1. mars 2016
Átti fund með Skúla Thoroddsen frá Orkustofnun í morgun. Ræddum við um borholurnar í Dalnum sem Orkustofnun sér um fyrir hönd ríkisins. Ljóst er að nokkrir hafa lýst yfir áhuga á að taka holurnar yfir en núna vinnur stofnunin að kortlagningu á notkun þeirra. Þessar holur þurfa viðhald og umhirðu og því er borðlegjandi að fela einhverjum umsjón þeirra
Við Helga fórum yfir helstu rekstrarliði ársins 2015 eftir hádegi. Reksturinn er yfirliett í góðu samræmi við gerða fjárhagsáætlun en þó er launakostnaður að stríða okkur í örfáum stofnunum. Það þurfum við að skoða betur. Það var athyglisvert að sjá að tekjur Hveragarðsins standa að stærstu leyti undir starfsmannahaldi og rekstri á árinu og eins að jarðskjálftahermirinn skapar á fimmtu milljón í tekjur.
Það er síðan hækkun lífeyrisskuldbindinga um rúmar 40 milljónir á milli ára sem mun gera ársreikninginn verri en efni stóðu til. Þessi hækkun sem væntanlega er hlutfallslega sú sama í öðrum sveitarfélögum gerir að verkum að niðurstaða rekstrar verður tugmilljónum verri en við gerðum ráð fyrir. Það er ergilegt þar sem að reksturinn sjálfur er í góðu lagi á lang flestum starfsstöðvum.
Comments:
Skrifa ummæli