28. júlí 2008
"Long time - no see..."
Sumarið er klárlega ekki tíminn til að "blogga", lítið um að vera og tíminn frekar nýttur í annað en "tölvuhugrenningar".
Sumarfrí verður víst ekki merkilegt þetta árið en við náðum þó nokkrum dögum á Ströndunum núna í júlí. Byrjuðum reyndar í Flatey. Yndislegur staður þar sem auðvelt er að eyða nokkrum dögum í hinni fullkomnu afslöppun. Staður sem verður heimsóttur aftur.
Reyndar heyrði ég í fréttunum að varp sjófugla í Flatey hafi misfarist þetta árið. Spurning hvort það sé nokkuð Alberti að kenna sem skemmti sér konunglega við að ergja kríurnar við tjörnina?
Heimsóttum síðan Hólmavík sem minnti mig á það hvernig Hveragerði leit út fyrir um 12 árum síðan. Þá voru hér margar götur án slitlags og gangstétta en sem betur fer hefur orðið bylting í þeim málum hér. Á Hólmavík sýndist mér að peningar sveitarfélagsins hafi verið nýttir í sundlaug og íþróttahús og á vissan hátt skil ég það vel því það er þjónusta sem eykur lífsgæði íbúa gríðarlega. En mikið óskaplega breytir það bæjarfélögum þegar gatnagerðinni lýkur. Hét því þarna að nú klárum við okkar pakka og það frekar fyrr en seinna. Brattahlíðin, hálf Varmahlíðin og nokkrir stubbar eru enn án slitlags hér í bæ og þetta er ekki sæmandi bæjarfélagi af okkar stærðargráðu.
En Hólmvíkingar eiga Galdrasetrið sem er merkilegt safn um myrkan tíma, vel upp sett og skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Frá Hólmavík var haldið í Norðurfjörð þar sem við leigðum bústað við Krossnes laugina. Stórbrotinn staður og umhverfið engu líkt. Einstaklega gaman að geta skroppið í laugina oft á dag og nýtti minnsti maðurinn sér það óspart. Við biðum eftir virkilega vondu veðri til að geta notið þess að búa við almennilegt brim en sú ósk var ekki uppfyllt í þetta skiptið. Verðum að fara aftur til að upplifa það. En allir helstu staðir voru heimsóttir svo sannarlega var farið þangað sem vegurinn endaði...
Mæli reyndar með að fólk bregði sér norður á Strandir og lesi um leið bókina hans Hrafns Jökulssonar, keypti hana í Kaupfélaginu á Norðurfirði og las hana upp til agna.
-----------------
En af vístöðvum vinnunnar er allt rólegt enda þessi tími ársins einstakur að því leyti að flestir eru í fríi og stofnanir landsins annaðhvort hálflamaðar eða einfaldlega lokaðar. Erlendis þá lokar samfélagið á þessum tíma og fólk fer flest í frí á sama tíma. Ekki alltaf jákvætt en auðveldar skipulagið óneitanlega. Hér eru sumarfrí í gangi frá maí lokum og út ágúst sem gerir það að verkum að hér er allt hálflamað í þrjá mánuði samfellt. Óþolandi ástand og alltof langt.
--------------------------
Vann í dag í leiðbeiningum fyrir starfsmenn um viðbrögð við áföllum. María, Guðmundur og Helga hafa hvert um sig unnið að leiðbeiningunum fyrir sínar deildir og nú er plaggið að verða tilbúið en stefnt er á að leggja það fyrir bæjarráð í næstu viku.
--------------------------
Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í bæjarfélaginu og sjást þeirra víða merki. Malbika á planið við leikskólann Undraland, búið er að malbika göngustíga við Reykjamörk, milli Kjarrheiðar og Valsheiðar, meðfram Eden og á fleiri stöðum. Byrjað er á framkvæmdum við inngangsvæði listigarðsins en þar á að helluleggja og gera vegghleðslur með lýsingu. Framkvæmdir við Dalsbrún eru á lokastigi og búið er að steypa sökkla fyrir aðstöðuhús við Grýluvöllinn inní Dal. Þar mun rísa um 220 fermetra hús sem hýsa á búningsklefa, skrifstofu og sameiginlegt rými fyrir knattspyrnuiðkendur. Gaman að sjá líka að trén sem við gróðursettum í vor lifa flest ágætu lífi í möninni kringum völlinn og munu vonandi fyrr en seinna mynda þar langþráð skjól.
-----------------------------
Í kvöld var símafundur í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi, nú er verið að undirbúa sumarhátíð Sjálfstæðismanna sem haldin verður í Árnesi þann 9. ágúst. Það er vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda verður þetta stórskemmtilegt eins og alltaf þegar Sjálftæðismenn hittast.
-----------------------------
... og Anna Pihl er byrjuð aftur, það er fátt sem gleður mig eins mikið og góður danskur framhaldsþáttur....
Sumarið er klárlega ekki tíminn til að "blogga", lítið um að vera og tíminn frekar nýttur í annað en "tölvuhugrenningar".
Sumarfrí verður víst ekki merkilegt þetta árið en við náðum þó nokkrum dögum á Ströndunum núna í júlí. Byrjuðum reyndar í Flatey. Yndislegur staður þar sem auðvelt er að eyða nokkrum dögum í hinni fullkomnu afslöppun. Staður sem verður heimsóttur aftur.
Reyndar heyrði ég í fréttunum að varp sjófugla í Flatey hafi misfarist þetta árið. Spurning hvort það sé nokkuð Alberti að kenna sem skemmti sér konunglega við að ergja kríurnar við tjörnina?
Heimsóttum síðan Hólmavík sem minnti mig á það hvernig Hveragerði leit út fyrir um 12 árum síðan. Þá voru hér margar götur án slitlags og gangstétta en sem betur fer hefur orðið bylting í þeim málum hér. Á Hólmavík sýndist mér að peningar sveitarfélagsins hafi verið nýttir í sundlaug og íþróttahús og á vissan hátt skil ég það vel því það er þjónusta sem eykur lífsgæði íbúa gríðarlega. En mikið óskaplega breytir það bæjarfélögum þegar gatnagerðinni lýkur. Hét því þarna að nú klárum við okkar pakka og það frekar fyrr en seinna. Brattahlíðin, hálf Varmahlíðin og nokkrir stubbar eru enn án slitlags hér í bæ og þetta er ekki sæmandi bæjarfélagi af okkar stærðargráðu.
En Hólmvíkingar eiga Galdrasetrið sem er merkilegt safn um myrkan tíma, vel upp sett og skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Frá Hólmavík var haldið í Norðurfjörð þar sem við leigðum bústað við Krossnes laugina. Stórbrotinn staður og umhverfið engu líkt. Einstaklega gaman að geta skroppið í laugina oft á dag og nýtti minnsti maðurinn sér það óspart. Við biðum eftir virkilega vondu veðri til að geta notið þess að búa við almennilegt brim en sú ósk var ekki uppfyllt í þetta skiptið. Verðum að fara aftur til að upplifa það. En allir helstu staðir voru heimsóttir svo sannarlega var farið þangað sem vegurinn endaði...
Mæli reyndar með að fólk bregði sér norður á Strandir og lesi um leið bókina hans Hrafns Jökulssonar, keypti hana í Kaupfélaginu á Norðurfirði og las hana upp til agna.
-----------------
En af vístöðvum vinnunnar er allt rólegt enda þessi tími ársins einstakur að því leyti að flestir eru í fríi og stofnanir landsins annaðhvort hálflamaðar eða einfaldlega lokaðar. Erlendis þá lokar samfélagið á þessum tíma og fólk fer flest í frí á sama tíma. Ekki alltaf jákvætt en auðveldar skipulagið óneitanlega. Hér eru sumarfrí í gangi frá maí lokum og út ágúst sem gerir það að verkum að hér er allt hálflamað í þrjá mánuði samfellt. Óþolandi ástand og alltof langt.
--------------------------
Vann í dag í leiðbeiningum fyrir starfsmenn um viðbrögð við áföllum. María, Guðmundur og Helga hafa hvert um sig unnið að leiðbeiningunum fyrir sínar deildir og nú er plaggið að verða tilbúið en stefnt er á að leggja það fyrir bæjarráð í næstu viku.
--------------------------
Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í bæjarfélaginu og sjást þeirra víða merki. Malbika á planið við leikskólann Undraland, búið er að malbika göngustíga við Reykjamörk, milli Kjarrheiðar og Valsheiðar, meðfram Eden og á fleiri stöðum. Byrjað er á framkvæmdum við inngangsvæði listigarðsins en þar á að helluleggja og gera vegghleðslur með lýsingu. Framkvæmdir við Dalsbrún eru á lokastigi og búið er að steypa sökkla fyrir aðstöðuhús við Grýluvöllinn inní Dal. Þar mun rísa um 220 fermetra hús sem hýsa á búningsklefa, skrifstofu og sameiginlegt rými fyrir knattspyrnuiðkendur. Gaman að sjá líka að trén sem við gróðursettum í vor lifa flest ágætu lífi í möninni kringum völlinn og munu vonandi fyrr en seinna mynda þar langþráð skjól.
-----------------------------
Í kvöld var símafundur í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi, nú er verið að undirbúa sumarhátíð Sjálfstæðismanna sem haldin verður í Árnesi þann 9. ágúst. Það er vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta enda verður þetta stórskemmtilegt eins og alltaf þegar Sjálftæðismenn hittast.
-----------------------------
... og Anna Pihl er byrjuð aftur, það er fátt sem gleður mig eins mikið og góður danskur framhaldsþáttur....
Comments:
Skrifa ummæli