<$BlogRSDUrl$>

22. desember 2008

Spennufall, FSu, hláka og vinaleikur ...

Það varð ákveðið spennufall í lok síðustu viku í kjölfar samþykktar fjárhagsáætlunarinnar á fimmtudaginn og útskriftarinnar í FSu á föstudag. Þar afhenti ég venju samkvæmt verðlaun fyrir hönd skólanefndar til þess sem best stóð sig á stúdentsprófi. Í þetta skipti var það Lilja Sigurbjörg Harðardóttir sem hlaut viðurkenninguna.

Ég man þegar ég mætti fyrst á útskrift í FSu og bar hana saman við útskriftirnar úr MA sem fóru fram í Akureyrarkirkju á þeim tíma. Heldur var samanburðurinn FSu í óhag, fannst mér þá. Nú hef ég aftur á móti verið á sjálfsagt 8-10 útskriftum í FSu og finnast mér þessar athafnir óskaplega hátíðlegar og skemmtilegar. Létt yfir öllum og góður andi ríkjandi. Við Hjörtur Þórarinsson höfum setið saman á þessum útskriftum öllum. Hann fyrir hönd Hollvinasamtakanna, ég sem formaður skólanefndar, alltaf verið gaman hjá okkur Hirti. Á föstudaginn tilkynnti ég að ég væri hætt sem formaður skólanefndar en ég hef setið í þeirri nefnd í 12 ár og sem formaður síðustu ár. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími en við höfum verið saman í nefndinni allan þennan tíma, ég, Valtýr Valtýsson, Kristján Einarsson og Helga Þorbergsdóttir. Nú yfirgefum við öll svæðið og nýir taka við. Það verður að endurnýja svona stjórnir öðru hverju, en ég á eftir að sakna starfsins fyrir FSu enda sagðist ég verða Hollvinur í fjarska í framtíðinni...
----------------
Asahláka gerði okkur lífið leitt í dag en mikill vatnselgur myndaðist á götum bæjarins. Niðurföllin höfðu engan veginn undan enda mikið magn af snjó sem bráðnaði á örskömmum tíma í hitanum í dag. Íbúar sýndu ástandinu mikinn skilning enda vissu svo sem flestir að í svona aðstæðum er vonlaust að hafa undan.
----------------
Vinaleiknum á skrifstofunni lauk í dag við mikinn fögnuð. Við höfum í heila viku verið afar hugmyndarík varðandi gjafir og annan glaðning til vinar sem við fengum úthlutað og hafa uppátækin mörg hver vakið bæði athygli og kátínu. Minn vinur var alveg yndislegur og vöktu orðsendingar og gjafir mikla lukku. Takk fyrir það Elfa ;-)
----------------
Enn þarf að vinna að málefnum vegna jarðskjálftans og í morgun sinnti ég einu slíku. Það er ekki enn búið að skoða öll hús í Hveragerði þannig að jarðskjálftinn og afleiðingar hans munu verða á dagskrá fram eftir næsta ári að minnsta kosti.
----------------
Gekk frá orðsendingu til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar en Sambandið heldur utan um þær aðgerðir sem sveitarfélögin grípa til þessa dagana. Það er gott að geta séð á einum stað hvernig önnur sveitarfélög standa að málum en samstaða sveitarfélaga er nauðsynleg á þessum tímum.
----------------
Bakstri jólanna lauk í kvöld með piparkökuskreytingum og sörubakstri, ekki seinna vænna því síðast þegar ég gáði þá er Þorláksmessa á morgun ! ! !
----------------

20. desember 2008

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun ...

...Hveragerðisbæjar fyrir árið 2009 á fundi sínum þann 18. desember síðast liðinn en áætlunin er unnin í góðri samvinnu meiri- og minnihluta í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlunin einkennist af því efnahagsástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Tekjur sveitarfélagsins lækka á árinu og aukin verðbólga mun hafa í för með sér hækkun fjármagns- og rekstrarkostnaðar. Til að bregðast við þessu ástandi gerir bæjarstjórn kröfur til stjórnenda bæjarins um hagræðingu í rekstri og lækkun rekstrarkostnaðar.

Ennfremur samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi:
• Laun bæjarstjóra lækki um 10%.
• Laun bæjarfulltrúa lækki að lágmarki um 10% en taki mið af ákvörðun um lækkun þingfararkaups verði sú lækkun umfram 10%.
• Nefndalaun taka mið af ákvörðun um lækkun þingfararkaups
• Öllum föstum bílastyrkjum bæjarfélagsins verði sagt upp, frá og með áramótum og akstur greiddur eftir akstursdagbókum.
• Umsamin föst yfirvinna starfsmanna verði skert um 10%.
• Álagningarprósenta útsvars verði nýtt að hámarki.

Að auki sagði í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar:
"Áætlunargerð er erfið um þessar mundir. Óvissan er mikil og því nánast vonlaust að meta það hvernig fjárhagslegt umhverfi verður þegar líða tekur á næsta ár. Það er því nauðsynlegt að endurskoða fjárhagsáætlun 2009 á þriggja mánaða fresti svo hægt sé að bregðast við breyttum forsendum. Þetta ætti að auðvelda bæjaryfirvöldum að ná því markmiði að tryggja grunnþjónustuna þrátt fyrir erfiðar aðstæður."
Gert er ráð fyrir lækkun útsvars um 3% frá áætlun ársins 2008 og lækkun framlaga Jöfnunarsjóðs um 11% frá áætlun. Leiðarljós við gerð rekstraráætlana fyrir deildir sveitarfélagsins voru að framlög yrðu að mestu sama krónutala og gert var ráð fyrir árið 2008. Þó eru laun hækkuð til að koma til móts við umsamdar kjarabætur en ætlast til að forstöðumenn komi til móts við þessar hækkanir með mikilli hagræðingu í starfsmannahaldi. Það að sömu krónutölu skuli vera haldið í rekstri þýðir raunlækkun um allt að 17% sem er áætluð verðbólga ársins 2008.
Helstu breytingar frá fyrra ári eru þessar:
• Með auknum framlögum til félagsþjónustu er komið til móts við það ástand sem hugsanlega gæti skapast við aukið atvinnuleysi.
• Gert er ráð fyrir rekstri nýs aðstöðuhúss við íþróttavöll bæjarins sem vígt verður á næstunni.
• Samkeppni um nýjan miðbæ er í fullum gangi og gert er ráð fyrir fjármunum til skipulagningar hans á næsta ári.
• Kostnaður við almenningssamgöngur milli Reykjavíkur, Hveragerðis og Árborgar mun nema um 14 mkr.
Af almennum aðhaldsaðgerðum má nefna að með þegar samþykktri fækkun nefnda bæjarfélagsins og fækkun funda verður hagræðingu náð á því sviði. Dregið verður úr yfirvinnu alls staðar þar sem slíkt er mögulegt og allra leiða leitað til að minnka rekstrarkostnað stofnana bæjarins.
Í fjárfestingum er gert ráð fyrir framkvæmdum við íþróttamannvirki (sundlaug, aðstöðuhús, reiðvegi, æfingavöllur f. fótbolta) sem nema muni 58,5 mkr. Gert er ráð fyrir framkvæmdum við götur og gangstéttar fyrir 110 mkr og kaupum á húsnæði fyrir grunnskólann 20 mkr. Allar fjárfestingar eru háðar því að lánsfé fáist til framkvæmdanna.
Á árinu 2008 var hætt við framkvæmdir við gatnagerð enda ljóst að eftirspurn yrði lítil sem engin. Lóðaskil urðu einnig þónokkur en vonandi sér nú fyrir endann á þeim.
Á árinu 2009 er ekki gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í gatnagerð en enn eru nokkrar lóðir lausar í bæjarfélaginu.
Áætlaðar heildartekjur Hveragerðisbæjar (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nema alls kr. 1.221 milljónum fyrir árið 2009. Þar af eru skatttekjur ráðgerðar kr. 756 milljónir sem er lækkun upp á tæpt 1% eða 5,9 mkr m.v. endurskoðaða fjárhagsáætlun 2008. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð tæplega 204 milljónir og aðrar tekjur bæjarsamstæðu eru rétt tæpar 262 milljónir. Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu nema alls tæplega kr. 1.131 milljónir. Niðurstaða samstæðu án fjármagnsliða er því jákvæð um rétt tæpar 90 milljónir. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 227 milljónir og rekstrarniðurstaða samstæðu því neikvæð um 137 mkr. Fjármagnsliðir hafa hækkað mikið á milli ára og helgast það af þeirri miklu verðbólgu sem hér hefur ríkt að undanförnu. Árið 2009 er gert ráð fyrir um 10% hækkun vísitölu á ársgrundvelli.
Í lok árs 2009 verða langtímaskuldir samstæðu 1.327 milljónir. Lífeyrisskuldbinding sveitarsjóðs verður 314 milljónir.
Gert er ráð fyrir afborgunum langtímalána rúmlega 138 milljón og nýrri lántöku á árinu 2009, 250 milljónir kr.
Fasteignaskattur af húsnæði í A-flokki verður 0,33% af fasteignamati. Fasteignaskattur af húsnæði í B-flokki er 1,32% skv. ákvæðum laga um innheimtu fasteignaskatts af húsnæði í eigu ríkisins.

Fjöldi íbúa þann 1. desember 2008 er 2316, en voru á síðasta ári 2274. Hefur því

15. desember 2008

Ísland í fjölmiðlum erlendis

David sendi mér þessa grein sem birtist nýverið í Times online. Honum fannst hún lýsa aðstæðum hér á Íslandi vel og ég get ekki annað en verið sama sinnis....

11. desember 2008

Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Þessi áætlun ber merki þess umróts sem er í samfélaginu í dag og gerum við ráð fyrir umtalsverðu tapi næsta ár. Veltufé frá rekstri er þó jákvætt um einar 90 milljónir sem er afar jákvætt í þessu árferð og sýnir að reksturinn er að gefa af sér peninga þó að fjármagnskostnaður snúi síðan taflinu við og geri niðurstöðuna neikvæða.

Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.

Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.

Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)

Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir á svæðinu blasa við öllum sem þær vilja sjá.

1. desember 2008

Mitt faðir vor...

Er búin að liggja lasin undanfarna daga og ekki haft hugmyndaflug til að blogga. Fór reyndar á fund í gær með minni- og meirihluta og það hefndi sín í dag, svona heilsufarslega séð. Annars hef ég enga þolinmæði í svona pestir þess vegna fékk ég mér flensusprautuna en þá auðvitað næ ég mér í eitthvað annað afbrigði í staðinn ! ! !
----------------------
Á laugardagskvöldið síðasta bauð Pála á Varmá til veislu í tilefni af afmæli sínu. Virkilega skemmtileg kvöldstund í góðum hópi, takk fyrir það Pála!
Veislugestirnir voru margir hverjir brottfluttir Hvergerðingar með ríkar taugar til staðarins svo miklar og góðar sögur voru sagðar frá fyrri árum. Meðal annars var rifjað upp að Árni Björnsson, tónskáld, bjó hér í Hveragerði eftir að hann varð fyrir fólskulegri árás sem upp frá því setti mark sitt á allt hans líf. Hér í Hveragerði gengu hann og Kristján frá Djúpalæk oft saman upp í Dal og meðfram Varmá. Í einni slíkri göngu varð til ljóðið Mitt faðir vor sem Kristján orti og Árni samdi síðan lag við. Ljóðið sem mér finnst einstaklega fallegt er tileinkað fötluðum en á einkar vel við núna þegar margir sjá ekkert nema svartnættið framundan:

Mitt faðir vor
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer.
Skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin æfi
í óskafarveg leitt
og vaxin hverjum vanda,
sé vilja beitt.

Hvar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður sem þú væntir,
það vex, sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því besta
þó blási kalt.

Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður-
mitt faðirvor.

Kærar þakkir Guðrún Erla fyrir flutninginn ...
-------------------------
Handverksmarkaður sem gaman er að heimsækja hefur verið opnaður af heimamönnum í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Þar var heilmikið líf á föstudaginn síðasta og greinilegt að fólk kunni vel að meta framtakið.
-------------------------
Basarinn á Dvalarheimilinu Ási var haldinn á sunnudag og venju samkvæmt kíktum við Lárus þangað. Verslaði forláta servéttuhringi en ég finn alltaf eitthvað sem mig langar til að eiga á basarnum. Eplaskífur hjá Guðrúnu systur á fyrsta í aðventu er árviss viðburður og engin undantekning gerð á því í ár. Allir boðsgestirnir fóru síðan saman að sjá þegar kveikt var á jólatré bæjarins en veðrið var einstaklega fallegt þennan dag. Kakó hjá skátunum og varðeldur fyrir utan skátaheimilið vakti síðan lukku en helst minnti miðbærinn á útlönd í veðurblíðunni þennan dag.
-------------------------
Héraðsnefndarfundur Árnesinga fór vel fram á föstudag þó að efnahagsástandið hafi sett sitt mark á þann fund eins og alla aðra sem maður sækir þessa dagana. Engar hækkanir verða á framlögum til stofnana héraðsnefndar og verða þær því að sníða sér stakk eftir vexti. Það er ekki skemmtilegt að vera nú í þessu hlutverki að þurfa að skera niður hvar sem höndlað er með fjármuni en svona verður þetta að vera næsta árið. Vonandi rætist fljótt úr ástandinu og ég hef reyndar á tilfinningunni að svo muni verða. Guðjón Sigfússon frændi minn kom í heimsókn um helgina ásamt Guðrúnu konu sinni og dætrum og hann var svo bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar að það var ekki annað hægt en að hrífast með.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet