inn Varmárgilið, upp að vatnstanki, inn með Grýluvelli og innað Rjúpnabrekkum. Þetta er mjög skemmtileg leið sem kom mér á óvart þegar ég rölti þetta um daginn. Enn ein skemmtilega gönguleiðin orðin að veruleika hér í Hveragerði :-)
Á myndinni má sjá gamla kró sem er við stíginn undir hraunbrúninni inní Dal. Haustlitirnir voru þarna uppá sitt besta.

25. október 2011

Fundur sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu með þingmönnum kjördæmisins sem haldinn var í Ölfusi tók lungann úr deginum. Góður fundur og hreinskiptnar umræður þar sem helst vakti athygli hversu samhentur hópur sveitarstjórnarmanna var. Tæpt var á mörgum mikilvægum málum sem eðlilegt er að þingmenn séu meðvitaðir um og aðstoði við. Þar bar hæst stórskipahöfn í Þorlákshöfn og uppbyggingu atvinnustarfsemi í Ölfusi. Allir sveitarstjórnarmenn í héraði studdu það mál enda hefði slík uppbygging bein áhrif til góðs á allt nærsamfélagið. Heilmikið var líka rætt um Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sogn, Heilsustofnun í Hveragerði, Verknámshús við FSu, hjúkrunarrými, Suðurlandsveginn, löggæslu, hús Héraðsskólans á Laugarvatni og ýmislegt fleira. Umræða um virkjanir og nýtingu auðlinda var líka fyrirferðamikil eins og gefur að skilja. Mér þótti vænt um að ekki var minnst á Bitru sem virkjunarmöguleika en mér sýnist þokkaleg sátt ríkja um verndunar tillöguna þar.

Nú er ansi langt síðan síðast var skrifað á þessa síðu og margt gerst síðan þá. Hér skalf jörð eins og alþjóð veit við engar vinsældir Hvergerðinga. Ætla ekki að fara nánar útí þá sálma í bili en þessa vísu fékk Guðmundur Baldursson senda frá bróður sínum, Davíð, sóknarpresti á Eskifirði, þegar umræðan um manngerðu skjálftana hér á Hellisheiði stóð sem hæst:

Hveragerðis hrellda jörð
hristist dag og nátt.
Niðurdæling næsta hörð
nær þar engri átt.

------------------------------------
Síðdegis var hér meirihlutafundur þar sem farið var yfir helstu mál á SASS fundinum sem haldinn verður í Vík föstudag og laugardag. Það stefnir í langan fund en þar á einnig að fara fram stefnumótun fyrir Atvinnuþróunarfélagið svo þetta verður vonandi skemmtilegt.
------------------------------------
Nýlega setti Vegagerðin upp um 300 metra vegrið í Gossabrekku og veitti ekki af. Það er mikil mildi að ekki skuli hafa orðið slys á þessum kafla þar sem mjög bratt er þarna beint niður í Varmárgil. Á myndinni má sjá þar sem verið er að setja vegriðið niður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet