<$BlogRSDUrl$>

31. mars 2016

Sótti í dag einstaklega gott námskeið og málstofu í kjölfarið um áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks.  Á málstofunni kom margt fróðlegt og gagnlegt fram hjá nokkrum stórgóðum fyrirlesurum en námskeiðið í kjölfarið sem dr. Sigrún Gunnarsdóttir hafði veg og vanda af var einstaklega gott.  Bæði er hún afskaplega lífleg og skemmtileg kona en eins hafði hún einstakt lag á að koma efninu vel frá sér.  Ég lærði helling og mun smám saman innleiða það í mín daglegu störf.  Gengur auðvitað ekki að temja sér allan pakkann í einu því þá er of augljóst að ég hafi verið á námskeiði :-)

Sama dag var málþing um jafnréttismál sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir.  Það var einnig mjög gagnlegt og mun verða kraftmikil innspýting í gerð jafnréttisáætlunar sem leggja þarf fyrir bæjarstjórn nú í apríl.
Á málþinginu var mættur valinkunnur hópur af Suðurlandi og fannst okkur tilvalið að smella af okkur þessari mynd.

Fór beint af málþinginu austur á Selfoss þar sem Almannavarnir Suðurlands héldu kynningarfund fyrir viðbragðsaðila.  Mjög gagnlegt og góður fundur en á þessu sviði er valinn maður í hverju rúmi sem er afar traustvekjandi.




30. mars 2016

Já, já, veit vel að það er langt síðan síðast var skrifað EN ég er með afsökun!  Reyndar nokkrar :-)
Skrapp á Evrópuþing sveitarstjórnarmanna í Strasbourg þar sem ég er varamaður. Ferðafélagararnir voru ekki af verri endanum, Björn Blöndal Reykjavík og Gunnar Axel Hafnarfirði auk Önnu Guðrúnar sem var starfsmaður hópsins. 

 Nokkrir dagar þar sem fjallað var um afar brýn málefni sem eru sameiginleg okkur öllum.  Málefni innflytjenda voru áberandi, mansal eða þrælahald eins og réttara er að kalla það, gagnsæi og lýðræði og fleira.  Óneitanlega settu hryðjuverkin í Brussel mark sitt á þingið en á fyrsta deginum bárust okkur þessar hræðilegu fréttir og breyttu þær öllum anda þingsins.  Hermenn hafa aldrei verið jafnáberandi og nú en þannig var það svo sem einnig í París í desember.  Það þýðir reyndar ekkert að velta sér uppúr hættum sem þessum og það skilur maður betur þegar maður er í Evrópur.  Lífið verður að halda áfram, maður hættir ekki að fljúga eða taka lestar þó að vitfirringar gangi lausir. 
Var úti í dymbilvikunni og kom heim á skírdag. Átti notalega og góða páska með fjölskyldu og vinum. Tengdapabbi var hjá okkur þessa daga og það var afskaplega skemmtilegt. 

Vinna að loknu páskafríi tók á í gær eins og alltaf eftir frídaga og ég get lofað ykkur því að zumbað var ekki eins og venjulega og ég fann að páskaegginu hafði klárlega verið ofaukið :-)

10. mars 2016

Það er svooooo  gaman í vinnunni en mikið rosalega er mikið að gera :-)

Þetta er reyndar sjálfskapað árlegt ofurstress sem helgast af því að ég vil alltaf vera með atriði á árshátíð Hveragerðisbæjar.  Er svo á hverju ári alltof sein að klára dæmið sem veldur hjartsláttartruflunum og snert af magasári - en einhvern veginn reddast þetta alltaf :-)

Fyrir hádegi heimsótti ég Félag eldri borgara á fimmtudagsfundi í félaginu og var húsfyllir sýndist mér.  Það var svo gaman fannst mér enda eru alltaf allir svo almennilegir við mig. Við ræddum um fjárhagsstöðu bæjarins, stöðu garðyrkjunnar, framkvæmdir framundan og svo margt, margt fleira.  Ég hef ákveðið að ganga í félagið um leið og ég verð 60 ára.  Reyndar get ég laumað mér inn bakdyramegin þegar Lárus verður 60 ára því ég mun örugglega fá hann með mér í þetta strax þá.  Það eru ekki mörg félög sem mér finnast jafn gefandi og skemmtileg og þetta !  Hugsið ykkur líka hvað það verður mikið fjör þegar fólk á albesta aldri fer að streyma í félagið :-)

Jákvæður og góður fundur með fulltrúum Vegagerðinnar strax eftir hádegi þar sem þeir kynntu fyrir mér og Guðmundi þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Suðurlandsveginum, milli Hveragerðis og Selfoss, á næstu árum. 5.000 milljónir verða settar í breikkun vegarins og gerð hliðarvegar á milli byggðarlaganna sem einnig getur nýst sem hjólareiðastígur.   Þetta verður stórkostleg framkvæmd sem á eftir að skipta alla á svæðinu miklu máli.

Eftir hádegi setti ég einnig Stóru upplestrarkeppnina sem haldin var hér í Grunnskólanum.  Mikið sem þessi börn eru glæsileg.  Þarna komu þau upp hvert á eftir öðru og lásu upp eins og vel þjálfaðir fullorðnir einstaklingar.  Þau voru sér og foreldrum sínum og kennurum til svo mikils sóma að það var hrein unun að verða vitni að því.  Síðan var ég líka svo óendanlega stolt af krökkunum héðan úr Hveragerði sem sungu og spiluðu fyrir viðstadda af mikilli snilld.  Við þurfum svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni þegar unga kynslóðin er svo vel gerð.

Bæjarstjórn hittist síðan í Mjólkurbúinu í miðbænum til að skoða íbúðina sem þar er á efri hæð.  Fljótlega þarf að taka ákvörðun um nýtingu hennar en ætlunin er að hún nýtist til skólastarfs með einum eða öðrum hætti.

Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjöldi góðra mála var til umfjöllunar á góðum og málefnalegum fundi.   Bæjarfulltrúum hér í Hveragerði hefur borið gæfa til að vinna afar vel saman og það hefur reynst árangusríkt fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa.





8. mars 2016

Góður dagur en langur að baki ...

Undirbjó fundarboð bæjarstjórnar sem fór út í dag.  Endurbætt erindisbréf nefnda eru þar á meðal ásamt samningi um afnot Handverks og hugvits undir Hamri af hluta Egilsstaða (Gamla barnaskólans) svo fátt eitt sé talið.

Fundur í kjaramálanefnd Sambandsins í hádeginu í dag þar sem fjallað var um stöðuna í kjaraviðræðunum en það virðist aldrei vera hægt að sigla lygnan sjó í þeim málum.

Fór beint af þeim fundi og á fund í framkvæmdastjórn Héraðsráðs Árnesinga sem haldinn var á Selfossi.  Á svona dögum þakka ég fyrir farsímann og nýja fyrirkomulagið um fastgjald óháð notkun.
Framkvæmdastjórnin ákvað vorfund nefndarinnar og fjallaði um önnur mál sem þurfti að ræða.

Átti síðan gott samtal við hana Ástu bæjarstjóra í Árborg (titillinn notaður með vilja) um hin ýmsu mál.  Við spjöllum oft saman og berum saman bækur okkar.  Mér finnst það afar gott.
Kom við í Sunnlenska bókakaffinu þar sem Eiríkur Harðarson var staddur og auðvitað vertinn sjálfur.  Eðli máls samkvæmt dróst heimsóknin á langinn enda viðstaddir með eindæmum skemmtilegir !

Óvænt fjölskyldukaffi hjá Sigurbjörgu systur síðdegis þar sem inn flykktust hinir ýmsu meðlimir stórfjölskyldunnar enda hafði frést að Dagný Lísa væri komin heim frá Bandaríkjunum og væri stödd hjá frænku.  Frumskógartrumbur Þelamerkurfjölskyldunnar virka ávallt með eindæmum vel :-)

Inga Lóa vinkona í kvöldmat í boði Lárusar Inga en eftir það var haldið aftur í vinnuna til að klára tvö verkefni sem varð að ganga frá í dag.  Zumba kl. 6 í fyrramálið svo það er eins gott að koma sér þolanlega snemma í bólið !




7. mars 2016

Vann í erindisbréfum nefnda bæjarins sem væri gott að setja endurskoðuð fyrir bæjarstjórn fljótlega. Vann einnig í nokkrum samningum sem vonandi geta ratað í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Hitti fulltrúa Félags eldri borgara, nýkjörinn formann Gísla Garðarsson og gjaldkerann Egil Gústafsson.  Þeir eru öflugir fulltrúar þeirra sem eldri eru í bæjarfélaginu og stýra félaginu með sóma.

Fékk góða heimsókn þar sem málefni tónlistarkennslu var viðmælendum mínum ofarlega í huga.  Hér viljum við veg tónlistar sem mestan eins og annarra lista og því munum við skoða þar sem fram kom í þessu ágæta viðtali.

Meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

En markverðast í dag var þó sú staðreynd að ég fór í zumba kl. 6:00 og í ræktina kl. 18:00.  Held ég sé alveg laus við pestina sem er hreint meiriháttar !

5. mars 2016

Gangnamannafélag Austurdals er frómur félagsskapur þeirra sem farið hafa í göngur, eða á fjall eins og við segjum fyrir sunnan, í Austurdal í Skagafirði.  Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Héðinsminni hér í Skagafirði í gærkvöldi var Lárus formlega tekinn inn í þennan eðal klúbb.  Hann hafði enda farið tvisvar í göngur með Stefáni Hrólfssyni frá Keldulandi.  Það er svo langt síðan að þá var það nú aldeilis ekki móðins að þvælast svona til fjalla og Stefán hefur því sjálfsagt neyðst til að taka strákinn með sér eða kannski einfaldlega litist svona vel á hann sem er kannski líklegra.  En Lárus og hundurinn runnu upp og niður hlíðarnar og gerðu vafalaust báðir þó nokkuð gagn.   Ólíkt því sem er í dag þá var safnið í þá daga svo umfangsmikið að Stefán gat ekki kallað yfir það skilaboð til Lárusar  og sendi því hundinn á milli með miða í ólinni !   Stefán var ekki viðstaddur aðalfundinn í gær þó að andi hans hafi klárlega svifið yfir vötnum.  En þarna var fjöldi skemmtilegra Skagfirðinga sem gaman var að vera með en það er ekki víða sem er jafn gaman og á skemmtunum hér í firðinum fagra :-)

Þarna voru mættir að sunnan auk okkar, bræðurnir Tryggvi og Guðni Ágússynir ásamt eiginkonum.  Gistum við öll á Löngumýri í góðu yfirlæti hjá Gunnari Rögnvaldssyni.  Það þarf sjálfsagt ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hversu gaman var í morgunverðinum með þessu eðal fólki og er því kannski ekki að undra að setið var yfir tebollanum langleiðina fram að hádegi.

Skagafjörður skartar sínu fegursta í dag, skafheiður himin, logn og hiti við frostmark.  Rölti aðeins um gamla bæinn sem ég er svo hrifin af og dáðist að gömlum byggingum, útsýninu og mannlífinu !

Heimsóttum Dísu mína sem nú er komin á dvalarheimilið hér á Sauðárkróki.  Það var ekki alveg einfalt að útskýra hvers vegna hún var ekki að fara heim sem hún sótti fast blessunin.  En þarna er hugsað afar vel um fólkið, starfsmenn hugulsamir og aðstaða öll hin besta. Á morgun ætlum við að fara og gera aðeins heimilislegra hjá henni áður en við förum aftur suður.  Eins og það er yndislegt að eldast þá er ekki alltaf einfalt að eldast þegar heilsan bilar.    Tók þessa yndislegu mynd af tengdaforeldrum mínum í dag.  TIlveran er ekki heldur sú sama hjá Bjarna mínum núna. 

4. mars 2016

Hér í Hveragerði erum við svo heppin að oft og iðulega er jákvæð og skemmtileg umfjöllun um bæinn okkar í bæði erlendum og innlendum fjölmiðlum.

Þessi skemmtillega umfjöllun birtist á netinu um daginn !

Fékk góða heimsókn í dag þegar Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, leit hér við.  Hann lenti í föstudagskaffi á skrifstofunni sem óvænt var með glæsilegra móti og því mun hann fara austur uppfullur af afbrýðisemi yfir veitingunum sem hér eru "alltaf" á boðstólum :-)
Annars hafði hann ekki síst áhuga á Hamarshöllinni og fórum við og skoðuðum hana.  Þar var staddur stór hópur eldri borgara að pútta eins og þau gera reglulega.  Hamarshöllin er mikilvæg miðstöð íþrótta hér í bæ og hefur gert að verkum að nú geta allir iðkað hvað sem er,  því húsakosturinn er allavega ekki lengur sá flöskuháls sem hann var.







2. mars 2016

Góður dagur án allra fundahalda í dag.  Gat því komið í gang þó nokkrum verkefnum sem höfðu beðið um hríð.  Kláraði samning um afnot Handverks og hugvits undir Hamri af Egilstöðum (gamla barnaskólanum) og sendi til forsvarsmanna félagsins sem nú eru að fara yfir hann. Vann einnig í málefnum tengdum flettiskiltinu við þjóðveginn og gerði drög að samningi um afnot af skiltinu og yfirtöku bæjarins á því. Sá samningur liggur nú og bíður morguns því oftast vil ég láta svona plögg liggja aðeins og skoða þau svo aftur með nýjum, ferskum augum áður en endanlega er gengið frá þeim til samþykktar.

Hafði samband við fasteignasala vegna sölu Héraðsnefndar Árnesinga á húseigninni Hrísholti 8 á Selfossi en mér var falið af Héraðsnefnd að annast sölu hússins sem er í sameign Sveitarfélagsins Árborgar og Héraðsnefndar.

Vann einnig í þeim málum sem liggja fyrir fundi bæjarráðs í fyrramálið.  Nú erum við að verða ansi flinkar í nýja skjalastjórnunarkerfinu og fundagáttinni en það er mikill munur að vinna í því umhverfi frá því sem áður var. 

Fór í líkamsræktina síðdegis sem ég hefði reyndar betur sleppt.  Er greinilega enn ekki búin að ná mér af pestinni enda var þrekið og styrkurinn eftir því. 


Í kvöld var síðan hittingur í tilefni af því að 30 ár eru síðan að sundleikfimi hófst hér í Laugaskarði undir styrkri stjórn Esterar Hjartardóttur.   Því hittust í kvöld allar þær konur sem tök höfðu á og einhvern tíma höfðu verið með í þessum skemmtilega hópi.  Ég er búin að vera afskaplega dugleg í sundleikfiminni síðan 1995 (man það því þá gekk ég með Albert Inga).  Núna í vetur hef ég aftur á móti svikið lit vegna þess að líkamsræktin hjá henni Loreley er á sama tíma.  Verð reyndar að skrópa aðeins þar og mæta í sundið svo ég verði gjaldgeng í vorferðina með hópnum :-)

Ég geri ekki annað en að deila og gleðjast yfir skemmtilegum fréttum varðandi systkini mín og Kjörís  :-)  Í kvöld sýndi Stöð2 frá heimsókn Péturs Jóhanns, gleðipinna, í fyrirtækið.  Mikið fjör og gaman að fá þessa innsýn með þessum hætti. 

1. mars 2016

Átti fund með Skúla Thoroddsen frá Orkustofnun í morgun.  Ræddum við um borholurnar í Dalnum sem Orkustofnun sér um fyrir hönd ríkisins.  Ljóst er að nokkrir hafa lýst yfir áhuga á að taka holurnar yfir en núna vinnur stofnunin að kortlagningu á notkun þeirra.  Þessar holur þurfa viðhald og umhirðu og því er borðlegjandi að fela einhverjum umsjón þeirra 

Við Helga fórum yfir helstu rekstrarliði ársins 2015 eftir hádegi.  Reksturinn er yfirliett í góðu samræmi við gerða fjárhagsáætlun en þó er launakostnaður að stríða okkur í örfáum stofnunum.  Það þurfum við að skoða betur.  Það var athyglisvert að sjá að tekjur Hveragarðsins standa að stærstu leyti undir starfsmannahaldi og rekstri á árinu og eins að jarðskjálftahermirinn skapar á fimmtu milljón í tekjur. 
Það er síðan hækkun lífeyrisskuldbindinga um rúmar 40 milljónir á milli ára sem mun gera ársreikninginn verri en efni stóðu til.  Þessi hækkun sem væntanlega er hlutfallslega sú sama í öðrum sveitarfélögum gerir að verkum að niðurstaða rekstrar verður tugmilljónum verri en við gerðum ráð fyrir.  Það er ergilegt þar sem að reksturinn sjálfur er í góðu lagi á lang flestum starfsstöðvum. 



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet