<$BlogRSDUrl$>

26. júní 2011


Afar vel lukkaðri helgi er lokið. Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ sló í gegn, enn eina ferðina. Mikil mannmergð var í bænum og er talið að ríflega 30 þúsund manns hafi komið við í Hveragerði þessa helgi. Á laugardaginn var hér stappfullt af fólki og bílum lagt hvar sem því var við komið í bæjarfélaginu. Á föstudaginn var aðsókn miklu betri en við eigum að venjast og í dag sunnudag kom mannfjöldinn mér mjög á óvart. Ég hélt að í dag yrði afskaplega rólegt en það var nú öðru nær. Gríðarlegur fjöldi í bænum og greinilegt að sumarbústaðafólkið kom hér við á leið sinni til Reykjavíkur. Í dag var plöntupúl-keppnin afskaplega skemmtileg en þar keppti fagfólk sín á milli í skemmtilegum þrautum tengdum garðyrkju. Fegurstu garðar Hveragerðis voru til sýnis og og tískusýning blómanna og fræðslugöngur og örfyrirlestrar á sínum stað. Þetta árið var dagskrá heldur meiri en fyrri ár og mæltist það vel fyrir.
Allt gekk afskaplega vel fyrir sig og er aðdáunarvert að ekki skuli einusinni vera rusl á götunum að lokinni jafn fjölsóttrí hátíð og hér var haldin.

Heill hellingur af myndum er kominn á facebook síðuna mína. Endilega kíkið á þær þar.

25. júní 2011



Við Hafrún, 3 ára frænka mín, ræktuðum saman þrjá flotta graskalla. Einn hálfsköllóttann, eina stelpu með flott hár og slaufu og síðan einn ljótan sjóræningja sem liggur þarna fyrir framan þetta myndarlega par með brotin augu og ljótan svip. Við vorum himinlifandi með afraksturinn eins og best sést á frænku minni á myndinni :-)



Frábært veður og góð stemning hér í Hveragerði í dag. Dagurinn var tekinn snemma en það voru greinilega fleiri sem höfðu uppgötvað að morgunstund gefur gull í mund hér í bæ. En besta veðrið er ansi oft á morgnana hér í Hveragerði. Hingað streyma gestir og ánægja skín úr hverju andliti. Virkilega gaman. Starfsmenn hafa staðið sig með eindæmum vel enda væri þetta ekki hægt ef allir legðu ekki sitt af mörkum til þess að sýningin og bærinn megi líta sem best út þessa helgi. Svona ýkjulaust held ég að ekkert bæjarfélag á landinu komist með tærnar þar sem Hveragerði hefur hælana útlitslega séð :-)
En hér eru nokkrar myndir sem ég tók í morgun. Vaskir félagar úr Hjálparsveit skáta vaktan sýningarsvæðið og bæjarfélagið alla nóttina og Svenni og Aron tóku sig vel út við þau störf. Bæjarbúar hafa síðan ræktað fullt af grasköllum og kellingum og þau má sjá í íþróttahúsinu núna.




23. júní 2011

Fimmtudagur og Blóm í bæ var sett í dag. Það er ótrúlega flott um að litast í bænum. Ævintýraveröld hefur verið sköpuð og bærinn er hreint út sagt töfrandi.




22. júní 2011




Undirbúningur fyrir Garðyrkju- og blómasýninguna Blóm í bæ er nú á lokastigi. Í gærkvöldi unnu sjálfboðaliðar að hreinsun beða í Lystigarðinum og blómaskreytar unnu út um allan bæ við hinar glæsilegustu skreytingar. Gríðarlegu magni af blómum hefur verið ekið inní bæjarfélagið og prýða þau nú meðal annars stæðilegan gíraffa, apa og ljón á sýningarsvæðinu auk þess sem í Lystigarðinum er komin upp sýning á trjáplöntum og sumarblómum. Í íþróttahúsinu er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á glæsilegri blómasýningu sem opnar um leið og sýningarsvæðið allt á morgun, föstudag kl. 12. Fjöldi dagskráratriða verður alla helgina og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tískusýning blómanna er skemmtileg nýjung sem verður á sviði í Lystigarðinum laugardag og sunnudag. Fræðslugöngur um skógræktarsvæði Hvergerðinga og söguslóðir verða alla dagana. Örfyrirlestrar, ljóðablómastaurar, leitin að hæsta tré Hveragerðis og garðasúpa á laugardagskvöldinu er meðal þess sem gestir sýningarinnar geta notið um helgina. Setning sýningarinnar fer frá í Lystigarðinum í dag, fimmtudag, kl. 17. Allir eru hjartanlega velkomnir en þar verður sólstöðum fagnað að norrænum sið.

Rétt er síðan að minna á að allir dagskrárliðir sýningarinnar eru ókeypis. Frá höfuðborgarsvæðinu gengur Strætó til Hveragerðis en leið 51 fer frá Mjódd í samræmi við áætlun. Áætlunin er á www.straeto.is

Nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu sýningarinnar www.blomibae.is.

17. júní 2011

Góður dagur í Hveragerði í dag.

Utanvegahlaup Hamars í hlauparöð 66°Norður heppnaðist glimrandi vel og tóku tugir hlaupara þátt sem verður að teljast gott miðað við að þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið er hlaupin.

Skrúðganga, skemmtun í Laugaskarði, kaffisala í grunnskólanum, leikjaland, hestar og street-ball var allt á sínum stað. Ég gat ekki betur séð en að fólk skemmti sér ágætlega og ekki hvað síst við að sýna sig og sjá aðra sem oft er aðal skemmtunin. Hitti marga brottflutta og það er alltaf sérstaklega skemmtilegt.

Í kvöld var síðan kvöldvaka í Lystigarðinum. Búið er að setja upp svið sem er staðsett á milli skeifunnar og flatarinnar stóru og nú skapaðist fín stemning á stóru flötinni enda skjólsælt og notalegt þar.

Meistaraflokkur Hamars í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir og sigraði Tindastól/Hvöt í dag 2-1. Skemmtilegur leikur þar sem mér fannst okkar menn mun sterkari allan tímann. Hamars liðið er nú í toppbaráttu 2. deildar. Það er gaman þegar gengur svona vel.

16. júní 2011

Setti nýtt hraðamet í að komast í vinnuna á sem skemmstum tíma, en hér var vaknað fimmtán mínútum fyrir átta og ég keyrði í hlaðið á bæjarskrifstofunni undir upphafsorðum Gissurar í átta fréttum Bylgjunnar. Sem hefði verið í lagi ef það hefði ekki verið bæjarráðsfundur kl. 8. Óskemmtilegt...

En a fundinum var kosið í embætti og er Unnur nýr formaður bæjarráðs og Ninna Sif varaformaður. Eyþór var aftur á móti kosinn forseti bæjarstjórnar á síðasta fundi bæjarstjórnar. En í morgun bar það helst til tíðinda að ákveðið var að styðja blakdeild Hamars til að gera strandblaksvöll við hlið sundlaugarinnar. Það mál var á stefnuskrá okkar fyrir síðustu kosningar svo nú gefst ágætis tækifæri til að efna það loforð.

Til mín kom landslagsarkitekt, Áslaug Katrín, sem er að hanna og lagfæra svæði Garðyrkjufélagsins á Blómum í bæ. Það var hellulagt fyrir ári en nú hafa þau hug á að setja þarna niður gróður sem fengi að vera áfram og mynda skjól á hellulagða svæðinu. Það er meira en sjálfsagt og gerir svæðið bara betra.

Skrifaði dreifibréf til bæjarbúa sem fer í póst í dag og verður vonandi borið út eftir helgi. þar er gerð grein fyrir ýmsu er snertir íbúa eins og hinum ýmsu samkeppnum og sjálfboðakvöldinu og fleiru.

Eftir hádegi hitti ég Halldór og Friðrik frá Fasteignafélaginu Reitum og skrifuðum við undir samkomulag um breytingar á Sunnumörkinni og aðkomu félagsins að jarðskjálftasýningunni. Skrifaði reyndar undir með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þar sem örlitlar breytingar hafa verið gerðar á samningnum og þá er nauðsynlegt að bæjarstjórn blessi þetta á ný. Efnislega hafa þessar breytingar aftur á móti engin áhrif.

Fór síðdegis á Selfoss til fundar við starfshóp sem er að skipuleggja almenningssamgöngur á Suðurlandi. Á fundinn mætti Kristín frá Vegagerðinni enda erum við til að byrja með að reyna að ná lendingu um samning um einkaleyfi við Vegagerðina. Næsti fundur er áætlaður með fulltrúum allra sveitarfélaga næsta þriðjudag.

Klukkan 18 lögðum við Laufey Sif upp í göngu um Grænsdal með Landvernd. Þetta vor sennilega milli 30 og 40 manns sem mættu í gönguna í blíðskaparveðri. Hópurinn ætlað að ganga fram og til baka inn Grænsdal en við ákváðum nokkur að fara yfir Dalaskarðið og niður Reykjadal. Lentum reyndar í miklum svaðilförum enda fórum við afar óhefðbundna leið inn Grænsdalinn svo ekki sé nú meira sagt :-) En eftir 5 tíma göngu komumst við loks til "byggða" ! Veðrið var yndislegt og frábært að upplifa dalina á svona fallegu kvöldi.

15. júní 2011

Í morgun fékk ég heimsókn nokkurra starfsmanna leikskólans Óskalands en nú eru starfsmenn beggja leikskólanna hér í bæ að skipuleggja sameiginlega námsferð til útlanda og standa vonir þeirra til að hún geti orðið að veruleika í haust. Það er ánægjulegt að nú skuli starfsmenn bæði Undralands og Óskalands ætla að fara í náms og kynningarferð og efast ég ekki um að bæði undirbúningur ferðarinnar og ferðin sjálf verður til að efla andann og auka samheldni og samskipti milli skólanna.

Hitti Jóhönnu og Ástu Camillu og fórum við yfir alla dagskrárliði Garðyrkju- og blómasýningarinnar Blóm í bæ. Þetta er allt að smella saman en það verður ærin vinna að klára allt sem þarf að klára í tæka tíð.

Eftir hádegi komu Daníel og Þorgrímur frá Búmönnum í heimsókn. Ræddum við um íbúðirnar við Smyrlaheiði en þar er núna bæði hægt að kaupa búseturétt og leigja húsnæðið í almennri leigu. Það væri auðvitað langbest ef sama fyrirkomulag gilti fyrir alla íbúa á þessu svæði enda ekki alltaf einfalt að láta hagsmuni eigenda og leigjenda fara saman. Mér finnst þetta skemmtilegt svæði og með góðri samvinnu íbúa er hægt að búa þarna til afar skemmtilegt samfélag að mínu mati.

Síðdegis hittumst við Guðmundur, Guðjón skólastjóri og dr.Maggi. Fórum við yfir viðhaldsmál í grunnskólanum en í svona stórri stofnun er viðhaldið nær því endalaust. Peningarnir eru því miður ekki óþrjótandi og því er ekki hægt að verða við öllum óskum. Litum líka inní Mjólkurbúið en þar er nú verið að þurrka gólf í einni stofunni en mikill raki var undir gólfdúk sem skapaði leiðinda andrúmsloft í stofunni. Þetta verður miklu betra og í raun allt annað líf þegar þetta verður að fullu klárað. Í skólanum er einnig búið að einangra með steinull loftið í elstu stofum skólans og standa vonir til að sú aðgerð skili sér í lækkuðum hitareikningum til lengri tíma litið.

14. júní 2011

Annasamur dagur að baki.

Fundur í morgun vegna verklegra framkvæmda þar sem farið var yfir allt það sem framundan er. Vikulega hittist þessi hópur og fer yfir það helsta sem þarf að framkvæma og virkar þetta fyrirkomulag vel. Ég sit yfirleitt ekki þessa fundi enda engin þörf á því en í morgun fylgdist ég með umræðunum og því hvernig næstu dagar verða enda afskaplega mikið framundan. Hátíðahöld vegna 17. júní verða hefðbundin og helgina þar á eftir er garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ. Það verður mikið um dýrðir hér i Hveragerði þessa daga.

Hitti aðila frá fyrirtækinu Netvistun sem er að hefja hönnun nýrrar heimasíðu fyrir Hveragerðisbæ, það verður skemmtilegt verkefni.

Tannlæknir í hádeginu sem aldrei er efst á óskalistanum og hvað þá þegar þónokkur verkefni eru framundan þann daginn.

Hitti fulltrúa frá Fasteignafélaginu Reitum vegna breytinga á verslunarmiðstöðinni og fyrirhugaðrar sýningar um orsakir og afleiðingar jarðskjálftans 2008.


Klukkan þrjú var skrifað undir samkomulag um inngöngu Hveragerðisbæjar í Brunavarnir Árnessýslu (BÁ). Það var ánægjuleg stund og ég efast ekki um að þessi breyting á eftir að verða vel lukkuð. Á myndinni erum við Eyþór Arnalds sem er formaður BÁ ásamt Kristjáni Einarssyni, framkvæmdastjóra að lokinni undirrituninni.

Fór á fund menningar-, íþrótta- og frístundanefndar og kynnti breytingarnar í Verslunarmiðstöðinni fyrir nefndarmönnum.

Fór síðan á fund Rotarý klúbbsins á Selfossi og flutti þar erindi og svaraði spurningum fundarmanna um Hveragerði, Árnessýslu, samstarf sveitarfélaga og margt fleira. Það var virkilega gaman að hitta þennan hóp og umræðurnar afar líflegar. Líka gott að sjá hversu vel er haldið utan um fundartímann. Það gerði að verkum að ég náði í skottið á útplöntunarátaki Skógræktarfélagsins undir Hamrinum. Plantaði dágóðum slatta af greniplöntum, það verður gaman að sjá þennan reit eftir 20 ár. Þolinmæðin er það eina sem gildir í skógrækt.

Endaði kvöldið hjá mömmu í te og kökum. Það var ansi notalegt eftir allt volkið enda rigndi heilmikið í kvöld og mannskapurinn blautur og hrakinn ...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet