<$BlogRSDUrl$>

30. janúar 2014

Sorp og sorphirða er mál málanna. Hver hefði nú trúað því fyrir nokkrum árum að flokkunaraðferðir, endurnýting sorps, sorphirða og urðun svo fátt eitt sé talið yrði jafn vinsælt umræðu efni og nú er orðið. Hver hefði nú líka trúað því að manni þættu þetta skemmtilegar og gefandi umræður??? Reyndar spurning um það hvort ég þurfi ekki að fara að víkka sjóndeildarhringinn og eignast ný áhugamál ;-)

Í hádeginu bauð Landsbankinn sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaga á svæðinu til hádegisverðar í Tryggvaskála. Góð og notaleg stund í fínum félagsskap. Það er reyndar alltaf gaman í Tryggvaskála, endurgerðin á húsinu hefur tekist einstaklega vel, allt er í góðu samræmi við þann tíðaranda sem þarna er verið að skapa og hugmyndaauðgin með ólíkindum.

Held áfram að vinna í málum sem þurfa að klárast fyrir fund bæjarráðs í næstu viku og bæjarstjórnar í þarnæstu. Þar er efst á baugi ráðning talmeinafræðings sem vonandi næst að klára fyrir þann tíma.



Átti gott samtal við Jóhann á Hótel Örk. Þar eru nú að hefjast hinir árlegu Sparidagar eldra fólks. Nú skilst mér að komi nýr maður til að stjórna í stað Gunnars sem hefur stýrt af stakri snilld í um 10 ár. Sá nýi er nú ekki af verri endanum en Jón hinn eini sanni Skeiðamaður og eiginkona hans munu stýra dagskránni. Verandi einn af hans áköfustu aðdáendum þá liggur við að maður ljúgi sig, svona aldurslega séð, inná böllin :-)






29. janúar 2014

Setti nokkrar fréttir á heimasíðu bæjarins í morgun. Eina um leikskólagjöld hér í bæ samanborið við önnur sveitarfélög.
Ein var könnun frá Markaðsstofu Suðurlands varðandi gjöld á ferðamannastöðum sem reyndar væri gaman ef sem flestir tækju þátt í. Sú þriðja var grein um fjárhagsstöðu bæjarins en sú grein hafði birst áður í Dagskránni. Kíkið á fréttirnar hér. Hveragerðisbær er líka með síðu á facebook og þar söfnum við vinum og deilum smærri fréttum og viðburðum. Þar eru vinirnir nú tæplega 600 en mættu auðvitað vera fleiri. Svo endilega bjóðið vinum ykkar að líka við síðuna.

Undanfarna daga hefur þó nokkur tími farið í vangaveltur varðandi sorpmál. Tilboð voru opnuð í útboði á sorphirðu bæjarins í síðustu viku og síðan hefur Ríkiskaup unnið í gögnum. Bæjarstjórn fundar ekki fyrr en 13. febrúar en þá verður ákvörðun tekin um framhaldið.

Vann í minnisblaði varðandi framtíðarsýn bæjarins en bæjarráð hefur undanfarið unnið að því með hvaða hætti mætti laða fleiri íbúa til bæjarins. Þessi dagskrárliður verður aftur á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.

Undanfarið höfum við skoðað lóðamál hér í bæ en of víða eru óbyggðar lóðir, lóðir þar sem hús og gróðrarstöðvar hafa verið rifin og geta slíkar lóðir verið mikil lýti á hverfunum en ekki síður er synd að þær lóðir skuli ekki vera byggðar. Það tekur tíma að koma slíkum málum í farveg - en í dag var til dæmis fundur um eitt slíkt mál.

Það var gaman að sjá hóp af ungum krökkum tefla í heita pottinum í sundlauginni áðan. Flot-taflið sem keypt var í tilefni af skákdeginum greinilega vinsælt.

Hörkustemning á leik Hamars og Vals í kvennakörfunni í kvöld. Það er virkilega hollt að mæta á leiki sérstaklega þeir eru svona spennandi eins og í kvöld... Og ekki verra þegar okkar lið vinnur svona líka glæsilega :-)

28. janúar 2014

Fjögur skipti í viku í sund gerir að verkum að sú sem þetta skrifar er oft ansi lúin á kvöldin. Á sundæfingunum syndum við yfirleitt 1400-1500 metra í hvert sinn, alls konar aðferðir undir hörðum aga Magnúsar Tryggvasonar, sem reynir eins og hann getur að fínpússa sundtökin. Mjög skemmtilegt. Sundleikfimin hjá henni Ester er allt öðruvísi en ekki síður góð. Nú eru til dæmis komin ný "lóð" sem gera æfingarnar miklu þyngri. Ef fram fer sem horfir get ég íhugað að klippa mig, en það ætla ég ekki að gera fyrr en ákveðinni tölu er náð á vigtinni. Mér finnst þetta gott takmark hjá mér en ef ég verð komin með hár niður í mitti og hnellin í vor þá vitið þið að þetta var ekki að virka !

