<$BlogRSDUrl$>

30. júlí 2008

Stórkostlegt veður ...

Á mælum hér í Hveragerði sáust hitatölur sem ekki hafa sést hér áður svo mig minni, hitinn fór í 28° á veltiskiltinu og vafalaust enn hærra innar í bænum. Yndislegt veður enda farið í laugina strax eftir vinnu, gönguferð meðfram fjallinu í kvöld, síðan setið á pallinum fram undir miðnætti og þá tímdi heldur enginn að fara inn. 20 gráðu hiti um nóttina gerði að verkum að ekkert mál var að sofa úti...

29. júlí 2008

Veðurblíða, öryggisgæsla og fleira ...

Vikulegt þriðjudagsmorgunkaffi í morgun en við hér á skrifstofunni skiptumst á að leggja til veitingarnar. Notalegur siður sem tryggir að allir mæta í morgunkaffi á sama tíma til að gæða sér á nýbökuðum rúnstykkjum og vínarbrauðum.

Fór yfir öryggismál í sveitarfélaginu en þau hafa verið í endurskoðun undanfarið vegna breytinga sem orðið hafa. Úlfar Andrésson sem hafði með höndum hverfagæslu í Hveragerði allar nætur síðastliðin ár lést í vor. Síðan hefur fyrirtækið Securitas keypt þann rekstur. Úlfar var brautryðjandi á þessu sviði og sinnti starfinu með miklum sóma þó ekki færi það alltaf hátt. Viðvera hans gerði mörgum misyndismanninum lífið leitt en við bæjarbúar vorum miklu öruggari en ella hefði verið. Það verður erfitt að feta í hans fótspor á þessu sviði.

Hitti nokkra aðila sem hingað komu til að ræða ýmis mál. Hér eru engir fastir viðtalstímar heldur mæta bæjarbúar þegar þeim hentar. Flestir hringja nú samt á undan sér til að spara sér ferðina ef ég skyldi vera upptekin. Ágætis fyrirkomulag finnst mér.

Kláraði nokkur auglýsingatengd mál, en auglýsing Hveragerðisbæjar á flettiskiltið fer upp núna fyrir helgi. Afar skýr og vel sýnileg eins og vera ber. Einnig algjörlega tímalaus enda verður hún að vera það svo við getum notað hana aftur... og aftur og aftur.

Lagði líka lokahönd á bækling sem bærinn mun gefa út um bæjarfélagið. En mér og Guðmundi Þór var falið að klára það mál fyrir margt löngu. Hann lítur afskaplega vel út finnst okkur og verður vonandi góð kynning fyrir bæinn.

Ræddi við lögmenn um innheimtu byggingarleyfisgjalda. Álit lögmanna verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.

En fyrst og síðast... Mikið lifandis ósköp er búið að vera gott veður í dag. Það gerist ekki betra enda fundaði meirihlutinn á pallinum í kvöld og naut veðurblíðunnar um leið og mál voru undirbúin.

28. júlí 2008

"Long time - no see..."

Sumarið er klárlega ekki tíminn til að "blogga", lítið um að vera og tíminn frekar nýttur í annað en "tölvuhugrenningar".

Sumarfrí verður víst ekki merkilegt þetta árið en við náðum þó nokkrum dögum á Ströndunum núna í júlí. Byrjuðum reyndar í Flatey. Yndislegur staður þar sem auðvelt er að eyða nokkrum dögum í hinni fullkomnu afslöppun. Staður sem verður heimsóttur aftur.
Reyndar heyrði ég í fréttunum að varp sjófugla í Flatey hafi misfarist þetta árið. Spurning hvort það sé nokkuð Alberti að kenna sem skemmti sér konunglega við að ergja kríurnar við tjörnina?
Heimsóttum síðan Hólmavík sem minnti mig á það hvernig Hveragerði leit út fyrir um 12 árum síðan. Þá voru hér margar götur án slitlags og gangstétta en sem betur fer hefur orðið bylting í þeim málum hér. Á Hólmavík sýndist mér að peningar sveitarfélagsins hafi verið nýttir í sundlaug og íþróttahús og á vissan hátt skil ég það vel því það er þjónusta sem eykur lífsgæði íbúa gríðarlega. En mikið óskaplega breytir það bæjarfélögum þegar gatnagerðinni lýkur. Hét því þarna að nú klárum við okkar pakka og það frekar fyrr en seinna. Brattahlíðin, hálf Varmahlíðin og nokkrir stubbar eru enn án slitlags hér í bæ og þetta er ekki sæmandi bæjarfélagi af okkar stærðargráðu.
En Hólmvíkingar eiga Galdrasetrið sem er merkilegt safn um myrkan tíma, vel upp sett og skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Frá Hólmavík var haldið í Norðurfjörð þar sem við leigðum bústað við Krossnes laugina. Stórbrotinn staður og umhverfið engu líkt. Einstaklega gaman að geta skroppið í laugina oft á dag og nýtti minnsti maðurinn sér það óspart. Við biðum eftir virkilega vondu veðri til að geta notið þess að búa við almennilegt brim en sú ósk var ekki uppfyllt í þetta skiptið. Verðum að fara aftur til að upplifa það. En allir helstu staðir voru heimsóttir svo sannarlega var farið þangað sem vegurinn endaði...
Mæli reyndar með að fólk bregði sér norður á Strandir og lesi um leið bókina hans Hrafns Jökulssonar, keypti hana í Kaupfélaginu á Norðurfirði og las hana upp til agna.
-----------------
En af vístöðvum vinnunnar er allt rólegt enda þessi tími ársins einstakur að því leyti að flestir eru í fríi og stofnanir landsins annaðhvort hálflamaðar eða einfaldlega lokaðar. Erlendis þá lokar samfélagið á þessum tíma og fólk fer flest í frí á sama tíma. Ekki alltaf jákvætt en auðveldar skipulagið óneitanlega. Hér eru sumarfrí í gangi frá maí lokum og út ágúst sem gerir það að verkum að hér er allt hálflamað í þrjá mánuði samfellt. Óþolandi ástand og alltof langt.
--------------------------
Vann í dag í leiðbeiningum fyrir starfsmenn um viðbrögð við áföllum. María, Guðmundur og Helga hafa hvert um sig unnið að leiðbeiningunum fyrir sínar deildir og nú er plaggið að verða tilbúið en stefnt er á að leggja það fyrir bæjarráð í næstu viku.
--------------------------
Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í bæjarfélaginu og sjást þeirra víða merki. Malbika á planið við leikskólann Undraland, búið er að malbika göngustíga við Reykjamörk, milli Kjarrheiðar og Valsheiðar, meðfram Eden og á fleiri stöðum. Byrjað er á framkvæmdum við inngangsvæði listigarðsins en þar á að helluleggja og gera vegghleðslur með lýsingu. Framkvæmdir við Dalsbrún eru á lokastigi og búið er að steypa sökkla fyrir aðstöðuhús við Grýluvöllinn inní Dal. Þar mun rísa um 220 fermetra hús sem hýsa á búningsklefa, skrifstofu og sameiginlegt rými fyrir knattspyrnuiðkendur. Gaman að sjá líka að trén sem við gróðursettum í vor lifa flest ágætu lífi í möninni kringum völlinn og munu vonandi fyrr en seinna mynda þar langþráð skjól.
-----------------------------
Í kvöld var símafundur í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi, nú er verið að undirbúa sumarhátíð Sjálfstæðismanna sem haldin verður í Árnesi þann 9. ágúst. Það er vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda verður þetta stórskemmtilegt eins og alltaf þegar Sjálftæðismenn hittast.
-----------------------------
... og Anna Pihl er byrjuð aftur, það er fátt sem gleður mig eins mikið og góður danskur framhaldsþáttur....

2. júlí 2008

Af fótbolta, bæjarferð og heimajarðgerð ...

Í morgun var fundur með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar en starfið þar er með allra mesta móti núna. Mikill hugur er í mönnum og stefnan tekin á bætt og aukið barna og unglingastarf. Aðstaða deildarinnar mætti vera betri en við fórum rækilega yfir allt sem snýr að henni og hvað er til ráða. Þurrkarnir að undanförnu hafa leikið fótboltavellina grátt og nauðsynlegt að taka umhirðu og umgengni við vellina fastari tökum en verið hefur. Það gengur auðvitað ekki að verið sé að nýta vellina sem spyrnu brautir fyrir fjórhjól, vélsleða og jafnvel bíla. Fótboltavellirnir eru heldur ekki ætlaðir sem viðrunarsvæði fyrir hunda en sést hefur til fólks sem sleppir hundum sínum á vellina með tilheyrandi sóðaskap. Hér getum við öll gert betur og fylgst betur með því sem fram fer á völlunum. Mjúkhýsið bar einnig á góma en enn hefur Brunamálastofnun ekki gefið svar varðandi framkvæmdina. Aftur á móti er byrjað að grafa fyrir aðstöðuhúsinu svo það mun rísa á þessu ári.
Eins og ég sagði áðan var á fundinum farið vítt og breytt yfir hin ýmsu málefni, fundarmenn voru afar sáttir að honum loknum og við ákváðum að hittast aftur í ágúst og taka þá upp þráðinn að nýju.
-------------------------
Eftir hádegi var farið til Reykjavíkur til að útrétta en meðal annars þarf að finna nýja skápa á skrifstofu bæjarstjórans þar sem þeir sem fyrir voru skemmdust í skjálftanum.
-------------------------
Í kvöld var síðan námskeið fyrir bæjarbúa í heimajarðgerð sem Elfa Dögg stóð fyrir. Gaman var að sjá hversu auðvelt það er í raun og veru að jarðgera lífrænan úrgang og fengum við mörg góð ráð hjá Elfu sem án efa eiga eftir að nýtast vel.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet