18. janúar 2014
Það getur verið gaman að ögra sjálfri sér og stíga kröftuglega út fyrir þægindarammann. Það gerði ég í dag á frásagnarnámskeiði Hinnar íslensku frásagnarakademiu á Hótel Örk. Guðrún Eva Mínervudóttir og Marteinn Þórsson skipuleggja en í dag var Tyrfingur Tyrfingsson, leikritahöfundar, einnig með fyrirlestur.
Ég hefði sjálfsagt aldrei í veröldinni skráð mig ef mig hefði grunað að við þyrftum að semja texta og leggja hann síðan í dóm viðstaddra. Hefði enn síður skráð mig ef ég hefði vitað að svo til allir hinir á námskeiðinu eru í mastersnámi í ritlist og frá þeim dælist eðal texti á færibandi enda fólkið alvant ritstörfum. Hefði auðvitað helst viljað verða ósýnileg og geta hlustað án þess að þurfa að gera neitt!
Það er hægt að læra heil ósköp af öllum sem þarna eru og eftir að ég kom heim er ég búin að liggja á netinu og lesa um framvindu, tímalínur og vendipunkta. En eitt af verkefnunum fyrir næstu helgi er einmitt að skrifa sögu með vendipunkti. Búin að sitja yfir því í kvöld og þykist vera búin. Mun síðan engjast alla vikuna í óvissu um það hvort þetta sé nógu gott...
Svo þarf ég líka að horfa á Star wars og skoða persónusköpunina þar, horfa á sjónvarpsþætti sem heita Arrested development og 30 Rock. Eigum líka að koma með plott að leikriti og stilla upp senu í öðru leikriti svo þessu námskeiði fylgir heilmikil vinna og heilaleikfimi á nýjum brautum...
Mögulega birti ég eitthvað af þessu hér á blogginu.
Bloggið er hvort sem er eiginlega leyni staður fyrir fáeina útvalda :-)
Ég hefði sjálfsagt aldrei í veröldinni skráð mig ef mig hefði grunað að við þyrftum að semja texta og leggja hann síðan í dóm viðstaddra. Hefði enn síður skráð mig ef ég hefði vitað að svo til allir hinir á námskeiðinu eru í mastersnámi í ritlist og frá þeim dælist eðal texti á færibandi enda fólkið alvant ritstörfum. Hefði auðvitað helst viljað verða ósýnileg og geta hlustað án þess að þurfa að gera neitt!
Það er hægt að læra heil ósköp af öllum sem þarna eru og eftir að ég kom heim er ég búin að liggja á netinu og lesa um framvindu, tímalínur og vendipunkta. En eitt af verkefnunum fyrir næstu helgi er einmitt að skrifa sögu með vendipunkti. Búin að sitja yfir því í kvöld og þykist vera búin. Mun síðan engjast alla vikuna í óvissu um það hvort þetta sé nógu gott...
Svo þarf ég líka að horfa á Star wars og skoða persónusköpunina þar, horfa á sjónvarpsþætti sem heita Arrested development og 30 Rock. Eigum líka að koma með plott að leikriti og stilla upp senu í öðru leikriti svo þessu námskeiði fylgir heilmikil vinna og heilaleikfimi á nýjum brautum...
Mögulega birti ég eitthvað af þessu hér á blogginu.
Bloggið er hvort sem er eiginlega leyni staður fyrir fáeina útvalda :-)
Comments:
Skrifa ummæli