Annars var þessi dagur einhvern veginn undirlagður ferðamálum. Hitti Andrés Úlfarsson, formann Ferðamálasamtaka Hveragerðis. Við ræddum um Hveragerði og ferðaþjónustuna í víðustum skilningi. Samtökin eru afar öflug en í þeim eru aðilar sem veita mjög fjölbreytta þjónustu. Það er gaman að fylgjast með því hversu hugmyndaríkir einstaklingar eru þar á meðal. Hitti síðan Davíð Samúelsson sem er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands. Ræddum mál er snúa að Markaðsstofunni en þar er unnið afar vel að kynningu á Suðurlandi sem áfangastað ferðamanna.

Síðdegis hittu bæjarfulltrúar fulltrúa frá Listvinafélagi Hveragerðis. Þau hafa huga á að koma sýningunni um skáldin út undir bert loft og gera hana aðgengilega öllum. Þá yrði einnig bætt við listamönnum af öðrum sviðum til að hægt sé að gera andans jöfrum bæjarins jafnhátt undir höfði. Hugmyndir hópsins eru afar skemmtilegar og gætu, ef vel er haldið á spilum, orðið að miklu aðdráttarafli í bænum.


23. janúar 2014

Í gær var gengið frá kaupum bæjarins á Þórsmörk 1A hér í bæ. Strax í næstu viku verður hafist handa við að innrétta húsið þannig að það geti nýst sem frístundaskóli. Ég vonast til þess að framkvæmdir gangi vel en mér finnst engin goðgá að vonast til þess að hægt sé að hefja notkun hússins um páska, í síðasta lagi. Þetta hús er rúmir 260 m2 með öllu, en hæðin sem ætlunin er að nýta fyrir frístundaskólann er um 130m2. Bílskúrinn er rúmir 70m2 en áður fyrr var þar bæði fjárhús og hlaða. Kindagirðingin gamla og lambastían sem tilheyrði var svo austan við skúrinn. Hugmyndin að kaupum þessa húss er komin frá starfsmönnum frístundaskólans en húsið liggur vel gagnvart húsnæðinu sem áfram verður nýtt við Fljótsmörk. Þarna skapast skemmtilegir möguleikar á samstarfi og samnýtingu lóðar svo þetta verður án vafa hin allra besta aðstaða fyrir börnin í bænum.

Bæjarfulltrúar áttu góðan fund í dag um framtíðarsýn, ímyndarsköpun og möguleika Hveragerðisbæjar til vaxtar. Bæjarráð hefur unnið að þessu verkefni undanfarið og miðar því nú nokkuð vel áfram. Í morgun hitti ég líka Þórarinn Sveinsson frá SASS sem nú vinnur að mótun atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið. Fyrsta skref í þeirri vinnu verður fundur með bæjarfulltrúum og í kjölfarið verður boðað til íbúafundar um stefnumörkun á sviði atvinnumála.

18. janúar 2014

Það getur verið gaman að ögra sjálfri sér og stíga kröftuglega út fyrir þægindarammann. Það gerði ég í dag á frásagnarnámskeiði Hinnar íslensku frásagnarakademiu á Hótel Örk. Guðrún Eva Mínervudóttir og Marteinn Þórsson skipuleggja en í dag var Tyrfingur Tyrfingsson, leikritahöfundar, einnig með fyrirlestur.

Ég hefði sjálfsagt aldrei í veröldinni skráð mig ef mig hefði grunað að við þyrftum að semja texta og leggja hann síðan í dóm viðstaddra. Hefði enn síður skráð mig ef ég hefði vitað að svo til allir hinir á námskeiðinu eru í mastersnámi í ritlist og frá þeim dælist eðal texti á færibandi enda fólkið alvant ritstörfum. Hefði auðvitað helst viljað verða ósýnileg og geta hlustað án þess að þurfa að gera neitt!

Það er hægt að læra heil ósköp af öllum sem þarna eru og eftir að ég kom heim er ég búin að liggja á netinu og lesa um framvindu, tímalínur og vendipunkta. En eitt af verkefnunum fyrir næstu helgi er einmitt að skrifa sögu með vendipunkti. Búin að sitja yfir því í kvöld og þykist vera búin. Mun síðan engjast alla vikuna í óvissu um það hvort þetta sé nógu gott...

Svo þarf ég líka að horfa á Star wars og skoða persónusköpunina þar, horfa á sjónvarpsþætti sem heita Arrested development og 30 Rock. Eigum líka að koma með plott að leikriti og stilla upp senu í öðru leikriti svo þessu námskeiði fylgir heilmikil vinna og heilaleikfimi á nýjum brautum...

Mögulega birti ég eitthvað af þessu hér á blogginu.
Bloggið er hvort sem er eiginlega leyni staður fyrir fáeina útvalda :-)

16. janúar 2014

Þessa dagana æfir meistaraflokkur ÍBV handbolta hér í Hamarshöllinni. Við Jóhanna hittum þá í morgun og það var gaman að heyra hversu
ánægðir þeir eru með aðstöðuna. Yfir sig hrifnir af húsinu og svo gistir hópurinn á Hótel Örk og það er nú ekki amalegt. Hamarshöllin er núna í útleigu til annarra en Hvergerðinga oft í viku og mikil ásókn í húsið. KSÍ stefnir til dæmis á að halda þar markmannsnámskeið í lok mánaðarins svo það er líka spennandi.

En ég vil endilega hvetja Hvergerðinga til að líta á æfingu hjá ÍBV en þeir verða hér fram á laugardag. Þetta er hörkulið og ekki oft sem við getum séð svona flottan handbolta hér í Hveragerði.

Hitti Fanneyju, skólastjóra Grunnskólans, í morgun. Við ræddum framhald tölvuvæðingar skólans en fjármunir eru settir til þess verkefnis á fjárhagsáætlun ársins. Undir lok árs voru keyptar 38 tölvur fyrir kennara en nú stendur til að setja þráðlaust net í skólann, eins mikið og peningurinn dugar fyrir :-) Í dag ræddum við aftur á móti nýja tegund af spjaldtölvum sem nýtast afar vel í skólastarfi. Fanney mun á næstu dögum kaupa einar 10 þannig tölvur fyrir nýbúakennslu og sérkennslu.

Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að hefja undirbúning að útboði á lagningu bundins slitlags á Bröttuhlíð (vesturhluta) og Þverhlíð. stefnt er á að framkvæmdir hefjist í apríl og ljúki fyrir frost. Sr. Jón sem býr einmitt við Bröttuhlíð er löngu orðinn leiður á að búa við einu malargötu bæjarins og sagði einhvern tíma að það væri augljóst að áður en þessi gata yrði malbikuð væri hann dauður og Guð orðinn gamall. Nú fer þessi framkvæmd í gang áður en spár hans rættust - það er nú líka eins gott :-)

15. janúar 2014

Eigum við ekki að verða sammála um það að fjögurra vikna jólafrí frá bloggi sé passlegt ?

Það þarf aftur á móti einbeittan brotavilja til að byrja aftur og stefna um leið á dagleg skrif á þessa síðu.
Mér hefur satt að segja dottið ýmsilegt til hugar. Ég gæti til dæmis verið með færslu á hverjum degi um eitthvað fyndið öðruvísi eða skrítið sem gerðist þann daginn. Það er svo furðulegt að ég held að ég gæti skrifað eitthvað í þeim stíl á hverjum degi... Segir kannski meira um mig en nokkurn annan. Var líka að velta fyrir mér að skrifa alltaf eitthvað sem ég á að vera þakklát fyrir eða um eitthvað sem gladdi mig þann daginn. Kannski geri ég þetta allt saman svona smám saman en ætli ég byrji ekki á sama hátt og áður með því að láta gamminn geysa um allt það sem mér dettur til hugar. Best hefur mér fundist að halda mig við 10 mínútna blogg. Þá verð ég að vera búin að pikka inn bloggið á 10 mínútum. Það setur grensu á lengdina sem ég hef heyrt að geti orðið of mikil !

En dagurinn í dag var óvanalega tætingslegur af einhverjum ástæðum. Ýmis mál, misjöfn mjög, duttu inná mitt borð yfir daginn. Rætt var um félagsmiðstöðina, hreinsun á gólfum bókasafnsins, gatnagerð í Þverhlíð og Bröttuhlíð. Farið á flug um Drullusundið og umhverfi þess, spjallað við Ara, nýjan umhverfisfulltrúa, hádegisverður snæddur með bæjarstjóra og stjórnendateymi Grindavíkur. Spjallað við Elfu Dögg um uppbyggingaráform á Frost og funa, bæjarráðsfundur undirbúinn fyrir morgundaginn, rætt um verkfallsheimildir, sorpmál og margt margt fleira. Til mín kom líka einn ágætu íbúi að ræða hálkuvarnir og snjómokstur. Það eru ansi þykkir klakabunkarnir víða sem þýðan þessa dagana bítur illa á. EN í dag hefur þó verið þolanlegt lyngt - það er þó mikill munur frá því sem verið hefur.

Sundleikfimi síðdegis, búið er að skipta um varmaskipti laugarinnar og neysluvatnskút. Við þessa aðgerð jókst mjög vatnsmagnið í sturtunum í lauginni, það er þvílíkur munur ! Eftir sund skrapp ég á leik með meistaraflokki kvenna. Þær töpuðu naumlega fyrir Keflavík í hörkuspennandi leik. Það er hrikalega gott að æsa sig uppí rjáfur á svona leik, bætir held ég blóðrásina...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet