25. október 2011
Fundur sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu með þingmönnum kjördæmisins sem haldinn var í Ölfusi tók lungann úr deginum. Góður fundur og hreinskiptnar umræður þar sem helst vakti athygli hversu samhentur hópur sveitarstjórnarmanna var. Tæpt var á mörgum mikilvægum málum sem eðlilegt er að þingmenn séu meðvitaðir um og aðstoði við. Þar bar hæst stórskipahöfn í Þorlákshöfn og uppbyggingu atvinnustarfsemi í Ölfusi. Allir sveitarstjórnarmenn í héraði studdu það mál enda hefði slík uppbygging bein áhrif til góðs á allt nærsamfélagið. Heilmikið var líka rætt um Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sogn, Heilsustofnun í Hveragerði, Verknámshús við FSu, hjúkrunarrými, Suðurlandsveginn, löggæslu, hús Héraðsskólans á Laugarvatni og ýmislegt fleira. Umræða um virkjanir og nýtingu auðlinda var líka fyrirferðamikil eins og gefur að skilja. Mér þótti vænt um að ekki var minnst á Bitru sem virkjunarmöguleika en mér sýnist þokkaleg sátt ríkja um verndunar tillöguna þar.
Nú er ansi langt síðan síðast var skrifað á þessa síðu og margt gerst síðan þá. Hér skalf jörð eins og alþjóð veit við engar vinsældir Hvergerðinga. Ætla ekki að fara nánar útí þá sálma í bili en þessa vísu fékk Guðmundur Baldursson senda frá bróður sínum, Davíð, sóknarpresti á Eskifirði, þegar umræðan um manngerðu skjálftana hér á Hellisheiði stóð sem hæst:
Hveragerðis hrellda jörð
hristist dag og nátt.
Niðurdæling næsta hörð
nær þar engri átt.
------------------------------------
Síðdegis var hér meirihlutafundur þar sem farið var yfir helstu mál á SASS fundinum sem haldinn verður í Vík föstudag og laugardag. Það stefnir í langan fund en þar á einnig að fara fram stefnumótun fyrir Atvinnuþróunarfélagið svo þetta verður vonandi skemmtilegt.
------------------------------------
Nýlega setti Vegagerðin upp um 300 metra vegrið í Gossabrekku og veitti ekki af. Það er mikil mildi að ekki skuli hafa orðið slys á þessum kafla þar sem mjög bratt er þarna beint niður í Varmárgil. Á myndinni má sjá þar sem verið er að setja vegriðið niður.
Nú er ansi langt síðan síðast var skrifað á þessa síðu og margt gerst síðan þá. Hér skalf jörð eins og alþjóð veit við engar vinsældir Hvergerðinga. Ætla ekki að fara nánar útí þá sálma í bili en þessa vísu fékk Guðmundur Baldursson senda frá bróður sínum, Davíð, sóknarpresti á Eskifirði, þegar umræðan um manngerðu skjálftana hér á Hellisheiði stóð sem hæst:
Hveragerðis hrellda jörð
hristist dag og nátt.
Niðurdæling næsta hörð
nær þar engri átt.
------------------------------------
Síðdegis var hér meirihlutafundur þar sem farið var yfir helstu mál á SASS fundinum sem haldinn verður í Vík föstudag og laugardag. Það stefnir í langan fund en þar á einnig að fara fram stefnumótun fyrir Atvinnuþróunarfélagið svo þetta verður vonandi skemmtilegt.
------------------------------------
Nýlega setti Vegagerðin upp um 300 metra vegrið í Gossabrekku og veitti ekki af. Það er mikil mildi að ekki skuli hafa orðið slys á þessum kafla þar sem mjög bratt er þarna beint niður í Varmárgil. Á myndinni má sjá þar sem verið er að setja vegriðið niður.
Comments:
Skrifa ummæli