<$BlogRSDUrl$>

20. desember 2008

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun ...

...Hveragerðisbæjar fyrir árið 2009 á fundi sínum þann 18. desember síðast liðinn en áætlunin er unnin í góðri samvinnu meiri- og minnihluta í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlunin einkennist af því efnahagsástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Tekjur sveitarfélagsins lækka á árinu og aukin verðbólga mun hafa í för með sér hækkun fjármagns- og rekstrarkostnaðar. Til að bregðast við þessu ástandi gerir bæjarstjórn kröfur til stjórnenda bæjarins um hagræðingu í rekstri og lækkun rekstrarkostnaðar.

Ennfremur samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi:
• Laun bæjarstjóra lækki um 10%.
• Laun bæjarfulltrúa lækki að lágmarki um 10% en taki mið af ákvörðun um lækkun þingfararkaups verði sú lækkun umfram 10%.
• Nefndalaun taka mið af ákvörðun um lækkun þingfararkaups
• Öllum föstum bílastyrkjum bæjarfélagsins verði sagt upp, frá og með áramótum og akstur greiddur eftir akstursdagbókum.
• Umsamin föst yfirvinna starfsmanna verði skert um 10%.
• Álagningarprósenta útsvars verði nýtt að hámarki.

Að auki sagði í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar:
"Áætlunargerð er erfið um þessar mundir. Óvissan er mikil og því nánast vonlaust að meta það hvernig fjárhagslegt umhverfi verður þegar líða tekur á næsta ár. Það er því nauðsynlegt að endurskoða fjárhagsáætlun 2009 á þriggja mánaða fresti svo hægt sé að bregðast við breyttum forsendum. Þetta ætti að auðvelda bæjaryfirvöldum að ná því markmiði að tryggja grunnþjónustuna þrátt fyrir erfiðar aðstæður."
Gert er ráð fyrir lækkun útsvars um 3% frá áætlun ársins 2008 og lækkun framlaga Jöfnunarsjóðs um 11% frá áætlun. Leiðarljós við gerð rekstraráætlana fyrir deildir sveitarfélagsins voru að framlög yrðu að mestu sama krónutala og gert var ráð fyrir árið 2008. Þó eru laun hækkuð til að koma til móts við umsamdar kjarabætur en ætlast til að forstöðumenn komi til móts við þessar hækkanir með mikilli hagræðingu í starfsmannahaldi. Það að sömu krónutölu skuli vera haldið í rekstri þýðir raunlækkun um allt að 17% sem er áætluð verðbólga ársins 2008.
Helstu breytingar frá fyrra ári eru þessar:
• Með auknum framlögum til félagsþjónustu er komið til móts við það ástand sem hugsanlega gæti skapast við aukið atvinnuleysi.
• Gert er ráð fyrir rekstri nýs aðstöðuhúss við íþróttavöll bæjarins sem vígt verður á næstunni.
• Samkeppni um nýjan miðbæ er í fullum gangi og gert er ráð fyrir fjármunum til skipulagningar hans á næsta ári.
• Kostnaður við almenningssamgöngur milli Reykjavíkur, Hveragerðis og Árborgar mun nema um 14 mkr.
Af almennum aðhaldsaðgerðum má nefna að með þegar samþykktri fækkun nefnda bæjarfélagsins og fækkun funda verður hagræðingu náð á því sviði. Dregið verður úr yfirvinnu alls staðar þar sem slíkt er mögulegt og allra leiða leitað til að minnka rekstrarkostnað stofnana bæjarins.
Í fjárfestingum er gert ráð fyrir framkvæmdum við íþróttamannvirki (sundlaug, aðstöðuhús, reiðvegi, æfingavöllur f. fótbolta) sem nema muni 58,5 mkr. Gert er ráð fyrir framkvæmdum við götur og gangstéttar fyrir 110 mkr og kaupum á húsnæði fyrir grunnskólann 20 mkr. Allar fjárfestingar eru háðar því að lánsfé fáist til framkvæmdanna.
Á árinu 2008 var hætt við framkvæmdir við gatnagerð enda ljóst að eftirspurn yrði lítil sem engin. Lóðaskil urðu einnig þónokkur en vonandi sér nú fyrir endann á þeim.
Á árinu 2009 er ekki gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í gatnagerð en enn eru nokkrar lóðir lausar í bæjarfélaginu.
Áætlaðar heildartekjur Hveragerðisbæjar (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nema alls kr. 1.221 milljónum fyrir árið 2009. Þar af eru skatttekjur ráðgerðar kr. 756 milljónir sem er lækkun upp á tæpt 1% eða 5,9 mkr m.v. endurskoðaða fjárhagsáætlun 2008. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð tæplega 204 milljónir og aðrar tekjur bæjarsamstæðu eru rétt tæpar 262 milljónir. Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu nema alls tæplega kr. 1.131 milljónir. Niðurstaða samstæðu án fjármagnsliða er því jákvæð um rétt tæpar 90 milljónir. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 227 milljónir og rekstrarniðurstaða samstæðu því neikvæð um 137 mkr. Fjármagnsliðir hafa hækkað mikið á milli ára og helgast það af þeirri miklu verðbólgu sem hér hefur ríkt að undanförnu. Árið 2009 er gert ráð fyrir um 10% hækkun vísitölu á ársgrundvelli.
Í lok árs 2009 verða langtímaskuldir samstæðu 1.327 milljónir. Lífeyrisskuldbinding sveitarsjóðs verður 314 milljónir.
Gert er ráð fyrir afborgunum langtímalána rúmlega 138 milljón og nýrri lántöku á árinu 2009, 250 milljónir kr.
Fasteignaskattur af húsnæði í A-flokki verður 0,33% af fasteignamati. Fasteignaskattur af húsnæði í B-flokki er 1,32% skv. ákvæðum laga um innheimtu fasteignaskatts af húsnæði í eigu ríkisins.

Fjöldi íbúa þann 1. desember 2008 er 2316, en voru á síðasta ári 2274. Hefur því

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet