25. júní 2011
Frábært veður og góð stemning hér í Hveragerði í dag. Dagurinn var tekinn snemma en það voru greinilega fleiri sem höfðu uppgötvað að morgunstund gefur gull í mund hér í bæ. En besta veðrið er ansi oft á morgnana hér í Hveragerði. Hingað streyma gestir og ánægja skín úr hverju andliti. Virkilega gaman. Starfsmenn hafa staðið sig með eindæmum vel enda væri þetta ekki hægt ef allir legðu ekki sitt af mörkum til þess að sýningin og bærinn megi líta sem best út þessa helgi. Svona ýkjulaust held ég að ekkert bæjarfélag á landinu komist með tærnar þar sem Hveragerði hefur hælana útlitslega séð :-)
En hér eru nokkrar myndir sem ég tók í morgun. Vaskir félagar úr Hjálparsveit skáta vaktan sýningarsvæðið og bæjarfélagið alla nóttina og Svenni og Aron tóku sig vel út við þau störf. Bæjarbúar hafa síðan ræktað fullt af grasköllum og kellingum og þau má sjá í íþróttahúsinu núna.
Comments:
Skrifa ummæli